16.9.2009 | 09:53
Væri ekki nær að byggja fangelsi.
Það eru tvær fréttir sem ég get ekki gleymt, það er annars vegar fésið á Álfheiði Ingadóttur, þar sem hún rakti að það ætti að byggja háskólasjúkrahús, eða hátæknisjúkrahús hvaða nafni sem ráðamenn vilja nefna þessi ósköp, annars vegar og svo viðtal við Erlend Baldursson um stórlega vöntun á fangelsisplássum.
Nú þekki ég dálítið til, eða gerði hér í denn um fangelsismál. Ég hef líka átt góð samskipti við Erlend Baldursson. Og veit að þar fer gegnheill maður. Einnig gladdist ég mjög þegar Margrét Frímannsdóttir var ráðin forstöðumaður að Litla Hrauni. Enda held ég að þar hafi verið unnið gott starf undir hennar stjórn. Og margt gott áunnist.
En betur má ef duga skal. Ég þekki það að það er afar erfitt fyrir fólk sem hefur hlotið fangelsisdóma að þurfa að bíða eftir að fá að afplána, og því erfiðara eftir því sem tíminn lengist. Málið er að þeir sem þannig er ástatt fyrir, búa við streitu og kvíða meðan á biðinni stendur, en ekki bara það, heldur hafa þeir oft á tíðum unnið í sínum málum, eru komnir í annað líf, með fjölskyldu, börn hafa unnið bug á fíkn og slíkt. En eiga samt alltaf þetta inni. Það er bara óásættanlegt að mínu mati að menn þurfi að búa við svona aðstæður.
Þetta hefur líka annan flöt og miður skemmtilegan, en það er að þeir sem verst eru settir, hugsa sér til að það sé í lagi að fremja glæpi, vegna þess að þeir þurfi ekki að fara inn fyrr en eftir dúk og disk. Það er hinn flöturinn á peningnum.
Ég set hér inn grein eftir Lýð Ægisson, þar sem hann tiplar á þessu hátæknisjúkrahúsi, Lýður er læknir og veit um hvað hann er að tala. Ég set líka hér inn viðtal við Erlend Baldursson.
Og ég spyr er ekki nær að byggja fangelsi, ef menn vilja endilega bruðla með fé almennings til bygginga, í stað þess að taka skynsamlegri ákvarðanir?
Það er í raun og veru absúrd að þau skuli virkilega halda að þetta gangi í almenning, þegar verið er að loka deildum, segja upp fólki í stórum stíl og skera niður þjónustu. Áð þá getum við sætt okkur við að setja 45000 milljónir í slíkt bruðl?
Við skulum muna að þeir sam hafa lent á rangri braut eru líka fólk, og það er betra fyrir samfélagið að þeir hljóti þá umönnum og aðstoð við að komast út í lífið sem fyrst sem betri menn. Það verður ekki gert með ástandið eins og það er núna.
http://bb.is/Pages/82?NewsID=137179
Lýður Árnason | 07.09.2009 | 15:31Hátækni í hallæri
Samkvæmt stjórnarliðum á að fara á fjörurnar við lífeyrissjóðina og fá þá til að fjármagna draum fyrrum einræðisherra um hátæknisjúkrahús. Ætla mætti að Perlan og ráðhúsið dygðu sem bautasteinar en allt skal vera þegar þrennt er. Fulltrúi stjórnarmeirihlutans sagði í sjónvarpi byggingu hátæknisjúkrahúss ekki bara atvinnuskapandi heldur einnig arðbæra og nefndi í því sambandi 2000 milljónir árlega. Byggingin sjálf á svo að kosta 45000 milljónir. Ekki veit ég á hvaða plánetu þetta fólk lifir en samkvæmt niðurskurðaráætlun sömu aðila slagar tap fyrirliggjandi hátæknisjúkrahúss hátt upp í þessar 2000 milljónir. Að ekki sé minnst á uppsagnir starfsfólks og lokanir deilda. Atgervisflótti blasir við og þvæla um atvinnusköpun er móðgun við starfsfólk heilbrigðisgeirans hvar í lagi sem það er.
Hvers vegna er aflögufærni lífeyrissjóðanna ekki notuð til að tryggja landsmönnum áframhaldandi eignarhald orkuauðlinda? Sjá stjórnmálamenn ekki að utanaðkomandi yfirtaka verður fjármögnuð með hækkun orkuverðs? Hagur hluthafans verður metinn hærra en neytandans eða hefur fólk ekkert lært? Umgengni einkaframtaksins hefur vægast sagt ekki verið til fyrirmyndar gagnvart íslenskum almenningi og nóg að vísa til gegndarlausrar sjálftöku, skírða ýmsum nöfnum og réttlætta enn verri rökum. Fjármagn, innlent sem erlent, er auðvitað innspýting og eftirsóknarvert en fyrst þarf að hanna regluverk sem tryggir almannahagsmuni. Þangað til verður að stíga varlega niður í þessum efnum.
Skuldastöðu Íslands lýsa sumir í einu orði: Gjaldþrot. Hvort ofmælt sé kemur í ljós á næstu mánuðum en endurreisnarvonin felst ekki í hátæknisjúkrahúsi né músikhúsi, hvorutveggja er í peningum talið óarðbærar framkvæmdir og ætti að flokka sem dekurverkefni ríkra þjóða sem ekki vita aura sinna tal. Endurreisnarvonin felst í nýju sjókorti, nýrri stjórnarskrá þar sem einkaframtakinu eru settar skorður og almenningur varinn fyrir öllu því forréttindasukki sem viðgengist hefur í stjórnsýslu og fjármálalífi. Endurreisnarvonin felst ekki í endalausum fjárskuldbindingum heldur þvert á móti fjárhagslegu sjálfstæði. Endurreisnarvonin felst í raunverulegri verðmætasköpun og hana sækjum við til sjós, fiskurinn spriklandi út um allt. Endurreisnarvonin felst í skýrum skilaboðum frá stjórnvöldum um að þeir sem að hruninu stóðu og hinir sem létu yfir höfuð leggjast að bregðast við séu látnir sæta ábyrgð, sóttir til saka eða látnir taka pokann. Hvað allt þetta áhrærir eigum við langt í land og valdhafar fastir í rangri forgangsröð. Og þetta innlegg núna með byggingu hátæknisjúkrahúss veikir enn vonir manna um vitrænan kúrs. Að hanga á vondum hugmyndum í góðæri er bruðl en í hallæri eins og núna brjálæði.
Sé eitthvert vit í atvinnuuppbyggingu ríkisstjórnarinnar ætti hún að beinast að tugthúsi undir útrásarlabbakútana sem rændu bankana og betrunarhúsi fyrir stjórnmálamennina sem sváfu á meðan. Ekki væri amalegt að vera arkitekt og fá að teikna slíkt.
L Á.
Brotamenn bíða þess að afplána
Erlendur S Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að brotamenn þurfi í sumum tilvikum að bíða í nokkur ár eftir plássi í fangelsum. Um 240 manns bíða eftir því að geta byrjað afplánun.
frettir@ruv.is
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á meðan fjölmörg hús liggja hálfkláruð og nær kláruð undir skemmdum vegna byggingatafa af kreppuvöldum, gamnar ríkisstjórnin sér við að dreyma um risastóra sjúkrahúsið sem ofurfrjálshyggjuríkisstjórnin ætlaði að troða í gegn hvað sem tautaði og raulaði. Margra milljarða bruðl með almannafé. Er þetta hátæknisjúkrahús eitthvert blæti hjá ríkisstjórnum Íslands? Missir fólk í alvöru vitið við að komast í ríkisstjórn? Kommon - við þurfum ekki þetta monstersjúkrahús - við erum bara 300 þúsund manna þjóð og eigum nóg af húsnæði ef fólk bara hugsar
Hvað varðar fangelsismálin þá má vitaskuld líka horfa til allra þessara tómu bygginga. Forgangsraða eftir hættuflokkum afbrotamanna. Þeir sem gerast sekir um líkamsmeiðingar og alvarlega glæpi fari á Hraunið - þeir sem stálu brauði og misstigu sig á þroskabrautinni geta farið í hús með lágmarksgæslu á meðan þeim er beint á réttu brautina. Alveg sammála að það er mannréttindabrot að láta fólk bíða í langan tíma eftir að afplána sína dóma og þar að auki hættulegt samfélaginu.
, 16.9.2009 kl. 10:07
Mér finnst það vera eitt af forgangsverkum okkar að koma í veg fyrir byggingu hátæknisjúkrahússins. Þetta er fíflaskapur af verstu gerð að mínu mati. Og það er rétt sem þú segir, auðvitað ætti að nota eitthvað af þessum hálfbyggðu húsum sem grunn undir nýtt fangelsi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2009 kl. 10:23
Við höfum akkúrat ekkert að gera við hátæknisjúkrahús, fyrst er lágmark að geta haldið uppi þjónustu á þeim sjúkrstofnunum sem þegar eru fyrir hendi.
Hvað varðar fangelsin ætti að vera hægt að halda áfram með einhverja grunnana eða hálfkláraðar byggingar og nota sem fangelsi. Það nær ekki nokkurri átt að fólk þurfi að bíða jafnvel árum saman eftir fangelsisvist fyrir minni háttar afbrot. Fólk er þá oftar en ekki búið að breyta um lífsstíl og komið á beinu brautina eða komast ekki á beinu brautina af því að óafplánaður dómur hangir alltaf yfir þeim.
Það þarf að taka til hérna í fangelsismálum. Er allveg komin á þá skoðun að erlenda afbrotamenn eigi að láta afplána sína dóma í sínum heimahögum en ekki hér á landi. Það þarf að stoppa komu glæpagengja hingað til lands með öllum tiltækum ráðum. Við höfum nóg með okkar fólk.
Það verður annars fróðlegt að sjá ef svo skyldi fara að fjármálaglæponarnir verða dæmdir sekir hvar þeir muni afplána sína dóma.
Knús í kærleikskúluna
Kidda (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 10:51
Mér er spurn, var ekki fangelsi á varnarsvæðinu????
Eru ekki til ónýttir heimavistarskólar í hverri sýslu??? sem nýta mætti á meðan ástandið er eins og það er, verið viss ef útrásarglæponar verða dæmdir byggja þeir örugglega hátæknifangelsi !!!!!!!!!!!!!!!!!!
Háskólasjúkrahús, ekki er hægt að reka þau sem fyrir eru !!!!!
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 16.9.2009 kl. 22:19
Frábær skrif bæði hjá þér Ásthildur og hjá Lýð. Mér finnst stjórnvöld vera veruleikafirrt. Svo er verið að selja auðlindir.
Að einhver skuli koma fram með hugmynd um hátæknisjúkrahús núna er alveg út úr kortinu eins og fleiri benda hér á, þegar verið er að draga saman í heilbrigðisgeiranum.
Hvað er eiginlega að fólki?
Kveðjur til þín
Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.9.2009 kl. 00:09
Sæl Ásthildur,
sem starfsmaður Landspítalans verð ég að gera athugasemd.
Reyndar er ég ykkur sammála að það er ekki til túkall með gati þannig að nýbygging Landspítala er orðin mjög fjarlæg. Samt vil ég minna á að gamli Landspítalinn var byggður í kreppuinni milli 1920 og 1930. Það er einn munur á núna og í denn. Íslenskar konur börðust og söfnuðu fyrir gamla Landspítalanum. Hann kostaði þá 1.000.000 kr sem þótti mjög stór upphæð þá. Íslenskar konur höfðu árum saman safnað peningum og greiddu 300.000 af þessari milljón, þ.e. einn þriðja. Í raun settu konurnar íslenskum (karl)ráðamönnum úrslitakost. Annað hvort byggið þið spítala eða þið fáið ekki krónu. Ég neita því ekki að ég sakna þessara kvenna í dag.
Aðalástæða þess að hvorki fangelsi né Landspítali hafa verið byggðir enn þá, þrátt fyrir augljósa þörf, er "skortur" á þingmönnum. Það gefur ekki mörg atkvæði að standa í slíku. Hingað til hafa þingmenn getað komið flestu á koppinn ef vilji er til slíks. Annað er að skjólstæðingar þessara stofnana eru ekki öflugur þrýstihópur. Menn eru yfirleitt svo fegnir að sleppa út að þeir vilja helst gleyma vistinni.
Að lokum orðið "hátæknisjúkrahús" Ég bið ykkur enn á ný að hætta að nota þetta orðskrípi sem er engum starfsmanni Landspítalans þóknanlegt. Flestir nota orðið á neikvæðan hátt og tala oft niður til okkar starfsmanna með notkun orðsins. Hvernig hljómar hátæknifangelsi, þegar allir vita að það vantar meira pláss en ekki tækni. Ef Flugleiðir byggja nýtt flugskýli þá fara menn ekki að tala um hátækniflugfélag. Það vita allir að Flugleiðamenn hafa alltaf notað bestu fáanlegar flugvélar á hverjum tíma.Landspítalinn hefur alltaf verið búinn góðum tækjum og verður eitthvað áfram, vonandi.
Gunnar Skúli Ármannsson, 17.9.2009 kl. 08:28
Takk báðar tvær já þetta heitir á mínu máli vitlaus forgangsröðun. Og það er alltaf að verða ljósara og pínlegt hve veruleikafirrt stjórnvöld eru og langt í burtu frá almenningi landsins. Enda mættu þeir taka mark á skoðanakönnun sem sýndi að traust almennings á stjórnmálamönnum er nákvæmlega ekkert.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2009 kl. 08:29
Það eru engir peningar til að byggja þetta sjúkrahús, og ef til eru peningar væri nær að nota þá til að halda gangandi eðlilegri heilbrigðisþjónustu á þeim sjúkrahúsum sem til eru. Hérna rétt hjá Sandgerði eða á Miðnesheiði er til fullbúið sjúkrahús með öllum tækjum og tólum sem slíkt þarf að hafa. Þarna eru meira að segja fullkomnar skurðstofur. Þetta var byggt og notað af Bandaríkjamönnum á meðan þeir höfðu þarna aðstöðu á vellinum.
Hvað varðar fangelsin þá er það nú ein hörmungarsaga og dæmi um að menn sem hlutu fangelsisdóm 2005 eru enn að bíða eftir að komast að. Að mati lögfræðings sem rætt var við í sjónvarpinu í gærkvöldi eiga þessir menn nú rétt á skaðabótum úr ríkissjóði vegna þessarar biðar. Þá fyrst verður nú búið að toppa allt sem hægt er að toppa, ef afbrotamenn fara að fá bætur úr ríkissjóði fyrir að hafa brotið lög.
Við Kárahnjúkavirkjun standa vinnubúðir sem rúma mörg hundruð manns og væri hægt að nota sem bráðabirgða fangelsi. Þótt það væri kannski auðvelt að strjúka úr slíku fangelsi, breytir það engu, því þessir menn ganga lausir hvort sem er.
Jakob Falur Kristinsson, 17.9.2009 kl. 15:34
já svo sannarlega gott til umhugsunar, takk fyrir þetta kæra cesil !
ein frá því fyrir löngu síðan
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.9.2009 kl. 20:16
Jú það ætti að byggja fangelsi og fyrstu fangarnir yrði núverandi ríkisstjórn öll eins og hún leggur sig.
Jóhann Elíasson, 17.9.2009 kl. 23:40
Takk öll fyrir innleggin. Skúli ég sá ekki þitt innlegg fyrr en eftir á. Fyrirgefðu það var alls ekki meining mín að niðurlægja starfsfólk með þessari nafngift. En mér sýnist að eftir allt standi að almenningur vill ekki að farið verði út í þessa byggingu og telur að það séu önnur og brýnni mál sem þarf að sinna í kreppunni en bygging húss, sem á að koma í staðin fyrir aðrar byggingar sem ekki er hægt að manna, eða reka nú þegar. Hverslags vitleysa er þetta eiginlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2009 kl. 08:42
Elsku Steina mín, það er ekkert fyrir löngu síðan með þig hjá mér. Sumir bara eru alltaf.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2009 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.