Umgengni og þankagangur og smá fjör.

Það var hvasst í dag, bæði í veðrinu og fólkinu í landinu.  Mér sýnist að almenningur sé búin að fá alveg upp í kok af öllu því sem elítan er að gera.  Og ekki síst hvernig þau réttlæta allt sem þau gera.  Afgreiðsla meirihlutans í Reykjavík í dag, á eftir að draga verulegan dilk á eftir sér.  Þessi meirihluti var búin að reyna að vera ósýnilegur og láta sem þeir væru heilagar kýr, en standa svo allt í einu berskjölduð og eitthvað svona 2007 frammi fyrir almenningi og fólkið hrópar keisarinn er nakinn.  Og vissulega standa þau nakinn.  Aumlegar afsakanir Hönnu Birnu er eitthvað sem fólkið er búið að fá nóg af.  Og þar er sko af nógu að taka. 

Það hringdi í mig maður í dag, kynnti sig sem grafískan hönnuð, sem væri með verkefni um Jónsgarð.  Hann vantaði mynd af garðinum.  Mér var bent á þig, sagði hann, þú ert víst sú sem veist allt best um þetta, og svo hef ég heyrt að þú sért góður ljósmyndari líka.  Ég var nátturlega ákaflega glöð með hrósið, hver væri það ekki.  En ég fór auðvitað og tók nokkrar myndir af garðinum.

IMG_3824

IMG_3828

ég verð að segja að ég varð fyrir áfalli þegar ég kom inn í garðinn.  Jónsgarður og Austurvöllur eru einstakir garðar, ásamt Simsongarði og Skrúð, ekkert sveitarfélag getur státað af fleiri skipulögðum skrúðgörðum.  En það er eins og fólk geri sér ekki grein fyrir mikilvægi þeirra.  Ég hef í um 30 ár haft umsjón með Austurvelli og Jónsgarði, og verið ákaflega stolt af umhirðunni og hve þeir hafa dafnað í minni tíð.  En að fara þarna í dag, var hræðilegt.  Allt fullt af illgresi og umgengnin hræðileg.  Reyndar hefur bærinn aldrei verið druslulegri í langan tíma.  þar er við að sakast þeirrí ákvörðun bæjaryfirvalda að hafa enga garðyrkjudeild í sumar, en ætlast til að unglingavinnan sjái um hreinsunina.  Það er ekki við börnin að sakast, þau eru bara börn.  Þetta gengur ekki  að mínu mati.  Og það verður miklu erfiðara að hreinsa næsta vor, eftir svona druslugang.

En það var ekki það eina.  Heldur gengur fólk um eins og fílahjörð.  Það eru einhverjir sem alltaf stytta sér leið yfir hvað sem fyrir er í görðunum.  Það eru hlið en sumir vilja bara rölta og brölt yfir þar sem þeir koma að görðunum.  Fyrst hélt ég að þetta væru börn, þangað til ég sá rígfullorðna konu stytta sér leið með því að skríða undir girðinguna á leið í vinnuna fyrir nokkrum árum.  Það lá við að ég fengi áfall.

IMG_3832

Hér má sjá hvernig trén hafa verið kubbuð í sundur og kastað um allan garðinn.

IMG_3833

Þetta var beð, en hér hefur einhver eða einhverjir búið sér til einkagöngustíg til að stytta sér leið sennilega í vinnuna.

IMG_3834

Fólk lætur sig hafa það að brjóta niður gróðurinn og skemma bara til að stytta sér leið um nokkra metra, ætli þetta sama fólk borgi svo ekki peninga fyrir að fara á göngubretti í stúdíói?  Þetta er rosalega leiðinleg aðkoma fyrir þá sem eru að reyna að hafa gróðurinn heilan og óskemmdan.  Það ætti að vera hverjum ísfirðingi kappsmál að þessir garðar væru sem fallegastir, og fjandinn vorkenni fólki annað hvort að fara inn um hliðið nú eða labba fyrir neðan garðinn í vinnuna. 

En nóg um þetta.  Ég vona að bæjarstjórnin taki sér tak og sjái að það gengur ekki að það sé ekki ábyrgur mannskapur sem sér um þessar perlur bæjarins.

IMG_3838

Amma taktu mynd.... LoL

IMG_3839

Hver er svo stilltastur?

IMG_3841

Ójá prinsessurnar mínar eru ólíkar, en báðar flottar.

IMG_3845

Og svo var kjúlli í matinin, við mikla hrifningu. 

IMG_3844

Hér er svo nýja línan hans Júlla.  Ef þið eruð að spá í tækifærisgjafir, afmælis- eða jólagjafir, eða til ástvina, þá er ekkert flottara en íslenskt fjörugrjót sem er hjarta.  Þeir sem hafa áhuga geta látið mig vita.  Þetta er algjör snilld, það eru líka fiskarnir og blómin.  Og verðið ræðst af stærðinni, ekkert flóknara en það.  Heart

Ég bið svo að allir góðir vættir vaki yfir okkur öllum og verndi, oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn.  Vonandi fer að greiðast úr öllu hjá okkur þjóðinni.  Mér heyrist að stjórnvöld séu farin að rumska og sjá að þau verða að gera eitthvað áður en allt springur framan í þau.  það er gott.  Og vissulega vil ég heldur þau Jóhönnu og Steingrím af tvennu illu, heldur en Sjálfstæðismenn og framsókn, sem sýndu sitt rétta andlit í dag eina ferðina enn. 

En hvenær kemur Nýja Ísland?

images


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Já hvenær skyldi það nú koma?

Ljótt að sjá þessa umgengni um garðana ykkar á Ísafirði. Auðvitað þarf fullorðið fólk að hafa yfirumsjón með umhirðu skrúðgarða - krakkarnir geta ýmislegt en þau verða að hafa fullorðinn, ábyrgan leiðbeinanda.

, 15.9.2009 kl. 22:13

2 identicon

Hæ, Ásthildur.

  Já, ljótt þetta með garðana. Rkki beint augnakonfekt.

Flottar myndir. Litlu dömurnar eru að verða frægustu fyrirsætur á Íslandi.

Þær myndast alltaf janfnflott, jafnvel þó að þær séu á haus.

Takk fyrir. Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 22:49

3 identicon

Skelfing að sjá garðinn, aldrei hefði manni dottið þetta í hug í gamla daga. Við stálumst að vísu inní Ástugarð, en aldrei til að skemma. É hélt að flest trén hefðu verið orðin of gamalgróin og fyrirhöfn að klungrast yfir þar til fór að troðast. að sjálfsögðu þarf einhver fullorðinn að hafa umsjón með garðinum og leiðbeina, það er mjög gott að hafa unglinga í svona vinnu, þau læra betur að meta það sem þurft hefur að hafa fyrir. En barnbörnin eru alltaf jafnyndisleg.

Dísa (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 23:10

4 Smámynd: Elín Helgadóttir

áhugi fyrir hendi !!

Elín Helgadóttir, 15.9.2009 kl. 23:13

5 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Ég fékk líka áfall þegar ég fór í Jónsgarð í sumar. Ekki fallegt. Flott hjörtun hans Júlla. Það kom einn saddur heim í gærkvöldi.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 16.9.2009 kl. 08:08

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

SIgga mín hann át eins og hross.  Seturðu þetta allt ofan í þig spurði pabbi hans  Hann var alveg steinhissa á hvað drengurinn gat borðað mikið. 

Áhugi er alltaf fyrir hendi Elín mín, hjá sumum. 

Dísa mín, þetta er ekkert annað en skemmdarstarfssemi og að hluta til hugsunarleysi.  Eins og þetta að stytta sér leið.  Ég hef reynt í mörg ár að reyna að hefta fólk í að vaða beint í gegnum garðana með litlum árangri, þetta er líka gert á Austurvelli. 

Takk Þói minn.

Dagný vissulega geta börn gert ýmislegt, en ég verð að segja að vinnulagi hefur hrakað ár frá ári, og þó mörg af þeim séu dugleg, þá er verklagið þannig að lítið vinnst undan þeim blessuðum.  Og verkstjórarnir lítið eldri.  En eins og ég segi, þetta skrifast ekki á börnin eða flokkstjórana, heldur á að vera ekki með garðyrkjudeild eins og alltaf hefur verið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2009 kl. 08:26

7 identicon

Synd að sjá hvernig farið er með gróðurinn í þessum görðum. Það virðist því miður vera orðin lenska í ansi mörgum að bera ekki virðingu fyrir annara mann eigum hvort sem það eru einkaeigur eða opinberar eigur.

Steinarnir hans Júlla eru meiriháttar flottir.

Knús í ömmukúlu

Kidda (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband