Bylting fíflanna - besta hugmyndin hingað til.

Var að lesa bloggfærslur frá Ástu Hafberg, Rakel S. og Dúu, ég hvet ykkur til að lesa líka og kynna ykkur pælingar þeirra um nýtt sameiningartákn.  http://thjodarsalin.blog.is/blog/thjodarsalin/

Loksins geta allit tekið þátt og látið vita af óánægju sinni og staðið saman.  Það kostar bara hugsunina, einn fána og flaggstöng.  Flestir eiga flaggstöng ég á að vísu enga, en ætla að koma mér upp slíkri til að geta dregið fánan að húni. Eð bara flagga honum þar sem ég kem því við. 

En á bloggi Ástu hér að ofan getið þið lesið hugsunina að baki þessu, sem þær kalla bylting fíflanna.  Ég er til. 

Er ekki loksins komin besta lausnin á því að láta í ljós hugsun okkar?

safe_image

Hvað er betra sameiningartákn ef fífillinn.  Hann er ekki bara grasrótin sjálf, hann er lækingajurt, góður í sultur og vín. Og svo er hann illdrepandi.  Það er mjög erfitt að uppræta hann, þó góður vilji sé til þess.  Ég mæli með Byltingu fíflanna.

c_documents_and_settings_skrufa_my_documents_my_music_my_pictures_akureyri_906461_907385

Svona lítur fáninn út. Ekki slæm hugmynd. 

bara spurning um hvar við getum nálgast fánann.  Getur einhver upplýst mig um það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Þetta er frábær hugmynd og bendi ég á þetta blogg og þessa fésbókarsíðu fyrir nánari upplýsingar. Fánasmiðjan á Þórshöfn mun svo framleiða og selja fánana. Svo nú er bara að setja upp fánastöng og flagga alla daga

, 10.9.2009 kl. 10:47

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dagný mín fyrir þessa viðbót.  Ég ætla að panta mér svona fána strax í dag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2009 kl. 10:59

3 identicon

Ekki langar mig í fánastöng en í fánann langar mig. Hvet alla til að eignast svona fána. Svona þögul mótmæli skila árangri eins og sést vel á borðunum sem voru hengdir á hús og girðingar á Kársnesinu í Kópavogi, þeir vöktu athygli og hið sama mun þessi fáni gera. List vel á nafnið Bylting fíflanna

Knús í kærleikskúluna

Kidda (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 11:07

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kidda mín ég hef nú sent email til Fánasmiðjunnar.  Netfang og sími er:

knús á móti Kidda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2009 kl. 11:10

5 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þessi fáni er tilvísun í Kristjaníufánann þar sem punktarnir yfir i-in þrjú eru gulir á rauðum fleti (Chr°ist°ian°ia)...

...ég kann ágætlega við þennan fána, en er þetta samt ekki soldið mikill stuldur?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 10.9.2009 kl. 14:20

6 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Góð hugmynd

Jens Sigurjónsson, 10.9.2009 kl. 23:03

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stuldur eða ekki J. Einar.  En er ekki sama hvaðan gott kemur ?  Ef þeim er sama se á hinn fánann. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2009 kl. 08:38

8 identicon

Hjartanlegar hamingjuóskir með daginn elsku dúllan mín.

Dísa (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 08:38

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dísa mín, loksins náði ég þér aftur hehehe... alveg síðan í byrjum maí.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2009 kl. 09:35

10 identicon

Til hamingju með daginn í dag mín kæra vinkona

Knús í afmæliskúluna

Kidda (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 10:32

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kidda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2009 kl. 13:00

12 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Jújú...

...ekkert mál með stuldinn þannig séð. 

EN... er þetta ekki spurning um að þarna er um tákn hugsjónar Kristjaníta að ræða og hvað Íslendingar koma til með að standa fyrir í sinni uppreisn verði langt frá þeim ranni?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 11.9.2009 kl. 13:39

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ef til vill hægt að segja það.  En fíflarnir standa samt fyrir sínu hér á landi.  Og hugsunin er góð, þ.e. þessi léttgeggjaða hugmynd um fíflin.  Gefur manni meira frelsi en einhver alvarlegri hugsun, ef þú skilur hvað ég meina. Fíflin máttu gera hvað sem var, en ekki kóngurinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2009 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband