Kúlulíf í smáu og stóru.

Ég er í það heila svona frekar jákvæð manneskja.  Og ég get tekið áföllum held ég ágætlega.  Það sem ég þoli ekki er óréttlæti og mismunum í hvaða mynd sem er.  'Eg get alveg lagt á mig meiri byrgðar og hert sultarólina.  En ég er ekki sátt við að gera það til að aðrir sérstaklega þeir sem komið hafa okkur í þessa aðstöðu komist hjá ábyrgð.  Og þá á ég við alla sem hafa komið að málinu.  Útrásarvíkingana, stjórnvöld bæði fyrr og nú og svo þá sem eiga að vinna að því að koma réttlætinu á, til dæmis saksóknurum og dómsvaldi. 

Þetta fólk verður að átta sig á því að óréttlætið brennur á okkur sem tókum ekki þátt í vitleysunni nema að hluta til, og eigum nú að sitja í súpunni, meðan ekkert er gert til að láta þá sem komu þessu af stað, sleppa bara með skrekkinn.  Það er orðið afskaplega ótrúverðugt svo ekki sé meira sagt eftir heilt ár frá hruninu að það hafi ekki verið nægur tími til að taka á þessum fjanda.  Og á meðan fyrnast málin óðfluga, þeir menn - pólitíkusar sem bera mesta ábyrgð eru til dæmis að sleppa, og sennilega verður líka séð til þess að aðalsakamennirnir sleppi líka með skrekkinn. Því þetta virðist vera eitt allsherjar samsæri, stjórnvalda og peningamanna.  Og það sem er verst að við getum engum treyst til að vinna í okkar hag.  Það er eins og allt kerfið sé kolsjúkt og samtryggingin algjör.  Verðum við að setja upp höggstokk á Lækjartorgi og byrja að afhausa?

En ég ætla að hvíla mig á þessu svartnætti um stund, hef sofið illa undanfarið og haft áhyggjur.  En ég ætla ekki að láta beygja mig í duftið.  Lífið heldur áfram, hvað sem gerist.  Og ég ætla að sigla minn sjó ofansjávar og ekki láta drekkja mér.  Til þess mun ég beita öllum mínum kröftum, viti og reynslu. 

Tek ég þar með upp léttara hjal.

IMG_3621

Fyrst nokkrar fjalla og skýjamyndir fyrir fjallafólkið mitt.

IMG_3622

Það er hlýtt þó það hafi rignt í dag.

IMG_3623

Tunglið veður í skýjum, enda er máni gamli á sínu venjulega fylleríi þessa dagana.  en seinnipartinn braust þó sólin fram.

IMG_3644

Þessa bæjarmynd tók Hanna Sól í dag, þegar við ókum frá leikskólanum hennar.

IMG_3673

Hér er hún svo að spá í að fá sér núðlur í eftirmiðdagsrétt.

IMG_3675

Og restin af börnunum ákvað líka að fá sér núðlur, enda góður og ódýr matur.

IMG_3676

Sigurjón kíkti við með pabba sínum. 

IMG_3681

Ásthildur sem er orðin voða stór og dugleg er hér að hjálpa afa að setja utan um rúmin.  Og tekur því alvarlega, enda nýkomin úr sturtu.

IMG_3684

Á meðan var barist með sverðum og vatnsbyssum út í garðskála.

IMG_3689

Þar eru allir jafnir af hvoru kyni sem er.  Enda er kynþáttamisrétti aldrei meðal barna, þau vita sem er að allir eru jafnir.

IMG_3693

Ekki bregst fyrirsætunni bogalistinn frekar en fyrri daginn. 

IMG_3694

Svo er að finna íslenska barnaefnið, meðan amma eldar matinn.

IMG_3696

Og laukurinn í tölvunni með músik og syngur við raust.  Hann er allur í músikinni drengurinn sá. 

Svona er lífið í kúlunni.  Og verður vonandi áfram.  Við sjáum til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orku og kærleikskveðjur í kúluna Ásthildur mín.Já okkur öllum sem höfum siðferðiskennd er gjörsamlega misboðið og ekki nema von að venjulegt heiðarlegt fólk eins og þú missi svefn og hafi áhyggjur af því hvernig er komið fyrir okkur hér á landi.Engin er dregin til ábyrgðar og saklaust fólk er að missa heimili sín og aleigu á þess að nokkuð sé að gert til hjálpar.Knús á þig vina í fallega bæinn þinn.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 20:53

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er sko alltaf eittlhvað sem gleður mig hér hjá þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2009 kl. 20:55

3 Smámynd:

Rosalega er efsta myndin magnþrungin. Það er gott að þú lætur ekki bugast Ásthildur mín - þetta sk...pakk á ekki skilið að við gerum þeim það til geðs að gefast upp. En mikið hlýtur þetta að taka á. Ótrúlegt hvað tímanum hefur verið sóað í blaður og málleysur á meðan þeir sem settu land sitt og þjóð á vonarvöl spranga ennþá um í vellystingum praktuglega og láta eins og ekkert hafi gerst. Hvar eru allir sem höfðu hátt fyrir stjórnarslitin? Það er greinilegt að ný stjórn er ekkert betri en sú sem sagði af sér. Allir að maka sinn krók. Við þurfum BYLTINGU !!!

, 8.9.2009 kl. 21:29

4 Smámynd:

P.S. afsakaðu langlokuna - mér er heitt í hamsi. Og svo ætlaði ég að kommenta á það hvað Hanna Sól hefur vaxið í sumar - orðin hávaxin dama

, 8.9.2009 kl. 21:31

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

bestu Ljóskveðjur til ykkar yndislega fjölskylda í Kúlunni ljúfu

Ragnhildur Jónsdóttir, 8.9.2009 kl. 22:16

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já lífið er stórkostlegt, á sumum augnablikum mætti tíminn alveg stoppa í smá stund. Góða nótt mín kæra.

Jóhann Elíasson, 8.9.2009 kl. 22:32

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ljúfar kveðjur til ykkar í fallega kúluhús......knús og kram

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.9.2009 kl. 22:54

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Gaman að sjá alla gleðigjafana þína  Ég vona svo innilega að allt fari vel hjá ykkur. Ljós og knús til ykkar.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.9.2009 kl. 23:12

9 Smámynd: Elín Helgadóttir

Ég sé ekki betur en þarna sé mynd af Njálsgötunni uppi á vegg...  Eftir hvern ?

Elín Helgadóttir, 8.9.2009 kl. 23:57

10 identicon

Kær kveðja í Kúlu. Litla fólkið hefur allt stækkað og þroskast, afi bara þroskast , samt mátulega og getur enn leikið og verið skemmtilegur.

Dísa (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 08:47

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegt að vanda.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2009 kl. 09:33

12 Smámynd: Linda litla

Alltaf gaman að kíkja á þig og þina, verð að fylgjast reglulega með barnabörnum þinum ;o)

Bestu kveðjur í kúluna til þín mín kæra.

Linda litla, 9.9.2009 kl. 10:22

13 identicon

Á meðan þjóðinni blæðir þá koma menn eins og Bjarni Ármanns sem telur það óábyrgt að borga skuldir sínar. Það fer að styttast í að ár sé liðið frá Hruni og ennþá hefur ekkert verið gert sem dugar fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu.

Vildi að ég gæti tekið áhyggjurnar af herðum þínum og látið þig sofa vel, reyni að hjálpa til á minn hátt

Knús í kærleikskúluna

Kidda (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 10:58

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kærleikskveðjur Ásthildur mín.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.9.2009 kl. 18:42

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir allar hlýju kveðjurnar mín kæru.  Ég er einhvernveginn þannig þessa daga að ég á enga orku til.  Sennilega með einhverja bévítis flensu, eða að hugurinn er bara einhvernveginn dofinn.  En mikið þykir mér vænt um allar kveðjurnar frá ykkur.  Ég ætti að skammast mín fyrir að láta svona miðað við hve margir hafa það miklu verra en ég.  En svona er maður bara mikill aumingi.  Og þó veit ég að allt blessast þetta fyrir okkur öll.  Við lærum og þroskumst af því að þurfa að endurskoða okkur sjálf og hvernig við höfum athafnað okkur í "góðærinu".  

Það er mikið rétt að stelpurnar hafa vaxið og dafnað í sumar, og þroskast.  Litla stýrið er ekki lengur smábarn heldur pæja sem alltaf kemur betur í ljós að hefur sinn eiginn vilja, en er samt nógu skynsöm til að skilja þegar hún gengur of langt.  Eins og til dæmis þegar hún vill ekki fara í bílstólinn, og amma eða afi aka ekki af stað, heldur fara út úr bílnum og segja að það verði ekki farið fyrr en hún er í sínum stól.  Þá upphefst svona pólitískur hráskinnaleikur til að stýrið geti bakkað með reisn og farið í stólinn.  En það er mjög mikilvægt að börn jafnt sem fullorðnir komist fram hjá hinum ýmsu krýsum með sæmd og sátt. 

Ella mín jú þetta er Njálsgata 44.  Við fengum myndina frá Sigrúnu, en hún á svona samskonar mynd.  Það er einhver málari sem gerir svona.  Þú ættir að hafa samband við Sigrúnu.  Myndin er mjög flott af húsi afa þíns og ömmu.

Takk svo öll fyrir mig, og ég sendi ykkur öllum knús til baka.  Takk fyrir að vera þarna úti og hughreysta mig.  Ég met það svo sannarlega.  Og vona að ég geti á móti hughreyst aðra sem eru í verri sporum en ég. 

Kidda mín og þið hin, þetta hjálpar, það er alveg öruggt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2009 kl. 19:15

16 Smámynd: Ragnheiður

Það flokkast ekki undir aumingjaskap kæra vinkona, heldur er maður svo baráttumóður. Við erum í annars stríði, við stofnuðum ekki til þessa bardaga.

Knús í kúluna

Ragnheiður , 9.9.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband