Sitt lítið að hverju.

Þið verðið að afsaka mig kæru bloggvinir, ég er orkulaus og vitlaus þessa dagana.  Bæði hefur Ásthildur verið lasin og ég líka, og svo bara þetta vesen hjá okkur hjónum. 

En ég ætla að setja inn nokkrar myndir.

IMG_3478

Það flæða hormónar hér um allt heimilið.  Stóri strákurinn okkar fékk að halda bekkjapartý í gærkveldi, hér er hann að undirbúa tónlistina. 

IMG_3483

Farðu frá ég þarf að komast framhjá.

IMG_3484

Nei ég fer ekki fet, ég má sitja hérna.

IMG_3485

Þú ert fyrir mér, viltu gegna!

IMG_3487

ég bíð eftir að þú farir frá.

IMG_3490

Þá keyri ég bara á þig.

IMG_3491

Jæja þá.

IMG_3493

En ég má fá hjólið.

IMG_3494

Nei láttu það vera!

IMG_3495

ég er að hjóla...

IMG_3500

Nei ég má núna...

IMG_3501

ég ætla að hjóla núna....

IMG_3502

Stelpur stelpur, þið megið ekki rífast svona.  Við skulum bara koma og gera eitthvað annað skemmtilegra.

IMG_3503

Við skulum bara koma og setja Dóru í tækið...

Smá systrakærleikur.  LoL

IMG_3505

Nú er allt að verða klárt fyrir partýið.

IMG_3509

Við aftur á móti áttum inni matarboð niður í Neðsta.  Í tjöruhúsinu sem er frábær veitingastaður, rekinn af Magga Hauks og Ragnheiði Halldórsdóttur. Þangað kemur fólk allstaðar að úr heiminum til að borða fiskiréttina sem þar eru matreiddir af snilld.

IMG_3511

Og það þarf að fínstilla græjurnar.  Þessir piltar standa mörgum fullorðnum á sporði þegar kemur að DJ hlutverkinu.  Þó ekki séu þeir háir í loftinu.

IMG_3515

Hér er náttúrulega eitthvað á seiði.

IMG_3518

Við erum komin niður í Neðsta Kaupstað.  Elstu samstæðu hún á landinu held ég bara.

IMG_3519

Meðan við biðum eftir að maturinn yrði framreiddur var farið aðeins niður í fjöru.  En það var hlaðborð og við vorum frekar snemma.

IMG_3521

Litla stúlkan og hafið.

IMG_3522

Bless stóra haf.

IMG_3524

Eins gott að grufla ekki á henni þessari. Ég man ennþá hvað mig sveið í hendurnar, þegar við vinkonurnar vorum niður í fjöru að handfjatla marglittur.  Varst það ef til vill þú Dísa mín sem varst með mér þá. LoL

IMG_3525

Það er óhætt að segja að maturinn var algjört lostæti.  Og þarna má sjá skreytingar frá syni mínum.  Steinana hans  hér og þar.

IMG_3527

Hér er allt í gömlum stíl og upprunalegt, hrátt en óskaplega vinalegt.  Og þjónustan ljúf og góð.  Enda sækir fólk í að komast til að borða hér, bæði íslendingar og útlendingar, sem hafa lesið um eða heyrt af þessum frábæra veitingastað.

IMG_3528

Og hér er allt til staðar, líka fyrir litlar stúlkur sem þurfa eitthvað við að vera.

IMG_3532

Fiskurinn er glænýr, og flakaður sama daginn, og hér stendur Dóri sveittur við að steikja hann ofan í svanga matargesti, sem greinilega voru mjög ánægðir með það sem þeir fengu.  Enda var úrvalið gott. Kærar þakkir fyrir mig bæði vertar í Neðsta og svo Júlli minn. Heart 

IMG_3537

Og partýið var í fullum gangi þegar við komum heim.

IMG_3539

Það var búið að færa allt út í góða veðrið.  Veit ekki hvort nágranninn var hrifinn, því hávaðalaust er þetta ekki. Tounge En Doddi lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna.

IMG_3552

Þau er flott þessir krakkar, sem eru að verða táningar og lífið blasir við þeim, vonandi gott líf.

IMG_3570

Þau eiga allavega rétt á því að við stöndum vörð um þau og látum ekki misvitra stjórnmálamenn gera einhverjar vitleysur sem stofna þeim í hættu eða á skuldaklafa.  Við verðum að vernda þau með öllum ráðum, og þau ráð hljóta að vera að berjast með öllum tiltækum ráðum gegn vitleysugangi stjórnmálamanna að þeir vilji frekar sleikja skósóla útlendinga en að vernda hagsmuni þjóðarinnar.  Það segi ég og skrifa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það minnir á gamla daga að horfa á myndaseríuna þar sem systur kíta.  Ég væri meira en til í að smakka fiskinn þarna, hvenær ætli ég komist vestur?  Við skulum vona að blessað unga fólkið okkar eigi von um góða framtíð.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 6.9.2009 kl. 20:08

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Yndisleg færsla og frábærir krakkar....og yndislegur Afi og yndisleg Amma.....knús á ykkur elsku Ásthildur mín og góðan bata elsku Ásthildur og Ásthildur yngri

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.9.2009 kl. 20:10

3 identicon

Nei, var líklega ekki ég. Hef aldrei brennt mig á marglyttu, líklega af því ég á eldri bróður sem hafði prófað og varað mig við. Systurnar týpískar og stóru krakkarnir flottir. En Tjöruhúsið vakti minningar frá í fyrra og kom munnvatninu til að renna. Æðislegur maturinn þar . Vona að þú hressist sem fyrst.

Dísa (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 20:19

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurna.  Málið er bara að drífa sig vestur Ásdís mín, þú getur gist hjá mér, hér er alltaf pláss.  En þessi veitingastaður lokar um mánaðarmótin.  þau hafa bara opið yfir sumartímann, því miður.

Takk Linda mín elskuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2009 kl. 20:20

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dísa mín.  Já þá hlýtur þetta að hafa verið annað hvort Hilda eða Klara  Já maturinn og skemmtunin í fyrra var aldeilis frábær.  Takk elskuleg mín ég er að skríða saman.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2009 kl. 20:22

6 identicon

Sæl Ásthildur.

Flott að venju. Og svo sannarlega get ég tekið undir loka orðin þín.

Gangi ykkur öllum sem best !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 20:41

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir fallegar myndir af systrakærleik! Þeim á eftir að þykja vænt um þessar myndir í framtíðinni!

Hrönn Sigurðardóttir, 6.9.2009 kl. 20:58

8 identicon

Já Ásthildur mín.Maturinn þarna er algjör snilld,sannreyndi það fyrir 3 vikum síðan.Segi öllum sem ég þekki frá því oft og mörgum sinnum.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 21:10

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk mín kæru.  Já við þurfum að standa vörð um ungdóminn okkar Þói minn. Það er nokkuð ljóst.

Það er sennilega alveg rétt hjá þér Hrönn mín.  Þetta eru dálítið sérstakar myndir frá þeim systrum

Og ég missti af þér mín kæra Ragna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2009 kl. 21:35

10 Smámynd: Ragnheiður

elsku Ásthildur, takk fyrir hugljúfa færslu og fallegar myndir. Hugur minn er hjá ykkur hjónum í ykkar erfiðleikum.

Ragnheiður , 6.9.2009 kl. 21:50

11 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Skemmtilegar myndir og textarnir með :)

Katrín Linda Óskarsdóttir, 6.9.2009 kl. 23:46

12 Smámynd:

Kærleikskveðja til ykkar vestur á Ísafjörð Ásthildur mín

, 6.9.2009 kl. 23:49

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2009 kl. 09:02

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín ekki veit ég hvað hefur komið fyrir hjá ykkur, en eitt veit ég að þið munuð komast út úr því eins og öllu öðru ljúfust mín.
Þið eigið svo margt gott til að lifa fyrir og þar á meðal er kærleikurinn, ég hef alltaf sagt að meðan maður á hann þá gerir maður bara gott úr öllu öðru.

Knús knús til þín og þinna elskan mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.9.2009 kl. 09:33

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Milla mín, já það er alveg hárrétt hjá þér að kærleikurinn og óeigingjörn vinátta er það sem mestu máli skiptir í þessu lífi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2009 kl. 10:13

16 identicon

Knús í parýkúluna

Kidda (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 10:55

17 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Yndisleg myndaserían af systrunum og svo hjartagóða frændanum sem leysti málið á jákvæðan hátt

Bestu baráttukveðjur til ykkar yndislegust

Ragnhildur Jónsdóttir, 7.9.2009 kl. 11:14

18 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

En hvað ég kannast við svona systrakærleik  En það er bara gaman að þessu. Þær verða að æfa sig í samskiptum þessar elskur. Og stóri bróðir með þetta allt á hreinu, kann svo vel að leysa málin á jákvæðan hátt

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.9.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022156

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband