1.9.2009 | 19:09
Lífið og tilveran, og hvað er svo framundan ?
Lífið heldur áfram og haustið er gengið í garð. Mánuðurinn minn.
Perurnar mínar að verða fullþroska.
Einhvernveginn svona líður mér nákvæmlega núna. Fyirtæki sem ég hef lagt mikla peninga í verður gjaldþrota á morgun. mestmegnis vegna þess að hjól atvinnulífsins eru að hjakka og fjara út. Ráðamenn samfélagsins hugsa meira um breska og hollenska sparifjáreigendur en að koma hjólum atvinnulífsins í réttan farveg. En svona er þetta, veit ekki einu sinni hvort ég held húsinu mínu. En svona er lífið.
Vinir fagna. Reyndar eru þetta fólk hvort tveggja vinir okkar, en þau hafa samt aldrei hist áður, samt sem áður hafa þau vitað af hvoru öðru gegn um okkur Ella.
En hér eru Einar Þorsteinn Ásgeirsson arkitektin af húsinu okkar, og arkitekinn Birgit Abrecht og þeirra fjölskyldur.
Okkur var boðið í holusteik á heimili þeirra Abrechthjóna í Hnífsdal í fyrradag. Frábært kvöld.
Manuela og Birgit náðu vel saman. Tvær yndælar konur og frábærir listamenn hver á sínu sviði.
Brandur heldur áfram að velja sér staði til að slaka á. Sumir eru frekar óvenjulegir.
Við Elli buðum svo vinum okkar í mat í gærkveldi. Steikta ýsu, sem er algjört lostæti.
Frábært að hafa góða vini í kring um sig.
Rositha les upp ljóðin sín á þýsku.
Svo er að fá sér te og hunang. Og Klaus hellir í bollana úr potti hehehe...
Brugðið á leik með húfu sem við keyptum í Póllandi, stríðið var mikið í umræðunni í gær, og þar gerðust margir skelfilegir hlutir. Við erum heppinn að hafa ekki þurft að standa frammi fyrir loftárásum, hatri og skjótandi hermönnum. Vonandi verður þar svoleiðis hér um ókomna tíð.
Í morgun kom svo Brandur í fyrsta skipti og heilsaði að fyrra bragði upp á Ásthildi. Venjulega heilsar hann bara Hönnu Sól og lætur sig hverfa þegar sú litla réttir fram hendurnar. En nún ákvað hann að hún væri orðin nógu þroskuð til að hægt væri að heilsa upp á hana.
Fyrir Ísfirðingana mína er hér mynd frá í morgun. Þegar á daginn leið birti til og sólin kom fram. September verður sólríkur og hlýr ég veit það bara.
Milli sjúkrahússins og Sólborgar leikskóla stelpnanna er púttvöllur, þar hafa verið eldri konur aðallega í allt sumar að pútta, gaman að sjá þær, Hlíf er þarna beint á móti. En í dag voru margir ungir strákar innan um eldri dömurnar, mér fannst það svo flott, og hugsaði hve skemmtilegt það væri fyrir þær að hafa þessa ungu frísku stráka í púttinu með þeim.
Hanna Sól tók þessa mynd af ömmu sinni á leið him frá leikskólanum.
Þó lífið sýnist stundum óréttlátt og maður missi eitthvað, þá er það bara einhvernveginn þannig að lífið heldur áfram.
Meðan missirinn er bara peningar þá er það ásættanlegt. Verra er að missa ættingja eða góða vini.
Ég hefði svo sem viljað lifa við meira öryggi svona í ellinni. En ég er alveg tilbúin að takast á við það sem framundan er. Ég er vel sett með fulla heilsu, frjóa hugsun og í ágætis vinnu... ennþá. Orðin nógu gömul til að fara að taka ellilífeyrir. Það er ekkert öruggt í heimi hér, og allt er fallvalt. En meðan maður hefur bjartsýnina og kærleikan að leiðarljósi þá skiptir hitt minnsta máli. Þó vil ég halda áfram að eiga heima hér því hér liggur mitt ævistarf. Í gróðrinum og öllu því góða sem hér er í kring um mig.
Við munum svo sannarlega halda áfram með lífið og tilveruna.
Mín elskueg eigið gott kvöld og kveðja héðan frá Ísafirði.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 5
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022157
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Ásthildur, Lífið bíður svo sannarlega upp á ýmislegt óvænt og ekkert alltaf skemmtilegt. En það hlýtur að skipta mestu hvernig maður tekur því sem gerist. Ég heyri að þú átt ekki í vandræðum með það. Vonum nú samt og biðjum að þið haldið fallega húsinu ykkar.
Fallegar myndirnar þínar og skemmtilegar eins og alltaf.
Knús og Ljós til ykkar
Ragnhildur Jónsdóttir, 1.9.2009 kl. 19:49
Brandur kann álífið, ég hef oft orðið vitni að þeirri meðferð sem mörg dýr hafa orðið að þola af hendi óvita, en merkilegt nokk þau láta sig hafa ýmislegt en hafa vit á því framvegis að halda sig í öruggri fjarlægð frá viðkomandi óvita í nokkurn tíma á eftir, Brandur þekkir þetta sjálfsagt og eins og þú segir ákveður hann hvenær þeirri stuttu er "treystandi".
Jóhann Elíasson, 1.9.2009 kl. 19:58
Leitt að heyra með fyrirtækið þitt/ykkar! Hjól atvinnulífsins halda áfram að vera í djúpfrosti á meðan þingmenn skála yfir icesave.......
Gott samt að heyra að þú ert jákvæð. Það skiptir svo miklu. Sendi þér hlýjar hugsanir og faðmlag yfir fjöll og dali í vesturátt
Hrönn Sigurðardóttir, 1.9.2009 kl. 20:30
Ansk......
þetta er BARA fúlt og hana nú !!!!
Elín Helgadóttir, 1.9.2009 kl. 21:01
Takk fyrir ljúft innlit í Kærleikskúlu
Sigrún Jónsdóttir, 1.9.2009 kl. 22:28
Leitt að heyra með reksturinn, en hefur þú ekki líka verið að starfa fyrir bæin, mín ágæta stórkona? (nema að þú hafir misst það eða þau verk?) Mér finnst þú líkt og stundum reyndar dálítið dómhörð um stjórnvöld, en látum það littja á milli hluta.
Hins vegar langar mig nú að segja þér, að haustið er nú alls ekki komið, mín nær 85 ára gamla og vísa móðir hristir alltaf höfuðið er hún heyrir fólk tala um slíkt í byrjun september og segir sumarið alltaf vara að minnsta kosti út ma´nuðin er laufin taka fyrir alvöru að falla og hinir fögru litir sömuleiðis birtast er kenndir eru við haustið.
bk. í vestansæluna.
Magnús Geir Guðmundsson, 2.9.2009 kl. 00:08
knús knús og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.9.2009 kl. 01:34
Mikið eru perurnar þínar girnilegar ummm...
Linda litla, 2.9.2009 kl. 11:05
Ummm perur, mikið er hann Brandur annars yndislegur og margar flottar myndir hjá þér að vanda. Takk fyrir mig
Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2009 kl. 12:47
Elsku Íja mín, leitt að heyra af Áseli, en eins og þú segir átt þú mikið eftir í fólkinu þínu. En sárt er þegar það sem maður hefur unnið að rennur út í sandinn. Held samt að meira þurfi til að þú leggir árar í bát. Þrjóskan er ekki bara galli, heldur það sem hefur haldið lífinu í okkur íslendingum.
Dísa (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 22:05
Takk öll Já svona er þetta bara. Ég er auðvitað ósátt við þetta. En lífið heldur áfram. Það er bara þannig að mér virðist stjórnvöld sem ætluðu að reisa skjaldborg um fólkið í landinu, einungis reisa sínar skjaldborgir um Icesave og ESB og útrásarvíkingana. Og það er ótrúlegt að hlusta á Steingrím tala, eins og velsmurð kosningamaskína. Hann ætti að skammast sín. Það heyrist ekkert í kerlingunni, fyrirgefið orðbragðið. Ætli hún sé inn í skáp. Hvar er umhyggja hennar fyrir fólkinu? Æ nei hún ber bara eina ósk og hún er að komast inn í Evrópusambandið, það á að bjarga öllu. Fari það og veri.
Takk öll, ég gefst ekkert upp... eða þannig. Ég er í betri málum en margur annar hér á landi. Knús og góða nótt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.9.2009 kl. 23:35
Það er dapurlegt að lesa þetta með reksturinn. En ljósmyndirnar eru augnakonfekt að venju.
Jens Guð, 3.9.2009 kl. 02:45
, 3.9.2009 kl. 05:50
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2009 kl. 09:39
Dapurlegt að lesa þetta um fyrirtækið ykkar. Vona innilega að þið komist á skrið aftur og tapið ekki Kúlunni. Er alveg sammála þér með framtaksleysið hjá stjórnvöldum til handa heimilum og fyrirtækjum landsins.
Knús í perukúluna
Kidda (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 10:59
Æ það er svo leitt að heyra þetta með reksturinn. Skil þig því miður of vel. En það er alveg satt að lífið heldur áfram. Maður verður að reyna að finna besta flötinn á stöðunni hverju sinni og halda svo í vonina um að aðrir hlutir fari upp á við.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 3.9.2009 kl. 14:20
mikið finnst mér leiðinlegt að heyra með fyrirtækið, ég er alveg sammála þér, það er bara pælt í esb og icesave en ekkert að mér finnst gert fyrir atvinnulaust fólk og þá sem eru eða eru búnir að missa fyrirtækin sín!
En svona í amstri dagsins viltu knúsa snúllurnar frá mér og knús í kúluna ;)
Hjördís á Hellu (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 15:37
helvítis fokking fokk.....
vona að englarnir vaki yfir þér og þínum
og sendi þér bjargvætt því ekki gera stjórnvöldin það
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 3.9.2009 kl. 16:21
Takk mínar kæru. Það er gott að finna svona hlýhug. Ég er satt að segja dálítið orkulaus, en líður bara bærilega. Ásthildur er reyndar lasin fékk streptococcasýkingu og er heima pirruð en ágætlega hress að öðru leiti. Tekur á með þessi blessuð börn þegar þau eru lasin. Hjördís mín ég skal knúsa þær báðar frá þér.
Og takk aftur öll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2009 kl. 18:25
Samhryggist ykkur vegna Ársels, sorglegt þegar fyrirtæki verða gjaldþrota, ég dáist alltaf af fólki sem stofnar fyrirtæki og skaffar fólki vinnu það er ekkert smámál og ákveðin áhætta. En vona að allt fara á sem besta veg úr því sem komið er.
Bessa (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 20:01
Sæl Ásthildur mín.
Mikið er þetta sorglegt. Ég er 100% sammála þér með stjórn þessa lands hvað sem Magnús Geir segir. Þetta er sú ömurlegasta stjórn sem ég man eftir. Nú eru ellefu mánuðir liðnir frá bankahruninu og þessi stjórn tók við 1 febr. og svo aftur í vor eftir kosningar. Þau eru búin að vera við völd í 7 mánuði af þessum 11. Eftir að þau komust að í vor hefur ekkert gerst nema að leggja áherslu á ESB og Icesave. Á meðan eru fyrirtækin að fara á hausinn og skuldirnar vaxa sem aldrei fyrr hjá heimilunum sem átti að slá Skjaldborg um 1 febr. sl.
Hugur minn er hjá þér.
Guð veri með þér og þínum kæra vinkona.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.9.2009 kl. 00:59
Sæl Ásthildur mín.
Leitt að heyra. Ég segi bara við þig eins og þú segir sjálf. Með fulla heilsu er allt hægt og hvað eru peningar á við SANNA VINI.
100% sammála.
Eftir að ég veiktist hurfu margir "VINIR" að því ég hefði ekki eins mikið á milli handanna. Það fannst mér skrýtið. En þó á ég 3-4 sanna Vini sem reynast mér vel.
En í dag er til mikið af dómhörðu fólki sem sér ekki flísina í sínu eigin auga, skrýtið.... EN SATT !
Þetta eru svakalega skrýtnir tímar .
Og þú ÁTT AÐ TJÁ ÞIG UM ÞAÐ SEM MIÐUR FER, alveg eins og hitt sem vel fer. Ekki bara hvað hentar þessum eða hinum.
Þú ert alltaf með frábææra síðu og alltaf gaman að fletta "Heima albúminu.
Ég óska þér og þínum alls hins besta.
Kærleikskveðja til þín og allra þonna.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 02:19
Innilega takk öll fyrir hlýhug og góðar óskir. Ég er algjörlega orkulaus. Litla skottið hún Ásthildur greindist með það sem læknarnir kalla Strectococcasýkingu en er víst skarlatssótt eftir gömlu heitunum. Við erum búnar að vera heima núna síðan á miðvikudag, og hún er frekar erfið þessi elska sem von er. En ég er sjálf líka orkulaus og kem mér ekki að nokkrum hlut. Þannig er það bara. En við sjáumst fljótlega, þegar ég fyllist orku og er búin að hvíla mig nóg. En mér þykir vænt um ykkur öll
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2009 kl. 20:17
Mikið þykir mér leiðinlegt að heyra þessar fréttir elsku Ásthildur mín. Það er með öllu óþolandi að heimilin og fyrirtækin í landinu séu látin sitja á hakanum. Það er ekkert að gerast en við þolum enga bið endalaust Ég vona svo innilega og bið þess, að þið getið haldið húsinu ykkar. Þó svo að peningar skipti ekki öllu, þá er þetta ekki bara "hús" heldur heimili, ykkar hreiður, sem þið hafið lagt allt ykkar í.
Brandur er skynsamur, hehe, en gott að hann er búinn að komast að því að það geti verið gott að kúra hjá litlum prakkara Ég vona að Ásthildur litla hressist fljótt og vel. Farðu vel með þig mín kæra. Orkuknús og Ljós til ykkar.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.9.2009 kl. 11:16
Takk elsku Sigrún mín . Já Brandur er skynsemdarköttur
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.9.2009 kl. 12:03
Leitt að heyra með reksturinn mín kæra. Gangi ykkur sem allra best í þessu öllu saman.
Gaman að sjá hvað kötturinn er góður, þeir eru svo skynsamir þessar elskur. Ég myndi sko fá mér fleiri en einn kött ef feðgarnir á heimilinu væru ekki með ofnæmi.
Bestu kveðjur í kotið, sem verður vonandi ykkar um ókomna framtíð.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 7.9.2009 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.