25.8.2009 | 10:34
Icesave enn og einusinni enn einn ganginn..
Það er nokkuð ljóst að það hefur myndast gap milli Alþingis og almennings. Það er nokkuð ljóst að meirihluti þjóðarinnar er á móti þessum Icesavesamningum, og margir hafa bent á að dæmið gengur engan veginn upp. M.a. hefur hagfræðingurinn Gunnar Tómasson ritað alþingismönnum bréf, þar sem hann bendir á að þessi samningur stangist á við stjórnarskrá landsins. Sjá hér:
Í Icesave lánasamningi Bretlands og Íslands segir m.a.:
Breski tryggingasjóðurinn hefur greitt út tryggingar til meirihluta innstæðueigenda hjá Landsbankanum í London vegna krafna þeirra á hendur Landsbankanum og Tryggingasjóði innstæðueigenda samkvæmt lögum nr. 98/1999 og í staðinn hafa þessir innstæðueigendur Landsbankans í London framselt breska tryggingasjóðnum þessar kröfur.
Hér er farið með rangt mál.
(a) Umræddar greiðslur voru að frumkvæði brezka tryggingasjóðsins án heimilda í viðkomandi tilskipun Evrópusambandsins (Directive 94/19/EC) og án samþykkis Tryggingasjóðs innstæðueigenda sem var skylt að fylgja lögboðnu ferli 4. gr. laga nr. 98/1999:
Viðskiptavinir aðildarfyrirtækis skulu senda sjóðnum kröfur sínar skriflega ásamt þeim gögnum sem sjóðurinn metur nauðsynleg. Sjóðurinn tekur ákvörðun, í samráði við Fjármálaeftirlitið, um lengd þess frests sem viðskiptavinir aðildarfyrirtækis hafa til að gera kröfu á sjóðinn. Fresturinn má þó ekki vera styttri en fimm mánuðir í því tilviki þegar viðskiptavinir aðildarfyrirtækis eiga kröfu á sjóðinn í tengslum við viðskipti með verðbréf en eigi lengri en tveir mánuðir þegar innstæðueigendur eiga kröfu á sjóðinn. Ákvörðun um lengd frests skal auglýst í Lögbirtingablaðinu og dagblöðum.
(b) Fjármálaeftirlitið gaf út formlegt álit sitt um greiðsluþrot Landsbankans þann 27. október 2008 í samræmi við Directive 94/19/EC að slíkt skyldi gert innan þriggja vikna frá greiðsluþroti (6. október 2008). Innstæðueigendur Landsbankans í London áttu því engar lögformlegar kröfur á Tryggingasjóð innstæðueigenda til að framselja brezka tryggingasjóðnum fyrr en í fyrsta lagi tveimur mánuðum síðar, eða 27. desember 2008.
Lagalegar forsendur fyrir kröfu brezka tryggingasjóðsins á Tryggingasjóð innstæðueigenda vegna framsals viðkomandi krafna innstæðueigenda Landsbankans í London eru því ekki til staðar.
Í lánasamningi landanna er lágmarksupphæð innstæðutrygginga samkvæmt Directive 94/19/EC, Є20.887, talin jafngilda £16.873, og endurspeglar það gengisskráningu Seðlabanka Íslands þann 27. október 2008. Brezkir viðsemjendur íslenzku samninganefndarinnar virðast því hafa gert sér far um að hlýða ákvæðum Directive 94/19/EC þar sem því var við komið.
© Skuldbindingar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta samkvæmt lögum nr. 98/1999 eru skilgreindar í íslenzkum krónum. Samkvæmt 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu er ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenzkum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi, segir í athugasemdum við viðkomandi lagafrumvarp.
Í lánasamningi Bretlands og Íslands eru krónuskuldbindingar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta skilgreindar í sterlingspundum. Það jafngildir því að þær séu bundnar við dagsgengi erlends gjaldmiðils, sem er óheimilt að íslenzkum lögum. Hér er um afdrifaríkt lögbrot að ræða, sbr. 12.4% hækkun höfuðstóls brezka lánsins vegna gengisfalls krónunnar frá 27. október 2008 til 21. ágúst 2009.
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur.
Það virðist vera að bæði ríkisstjórnin og alþingismenn hafni algjörlega að hlusta á fólkið í landinu. Spurningin er svo í hvers umboði þetta ágæta fólk starfar? Ég hélt að við þjóðin hefðum kosið þá til alþingis til að vinna fyrir okkur, að vernda land og þjóð. En kemst svo að því að svo virðist vera að hér sé eingöngu verið að hugsa um eigið skinn og æru.
Þið megið alveg vita það, sem sitjið sveitt við að klúðra saman einhverju moði ofan á annað moð, að það eruð þið ekki að gera í nafni meirihluta þjóðarinnar, að því er virðist allavega. Steingrímur sagði í viðtali í sjónvarpinu, þegar spyrill benti honum á að það væru margir sérfræðingar sem hefðu bent á mikla og alvarlega ágalla á fullkomna samkomulaginu sem vinur hans og samflokksmaður gerði við breta og hollendinga, að þeir hefðu rangt fyrir sér, en þeir sem töluðu eins og hann vildi heyra hefðu rétt fyrir sér. Öðruvísi gat ég ekki skilið svar hans.
Alvarlegast í þessu öllu er að þið skulið ennþá sitja við að sulla þessu saman, en ganga ekki hreint til verks og hafna þessu alfarið og byrja upp á nýtt. Að þið skulið ennþá teygja á þanþoli þjóðar sem er að gefast upp og sligast undan aðgerðaleysi ykkar allra.
Svo virðist sem þið haldið að þið getið endalaust setið og kennt hvorum öðrum um glæpinn. Jæja ég get sagt ykkur að þið eigið öll sök á honum. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn fyrir að gera þjófnaðinn mögulegan, og sitja svo þétt við bakið á glæpalýðnum þangað til glæpurinn var fullkomnaður, og Vinstri Grænir og Samfylking fyrir að gera ekkert til að losa okkur undan þessu fargi. Borgarahreyfingin hefur að vísu haft eina opna gluggann í þessu máli og á skilda þökk fyrir það. En þeir virðast líka hafa látið plata sig út í eitthvert miðjumoð.
Þið í Vinstri Grænum lofuðu fyrir kosningar að þið skylduð taka á þessu af festu og var ekki annað að heyra en þið vilduð losa þjóðina undan okinu. Samfylkingin sér ekkert nema ESB og situr þar og stendur en aðallega fellur með því þegar við höfnum inngöngu.
Það grátlegasta við þetta er svo auðvitað að bæði bretar og hollendingar eru að átta sig á því hvers lags svíðingsgjörð þetta er við örríkið Ísland. Meðan þið sem sitjið í okkar umboði, þrákallist við og viljið vera stórir karlar og borga bara svo við lítum ekki illa út í augum útlendinganna. Well ég get sagt ykkur að þeir sem ég hef talað við skilja ekkert í þessu brölti í ykkur, og þið eruð meira til athlægis ef eitthvað er. Meðan almenningur í landinu nýtur meðaumkvunar. Þó við viljum ekki sitja undir því að vera undismálsfólk, þá er það eiginlega betra en að vera þrælar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB.
Þið eruð rúin öllu trausti þeirra sem ég umgengst, og mér sýnist bæði á bloggi og spjallrásum að þeim vaxi sífellt meira ásmeginn sem gagnrýna og vilja að þið hættið þessum sandkassaleik og barnaskap og farið að snúa ykkur að því sem raunverulega skiptir máli. Þ.e. að taka á vanda þjóðarinnar, setja hjól atvinnulífsins í gang aftur.
Taka þjófaféð og nota það til uppbyggingar, og skila nauðungnarfénu aftur til AGS. Verði þeim að góðu.
Vaknið og farið að hlusta á þjóðina, það fólk sem ráðleggur ykkur heilt, fólkið sem þekkir til og hefur ekki hagsmuna að gæta nema umhyggju fyrir landinu og þjóðinni.
Það er eiginlega komið nóg af fíflaganginum. Fyrirgefið orðalagið, en þolinmæðin er á þrotum og allt stefnir í að þessu máli verði klúðrað til langframa. Ekki veit ég hvar ég verð árið 2024. En ég á börn og barnabörn sem ég vil að búi áfram á Íslandi, og ég krefst þess að þið gerið þeim það kleyft að geta lifað hér og verið frjálsir einstaklingar.
Ef þið getið það ekki, þá vinsamlegast segið af ykkur og farið heim..
Ríkisábyrgðin falli niður 2024 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kvitt og kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 25.8.2009 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.