Fljótavík - seinni hluti.

Já veðrið var misjafnt á okkur þarna fyrir norðan.  Tvo seinustu dagana var ofboðslegt rok og rigning, hrikti í öllu, maður verður eitthvað svo lítill þegar náttúruan hamast svona.  Við vorum samt örugg í góðu húsi og yl, með nógan mat og skorti ekkert.

IMG_3049

Þarna voru líka ýmiskonar ævintýraverur, hér er indíjánaprinsessa í öllu sínu veldi.

IMG_3051

ég er líka viss um að Evíta var að hugsa eitthvað djúpt í glugganum, með reigninguna dynjandi á rúðunni.

IMG_3052

Svo var tíminn notaður í að spila, Hanna Sól elskar að spila veiðimann, og Sumir eru viljugri en aðrir að spila við hana.

IMG_3055

Það var líka spil fyrir eldri krakka og föndur og teikningar.

IMG_3057

Úlfur bjó til þessa líka fínu súpu handa öllum skaranum með dyggri aðstoð Sóleyjar Ebbu.

Hún smakkaðist rosalega vel.

IMG_3073

Hér eru svo kóngur og drottning í ríki sínu.

IMG_3076

Það var gaman að gantast við Leon.

IMG_3077

Hann var svo krýndur konungur, og mamma situr og hlær að öllu saman.

IMG_3079

Svo var hægt að fara í mömmó í eldhúsinu, ýmislegt skemmtilegt þar til að leika sér með.

IMG_3083

Og hún er svo sæt.

IMG_3084

Enn ein galagreiðslan frá Möttu frænku.

IMG_3086

Loks stytti upp og lagði, og þvílík litadýrð.

IMG_3088

Birtan hreint ótrúleg.

IMG_3090

Allt rautt.

IMG_3091

 

IMG_3096

Notalegheit.

IMG_3099

Svo var að pakka öllu saman.  Nú var illt í ári, því við reiknuðum með að fara aftur með bát.  En urðum að fljúga, og þó flugvélin sé góður kostur og flugmaðurinn ekki bara heillandi sjarmur, heldur mjög góður flugmaður, þá var ekki hægt að taka allan farangurinn með.  Og ekki gátum við beðið lengur, því næsti hópur þurfti að komast að.  Þau voru kominn bróðir minn Gunnar Þórðarson, bloggari og ferðalangur og fjölskyldan hans.

IMG_3101

Sumir létu sér þó fátt um finnast.

IMG_3102

En það var ljóst að brimið var það mikið að það kæmist enginn bátur í land.

IMG_3110

Allt að verða klárt.

IMG_3112

Fararskjótinn náttúrulega mest spennandi.

IMG_3114

Mágkona mín kominn með annan ömmustrákinn sinn.

IMG_3120

Jamm farartækið...

IMG_3104

Það þarf svo að ganga frá rusli, brenna það sem hægt er að brenna og urða það sem ekki brennur.

IMG_3106

Og þá var hægt að skemmta sér í fjörunni á nýjan leik. 

IMG_3107

Hér er Gunni bróðir og fjölskyldan hans mætt með veiðigræjurnar sínar. 

IMG_3121

Hér kemur flugvélin. 

IMG_3122

Gott að geta flutt dótið á þessum bíl eða hvað þetta farartæki nú kallast.

IMG_3123

Þetta er svona margnota völlur, flugvöllur golfvöllur og örugglega eitthvað meira.

IMG_3124

Þá er að vita hvað kemst með af farangrinum, sem var ansi mikill, það þarf marga umganga á tápmikil börn, og við vorum viss um að fara aftur heim með báti.  En svona er það bara þarna norður frá, náttúran er börsk og lætur ekki að neinni stjórn nema sinni eigin.

IMG_3133

Þá leggjum við í hann þeir bíða eftir næstu ferð.

IMG_3137

Úlfur sat fram í hjá flugmanninum, og tók flestar myndirnar hér á eftir.

IMG_3142

ég er skíthrædd við að fljúga, en þessi ferð var frábær, flugmaðurinn traustur og vissi hvernig áttir að gantast við flughræðsuna og svo var gaman að sjá Hornstrandirnar svona ofan úr loftinu, ég hef aldrei flogið þetta áður. 

IMG_3143

Hér má sjá hversu eggslétt fjöllin eru svona ofaná toppnum, þetta er reyndar Straumnesfjallið og þarna höfðust við bandarískir hermenn í risastórum skálum fyrir ekkert svo löngu síðn, nú er þar ekkert að sjá nema veginn frá Látrum og eitthvað smárask eftir þá.  En Móran í Atlatungu sem veit alla skapaða hluti sagði mér að eftir að þeir komu hefði allt líf í kring um fjallið drepist af ókunnum ástæðum, en sem betur fer þá hefur náttúran hæfileika til að rétta sig við ef hún fær til þess frið og tíma.

IMG_3149

Hér sést það betur sléttlendið ofan á Vestfirsku fjöllunum.

IMG_3151

Og brimið myndar hvítfryssandi knipplinga um ströndina.

IMG_3156

Allstaðar bjó fólk í þá góðu gömlu daga, þegar lífsbjörgin var sú að vera sjálfum sér nógur, njóta þess sem landið gaf, og krefjast ekki meira en hægt er.  Við mættum ef til vill stundum líta til baka og hugsa til forfeðra okkar, og ekki svo löngu síðan, faðir minn er uppalinn í Fljótavík.  Móðir mín í torfkofa inn í Ísafjarðardjúpi.

IMG_3158

Þetta er landið okkar, hrikalegt ógnvekjandi, en á einhvern hátt heillandi fyrir ferðalanga, hvaðan sem er úr heiminum.  Þeir koma hingað í hvernig veðri sem er, kvarta aldrei yfir veðrinu, og klæða sig af skynsemi.  Þjóðverjinn vinur minn sagði mér að hann hefði komist að því að á Íslandi væru bar til tvennskonar veður.  Gott veður og frábært veður. LoL

IMG_3160

IMG_3161

 

IMG_3176

Takið eftir birtunni.

IMG_3198

Hér birtist svo Hnífsdalur.

IMG_3223

Ísafjarðarhöfn með skemmtiferðaskip staðsett þar, eitt af mörgum.

IMG_3242

Lent á Ísafjarðarflugvelli komin heim.

IMG_3244

Flugstöðin bara fyrir okkur...

IMG_3247

Og svo þarf bara að fara í sama farið heima í kúlu og alltaf, komin heim.

IMG_3248

Sú stutta þurfti auðvitað að tékka á tjörninni.

IMG_3252

Og daglegt kúlulíf aftur.

IMG_3253

Þessi svo tekin rétt áðan fyrir ísfirðingana mína sem fylgjast með snjóalögum í fjöllunum og svoleiðis.

IMG_3256

Það er virkilega hlýtt og gott veður hér núna, og börnin kunna svo sannarlega að njóta þess.

En þannig var þessi saga.  Vona að þið hafið haft gaman af smá ferðalagi inn í náttúruperlur Hornstranda.  Fyrir mig er það nauðsynlegt að fara einu sinni á ári til að finna kjarnan í sjálfri mér.  Finna hjarta landsins slá.  Og vita að ég tilheyri þessum stað á jarðarkringlunni.  Fyrir mér má margt ganga á fyrr en ég samþykki að óvitapólitíkusar og businessmenn fái að selja náttúruperlur okkar fyrir slikk, og þó það væri meira til útlendinga, sem fyrir löngu hafa gert sér grein fyrir hvað við eigum og vilja komast yfir það á einhvern hátt.  En oftast til þess að nýta það í þágu mammons.  Megi það aldrei verða. En við skulum hafa í huga að það er okkar sjáftra að gæta hagsmuna þjóðarinnar okkar mál að láta í okkur heyra og knýja á um viturlegri stjórnarhætti og meiri virðingu fyrir náttúrunni en nú er uppi því miður. 

Eigi svo góðan dag elskurnar mínar.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk kærlega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2009 kl. 16:43

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mikið hefur þetta verið stórkostleg ferð.  Var ekki allt í lagi með tjörnina þegar heim var komið?  

Jóhann Elíasson, 23.8.2009 kl. 17:09

3 identicon

Meiriháttar, þið eruð heppin að geta flogið. Á Sæbóli er það ekki hægt, en þá kemst heldur enginn þangað ef ófært er. Er allur snjórinn farinn úr Naustahvilftinni?

Dísa (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 19:12

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara yndislegt, sé hvað það hefur verið kósí í rokinu og rigningunni að vera inni. Þvílíkt útsýnið úr flugferðinni.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2009 kl. 21:01

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stórkostlegar myndir En hver er Móran í Atlatungu?

Hrönn Sigurðardóttir, 23.8.2009 kl. 21:38

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hrönn mín Móran í Atlatungu heitir Herborg Vernharðsdóttir og þetta er svona nafn sem henni hefur verið gefið, þar sem hún eyðir öllum sumrum í Fljótavíkinni, þekkir allt þar út og inn og er eiginlega bara þar.  Flott kona. 

Ásdís mín já það var kósý að vera inni í þessu óveðri með kertaljós og logandi ofn sem er kynntur upp með rekavið.   Takk.

Dísa mín já það er allur snjórinn farinn þaðan, en aðeins innar eru nokkrir skaflar ennþá.  Málið er reyndar að það er miklu oftar fært að Sæbóli, vegna legunnar þar.  En samt sem áður er ekki hægt að fljúga þangað. 

Já Jóhann minn það var allt í lagi bæði með tjörnina og Brand

Knús Jenný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.8.2009 kl. 22:14

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elskan fyrir þessar yndislegu myndir og það sem ég sé og veit að er þarna hvar sem þið eruð, það er hvað þið eruð innilega góð saman, kærleikurinn og frelsið er þarna kröfulaust.

Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.8.2009 kl. 08:00

8 identicon

Dásamlegt Ásthildur mín og fegurðin á Vestfjörðum er engu lík.Var stödd á Ísafirði  sl viku og varð ástfangin af bænum,fjöllunum og öllu saman.Knús.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 09:33

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þá ég misst af þér Ragna mín.

Takk fyrir þessi hlýju orð Milla mín.   Knús á móti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2009 kl. 11:16

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábær myndasaga að venju hjá þér Ásthildur mín  Takk kærlega fyrir mig

Sigrún Jónsdóttir, 24.8.2009 kl. 15:04

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2009 kl. 16:21

12 Smámynd: Jens Guð

  Ég var að rekast á þetta:  http://glamur.blog.is/blog/glamur/entry/936212/

Jens Guð, 24.8.2009 kl. 16:46

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jens þú ert frábær

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2009 kl. 22:09

14 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Yndislegar myndir og frásögn. Takk kærlega fyrir að deila þessu með okkur

Ragnhildur Jónsdóttir, 26.8.2009 kl. 16:57

15 identicon

Takk fyrir að bjóða okkur með í Fljótavíkina.

Knús í kúluna

Kidda (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband