22.8.2009 | 19:39
Aftur til framtíðar - Fljótavík.
Þá er maður komin úr vikudvöl í Fljótavík, perlu jarðarinnar. Datt í hug að setja inn nokkrar myndir af þeirri ferð, en eins og vanalega get ég ekki gert upp við mig hvað á að velja úr, svo þetta verða því tvær færslur.
Smáleikur áður en lagt er af stað. Við áttum að mæta út í Bolungarvík kl. átta um kvöld til að fara norður, og ákváðum að sjóða kjötsúpu í kúlunni og koma þar öll saman og borða áður en við færum norður.
Það er eftirvænting í loftinu hjá ungviðinu. En við erum 12 krakkar á öllum aldri og fjögur fullorðin.
Komin um borð. Evíta dálítið smeyk og þá er gott að vera hjá mömmu.
Fjölskyldan okkar út Svartaskógi kom með. Enda elska þau Hornstrandir og sérstaklega auðvitað Fljótavík.
Allar tilfinningar verða einhvernveginn meiri og innilegri, þegar maður er í nánu sambandi við náttúru landsins.
Tvær flottar saman.
Þessar ekki síðri pæjur hehehe...
Land í augsýn og Leon tilbúinn til að hjálpa skipstjóranum að flytja fólki og farangur í land.
Klárir í bátana. Og Ásthildur á fullu að kyssa hundinn
Og þá fara fyrstu farþegarnir í land.
sumir á útkikkinu sko!!!
Og það þarf að gæra vel að öllum.
Komnar upp í bústað, þreyttar en í góðu skapi.
Í bústaðnum loksins, eftir klifur upp úr fjörunni og Matta þurfti að bera bæði Evítu og Símon Dag, alla leið, um veit ekki 4 km. Ég bar Ásthildi eina og þótti nóg um.
Símon í góðu formi. Hann er bara þriggja mánaða, en er stinnur sem sönn hetja og flottur eftir því.
Hér er svo tryllitækið sem notað er til að transsportera farangri heim í bústaðinn. Við urðum reyndar að geyma hann hjá Boggu í Atlatungu (Fljótavíkurmóru), því ásóknin var slík í að leika sér í honum.
Börn og hvönn er algeng sjón í Fljótavík.
Krakkarnir hreinlega elska Fjótavík og hlakka til allt árið að fara aftur.
Allt verður þeim að ævintýrum og þau geta bara verið þau sjálf í eina viku, nó matter the age.
Og Hvönnin blívur.
Hér er verið að setja mjólkina í "kælinn".
Lítil kríli elska að fara í bað, þegar þau hafa sullað í vatninu eða bleytt sig í röku grasinu.
Þess vegna er gott að hafa djúpan sturtubotn með tappa.
Svo þarf að hugsa um börnin...
Líka gott að hita á sér bossan við eldinn.
Vá ætli þetta sé það sem þau kalla Jól?!!!
Já og kærleikurinn blómstrar svo sannarlega.
Þetta er Daníel Örn ömmustrákur.
Og lífið er yndislegt.
Það finnst Símoni Degi líka.
Og svo þarf að pússla, og segja sögur, helst draugasögur.
Og Matta prjónar, hún er rosalega dugleg.
Svo þarf líka að sinna heilsunni
Og allir hjálpast að.
Og ég meina ALLIR
Og það er ýmislegt hægt að dúlla sér, þó maður sé táningur.
Og mikil ósköp hvað hægt er að dunda ser við smíðar og allskyns útiveru.
Ætli Leon sé ekki bara að hugleiða í rökkrinu?
Hér er indíjána prinsessa alvöru sko. Matta er flott hárgreiðslukona og hefur gaman af að flétta og greiða flottum prinsessum.
En litla skrímslið gerir allt af heilum hug sem hún tekur sér fyrir hendur.
Og pabbi Abrecht kom svo gangandi frá Látrum og það urðu fegnaðar fundir hjá þýsku fjölskyldunni okkar.
Og það er stússast í eldhúsinu, krakkar eru alltaf svangir í útilegum. Og sérstaklega tápmiklir strákar sem eru í örum vexti.
Og ýmislegt var hægt að gera sér til dundurs, ef það rigndi og ekki var hægt að komast út.
Ég fíla dilla dilla... ég fíla dilla dilla... dilla!!!
Prinsessan.
Með fastafléttur...
Kristján að lesa.
Hanna Sól og Kobbi.
svo sæt og fín.
Veðrið getur verið kyngimagnað þarna á norðurslóðum.
Bæði kalt og svo hlýtt.
Með sólarlag engu líkt.
Og sína hráu fegurð og friðsæld.
Bústaðurinn sem tvær stórar ættir eiga, og skipta á milli sín mest í sátt og samlyndi, sem er ótrúlegt því við erum öll skapstór og forn í skapi. En með hjartað á réttum stað. Ætli það sé ekki málið.
Svo erum við öll samtvinnuð í frændskap. Og hér eru ekki færri en þrír flugvellir get ég sagt ykkur.
Og Hvönninn allsráðandi og fleiri eðaljurtir.
dagur á ströndinnni.
Litlar skottur búnar að ganga aðeins og langt.
Þá er nú gott að geta fengið far hjá Pabba, stórum og stæðilegum.
En sumir kjósa að bara labba sjálfir í rólegheitum.
Tveir víggreifir guttar.
Og prinsessa, sól, sandur og vatn.
Það er einfaldlega bara best.
Aðallega sandur.
Og það má moka honum ansi mikið.
Reyndar alveg rosalega mikið.
Alveg upp í háls..
eða þannig...
Já þetta er skrýtið ég vil líka segir Aron Máni.
Hehehehe talandi um skrýtið...
Hundur og barn.
Og það var veiddur silungur, bæði fóru Elli og Ingi Þór fram í Reiðá og veiddu í matinn ,og til að grafa og svo veiddi Stefan í matinn niður við ós, og fyrri matreiðslan var a la Fljótavík, sem er steiktur silungur með sykri og svo í seinna skiptið pott í panna a la Maggi Hauks í Neðsta Kaupstað, special.
Og það var ekki alltaf verði að klæða sig upp fyrir morgungöngu.
Á kvöldin var svo spilað við kertaljós.
Og það er hægt að elda pizzur á grilli ef maður hefur réttu græjurnar og svo Möttu til að sjá um eldamennskuna.
Já ég sagði spilakvöld kvöld eftir kvöld.
Hér er verið að undirbúa för á ströndina í rigningu.
Út út allir mínir menn.
En hér eru svo nokkrar sólarlagsmyndir.
Ótrúleg fegurð.
Ótrúlega falleg birta.
Fallegt.
Blóðrautt sólarlag.
Og nú er ég komin heim. Það var reyndar bandvitlaust veður í tvo daga, og ég veðurteppt, og varð að fljúga heim, sem tekur reyndra bara korter, og það var besta flugveður ever, en samt. Ég þakka bara fyrir mig og þessa yndislegu viku með hluta af fjölkyldunni. Svo verður meira á morgun.
Eigið góðar stundir mín kæru.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022160
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ, Ásthildur.
Alvegn magnaðar myndir.
Þetta hefur verið ógleymankegt líf með fjölskyldunni úti í náttúrunni. Bíð eftir framhaldinu.
Kveðja til allra !
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 19:59
Velkomin til baka Ásthildur ég var orðinn hálf smeykur um að eitthvað hefði komið fyrir en létti mjög mikið þegar ég fór inná bloggið þitt áðan og sá að þú hafðir verið í dýrðinni í Fljótavík.... Fórstu ekki að veiða????
Jóhann Elíasson, 22.8.2009 kl. 20:46
Nei Jóhann minn það vantar í mig veiðilöngunina. En það voru aðrir sem veiddur fiskinn og ég eldaði ofan í liðið. Takk fyrir að hugsa til mín.
Þói minn já þetta var alveg magnað og meiri háttar. Þetta er svona árleg dýrð sem ég leyfi mér eða hef gert, svo er að sjá hvort á því verður framhald. Það er orðið svo dýrt að komast þangað, allt hefur hækkað rosalega. En sennilega þarf ég bara að fara að spara fyrir næstu ferð, því þetta er svo gott fyrir sálina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.8.2009 kl. 21:44
Ohh hvað þið hafið haft það æðislegt. Það er meiriháttar að fara þar sem tíminn skiptir litlu máli, hægt að borða þegar maður er svangur og gera það sem mann langar til. Og það besta að hafa allt liðið með.
Dísa (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 21:50
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 21:52
Ójá Dísa mín einmitt, þú þekkir þetta frá Aðalvíkinni.
Knús Ragna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.8.2009 kl. 22:04
Lífið er yndislegt og börnin gefa lífinu lit enn og aftur frábærar myndir og yndisleg fjölskyldavið sendum ykkur stórt knús og kram og vonum að næsta vika verði ykkur góð og notalegt......:O))
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.8.2009 kl. 22:29
Paradís á jörðu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2009 kl. 12:51
Þvílíkar myndir bæði af náttúru og fólki, þetta hefur verið dásamlegt, ekki spurning. Takk fyrir mig og góð kveðja til ykkar.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2009 kl. 13:56
Góð kveðja til þín líka Ásdís mín.
Já Jenný mín Paradís á jörð og nauðsynleg fyrir mig og sálina.
Stórt knús til þín líka Linda mín og takk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.8.2009 kl. 15:01
Yndislegt!
Ragnhildur Jónsdóttir, 26.8.2009 kl. 17:07
Allt of langt síðan ég hef komið í Fljótavík. Bogga er alltaf að reka á eftir mér - og nú er enn eitt sumarið að líða án þess að ég láti verða af því að fara. Þú varst einmitt fyrir norðan þegar ég skrapp vestur um daginn og ætlaði að kíkja á þig.
Laufey B Waage, 27.8.2009 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.