Ferðasagan - Ferðalok.

Ég er að hugsa um að setja hér inn link á fyrri hluta sögunnar, svo þeir sem vilja geti lesið allan pakkann.  

Og bara fyrir mig að hafa þetta allt á einum stað.

 

Ferðasagan.   Fyrsti hluti Ísafjörður – Tallinn.  http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/920756/Ferðasagan.  Síðustu dagar í Tallinn.  Dans og sönghátíðin mikla. http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/921340/Ferðasagan.  Frá Tallinn til Warsár. http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/922304/Ferðalag Warsjá. http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/922828/Ferðasagan. Warsjá – Pforsheim.http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/923555/Ferðasagan.  Karlsrhue – Belgrad. http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/924783/Ferðasagan.  Beograd.http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/926199/Ferðasagan.  Giftingin – fullkomið brúðkaup.http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/927315/

Næstsíðasti dagurinn í Belgrad. 

Sumir voru dálítið framlágir þennan morgun.  Þau höfðu nefnilega brugðið sér á krána til að halda áfram að sulla.

En kl. 12 var lagt af stað til Zikin Salas, sem er bóndabær utan við Belgrad, býlið er líka kanínusafn.  Þ.e. allskonar uppstoppaðar og teiknaðar kanínur af öllum stærðum og gerðum.  Það var okkur borin ekta heimatilbúin serbneskur matur. Virkilega góður.  við Elli höfum ekið hluta leiðarinnar þegar við komum frá Novo Sad. Í smáþorpunum utan við Belgrad fer öll ræktun fram.  Heilu akrarnir eins langt og augað eygir.  Þar er ræktað til dæmis maís, sólblóm, sykurreyr, hveiti og allt kornmeti.  Þar eru líka kýr, kindur, svín, hænsni og öll þau húsdýr sem hér eru.  Húsin í þorpunum standa í röðum en bak við hvert hús er fjölskyldan með um 50 - 100 ekrur þar sem þær halda dýr eða eru með ávaxtatré fyrir heimilið, svo eiga þau landsvæði utan við þar sem rækað er matvörur til sölu.

Bóndabærinn sem við fórum til er kanínusafn eins og áður sagði.  Myndir af kanínum allstaðar, þetta er líka safn um gamla siði og hefðir.

TIl dæmis þurftu serbneskar stúlkur að sauma út í linda sem lagði voru yfir axlir gesta í brúðkaupi þeirra. Þær þurftu að sauma út slíka linda fyrir hvern og einn gest.  Þær sem voru hagsýnar byrjuðu að sauma þessa linda strax við 11 - 12 ára aldur.

Þegar við ókum heim aftur fórum við framhjá Bandaríska sendiráðinu, þar má ekki stopa bílinn né taka myndir.  Þar ekki langt frá er svo serbneska hermálaráðuneytið sem Nato skaut niður.

Við ókum líka fram hjá forsetahöllinni og safni um Tító. Þeir halda mikið upp á hann.  Við ókum líka fram hjá svæði sem stóð autt þar hafði staðið bygging sem Nató jafnaði við jörðu.  Bandaríkjamenn keyptu síðan lóðina og þar á að byggja nýtt sendiráð.

Um kvöldið kvöddum við ferðalangana, þar sem þau áttu flug snemma morguns daginn eftir heim. 

Næsta dag lögðum við svo af stað út í sveitina í þorpið hennar Marijönu, þar sem hún á hús.  Á leiðinni þar rétt hjá er stærsta óskipulagða svæði í Evrópu.  Fólk hefur bara byggt hvar sem er, án leyfis.  Svo voru gerðir krákustígar inn á milli. Krúttlegt finnst mér.  Í þorpinu þeirra Bjössa og Marijönu var svo mamma hennar búin að útbúa ekta serbneskan mat, þar var til dæmis kjötsúpa með lambakjöti og margt fleira góðgæti.  Marijana hiti svo vinkonur sínar um kvöldið en við Elli og Bjössi fórum niður í miðborg Belgrad og gengum þar um og fengum okkur bjór.  Seinna kom svo Marijana og við fengum okkur kvöldmat á kósí veitingastað, þar sem þjónarnir klæðast allir serbneskum þjóðbúningum.

Bjössi var búin að vara okkur við því að bændurnir myndu aka framhjá húsinu frá því kl. fimm um morgunin.  Þeir fara þá út á akrana til vinnu, hér eru einlega allir á traktorum og bara karlarnir sem aka þeim sýnist mér.  Konurnar fá þó fara með bónda sínum, annað hvort með því að standa við hlið bóndans eða sitjandi í kerru aftanvið. 

Við Elli sváfum mjög vel, þó við vöknuðum við drunurnar í traktorunum sem fóru eldsnemma út á akrana.  En hér koma verkamenn frá Rúmeníu til að vinna.  Við fundum vel að við vorum komin í hjarta Serbíu. 

Þegar við loks komum niður í eldhús um. kl. hálf tíu var mamma Marijönu búin að dekka borð og hlaða allskyns brauðum, áleggi, jógúrt og ávöxtum.  Við fórum síðan í göngutúr um þorpið tókum og nokkrar myndir. 

Í húsinu býr kona Mira með syni sínum.  Hún var búin að laga fyrir okkur bleksterkt serbneskt kaffi, og sýndi okkur með táknum að hún ætlaði að spá fyrir okkur, þegar Marijana vaknaði, svo hún gæti þýtt fyrir okkur. Hér  í sveitinni talar fólkið bara serbnesku og dálítið í Rúmensku.

Íbúar þorpsins eru æði forvitnir go feimnir við okkur.  En yfirleitt eru serbar elskulegt fólk sem vill allt fyrir okkur gera.

Marijana og fjölskylda hennar eru serbar en bjuggu í Króatíu.  Í stríðinu 91 voru um 300.000 serbar reknir út úr Króatíu.  Þeir fengu örfáa tíma til að pakka niður það sem þeir gátu borið, og áttu svo að hypja sig burt.  Þeir flúðu svo flestir til Serbíu í sveitirnar þar sem þeim var komið fyrir í flóttamannabúðum, sem voru hótel fyrir.  Og fékk hver fjölskylda eitt herbergi .  Þegar Marijana fór svo til Króatíu 1997 var nánast ekkert eftir af húsinu þeirra nema veggirnir, öllu hafði verið stolið meira aðsegja rafmagnsleiðslum úr veggjum.  Þetta var nýbyggt hús sem heimilisfaðirinn hafði lagt mikið á sig til að gera sem best úr garði. Og allt farið á einu bretti.

Hér í sveitinni eru Rúmenar sem koma til að vinna á ökrunum við að týna ávexti og annað sem þarf að gera. Þeir búa hjá bændunum frá mat og vasapeninga.  Svo er þeim ekið á akrana á morgnana í kerrum aftan á traktorunum.  Þeir safnast svo saman á kvöldin á þorskránni og fá sér bjór.

Loks rann upp dagurinn sem við héldum heim.  Daginn eftir var spáð 40° hita, og ég var bara fegin að komast hjá því að vera í svo miklum hita.  Þá er betra hryssingurinn sem mætti okkur í Keflavík.

En við flugum til Kastrup, og tókum vél heim um kvöldið.  Stoppuðum nokkra klukkutíma og heimsóttum systur mína sem býr í Köge.  Fallegu þorpi rétt utan við Kaupmannahöfn.  Gamalt fallegt þorp, með fína baðströnd og gamlan miðbæjarkjarna.

IMG_2071

Japanarnir og Palli fóru daginn áður en hinir, þau til Japan en hann til Noregs þar sem hann dvelur nú.

IMG_2074

Þetta er íþróttahöllin þeirra.  Þeir eru afskaplega hreyknir af sínum mönnum. 

IMG_2075

Tók nokkrar myndir af áhugaverðum húsum svona á leiðinni í rútunni til Zikin Salas.

IMG_2076

IMG_2078

Eitthvað kunnuglegt hér....

IMG_2154

svona blokkir eru skemmtilegri en flestir kassarnir heima.

IMG_2080

Þorpin eru svo í miðjum ökrunum, og bændurnir eiga sína skika.

IMG_2081

Sölumaður úti á túni Smile

IMG_2086

Komin í kanínubúgarðinn.

IMG_2092

Hálf asnalegur þessi.

IMG_2095

Þessi skemmtilegu stráþök eru úr maísstönglum.

IMG_2102

Nokkrar kanínur.

IMG_2108

Það var gaman að skoða þetta fallega safn.

IMG_2110

Og ég get svarið það að þetta eru sömu munstrin og ég man eftir frá ömmu minni.

IMG_2115

Hér má svo sjá lindana sem stúlkurnar þurftu að sauma fyrir giftinguna. 

IMG_2116

Hér er mikið handverk og útsaumur.

IMG_2118

Hér er hugmynd að jólagjöf fyrir handlagnar konur, fyrir ættingja sem eiga allt. 

IMG_2125

Íslendingarnir gerðu matnum góð skil.

IMG_2127

Hér er líka góð hugmynd ef maður vill fela snjáðan sófa eða slíkt.

IMG_2129

Já maturinn í Serbíu er góður.

IMG_2130

IMG_2140

Við ættum ef til vill að fara að ferðast ódýrara hehehehe

IMG_2151

Matarkista Serbíu.

IMG_2152

svo slá þeir meðfram hraðbrautunum slíkt er einnig gert í Ungverjalandi. Ég held að þetta sé að hluta til atvinnubótavinna.

IMG_2153

Veit ekki alveg hvaða kvikindi þetta er Varúlfu ef til vill.

IMG_2161

Áin Sava.

IMG_2171

Á ljósunum koma ungir menn, sígaunar og bjóðast til að þvo framrúðuna.  Þetta er svipað í Mexícó.  Menn gefa svo smápening fyrir.  En þeir eru skotfljótir að þvo meðan beðið er eftir grænu ljósi.

IMG_2177

Rétt misstum af þessum.

IMG_2205

Borðað á serbneskum veitingastað.

IMG_2207

Komin í sveitina, Elli vígalegur að drepa moskítóur.

IMG_2209

Það er vinalegt og falleg húsið hennar Marijönu.

IMG_2213

Notalegt í elhúsinu.

IMG_2217

Gunna Jóns Smile

IMG_2220

Og Jón og Gunna.

IMG_2223

Hér er svo húsið.

IMG_2224

Göngutúr um þorpið. 

IMG_2231

Hér er Dóná.  Þorpið stendur á bökkum hennar.

IMG_2225

Þorpskirkjan.

IMG_2226

Og traktorar fyrir utan hvert hús.  þessir eru framleiddir í gömlu Yugslavíu.

IMG_2231

Áin er örugglega gjöful, og héðan róa menn til fiskjar.

IMG_2241

Hér hefur verið stungið niður staurum og eins og sést eru þeir farnir að laufgast.

IMG_2251

Ég var alveg heilluð af þessum fararmáta, og svona rétt framhjá húsinu sem við vorum í.

IMG_2252

Morgun á altani.

IMG_2255

Og ekki er farartæki póstsins síðra.

IMG_2256

Í aktion.

IMG_2261

Það þarf líka að huga að vatninu.

IMG_2264

Notaleg stund í eldhúsinu.

IMG_2265

spáð í bolla.

IMG_2267

Séð yfir Dóná.

IMG_2274

Hér má sjá þetta óskipulagða svæði, það er risastórt.  og það er verið að reyna að koma skikki á það.  en gengur erfiðlega, því fólk er jú búið að byggja húsin og svo hafa göturnar verið lagðar eftirá.

IMG_2276

enn einn traktorinn

IMG_2277

Þorpskráin.

IMG_2278

Og útflutningshöfnin þeirra. 

IMG_2279

Hér koma fljótabátarnir að og taka vörur.

IMG_2290

Frænka Marijönu rekur leikskóla.  Þetta er einkarekinn leikskóli, og hér eru um 50 börn.  Þegar við komum var hvíldartími.

IMG_2291

Ósköp notalegur leikskóli, með vingjarnlegt starfsfólk.

IMG_2292

Greinilega mikið lagt upp úr að börnin fái að njóta sköpunnar.

IMG_2293

Þessi tvö voru eldri og þurftu ekki hvíld.

IMG_2297

Og Arnar Mílos var strax farin að leika sér.  Hann varð svo eftir meðan við Marijana fórum í hárgreiðslu og strákarnir á pubbinn.

IMG_2322

Flottar og fínar.

IMG_2341

Hér sitja rúmenarnir og bíða eftir að verða sóttir á traktorskerrum sem flytja þá á akrana.

IMG_2342

Hér má sjá þetta skipulagða kaos.  Við erum sum sé á leiðinni út á flugvöll.

IMG_2343

Ríkir Serbar sem búa erlendis byggja sér svo "smáhýsi" í heimalandinu, þar reyna þeir að toppa hvor annan.  Þessi á heima í Ástralíu.  2007 hvað??? LoL

 

IMG_2351

Ætli við fáum einn svona?

IMG_2354

Og þá er take off.

IMG_2357

Vertu sæl Serbía.  Ég þakka fyrir mig.  En ég er viss um að ef Evrópa lokar á okkur, þá munum samt sem áður örgglega hafa nægileg sambönd hér til að skipta á kornvörum og fiski og jafnvel kjöti.

IMG_2364

Og við erum komin til Köge til Siggu systur.

IMG_2367

Hér eru hjónin.  Þau eru bara tvö eftir í kotinu.  Drengirnir þeirra þrír allir flognir burtu.  Einn sölustjóri í Nettó, annar að verða yfirforingi í Danska hernum, og sá þriðji á leið til Ameríku í nám.

IMG_2369

Systir mín bauð okkur svo í gómsætan kvöldverð.

IMG_2371

Hér er svo Gísli sonur þeirra komin í heimsókn.  Og við áttum notalega stund áður en við fórum í loftir til Keflavíkur.  Takk fyrir okkur elsku Sigga og Ragnar.

IMG_2373

Þá er bara eftir heimferðin, dálítið hrikalegt landslag eftir allan gróðurinn í Evrópu.

IMG_2374

Við stoppuðum á leiðinni og fengum okkur ekta íslenskan bændaís.

IMG_2375

Þarna getur fólk skoðað fjósið og fylgst með mjöltun og keypst sér svo heimagerðan ís.

IMG_2376

Og hann er góður.

IMG_2379

Komum svo við í Svansvík og tókum með okkur nokkra hænuunga.

IMG_2381

Skruppum svo í sund og kvöldmat í Reykjanesi.

IMG_2383

Þar voru kokkarnir kunnuglegir.  Er þetta ekki Ásthildur spurði konan.  Jú sagði ég, já ég er systir hennar Sollu bloggvinkonu þinnar sagði hún og hló.  Og strákurinn hennar er í eldhúsinu. 

Þá læt ég smella af okkur mynd fyrir Sollu sagði ég.  Heart

IMG_2385

Köttur út í mýri setti upp á sig stýri, úti er ævintýri.

Ég vona að einhver ykkar hafi haft gaman af að ferðast með mér og upplifa brot af því sem við sáum.  Það er ævintýri að heimsækja aðrar þjóðir og kynnast þeim nánar en bara eins og túristi.  Bjössi sagði við mig.  Íja þið eruð ferðamenn, ekki túristar.  Það er munur þar á. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 23:25

2 identicon

Hæ, Ásthildur.

Alltaf jafn spennandi að fylgjast með öðruvísi mennigarheimum og lífsstandard.

Takk fyrir allan ferðapakkan.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 00:14

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nú er ég bæði búin að ferðast til útlanda og til vestfjarða...allt í þínu boði....takk kærlega fyrir mig

Sigrún Jónsdóttir, 11.8.2009 kl. 00:32

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ferðin hefur verið alveg frábær og myndirnar og frásögnin toppar þetta alveg.  Takk fyrir kærlega.

En hefur þú heyrt um hundinn sem móðgaði hestinn alveg svakalega, HANN SAGÐI AÐ HESTURINN VÆRI ASNALEGUR.

Jóhann Elíasson, 11.8.2009 kl. 07:41

5 identicon

Meiriháttar, takk takk.

Dísa (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 07:58

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha Jóhann, sá var góður.  Hesturinn hefur náttúrlega svarað þú ert bölvaður hundingi

Mín er ánægjað Sigrún mín. 

Verði þér að góðu Þói minn. 

Knús Ragna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2009 kl. 08:54

7 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Æðinslegar myndir og hefur greinilega verið gaman í ferðalaginu :)) Hafðu það gott mín kæra

Guðborg Eyjólfsdóttir, 11.8.2009 kl. 09:49

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Guðborg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2009 kl. 10:19

9 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Takk fyrir.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 11.8.2009 kl. 17:54

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vrkilega gaman, takk fyrir alla ferðasöguna ykkar.  Ég er sammála þér með munstrið á handavinnunni.  Þetta verður sko ferð sem þið getið lifað á lengi.  Hjartanskveðja vestur.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.8.2009 kl. 18:44

11 Smámynd:

Þessa ferðasögu er ég búin að gleypa í mig og hef notið hverrar mínútu. Ef myndirnar þínar eru lýsandi fyrir land og þjóð þá finnst mér Serbía yndisleg. Þú ert heppin kona að hafa fengið tækifæri til að kynnast fólkinu svona vel.

, 11.8.2009 kl. 21:14

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

´Takk Dagný mín, Ásdís og Sirrý.  Já þetta var virkilega skemmtileg ferð.   Og Serbar eru dáítið líkir okkur í sér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2009 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband