8.8.2009 | 00:21
Ferðasagan. Giftingin - fullkomið brúðkaup.
Giftingardagurinn rann upp bjartur og fagur. Marijana og Bjössi hafa staðið á haus undanfarnar vikur við að undirbúa mótttöku gestanna og hafa ofan af fyrir þeim. Dugnaðarfólk. Marijana réði unga konu til að sjá um allt batteríið í sambandi við giftinguna og fórst henni það vel úr hendi.
Sem betur fer kom mamma Marijönu úr sveitinni til að vera henni innan handar og passa Arnar Milos. En hann var þvílíkur engill allan tímann ótrúlegur þessi litli gullmoli.
Dagurinn hjá okkur Ínu mömmu Bjössa, Marijönu og mömmu hennar fór allur í að láta dúlla við okkur, mála, greiða og gera okkur fínar. Sem betur fer voru Marijana og Bjössi í stórri svítu, því þar var bókstaflega allt að gerast. Þar var heilt ljósmyndastúdíó, Þrír ljósmyndarar, kvikmyndatökumaður, þrír hárgreiðslumeistarar, förðunardama, og svo komu ættingjarnir margir til að heilsa upp á.
Bjössi, pabbi hans og nánustu vinirnir fánaberinn Geir og svaramaðurinn Palli voru í öðru herbergi því þau máttu ekki sjást fyrr en þau fóru af stað í kirkjuna. Ég var eitthvað að spá í hver ætti að leiða hana inn kirkjugólfið. Hvort tengdapabbi ætti að gera það eða hver?? Nei sagði Marijana vinkona mín verður með mér. Þá veit maður það. Ekkert svona pabba eitthvað. En samt sem áður þá átti Elli að leiða hana til Bjössa upp á hótelherbergi þegar þau voru tilbúin til að leggja af stað í kirkjuna. Íslenski fánin og sá serbneski léku líka stór hlutverk, því þeir voru settir út um glugga á tveimur bílum sem fóru undan brúðarbílnum. En það var bifreið Títós sem fékk það hlutverk. Á eftir kom svo rútan með gestunum.
Hér er Ína mamma Bjössa í greiðslu.
Fánarnir tilbúnir.
Arnar Milos alveg rólegur yfir öllu þessu umstangi.
Í greiðslu.
Mamma brúðarinnar.
Brúðurin sjálf.
Allt að gerast. Ljósmyndarar og kvikmyndarar.
Og litli Arnar Milos bara að dunda sér.
Hann hafði líka mikinn áhuga á öllu dótinu sem ljósmyndararnir voru með.
Svo er að mála brúðina.
Kjóllin kominn ekkert smáflott stúlka.
Besta vinkona og svaramaður. Mér varð oft hugsað til textans hans Bubba eitt lítið serbneskt blóm. Serbneskar konur eru nefnilega engin blóm, þær eru valkyrkjur. Þær eru allar mjög sterkar og viljafastar og ákveðnar. Það voru konurnar sem voru mest ógnvekjandi á landamærunum. En þær eru líka alveg frábærar.
Marijönu Vinkona Marijönu.
Og mamma glæsileg kona.
En við skulum bregða okkur yfir í karladeildina.
Feðgarnir ekkert smáflottir. Takið eftir skónum.
Fánaberinn Geir og konan hans Edda. Stórglæsileg. Það var grænt Thema í brúðkaupinu.
Hér gefur Elli Bjössa brúði sína.
Fallegt par.
Prúðbúnir gestirnir eru þegar farnir að bíða úti.
Tilbúnir í veisluna.
Fyrir utan er líka verið að skreyta bílinn.
Og orðin klár, þetta er bíllinn hans Títós gamla.
Og Ína mamma með fallega skreytta körfu með grænum orkideum.
Svo var haldið af stað. Fánabílar, brúðarbíll og rúta.
Og takið eftir mótorhjólinu, kvikmyndarinn situr öfugt á hjólinu, og myndar alla leið.
Komin að kirkjutröppunum.
Ótrúlega flott þarna inni. Serbar eru mjög trúaðir, þeir játa Serbien Orthodox. Sem er komin frá Grikklandi.
Athöfnin í fullum gangi.
Sjáið hvernig presturinn bindur saman hendur þeirra.
Brúðhjón, svaramenn og brúðarmeyjar.
Kóróna á höfuð.
Flott eru þau.
Síðan gefur hann þeim rauðvín. Síðan eru kirkjugestir látnir dreypa á víninu eftir athöfnina.
Blessunin.
Brúðarkossinn.
Og fjölskyldan.
Svaramenn.
Músikk fyrir utan kirkjuna.
Hér má sjá hrísgrjónin.
Og meiri músik.
Og komin inn í bíl.
Veislan er að komast í gang. Ætla að laga þig aðeins góði minn.
Rosaflott hljómsveit lék svo allt kvöldið, og fyrir dansi. Þeir dansa þjóðdans sem er ekkert ólíkur þeim færeyska. þau spiluðu bæði þjóðlagamúsik og svo allar tegundir bara að nefna það.
Og auðvitað höfðu þau heimsótt Ísland. Ekkert ólíkur Keith Ritchard þessi serbneski tónlistarmaður.
Brúðhjónin dansa.
Og haldiði ekki að þau hafi verið búin að æfa þennan líka flotta dans öllum að óvörum.
Vöktu mikla lukku.
Þetta var frábært kvöld.
Walking lika an Egypsen.
Ótrúlega skemmtilegt.
Afi og stubbur horfðu á.
Og sólin ljómaði yfir Savaánni.
Og sá litli reyndist ekki vera eftirbátur foreldrana.
Náði sér í dömu og dansaði líka.
Og amma fékk að vera með.
Og konurnar í lífi Ella náðu vel saman.
Japan - Ísland.
Og svo myndatökur.
Hann var rosakrútt þessi prestur.
Og íslendingarnir og japanarnir.
Kvöldsólin með sína skugga og birtu.
Og svo hneig hún til viðar.
Og nú hófst dansinn fyrir alvöru; allir dansa kónga!!!
Það var borið vín í mannskapin svoleiðis að um leið og kláraðist úr glasinu var komið nýtt á borðið. Maturinn var líka rosalega góður eins og alltaf hér.
Arnar Milos og eina af ömmunum.
Og ég skal segja ykkur að fólk dansaði með tilþrifum.
Og Elli komin á trúnó.
Hér er svo kakan skorin. Þau gerðu okkur rosalegan grikk, því kakan var borin út á svið sem var þar, og á miðri leið missti kokkurinn tertuna, allir tóku andköf, en ... þetta var allt í plati. Átti bara að koma okkur á óvart. Svo var flugeldasýning þarna úti í kvöldhúminu.
Við erum komin í fjölskyldubönd við Serba, þau eru hluti af þeirri fjölskyldu núna.
Fjölskyldufaðirinn. Serbar eru gott fólk.
Mæli alveg með því að fara til Belgrad í sumarleyfi. Maður verður ekki svikin af því.
Ójá þá er maður komin á knúsistigið hehehehe..
Þessi mynd er líka alveg óborganlega fyndin.
Þið sjáið að það er fjör....
Og auðvitað tók ég lagið. Stelpan er hörkusöngkona og mér finnst hún lík Heru Björk.
Þetta var gaman.
Svo að lokum ein af okkur Marijönu.
Ég skemmti mér rosalega vel. Stóð reyndar upp og var sú eina. Ræðuhöld tíðkast víst ekki þarna. En ég vildi þakka fyrir mig og þetta dásamlega kvöld.
Ég flutti brúðhjónunum líka smá drápu, sem ég set hér inn.
Í sólríku Serbíulandi
Sameinast halur og sprund.
Helgun á því hjónabandi,
hefst því á erlendri grund.
Og gestirnir safnast hér saman,
frá Serbíu, japan og... já.
Íslandi - þetta er gaman
og allt eins og best verða má.
Hvar sem á jörðinni erum
öll stígum á hvers annars reit.
Og allt það gott sem við gerum,
til gæfu oss verður - ég veit.
Bjössi og Marijana mætust
mergjaðan sendi ykkur knús.
Þið erð sérstök og sætust
og sérlega erumvið dús.
TIL hamingju brúðhjónin bestu
og blessist vel um ár og síð.
Megi gæfan og Guð svona að mestu
gleðja ykkur all'ykkar tíð.
Hér með lýkur hápunkti ferðarinnar. En ég mun sam sem áður setja inn eina færslu í viðbót. Það er ferð sem við fórum daginn eftir á sveitakrá sem er kanínusafn, og svo ferðina til hjarta Serbíu. Sveitina hennar Marijönu.
En vona að einhver hafi haft af þessu gaman. Og verðið örlítið fróðari um land sem hefur verið okkur fjarlægt, en þó svo mikið í fréttum hér fyrir nokkru. Það voru öðruvísi fréttir. En ég upplifði landið og fólkið allt öðruvísi en þar var gefið til kynna.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtileg frásögn og fallegar myndir. Til hamingju með brúðkaupið.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.8.2009 kl. 02:22
Kæra Ásthildur. Yndislegur pistill um fallega athöfn. Hafðu þökk fyrir að leyfa okkur að njóta þessa með ykkur. Innilegar hamingjuóskir og kveðjur úr Borgarfirðinum.
Arndís Ásta Gestsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 02:47
Takk fyrir það Jóna Kolbrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2009 kl. 02:49
Takk elsku Cesil fyrir að leyfa okkur alltaf að koma með ykkur í ferðalögin.
Knús í kærleikskúluna
Kidda (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 08:51
Takk Kidda og Dísa mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2009 kl. 09:57
Kærleikur umvefur þig allstaðar Ásthildur mín.Í kúlunni,og handan hafs.Kveðja til þín og til hamingju með allt saman.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 12:03
Takk fyrir þessi hlýju orð Ragna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2009 kl. 13:24
Takk fyrir flottar myndir og bestu hamingjuóskir með brúðkaupið.
Sigurður Þórðarson, 8.8.2009 kl. 13:29
Takk fyrir 'Asthildur mín, alveg yndisleft að fá að fylgja ykkur á ferðalaginu.Og til hamingju með herligheitin.
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 8.8.2009 kl. 14:15
Óska ykkur til hamingju með þau, þetta hefur verið yndislegur dagur og öll ferðin. Takk enn og aftur fyrir að mega fylgjast með.
Dísa (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 15:46
ja hérna elsku vinkona, þetta hefur verið stórkostleg upplifun fyrir ykkur.
Hjartanlega til hamingju og takk fyrir að leifa okkur að vera með.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.8.2009 kl. 19:19
Hjartanlega til hamingju með soninn og tengdadótturina Ásthildur, mikið eru þau falleg og flott klædd, og litli prinsinn alveg dásamlegur, og fötin hans meiriháttar. Það er líka yndislega falleg myndin af þér og brúðurinni. Og flottur dansinn þeirra brúðhjóna, maður sér alveg klassatakta og lokin flott hjá þeim.
Það er svo mikil virðing yfir þessu brúðkaupi en samt svo mikill húmor, fegurð og gleði, samanber dansinn og kakan. Og svo það, að, Presturinn batt þau semsagt í hjónaband, í orðsins fyllstu merkingu, sérkennilegt.
Þetta hlýtur að hafa verið alveg dásamleg upplifun. Þú segir frá svo mörgu sem maður hefur ekki íhugað fyrr. Þakka þér kærlega fyrir að deila þessari merkilegu ferðasögu með okkur hér á blogginu. Og enn og aftur til hamingju með þetta allt saman.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.8.2009 kl. 23:46
Glæsilegt brúðkaup og stórskemmtilegar myndir Ég þurfti aðeins að hugsa til að skilja fjölskylduböndin en þau eru svo ekkert flóknari en hjá flestum öðrum. Glæsilegt par og flottur brúðarkjóll. Til hamingju með þau
, 9.8.2009 kl. 08:54
Takk Dagný mín.
Lilja Guðrún mín, svo sannarlega var þetta stórkostleg upplifun. Ég fór að heimsækja þjóð sem var nánast búið að telja okkur trú um að væru illmenni og nauðgarar. En hitti fyrir elskulegt fólk, með ríkulegar tilfinningar og hjartað á réttum stað. Þeir voru líka ósáttir við að heimurinn hefði ákveðið að þeir væru vondu gæjarnir og Króatar góðu. Það er ekkert svoleiðis. Menn lenda í aðstæðum sem gerir þá að einhverju sem er ekki þeirra. Ég er ánægð með að hafa farið þarna og heimótt einmitt þetta fólk og að það sé orðið tengt mér. Takk fyrir hlý orð.
Takk Elsku Milla mín.
Takk Dísa mín og já þessi ferð var dásamleg.
Takk Sirrý mín.
Takk fyrir það Siggi minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.8.2009 kl. 09:43
Hjartanlega til hamingju með þetta allt saman. Þvílíkt gaman að fá að sjá inn í þennan heim, smá kíkk inn í þjóðina og þetta dásamlega fallega brúðkaup.
Takk kærlega fyrir að leyfa okkur "með í ferðalagið".
Ragnhildur Jónsdóttir, 10.8.2009 kl. 09:36
Mín er ánægjan Ragnhildur mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.8.2009 kl. 11:12
Þeir sem hafa áhuga þá er hér smá brot
http://www.youtube.com/watch?v=7_hX_EoZ9sI
Eihverja hluta vegna var lagið sem var notað höfundavarið hjá youtube og var þetta lag valið í staðin
Bjossi (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.