6.8.2009 | 00:00
Ferðasagan - Beograd.
Það er komin fimmtudagur og við höfum verið hér í Belgrad síðan á þriðjudagsmorgun. Við höfum gengið um miðborgina aðalgöngugötuna Skatarlija og Rebublictorgið. Í gær komu 2 vinir Bjössa, Geir frá Austjörðum og Jussi frá Japan og þeirra konur. Við fórum svo út í sveit að borða kvöldmatinn í gærkvöldi Etno Restoran Domace Kuhinje "Munarevsan", sem er fallegur veitingastaður og safn, með serbneskan mat. Dobro.
Hinn hluti gestanna kemur svo í dag og á morgun hefst kynningin á Belgrad með fararstjóra og rútu.
Það verður gaman. Þó finnst mér frábært að ruslast svona upp á eigin spýtur með Ella mínum. Það er auðvelt að rata í borginni og ekkert mál að labba niður í miðbæ frá hótelinu.
16. júlí. Þá eru allir gestirnir komnir, þetta eru vinnufélagar Bjössa ásamt mökum. Skemmtilegt fólk sem er að vinna gott starf við að selja fisk til útlanda og útvega okkur langþráðan gjaldeyrir.
Við Elli fórum í göngutúr um miðborgina. Ég rakst inn á útimarkað keypti mér blússu, hvítan kjól og pils. Seinnipartinn kom reyndar hópurinn frá Íslandi. Gestirnir eru um 20 talsins, sem ætla að heiðra Bjössa og Marijönu í giftingunni.
Um kvöldið fórum við svo í rútu niður á Skadarlija og borðuðum kvöldmat á veitingastað sem heitir Ima Dana. Hér í Serbíu er allur matur góður og vel útilátinn. Við ætluðum að sitja inni en urðum að flytja okkur út í garðinn vegna hita. Það er smá vindur úti.
Menuið er, Cold start, Serbien ordever, Mixed grill, Serbian mixed salad. Desert - Tufahija.
Við röltum svo heim i góða veðrinu eftir mat og skemmtilegt kvöld.
17. júlí lögðum við af stað kl. 10 í útsýnistúr um Belgrad skoðuðum St. Sava Temle, sem er stærsta kirkja í Serbíu. reist frá 1169 - 1236 á rústum annarar kirkju sem Tyrkir brenndu. Hún tekur að m.k. 10.000 manns. Hún er reyndar í viðgerð núna og hefur verið lengi. Því mörg stríð hafa sett strik í reikningin. Serbar eru afskaplega trúaðir og hver fjölskylda hefur sinn dýrðling, þeir hafa altari og mynd af dýrðlingnum heima hjá sér, og elsti sonur verður að taka við að dýrka dýrling fjölskyldunnar. Þeir gera mikið úr þessu og fjölskyldan hittist reglulega til dýrðar dýrðlingi sínum. Fararstjórinn ákallaði St. Nikulas, þ.e. þann sem svo varð að jólasveini. Einnig skoðuðum við Pasic torg, þjóðleikshúsið og Rebublictorgið. Gengum síðan um Kalemegdan virkið, sem er frá tyrkjatímabilinu að hluta til, en líka frá tímabili þegar austurrísku Habsborgararnir réðu yfir Yugoslavíu. Virkið er upp á hæð og þaðan sést vel yfir árnar Sava og Dóná, þar mætast þær og sameinast. Borðuðum hádegismat á Kalemgdanska Teres restaurant.
Loftkælingin hafði bilað í rútunni á leiðinni, og það var um það bil 36° hiti úti. Við vorum öll orðin blaut af svita og komin með hálfgerða köfnunartilfinningu þegar rútan loksins stöðvaðist. Þá kom í ljós að rafmagnið var allt bilað og hurðirnar opnuðust ekki heldur. Við vorum orðin ansi vondauf þegar bílstjóranum loksins tókst að opna framdyrnar, svo við gátum staulast út. Og ég get svarið það, okkur fannst í alvöru svalandi að komast út í 36° hita. Einhver tautaði; hvað ætli hafi verið heitt inn í rútunni fyrst það er svalandi að komast út?
Skoðuðum Saborna kirkju afskaplega falleg og lítil kirkja, þar á giftingin að fara fram, Princess Ljubica pension, Knez Mihailovastræti, og gengum svo á Rebublictorgið og Terazijetorg. Þar settumst við niður til að fá okkur bjór eða eitthvað annað. Rútan sótti okkur svo þangað kl. fimm.
Um kvöldið fórum við svo í Stærsta spilavíti í Evrópu Grand Casino on New Belgrade. Það var nú meira ævintýrið. Það er veitingastaðurinn Diva sem er 5 stjörnu veitingstaður og fínheitin eftir því og þjónustan líka.
Það stóð í kynninugnni að við yrðum að taka með okkur vegabréfin. Og það var sko ekki auðvelt að komast inn. Fyrir utan voru herskáar moskítóur sem réðust að okkur út öllum áttum, og ef maður komst lifandi inn úr dyrunum þurfti að sína vegabréfin og fylla út eyðublað með allskonar spurningum. Nafn, aldur starf, heimilisfang, símanúmer nærbuxnastærð.... nei grín. Hvað pabbi manns heitir og svo framvegis. Síðan þurftum við að fara gegnum flugstöðvarhlið, allar myndavélar voru teknar af manni og símar af flestum. Loks komumst við inn í herlegheitin, en það voru líka strangar reglur þar, það mátti ekki halla sér upp að veggjunum, ekki sitja í stiganum. Þarna voru í glerskápum til sölu allskonar vörur sem kostuðu nokkur hundruð þúsund. Eins gott að gleyma sér ekki í spileríi þarna inni.
Eftir matinn urðu samt nokkrir eftir til að spila. Og sumir græddu smáupphæðir, en höfðu vit á að hætta tímanlega.
18. júlí.
Þennan dag var planað að fara í stórt moll, síðan fékk Marijan hugmynd um að bjóða þeim sem ekki ætluðu í moll, að fara á ströndina við Sava ána, en þar er aðalbaðstaður Belgradbúa. Við völdum það frekar en að vera í verslunarleiðangur, enda vorum við ekki með á dagskránni að kaupa neitt.
Við Elli áttum svo skemmtilegan dag á ströndinni Elli synti yfir Savaána, en ég lét mér nægja að synda við bakkann. Það voru margir á ströndinni enda laugardagur og fólk í fríi.
Serbar eru langflestir grannir og spengilegir, þó borða þeir mikið brauð, en líka mikinn maís, engar sósur eru með matnum. Stúlkur og konur eru alltaf vel til hafðar vel greiddar og búnar að hafa sig til, þegar þær fara út fyrir hússins dyr, allar með uppsett hár eða vel greitt. Einhvern veginn fannst mér líka að karlarnir væru mikið eldri en dömurnar sem þeir voru með. En það er bara mitt hugboð.
Kl. átta fórum við svo með rútunni niður á höfn og um borð í Sirona ferju sem sigldi á Dóná og Sövu. Borðuðum þar í góðu yfirlæti og söng. Mest þótti mér koma til, þegar þessi fallega söngkona söng lagið hans Eltons Johns, Nicita. Textin er svo fallegur um stúlkuna on the otehr side, you will never know about my home. Það er ekki langt síðan það ástand var þegar Elton samdi þetta ljóð. Og allt í einu sér maður hvernig tíminn hefur flogið og svo margt breyst. Ég fór til söngkonunnar eftir á og þakkaði henni fyrir sönginn, sagði að þetta lag hefði hrært mig. Já sagði hún þetta lag er í miklu uppáhaldi hér.
En ég veit ekki hvort ég hef sagt frá því, en lagið hennar Jóhönnu var mjög mikið spilað í Tallinn, í Þýskalandi heyrði ég aftur á móti lag með Emiliönu Torrini. Hér sá ég aftur á móti að Madonna var að koma, Sinid O´ Connor hafði verið hér, Santana og fleiri frægir.
Fyrrrverandi Yugoslavía hefur lengi legið undir árásum frá rómverjum, tyrkjum, ungverjum, húnum, gotum, austurríkismönnum og mörgum fleiri. Kirkjan þeirra er Serbian Orthodox sem líkist helst Grískri kirkjumenningu. Enda eru mörg heiti innan kirkjuskipsins á grísku. Serbneska Orthodoxkirkja fékk sjálfstæði 1219.
1284 fékk Stefan Dragutin Belgrad að gjöf frá ungverjum, og er þá í fyrst skipti komin undir Serbneska stjórn.
Í lok stríðsnins árið 1945 höfðu um 1.700.000 serbar látist í stríðinu. Konungsríkið er leyst upp og Yugoslavía varð lýðveldi, Josip Broz Toto komst til valda, hann deyr 1980 og er grafin í Belgrad. .
1968 er stúdentauppreisn í Belgrad og fljótlega eftir það eru hundruð þúsunda Belgradbúa sem fara á Nikola Pasictorg og mótmæla innrás Rússlands á Tékkóslóvakíu.
Svona út af hinsegindögum þá var ég að lesa viðvörun í kynningarbækling frá Serbíu. það hljóðar svo: Samkynhneigð.
Samkomur homma og lesbía er ekki ásættanleg í Belgrad. Ef þú er samkynhneigður, er þér ráðlagt að vera ekki of áberandi á götum úti vegna óþols íbúa, og menn geta átt von á allskyns árásum. Það eru þó nokkrir klúbbar samkynhneigðra í Belgrad.
Serbar eru elskulegt fólk og að mínu mati líkt okkur íslendingum. Þeir eru glaðlyndir, hjartagóðir og vingjarnlegir. Þó það væri varað við leigubílstjórum, urðum við aldrei vör við neitt plat hjá þeim sem við höfðum samskipti við. En ef fólk er með háuljósin á, berandi allkonar pelli og purpura utan á sér er ég viss um að allstaðar í heiminum verður það fyrir einvherskonar svikum. Það er því alltaf best að vera bara venjulegur og ekki með glingur og glit.
Þeir eru greinilega sárreiðir Nato og Natoþjóðunum. Þeir sýndu okkur allir sprengda hermálaráðuneytið. Einnig sáum við að verið var að reisa sjónvarpsturnin sem sprengdur var. Þeir segja að vesturveldin hafi ákveðið að þeir væru vondu gæjarnir og króatar þeir góðu. Þeim líkar það illa.
Þeir sögðu mér að það hefði enginn minnst einu orði á að Serbar sem áttu heima í Króatíu hefðu orðið að yfirgefa heimili sín, var gefinn stuttur frestur nokkrir klukkutímar til að rýma húsin sín og koma sér burt úr landinu. Og það voru engir smáfluttningar við erum að tala um 300.000 manns, eða alla íbúa Íslands. Flestir þeirra snéru sér til Serbíu.
Fjölskyldan okkar var ein af þeim sem þurfti að flýja svona.
Á hótelinu, vinir Bjössa frá Japan eru mætt. Yndislegt fólk.
Við erum komin upp í sveit á Munarevsan. Vinirnir að austan líka.
Og hér erum við að borða.
Maturinn var mjög góður og ekta serbneskur. Þeir elda góðan mat og mikið af honum.
eigendurnir voru mjög stoltir af veitingastaðnum, sem er reyndar líka hálfgert safn.
Elli skoðar Vínbarinn.
Hér er óskabrunnur.
Eigandinn reyndar eiga þau staðinn bæði hjónin sem uppvörtuðu.
Gaman að skoða.
Við Marijan á góðri stund.
Þá er að gera upp herlegheitin. Myndin hér er Dinar og er um helmingi verðmætari en íslenska krónan.
Morgunmatur á Hótel Zira.
Útsýnið af veitingastaðnum. Það má segja að hér sé gamli og nýi tíminn.
Von á Madonnu, vonandi fer hún ekki að troða Serbneska fánanum upp í pjölluna á sér eins og hún gerði í Argentínu, og allt varð brjálað.
Allir komnir og við erum á Ima Dana.
Glatt á hjalla og skemmtilegt fólk.
Fólkið sem vinnur við að skapa gjaldeyririnn fyrir okkur.
Og maturinn var góður eins og alltaf þarna.
Og það voru skemmtiatriði.
Músik og dans.
Tvær sætar saman.
Hér er svo hermálaráðuneytið. Það hafði verið sprengt, en engar byggingar sem stóðu þar nærri.
Þeir eru reiðir og sárir. Ekki ætla ég að setja mig í dómarasæti. En segi bara, ef svona elskulegt og geðþekkt fólk getur gripið til þeirra meðala sem voru gerð þarna í stríðinu, þá fer um mig nettur hrollur. Því þá getur hver sem er gert hvað sem er, ef reiðin og vonleysið er nógu mikið.
St. Sava Temple.
Hópurinn í skoðunarferðinni.
fararstjórinn okkar og nokkrir ferðafélagar.
Götumynd.
Þjóðleikhúsið þeirra. Þeir eiga líka gamalt kvikmyndasafn, en serbar voru með þeim fyrstu að gera kvikmyndir.
Kalemegdanvirkið. Tyrkir byggðu það að hluta síðan austurríkismenn. Habsborgararnir.
Við erum á leið á veitingastaðin til að borða hádegismat.
Veitingastaðurinn hefur verið skemmtilega hannaður inn í virkið, og þarna sjáum við Dóná.
Hér sést svo hvernig Dóná og Sava sameinast. Frá eyjunnir þarna voru árásir gerðar á virkið. Menn héldust við í eynni og reyndu að ráðast á virkið frá ánni.
Fallegur staður.
Innan við múrana var svo hergagnasafn.
Stick them up!!!
Garðurinn kring um virkið var líka mjög fallegur og blómlegur.
Nú erum við komin aftur niður á Terazijetorg og þjóðleikhúsið blasir við.
Miðborgin.
Hér er svo ströndin. Það var dálítið erfitt að labba á bakkanum, því steinvölurnar voru frekar stórar, og brennandi heitar í þessum hita.
tveir litlir tatarar að sníkja, þau báðu um pönnukökur, og konan las þeim pistilinn, ég skildi auðvitað ekkert hvað hún var að segja enda talaði hún á serbnesku, en ég heyrði tónin. Þið eigið ekki að vera að sníkja hérna, ég skal gefa ykkur pönnsur, en þá verðið þið að lofa að koma ekki aftur og biðja um meira!
Út um gluggan á hótel Zíra.
Ég þurfti að leita mér að fötum til að vera í við giftinguna. Nennti ekki að burðast með föt alla þessa leið. Þetta er búð fyrir stórar stelpur.
Önnur götumynd.
Útimarkaður, hérna fann ég þennan líka fína kjól, pils og blússu.
ekki eru öll hús falleg í Belgrad.
Góð hugmynd fyrir íslendinga sem hafa ekki efni á að leigja sér húsnæði undir verslunina
Ansi ódýrt eitthvað og ekki 2007.
Nei annars ætli heilbrigðiseftirlitið myndi nokkuð leyfa svona hér?
Það er hvort sem er mest verið að skipta sér af litla Jóni og Gunnu, því ekki má hrófla við hinum.
Við komin í Skadarlijastræti. Gott að skoða kort og sjá hvað er í boði.
Og ekki skaðar að fá músik. Mér sýnist Elli vera að ná í pening, ætli 1000 dínarar séu ekki við hæfi.
Le Petite Piaf.
Skadarlije að morgni. Hér lifnar allt þegar líða tekur á daginn músik frá hverju veitingahúsi, þar sem hljómsveitir reika um í von um að fá að spila fyrir einhvern og fá pening..
Þessi er örugglega búinn að bíða lengi.
Hér er staðurinn sem við borðuðum á fyrsta kvöldið.
Götumynd.
Gott að fá sér ís í þessum hita.
Á Rebublictorgi var svona leirlistasýning. Mjög skemmtileg.
Hér rís hótel Moskva hátt og tignarlegt.
Alþingishúsið þeirra.
Já og ég að skrifa ykkur elskurnar.
Við erum á leiðinni um borð í Sirona til að borða og hlusta á góða músik. Það er dálítil rigning, það gerir ekkert til því við erum inn í sal. Og svo gerir þrumur og eldingar sem skreyta ferðina, þegar myrkrið dettur yfir.
Allir um borð.
Hljómsveit og kór. Þessi gaur minnir mig dálítið á Steinar Berg ég veit ekki af hverju.
Syndaselirnir úti að reykja
Svo var gaman að fylgjast með þrumum og eldingum, og auðvitað ljósin í bænum og brúnum.
Nicita I need you so.
Þá er eftir síðasti hluti ferðasögunnar, hápunkturinn giftingin og undirbúningur að henni.
Vona að þið hafið haft gaman af þessum pistli og að hann hafi ekki verið of langur. Mig langar bara svo að koma svo miklu til skila af þessari frábæru ferð.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 87
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Ásthildur mín.Gaman að fá að lesa þetta og sjá myndirnar.Kveðja vestur.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 10:29
Takk sömuleiðis Ragna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.8.2009 kl. 10:37
Frábært, skemmtilegt að skoða allar myndirnar.
Dísa (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 11:11
Gaman að sjá ferðasöguna Ásthildur mín. Mér finnst nú alveg frábær þessi verslunarhugmynd í bílnum Fólk þarf að bjarga sér einhvern veginn! Knús í Kúlu
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 6.8.2009 kl. 11:24
Yndislegar myndir.....knús og kossar....:O)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.8.2009 kl. 18:37
Sæl Ía mín og takk fyrir síðast. En frábært framtak hjá þér að setja ferðasöguna í orð og myndir.... Þetta var æðisleg ferð. Allt með rólegheitum hér. Geir biður að heilsa og góð kveðja til Elíasar :) Bestu kveðjur. Edda
Edda Egils (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 19:18
Frábærar myndir. Og skemmtileg umfjöllun. Þetta hefur verið yndisleg ferð. Takk enn og aftur fyrir að lofa okkur að njóta hennar með þér
, 6.8.2009 kl. 21:07
Takk fyrir mig elskurnar .
Edda mín mikið er gaman að þú skyldir líta við. Já það var virkilega gaman í ferðinni. Og nú er aðalmálið eftir sjálf giftingin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.8.2009 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.