29.7.2009 | 14:18
Ferðasagan. Frá Tallin til Warsjár.
Mánudagsmorgun var svo bless við hópinn. Hluti hópsins lagði af stað til Helsinki en við gerðum okkur klár í að aka 1000 km með Lech og Elísabetu til Warsaw. Veðrið var gott, ekki of heitt en sól.
Lech og Elísabet hafa boðið okkur að gista hjá sér nokkra daga í Warsaw, og þar sem við höfum aldrei komið þangað þáðum við það með þökkum.
Við ókum gegnum Eistland, Lettland og Litháen og niður allt Pólland. Það var virkilega gaman að sjá þessi lönd þó við stoppuðum ekki mikið þar.
Eistland er skógi vaxið og sást lítið af landslagi því það var eins og að aka í Noregi bara vegurinn trén og himininn.
Strax og komið var inn í Lettland var meira rými, meira landslag og vötn, það er greinilegt að grunnvatnsstaðan er há þarna. Víða mátti sjá að varað var við dýrum inn á veginn, aðallega elgum og hjartardýrum, en í skógunum eru líka skógarbirnir úlfa, refir og fleiri smádýr.
Við stoppuðum aðeins í Lettlandi, því við Elísabet þurftum að pissa. Við stoppuðum hjá lítilli sveitakrá við þjóðveginn, þar var skilti sem sagði að hér mætti enginn fara á klósettið nema viðskiptavinir, og við vorum ekki með neina Lettneska peninga, svo við ákváðum að fara í smágöngutúr inn í kjarr þarna rétt hjá. Það sást fljótlega að við vorum ekki þær fyrstu, og örugglega ekki þær síðustu sem það gera. Það voru þurrkublöð út um allt. Ég fékk svo þrjú stór bit á rassinn fyrir tiltækið. Sem betur fer björguðu ofnæmispillurnar því að mig klæjaði ekki mikið.
Þegar komið var yfir til Litháen voru endalausar sléttur með ökrum og ávaxtatrjám. Þar var ekki sama landslag og í Eistlandi og Lettlandi. Þeir eru greinilega mikil akuryrkjuþjóð. Það var líka gaman að sjá tækin þeirra og tól, sumt svo eldgamalt að það voru til að mynda sláttugræjur dregnar af hesti, og svo voru líka nýmóðins traktorar. Þannig að það er auðséð að nútíminn er að halda innreið sína í Balkanlöndin..
Við stoppuðum til að taka gas í Litháen ég þurfti að nota vísakortið mitt, því við höfðum ekki neina mynt þaðan. Bíllinn hans Lech notar bæði gas og benzín. Gasið er ódýrara og endist að mig minnir 300 km. Þeir nota því gasið meira á hraðbrautum, en benzínið innanbæjar.Til Warsaw vorum við svo komin um miðnættið, ósköp þreytt en ánægð með að vera komin. Þetta yndæla fólk lét okkur svo sofa í hjónarúminu, enginn mótmæli voru tekinn til greina. Þau sváfu svo sjálf á sófa í stofunni.
Um morguninn svignaði borðið undan dýrindis morgunmat, meira að segja var á boðstólum taðreykt hangikjöt frá Íslandi. Eftir morgunmatinn fórum við svo í miðbæinn með Lech til að skoða borgina. Warsaw er stórkostleg borg með mikla sögu. 90% borgarinnar var jöfnuð við jörðu í stríðinu. Gamli miðbærinn var samt byggður upp í sömu mynd. Við fórum upp í Menninga- og listasafnið sem þeir kalla Stalinpalas. Stalin gaf þjóðinni þetta hús. Það líkist einna helst Empire state byggingunni í New York, sama tilfinningin að fara þarna upp í 30 hæðir og horfa yfir borgina. Byggingin sjálf er yfir 40 hæðir.
Frá þessu sjónarhorni sést að hér er allsstaðar verið að byggja upp og lappa upp á eldri hús, rífa ljótar byggingar frá rússatímanum. Sama hér og í Eistlandi ljótu blokkirnar frá rússum málaðar og blómskreyttar.
Þegar pólverjar losnuðu undan okinu í austri vildu margir rífa þessa byggingu, en sem betur fer var ákveðið að láta söguna ekki gleymast. Það er samt ljóst að þjóðin lítur á bygginguna sem óþægilega minningu um það sem hún vill helst gleyma og ég skil það vel.
Á sínum tíma var Úkraína og Litháen hluti af Póllandi, fólkinu sem þar bjó var svo skipað að rýma húsin sín á skammri stundu, eða var hreinlega skotið, og landamærin færð þangað sem þau eru nú.
Mikið er gott að járnkrumlan missti takið á austur Evrópu og Eystrasaltsríkjunum, áður en þjóðirnar misstu menningu sína og tungu. Hér er svo margt að læra af og uplifa. Yndislegt fólk og mikið menningarlíf, sem íslendingar njóta góðs af. M.a. með því að fá allt hæfileikaríka fólkið og listamennina sem búa á Íslandi og kenna okkur að leika á hljóðfæri og syngja og svo framvegis. Á Íslandi býr fólk frá Eistlandi, Lettlandi Litháen, Póllandi og Ungverjalandi svo eitthvað sé nefnt, sem er að kanna unga fólkinu tónlist og söng.
Í þessum rituðu orðum ligg ég hér í leti út á verönd með bjór meðan Lech kveikir upp í grillinu með aðstoð Ella og Elísabet stússast í eldhúsinu, sjálfsagt að útbúa matinn, en hún er meistarakokkur. Þegar ég spurði hvort ég gæti ekki hjálpað, spurði hún á móti hvort ég vildi ekki heldur fá mér kaldan bjór.Grillveislan var flott, þau eru með grill upp á lóðinni og þar sátum við fram eftir kvöldi að borða, drekka rauðvín og bjór og spjalla í góðu veðri við kertaljós.
Hér eru myndir frá ferðalaginu. Þær eru allflestar teknar út um afturrúðu á fullri ferð, svo það er ekki alltaf bestu myndgæði eða þannig. Biðst afsökunar á því.
Við byrjuðum á að fara í verslun og kaupa okkur vatn og nesti.
ég man ekki alveg hvort er hvað, svo verið getur að ég segi ekki alveg rétt frá, því myndirnar koma ekki alveg í réttri röð. En ég held að þetta sé landamærastöð Eistlands.
Hér sést vel að í Eistlandi er ekkert útsýni á þjóðveginum.
Og ekki er húsakosturinn beysin sumstaðar.
Skemmtilega uppsettar sátur, greinilega þríhyrnd grind fyrst og svo grasið yfir, líkt og þeir setja grasið upp á girðingu í Færeyjum. Þetta sýnist mér vera vegna þess hve grunnvatnsstaðan er há hér.
Það má sjá að útsýnið er meira í Lettlandi.
Ég er annars orðin ansi lunkin við að taka myndir út um bílrúðu á bíl á fleygiferð.
Léttar á okkur við Elísabet búnar að pissa úti á akri og svoleiðis
Eins og ég sagði áðan, þá er ekki alveg að marka hvar við erum, því ég man ekki nákvæmlega hvað var tekið hvar, en þið getið allavega séð það sem fyrir augun bar.
Það er greinilegt að Lettland er evrópusinnað.
Þarna er afleggjarinn til Ríga svo við erum greinilega ennþá í Lettlandi.
Þessi skemmtilegu dýr voru innan landamæra Litháen.
Hér sjáum við Eistrasaltið, en við ókum meðfram ströndinni, þó ekki sæist mikið af því fyrir trjám og hæðum.
Þessi draumur þarf eflaust að bíða um sinn held ég.
Þessi skemmtilega vindmylla vakti athygli mína og nógu tímanlega til að smella af mynd.
Já það er ekki um að villast við erum komin til Litháen.
Þeir hafa líka þessar skemmtilegu lanir sem standa á einhverskonar grindum.
En eins og sjá má, þá er langvíðsýnast í Litháen, og akrar og tún miklu frekar en fjöll og tré.
Og hér glittir í skilti Vilníus höfuðborgar Litháen.
FLugvélar, einhver flugvöllur í sveitinni. Vonandi ekkert hernaðarleyndarmál.
Þið sjáið greinilega muninn á þessum löndum.
Og í Litháen tókum við svo gas á bílinn, ég þurfti aftur að nota kortið, því enga myntina áttum við hér frekar.
Hér er þetta skemmtilega farartæki, ég sá margt skrýtið á leiðinni, til dæmis rakstrarvél sem var dreginn af hesti, og svo voru líka nýtísku traktorar á ferðinni líka með rúllur og plast eins og heima.
Kirkjur eru hér margar og fallegar.
Þetta sérkennilega fjall bar líka fyrir augu. Þetta er ekki snjór, frekar kalk held ég.
Landamæri út úr Litháen. við Pólland.
Og þá erum við að koma inn í Pólland.
Hér má sjá rúllur í plasti. Landslagið var meira hér hólar og hæðir og trjáþyrpingar.
Hér er verið að rúlla og plasta.
Himnagalleríið á fullu, það er farið að halla degi.
Landamærin.
Ég tók eftir að við flesta sveitabæina far svona tjörn, var að spá í hvort þetta væri manngert, til að laða að endur og aðra fugla. Þarna er greinilega svanur á tjörn.
Við vorum farin að verða svöng, enda lítið borðað allan daginn nema kex og snakk. Lech vissi af vegakrá sem var ódýr með ekta pólskum mat. Á þessari krá stoppa flutningabílarnir.
Og hér erum við komin. Margir bílanna hafa einmitt þetta merki á sér Tír.
Og maturinn stóðst allar væntingar. Man bara ekki alveg hvað við fengum, en með voru þær bestu kartöflur sem ég hef smakkað. Elli hafði ekið alla leiðina hingað, nú ætlaði Lech að taka við svo Elli gat fengið sér bjór.
Hér eru svo storkar í hreiðri. Þau voru mörg slík á leiðinni eftir að við komum inn í Pólland. Ég held að menn útbúi svona stæði fyrir fuglana til gera hreiðrin sín. Þetta eru glæsiskepnur.
Sólin er að setjast, og ekki langt í Warsaw.
Á ferð um þorpin.
Á himninum má sjá herskara af krákum ef vel er að gáð. Þær fara í flokkum upp í svefnstæðin sín þegar kvölda tekur. Þessir litlu blettir eru fuglarnir.
Komin heim í faðm fjölskyldunnar.
En ég segi bara takk fyrir mig. Næst mun ég segja dálítið frá Warsjá. Og sýna myndir hún er skemmtileg borg.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hefur aldeilis verið ferðalag í lagi. Takk fyrir ferðasögu í máli og myndum
Sigrún Jónsdóttir, 29.7.2009 kl. 14:46
Takk fyrir frábæra ferða sögu gaman að skoða myndirnar líka alveg frábært.
Kristín Katla Árnadóttir, 29.7.2009 kl. 18:19
Takk fyrir þennan hluta, hreinlega frábær ferð les ég.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.7.2009 kl. 20:49
Þakka ykkur fyrir mín er ánægjan. Já þetta var reyndarfrábær ferð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.7.2009 kl. 21:29
Ævinlega fróðlegt og gaman að kíkja hér inn...en ég er alltof sjaldan á ferð á blogginu....facebook-in er búin að ræna mér
Ég ætla að eyða verslunarmannahelginni vestur í Ísafjarðardjúpi og kíkja á Ísafjörðinn minn.
Hafðu það gott í fríinu Ásthildur mín
Solla Guðjóns, 29.7.2009 kl. 21:48
Takk Solla mín, varstu nokkuð búin að kíkja á myndina sem ég setti inn fyrir þig special hér einhversstaðar á undan?? Átti að koma þér á óvart.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2009 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.