27.7.2009 | 21:25
Síðustu dagar í Tallin. Dans og Sönghátíðin mikla.
Við byrjuðum daginn kl. 9 með morgunverði. Rútan kom kl. 10.30 og þá var farið á ólympíuleikvanginn þeirra. Þar vorum við í stúkusætum. Allir miðar voru uppseldir, svo við vorum heppin að fá miða og hvað þá stúkusæti.
Ólympíueldurinn var kveiktur og það ríkti mikil stemning.
Þetta var þvílíkt sjónarspil dansinn, ég var að hugsa þegar ég horfði yfir þennan risastóra fótboltavöll, að fólkið hlyti að vera eins og krækiber í helvíti, að dansa þarna niðri. Ég get bara lýst þessu í myndum, því mig skortir orð. Þau táknuðu sögu frá sjónum, og mynduðu m.a. Eistland og eyjarnar.
Eftir sýninguna urðum við að fara fljótt yfir sögu til að ná tónleikunum, sem voru annarsstaðar, í öðru ólympíuhúsi.Tallin statium. Það er sér hönnuð bygging og eru bara tvær til slíkar í himinum. Hin er held ég í Vilnius, ef ég hef tekið rétt eftir. Báðar eftir sama arkitekt.
En það var ekki hægt að flýta sér neitt, rútan komst ekki lönd eða strönd, því allstaðar var fullt af rútum. Loks fór Matis út og sagði eitthvað við umferðarverðina, og þeir rýmkuðu til fyrir okkur. Held að hann hafi sagt að við værum gestir frá Íslandi, og við þyrftum að komast leiðar okkar. Allavega komum vil ekki mikið of seint á hinn leikvanginn. En drottinn minn dýri þvílík mannmergð. Við höfðum líka keypt okkur stúkusæti þar, og sátum í hæfilegri fjarlægð frá sviðinu til að sjá og heyra vel. Það var líka rýmra um okkur í sætum sem þar voru en fyrir utan, þar sem fólkið þurfti að standa, eða sitja í grasinu. Þarna hefur verið ca 200 000 manns. Ég held að ég verði að láta myndirnar tala þar líka.
Fyrstir á svið á Song Celebration var lúðrasveit Wind Orhestras með 1700 spilurum. Þarna gat að hlýða á 24.700 manna kór, með hljómsveit Estonian National symphony og ýmsum stjórnendum, sem var vel fagnað. Í þessum kórum var fólk frá mörgum löndum, barnakórar, kvenkórar, karlakórar og blandaðir. Þau sungu svo öll saman síðustu lögin og var mikil stemning, fánum veifar og sumi klökknuðu, aðrir stóðu stoltir. Það var gríðarleg stemning á staðnum. Og tekið upp með fjórum myndavélum af estoniska sjónvarpinu. Þegar svo í lokin var sungin Þjóðsöngurinn My country is my love og það lag sem þeir elska mest og My homeland stóðu allir á fætur veifuðu fánum, sungu með og sumir grétu.
Yfirskriftin á þessum tónleikum var To Breath as one, o gþarna önduðu þúsundir í takt. Ég hugsa að þetta verði fyrir mér alveg einstök upplifun.
Smá upphitun.
Ólympíuleikvangurinn annar þeirra.
Dansarar streyma niður á leikvanginn. Stórkostlegt að horfa á.
Og það var hvert sæti skipað á vellinum eins og sjá má.
Hér hafa þau myndað Eistland og eyjarnar. Þetta er saga af hafinu. Saga Eistlands.
Er þetta ekki alveg magnað?
Allt dansandi fólk í sínum fallegu búningum.
Maður fer að hugsa hve langur tími hafi farið í æfingar og slíkt.
Því þetta er svo sannarlega sjónarspil.
En ég held nefnilega að það taki margar þjóðir þátt í dansinum, og það flækir málið svolítið.
Þetta hljóta allt að vera fagfólk í dansi.
Ég veit bara að það liggur alveg ofboðslega mikil vinna á bak við svona skipulagningu.
Og flott er það.
Sjór og skip.
Sjáið bara.
Slaufa í hárið.
Takk fyrir það.
Við reyndum að komast út áður en öll skriðan kæmi. Því þarna voru mörgþúsund manns.
Og svona rétt til að kæla sig niður eftir dýrðina, tilbúin í næstu, er ágætt að skoða arkitektúr. Hér sjást þessi tradisional Eistnesku hús sem voru mörg eyðilögð í stríðinu. Og svo glæsibyggingar sem byggðar hafa verið þar sem þau stóðu.
Sjást betur hér.
Við urðum að ganga drúgan spöl því rútan komst ekki að okkur. Enda mikill rútuskógur allt í kring.
Og þá er það posjón númer tvö. Ekki var færra um manninn hér í Statium.
Nánast hver þúfa full af fólki.
Hugsa að hér hafi ekki verið undir 200.000 manns. Jafnvel eins og allir íslendingar.
Svo þurfti að standa aðeins upp og fá sér að borða og kaupa bjór. En við vorum heppinn að hafa keypt okkur stúkusæti sem kostuðu 300 estonian money.
Hér sést hin hliðin á þessari glæsibyggingu.
Ég veit að þið getið ekki ímyndað ykkur að hlusta á fleiri þúsund radda kór, en þarna innundir þakinu er fólkið að syngja.
Og takk fyrir 24.700 manna kór.
Og áhorfendaskarinn.... Drottinn minn.
Symfónían eistneska.
Stjórnendur voru þarna í bláa kassanum, eins og krækiber í helvíti. Hugsið ykkur að stjórna svona og þetta var ekkert bara eitthvað út í loftið. Heldur söng fólkið hækkað og lækkað og jafnvel með kúnstþögnum í miðju lagi. Það var ótrúlega flott.
Ó já mín kæru, þessu er ekki hægt að lýsa í orðum. Hér dugar bara myndmálið.
En það voru ekki allir andagtugir heheheh... Palli var að nudda fæturna á elskunni sinni, hún var örugglega þreytt eftir allt labberíið.
Við reyndum að komast í burtu áður en allt var endanlega búið, til að komast út í rútuna.
Hápunktur kvöldsins, My Country is my love... og My homeland. We breath as one, og þetta var virkilega áhrifamikil stund.
Fólkið fór að týnast heim til sín glatt í sinni. Og hafði efni á því eftir svona glæsilega hátíð.
Innilega takk fyrir mig Eistland.
Og bílstjórinn okkar hann Arvi gaf okkur síðan margverðlaunaða rauðvínsflösku að skilnaði. Og þarna má sjá bjórinn sem við nutum í rútuferðum.
Við ókum síðan fram hjá hinu rússneska gettói, sem er þunglamalegt og ljótt.
Þeir eru samt sem áður að byggja sér flotta kirkju. Það er svoleiðis að trúin gengur alltaf fyrir bæði mat og gæðum manneskjunnar. Fyrst þarf kirkjan sitt svo mega hinir bjarga sér.
Hópmynd, þar sem þetta er síðasta kvöldið í Tallin. Á morgun förum við sitt í hvora áttina. Við til Warsaw með Lech og Elisabetu og þau hin til Íslands.
Fengum okkur að borða á hótelinu síðasta kvöldið. Og nutum rauðvínsins verðlaunaða.
En finnarnir dönsuðu áfram af mikilli gleði.
En á morgun liggur fyrir 1000 km leið til Warsaw. Kæru ferðafélagar kærar þakkir fyrir mig, þið voru virkilega skemmtilegur félagsskapur, Matís og fjölskylda takk fyrir okkur Ella, við virkilega nutum okkar þarna undir ykkar leiðsögn. Og allt var þér og þínu fólki til sóma. Eistland takk fyrir mig. Ég á örugglega eftir að koma þarna aftur.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þvílíkt ævintýri sem þessi ferð hefur veið ég er bara með öllu orðlaus og þarf nú töluvert til.
Jóhann Elíasson, 27.7.2009 kl. 21:36
Þetta hefur verið stórkostlegt, á ekki til orð. Er þetta Palli Lofts, sem er að nudda fætur? Takk fyrir mig.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2009 kl. 21:48
Jóhann minn, já þetta var virkilega upplifun fyrir mig, og mig langar að deila þessu með ykkur þessu ótrúlega ævintýri, og líka til að sýna því fólki virðingu mína sem lagði allt þetta á sig til að gleðja okkur.
Já Ásdís mín þetta er Palli Lofts sá prakkari. Þekkir þú hann, já auðvitað að nordan. Hann er að nudda fæturna á henni Sigrúnu Blessaðri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2009 kl. 21:55
Stórkostlegt. Trúi því að þetta hafi verið mögnuð upplifun. En varðandi arkitektúrinn þá kann ég betur við gömlu Eistnesku húsin en glerhöllina á bak við. Er meira fyrir nytsamleg hús en sýndarmennskubyggingar.
, 28.7.2009 kl. 09:52
Mikið er mér farið að hlakka til þegar tími gefst til að fara með þér í ferðalagið góða. Veit að ég mun njóta þess í botn þó að ég sitji bara við tölvuna
Knús í ferðakúluna
Kidda (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 10:15
Sæl Ásthildur.
Þetta hefði nú allveg farið framhjá okkur hinum, ef að þú hefðir ekki verið svona dugleg að mynda og segja frá.
Þetta er allveg magnað.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 10:24
Takk jöll, já þetta var sannarlega upplifun. Og áfram skal haldið, ef til vill í kvöld eða á morgun. Ég er með gesti frá Austurríki sem gista hjá mér þessa dagana, svo nú fæ ég austurrískan mat, því þau vilja endilega elda ofan í okkur. Nammi namm, segi frá því betur siðar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2009 kl. 10:57
Ótrúlegt ævintýri sem þið hafið upplifað þarna. Takk fyrir að deila þessu með okkur, virkilega gaman að sjá og heyra þetta allt saman
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 28.7.2009 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.