25.7.2009 | 16:38
Komin heim.
Jæja þá er maður komin heim í heiðarbæinn. Kom í gærkveldi og er ennþá dálítið ferðarykug. Fer að vinna að ferðasögunni fljótlega. Það gerðist svo mikið og skemmtilegt og mig langar svo mikið til að segja ykkur frá upplifun minni, þannig að vanda skal til alls. Get bara sagt að það var upplifun að hitta allt þetta dásamlega fólk sem bar okkur Ella á höndum sér frá Tallinn, niður til Warsaw, þaðan með rútu til Pforsheim, þar sem vinir okkar tóku á móti okkur og síðan til Belgrad að lokum Kaupmannahön. Allstaðar var hlýja og virðing. Allir vissu af "the crass" og fólkið hafði samúð með íslenskrfi þjóð, það varaði okkur við að ganga í ESB og greiða Icesave.
Alþýða þessara þjóða hafði ríka samúð með íslenskri þjóð eins og ég sagði, og varaði við því að verið væri að pretta okkur og fara illa með, með aðstoð fólks sem vissi betur.
Í þýskalandi sögðu þau okkur að það væri glapræði að fara inn í ESB, því það væri allt á hægri niðurleið að krassi alveg eins og hér. Þýskaland og þau hin væru bara stærri og tæki lengri tíma, en það væri greinilega hægt að sjá sömu merkin, þar sem bankarnir væru hættir að lána fyrirtækjum, lánuðu bara hver öðrum til að hífa upp bréfin sín. Þar voru allstaðar fyrirtæki að leggja upp laupana, og víða mátti sjá til leigu skilti, og heimamenn sögðu mér að hver verslunin á fætur annari legðist af, meira að segja yfir 100 ára gömul rótgróin fyrirtæki hættu eða færu á hausinn. Og stjórnvöld segja okkur ósatt, var sagt. Einn sagði ég er búin að taka alla mína peninga út úr bankanum mínum, nema þessar 20.000 evrur sem hann ábyrgist. Það er miklu betra að nota peningana í að byggja upp íbúðarhúsið eða í fjölskylduna, því bráðum fer þetta allt niður. Sama var upp á teningnum í Danmörku. Þið getið varla verið svo vitlaust að ætla að ganga inn í ESB, sagði vinur minn. Hér er allt að fara til fjandans. Maður fær ekki læknisaðstoð, því það er allt einkavætt og þeir ríku ganga fyrir öllu. Ég þurfti að fara með konuna mína til Íslands í aðgerð, því við komumst ekki að hér. Hér ganga líka allskonar ribbaldar lausir ruplandi og rænandi og ekkert hægt að ráða við neitt. Nei sagði hann, núna er stærsta rán sögunnar að gerast á Íslandi, vegna þess að þjófarnir sitja enn og ráða, öllu. Af hverju takið þið ekki á þessu og látið þjófana svara til saka? Af hverju lætur íslensk alþýða það viðgangast að útrásarliðið sé að leika sér um allan heiminn í snekkjum og listiskútum, hér er gert grín að þessu í fjölmiðlum sagði hann.
Ég átti enginn svör. En sem betur fer hef ég séð og lesið að íslensk alþýða er að vakna til lífsins loksins, en mikið andskoti tekur það langann tíma. Það þarf að hreinsa ærlega út, alla stjórnsýsluna eins og hún leggur sig og fá inn nýtt samfélag, eins og við vorum að biðja um í vetur. Út með spillingarliðið. Þjóðstjórn með sérfræðinga sem eru eins óháðir og hægt er sem fá það verkefni að vina skynsamlega að því að koma okkur út úr þessu, helst hjálparlaust.
Ég er komin á eftir þessi samtöl og álit fólks erlendis að við eigum að gera alþýðubyltingu.
Við látum ljúga að okkur og segja okkur allskona bull, eins og að ef við borgum ekki Icesave missum við allann trúverðugleika. Við höfum engann trúverðugleika hvort sem við borgum eða ekki, þannig er það bara, eina sem breytist er að við verðum þrælar um margra áratuga skeið og börnin okkar og barnabörnin.
Einn þjóðverji sagði við mig, þið eruð mesta von Evrópu, með því að neita að taka þátt í þessu dæmi, skila alþjóðagjaldeyrispeningunum og standa saman sem þjóð að því að reisa ykkur við, sýnið þið hinum þjóðunum að það er hægt. Því þeir eru allir skíthræddir. Þið hafið allt sem þið þurfið. Allar ykkar auðlindir og þið getið örugglega komist betur út úr þessu dæmi öllu ef þið standið á eigin fótum.
Einn íslendingur sagði mér að við værum búin að verðleggja okkur út af Bandaríkjamarkaði með fisksölu, vegna þess að við værum svo mikil flón að hækka alltaf verðið af því að við tryðum því sjálf að fiskurinn okkar væri besti fiskur í heimi. Hann sagði bandaríska húsmóðirinn hefur ákveðna upphæð sem hún ætlar að nota í mat, og þegar hún fer út í fiskbúð, þá kaupir hún frekar ódýra fiskinn en þann dýra. Væri ekki nær að ríkisstjórninn lækkaði álögur á útfluttan fisk svo fleiri gætu keypt hann og meiri peningur þannig komið inn. Sama er að gerast í Evrópu, það er kreppa og þá hugsar fólk fyrst um verðið en ekki gæðin.
Ég hef á tilfinningunni að við séum ekki að hugsa málin á réttan hátt, heldur erum við í svona heiðursæfingum, eins og í fornöld, þegar maður drap mann, sjálfum sér til heiðurs. Í stað þess að ganga í verkin eins og þau liggja fyrir, og skoða hvað við getum gert sjálfum okkur til bjargar, þá erum við móðursjúk yfir þvi hvað þessi eða hinn hugsar um okkur. Þetta er bara tjara. Við getum alveg bjargað okkur sjálf. Hættum að hlusta á þetta fólk sem æpir um að við verðum að borga til að halda andlitinu. Þau eru að forgangsraða vitlaust, og því ættum við að hlusta á aðrar raddir og skynsamari, sem segja okkur að við viljum frekar leggja á okkur meiri vinnu og auknar byrgðar í bili til að losa okkur undan sleiferíi og nauðung.
Þetta er fólkið sem verður að fara í hárgreiðslu einu sinni í viku af því að það getur ekki látið sjá sig með hárið druslulegt, jafnvel þó það hafi engan veginn efni á því. Og ég er að tala myndrænt.
Ég losnaði undan þessu Icesave kjaftæði í þrjár viku og ESB umræðunni sem betur fer, og sé núna í svolítilli fjarlægð að ég og þeir sem tala líkt og ég er fólkið sem hefur rétt fyrir sér. Það segja líka vinir mínir erlendir. Þess vegna ætla ég að leggja mína vigt á vogarskálarnar til að láta þá rödd heyrast hátt og vel að við eigum hvorki að ganga í ESB eða borga Icesave. Og hananú!!!
En ég ætla að setja inn nokkrar myndir svona sem upphitun.
Komin heim tilbúinn í slaginn með mínu fólki.
Við Elli erum ánægð með að vera komin heim.
ég heimsótti duglegu fallegu systur mína í Köge, nánar verður skýrt frá því síðar.
Líka þessu fallega brúðkaupi.
Hér erum við skátengdadóttir mín, en við náðum mjög vel saman.
Massei Fergusson.... nei made ein Yugoslavi, nánar sagt frá því síðar líka.
Reykjanes var síðasti viðkomustaðurinn áður en Ísafjörður, og þessi mynd var tekinn til að gleðja bloggvinkonu mína Sollu. Her er systir hennar og sonur sem elduðu þennan líka flotta fisk fyrir okkur í Reykjanesinu, þegar við ákváðum að koma þar við, fara í laugina og borða á heimleiðinni.
En sumsé hér er ég komin. Knús á ykkur öll.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 2022842
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aldeilis margt sem hefur drifið á daga ykkar. Það verður gaman að fylgjast með myndum og sögum. Velkomin heim og kær kveðja til þín og þinna
Ásdís Sigurðardóttir, 25.7.2009 kl. 16:54
Takk Ásdís mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.7.2009 kl. 16:56
Mikið er nú gott að sjá með þér lífsmark, var farin að óttast að mig hefði dreymt þig. Ég er búin að fara vestur og engin þú og reyndi að heimsækja pabba þinn en hann var ekki heima. En ég átti samt yndislega daga fyrir vestan í góða veðrinu, kom akkúrat heim áður en kólnaði. Verð bara að sjá þig síðar. Gott að vita að þið áttuð góða ferð, það skiptir mestu.

Dísa (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 17:50
Velkomin heim mín kæra. Mikið hef ég saknað þín á blogginu en sem betur horfir það til betri vegar.
Jóhann Elíasson, 25.7.2009 kl. 19:33
Velkomin heim mín kæra.
Laufey B Waage, 25.7.2009 kl. 19:34
Velkomin heim.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 19:50
Velkomin heim, það verður spennandi að heyra ferðasöguna
Ragnhildur Jónsdóttir, 25.7.2009 kl. 20:38
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2009 kl. 20:43
Elsku Ásthildur mín,vertu velkomin heim...þín var sárt saknað og heyra ekki neitt frá kúlu húsinu þínu....:O)
knús knús á þig fagra fagra ljúfa mín og á þína fallegu fjölskyldu..:O)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.7.2009 kl. 20:59
Velkomin heim! Skemmtileg og fræðandi hugleiðing/fróðleikur. Og ennþá skemmtilegri myndir.
Jens Guð, 25.7.2009 kl. 22:33
Velkomin heim Ásthildur mín.
Skemmtilegar myndir. Takk
Kristín Katla Árnadóttir, 26.7.2009 kl. 13:32
Pistillinn var eins og talað út úr mínu hjarta
En best er að þið eruð komin heim, vonandi úthvíld á líkama og sál. Er búin að sakna þín mikið
Verið innilega velkomin heim bæði tvö.
Knús í kærleikskúluna
Kidda (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 20:55
Takk öll mín kæru. Ég er loksins búin að setja inn fyrsta hlutann af ferðasögunni. Hún verður rosalega löng, ég hef frá svo miklu að segja. Og get ekki stytt málið eða myndirnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2009 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.