15.7.2009 | 16:47
Göngutúr umBelgrad.
Við erum komin heim á hótelið eftir þrigga stunda gönguferð um miðborgina í yfir 30 gráðu hita og sól.
En fyrst þetta. Vinir mínir hér í Évrópu héðan og þaðan segja við mig. þið eigið ekki að festa ykkur í neti Evrópusambandsins. Það er á öruggri leið lóðbeint niður eins og þið. En þið eruð farin á botnin Evrópa er á sömu leið en bara hægar.Þá fyrst eruð þið í vondum málum ef þið bindið ykkur samanvið Evrópu og farið aðra dýfu.
Þetta fólk segir við mig Alls ekki fara inn í Evrópusambandið, því þið hafið allt sem þið þurfið sem þjóð. Og þið eruð ef til vill eina þjóðin í heiminum sem getið verið algjörlega sjálfstæð. Þið getið ef til vill bjargað heiminum með því að byrja frá grunni og sýna alheiminum að það er virkilega hægt. Því allar stjórnir óttast einmitt hrunið og ljúga að almenningi að allt sé í lagi,alveg eins og ykkar ríkisstjórn gerði. Nema ykkar hrun er afstaðið okkar er rétt að byrja. Látið ekki plata ykkur inn í þessa vitleysu. Stjórnvöld sem segja ykkur að enginn önnur leið sé fær er annað hvort vitlaus eða hafa fengið borgað undir borðið til að selja ykkur fyrir fé.
Ég átti til dæmis einhverja smáaura í þýskum banka. Ég fékk bréf fráþeim í sumar um að af því að þeir hefðu sameinast öðrum banka myndi fyrirkomulag okkar breytast 1. ágúst þannig að frá þeim tíma myndu þeir krefja mig um 8.90 euro mánaðarlega fyrir að geyma peningana fyrir mig, nema það kæmi greiðsla um 1200 evrur mánaðarlega inn á reikninginn. Þar sem það var algjörlega óásættanlegt og ekki hægt. Tók ég peningana mína út og lokaði reikningnum. Ég ætla ekki að borga 100 evrur á ári til þeirra fyrir að geyma peningana mína og ávaxta þá sjálfum sér í hag.
En snúum okkur að Belgrad.
Ég þarf að kaupa mér föt fyrir giftinguna og fór inn í búð fyrir stórar stelpur til að leita að blússu, fékk þetta fína pils í mollinu í gær.
Við röltum niður í miðbæ hér erum við á veitingahúsi að skoða leiðina heim aftur. En hér er smá saga. Þarna komu inn spilarar þeir litu í kring um sig, byrjuðu svo að spila voða lágt, fólk við næsta borð gaf þeim auga, og einn karlinn dró upp þúsund dínara, ca 2000 ísl. spilararnir sáu þetta alveg um leið og voru þar með komnir að borðinu eins og dýr að leita að mat.Þeir byrjuðu svo að spila fyrir fólkið af miklum móð þegar karlinn setti peningin aftur í vasann. Loks tókst þeim að fá einn af körlunum til að syngja með, og þar með var björninn unninn, að lokum tókst þeim að fá bæði aurin frá þúsundkarlinum og líka svipað frá þeim sem byrjaði að syngja með. Þess vegna er þetta einskonar veiðisaga.
Hér eru þeir komnir á fullt að spila, bassi, harmonikka, klarinett og gítar.
Gott að fá sér ís þegar maður er svangur.
Á lýðveldistorginu.
Aþingishúsið sennilega ekkert Icesave vandamál hér. Bara reiði út í Nato og vestræna forystumenn.
Nú erum við komin niður á hótel og slökum á eftir heitan dag og mikið labb. Bið að heilsa héðan frá Belgrad.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sé að þú hefur það gott elskuleg. Njótið vel ég fer heim á morgun í ruglið
Ásdís Sigurðardóttir, 15.7.2009 kl. 20:19
Gaman að heyra frá ykkur ferðalöngunum
Ísinn stendur alltaf fyrir sínu. Ég hef samt hvergi fengið eins góðan ís eins og á Íslandi
Sniðugir "veiðimennirnir".
Ég held að við séum ekkert á leiðinni í Evrópubandalag.. stjórnvöld eru nú eins og svo oft áður að beita hræðsluáróðri til að reyna að blekkja fólkið. Held við þurfum frekar að einbeita okkur að okkur sjálfum og hvað við getum gert til að hysja upp um okkur aftur. Auðvitað er það hægt á endanum, en þá er best að gera það með eigin sjálfstæði..held ég allavega!
Haldið áfram að njóta ykkar. Knús knús
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 16.7.2009 kl. 00:00
Ó, Belgrad mikið vildi ég vera í þínum sporum Ásthildur og vera að spranga um götur Belgrad, og fara í leikhús, ég lék einmitt mína fyrstu leiksýningu á erlendri grund, í Narodno Pozoriste (leikhúsinu) í Belgrad, það var í einu orði sagt alveg magnað að leika fyrir troðfullan sal af fólki í þessu stórkostlega leikhúsi. Góða skemmtun og njóttu vel.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.7.2009 kl. 00:31
Gaman að heyra Lilja mín. Þaðer einmitt glæsilegt leikhús hér ekki svo langt frá, glæsileg bygging, ætla að skoða hvort þetta sé það hús.
Ég vona að þú hafir rétt fyrir þér Sigrún mín með að við förum ekki af stað í það feigðarflan sem Evrópusambandið er. Og ég vona að sem flestir geri sér grein fyrir hræðsluáróðrinum, allt gert til að plata almenning, hvar er þetta allt upp á borðinu! Knús á þig.
Ásdís mín góða ferð heim, varstu íDanmörku.
Bestu kveðjur héðan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2009 kl. 09:23
Sæl og blessuð
Það er greinilega gaman hjá ykkur.
Merkilegt það sem fólkið var að segja ykkur. Þetta þarf að koma fram hér á Íslandi.
Guð veri með ykkur
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.7.2009 kl. 22:23
Einmitt Rósa mín,þau eru alveg gapandi á stjórnvöldum og vilja meina að þau hafi verið keypt til fylgilags fyrir fé eða loforð um völd. Þannig gengur þetta fyrir sig hér segja þau, stjórnvöld láta kaupa sig, sama gamla sagan aftur og aftur. og mikið er ég reið yfir þessu, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur munu best geymd í gapastokknum og fíflin sem fagna þessu með. Þvílík lágkúra og hve lágt getum við lagst í hóreríi með Græðginni í ESB. Farið þið bölvuð esbsinnar sem vilji selja landið ykkar og gæðin láta taka okkur öll í rassgatíð, hve vitlaus getið þið eiginlega orðið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2009 kl. 16:02
Anna Ragna Alexandersdóttir, 18.7.2009 kl. 11:16
Gaman hjá ykkur, ég segi nei við evruna. Kær kveðja ljúfust
Kristín Katla Árnadóttir, 18.7.2009 kl. 12:12
Njóttu lífsins elsku Ásthildur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2009 kl. 13:38
Blessuð sanna STÓRKONA, vona nú að hitin yfirbugi þig ekki alveg svo Elli þinn þyrfti að halda á þér heim á hótel eftir einn "spássitúrinn", yrði ekkert grín fyrir hann! og ekki borða of mikin ís í hitanum, frekar fá sér vatn og ávexti eða eitthvað við hungrinu!
En frú Cesil, verð nú að skamma þig og fleiri hérna,þvert á móti er það hræðsluáróður í ykkur um ESB sem ómar auk þess sem algjörlega er ótímabært að vera með upphrópanir eða yfir höfuð neinar fullyrðingar um eitthvað sem kannski yrði kosið um í fyrsta lagi eftir þrjú ár!Svo er það pínulítið kjánalegt að fárast svona yfir þessu núna, þetta er búið að liggja fyrir frá því stjórnin var mynduð, að þessi umsókn yrði á dagskrá og þar er ég nú ekki hvað síst að tala um margan VG mannin bæði á þingi og utan, viðkomandi áttu þá bara ekkert að styðja stjórnina og ekki taka þátt í að styðja hana fyrst þeir voru svona á móti, hefði verið miklu heiðarlegra. En ítreka mín kæra, vissulega tímamót að umsókn var ávkeðin, en ekki nokkur maður veit hvort það leiðir til samnings og þótt það takist að semja, þá eigum þú og ég eftir að sjá innihald hans og gera upp við okkur ÞÁ hvort segja eigi já eða nei!Átt bara að njóta lífsins og þeirra forréttinda sem þú hefur greinilega enn fram yfir margan landan, að geta með þínum ektakalli flækst um hress og kát í útlandinu þó kreppa hafi ríkt um margra mánaða skeið! Og úffs, ert allt of orðljót hérna að ofan, hæfir ekki sómakærum frúm, þó auðvitað sé allt í lagi að vera hreinskilin í tjáningu skoðanna!átt bara að láta karlpunga eins og til dæmis vin hennar Rósu og bróður í guði, um slíkt ásamt fleiri hægrihægri D mönnum!
Væri annars alveg til í að skutlast með Lilju Guðrúnu til ykkar í Belgrad!
Og að lokum Cesil herskáa, þetta bankadæmi þitt hefur ekkert með ESB að gera, þú þarft og hefur ekki þurfað að fara frá Íslandi til að greiða gnótt króna í þjónustu- og umsýslugjöld vegna alls mögulegs.
Magnús Geir Guðmundsson, 18.7.2009 kl. 15:18
Takk elskuleg mín. Það er svo ljúft að heyra frá ykkur og fá kveðjur.
Magnús ertu að segja mér að staðan séþannig í Íslenskum bönkum að vextirnir séu um 1% og þeir taki síðan 1.600 krónur per mánuði bara fyrir að geyma peningana íbankanum af því að að það er ekki lagt inn mánaðarlega!Ég hef ekki orðið vör við það í þeim bönkum sem ég á peninga í en ekki mánaðarlega innlögn. Sem betur fer þá greiða þeir mér vexti fyrir að fá að ávaxta peningana mína í eigin þágu þarna heima. Og ég tek reyndar meira mark á vinum mínum þýskum sem áttu ekki orð yfir þessu, og hafa reyndar tekið allt sitt fé út úr sínum þýska banka sem var fram yfir þau 20.000 mörk sem bankinn ábyrgist. Þau segja hrunið er að gerast, og þá er best að eiga ekki peninga í evrópskum bönkum því þeir eru allir á nákvæmlega sama ferli og á Íslandi hvað sem þeir segja, það er allt sem bendir til þess. Þess vegna segja vinir mínir EKKI FARA INN Í ESB, ÞVÍ ESB ER Á HRAÐRI NIÐURLEIÐ Í ÍSLENSKT KRASS....Þannig er nú það. Knús á ykkur öll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2009 kl. 16:14
oooo... gaman að sjá ykkur slaka aðeins á :)
Úlfurinn er samur við sig nokkur prakkarastrik en bara yndislegur samt:) ég dressaði hann upp fyrir rvk ferðina (átti slatta af of stórum fötum fyrir strákana sem verða sennilega out þegar þeir komast á aldur)þannig að nú er hann rosa moli.
Annars hlökkum við til að fá ykkur heim luv u :) kveðja af bakkaveginum
Matthildur Tengdadóttir (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.