24.6.2009 | 15:45
Hitt og þetta.
Ég er að undirbúa brottför til útlanda. Það þarf að huga að ýmsu, pakka niður fyrir stelpurnar mínar, þar sem þær fara til pabba síns. Og mamman kemur svo fljótlega þannig að litla fjölskyldan sameinast. Það er alltaf spurning um hvað eigi að hafa með og það þarf að ferðast létt. Því við byrjum á Eistlandi, fljúgum til Helsinki og tökum ferju til Estonia, hrollur... eða þannig, man eftir ferjuslysinu, ætti ég að taka með mér kork og kút? Verð þar í viku eða svo, og þegar félagar mínir halda heim, förum við Elli á flakkið niður Evrópu ekkert plan reyndar, nema að koma við í Svartaskógi hjá vinum okkar. Það verða sennilega lestarferðir. Frá Phorsheim förum við svo til Belgrad í giftingu, við eigum svo flug þaðan til Köpen 23 júlí og þaðan heim sama dag. Þá er spurningin hvernig er best að pakka niður.
Svona þvælingur krefst þess að maður sé við öllu búin, en samt ekki mikill farangur. Ég veit ekki einu sinni hvort ég hlakka til eða ekki. En við höfum gaman af að fara svona út í óvissuna, stefna bara þangað sem nefið segir manni, og ekkert undirbúið. Ég ætla samt örugglega að segja ykkur frá, og leyfa ykkur að fylgjast með. Það verða því engar Ísafjarðarmyndir eftir 27. júní. Þið elskulegir fylgjendur fjallanna.
Veðrið er svona þessa dagana það rignir að vísu öðru hvoru og mætti vera hlýrra.
En mér er að takast að setja niður öll sumarblómin í bænum áður en ég fer, þá er þungu fargi af mér létt. Og fólks... hjá mér núna eru stjúpurnar tvær fyrir eina. Þessar flottu stjúpur á 50 kall.
Já þetta líkar mér vel og er reyndar óvenjulegt í júní, því það rignir venjulega ekkert í júní, júlí og ágúst, og reyndar er september oft hlýr og bjartur.
Ásthildur les blöðin og afi borðar hehehehe
Sólin mín svo flott eins og alltaf.
Skottið búin að líma á sig merkimiða frá Harrý Potter.
Hún er svo sannarlega að breytast úr ungabarni í krakka sem vill láta taka sig alvarlega.
Gaman að leika við stóra frænda.
Priority kortin afa og ömmu, þessi sem eru útrunninn, það má rífast um þau eins og hvað annað
Pabbi hans gaf honum græjur og sá er aldeilis glaður.
Það er ég reyndar líka, veit samt ekki hvort mig hlakkar til eða ekki. En það er svo margt sem þarf að gera áður en ég fer. En þetta er bara allt að koma. Eigið góðan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða ferð í fríið.
. Fór fyrir 15 árum með ferju frá Helsinki til Talinn og er ódauð enn. Hef trú á að þú eigir líka góða að hinumegin sem passa þig.
Dísa (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 18:00
Ég heimsæki þig þá varla þetta sumarið nema kannski við stefnum á seinnipart sumarsins ... sjáum til
Þetta hljómar eins og þvílíkt spennandi ævintýraferð hjá ykkur, ég hlakka til að heyra og sjá myndir
Þú mátt vera viss um það að þig vantar eitthvað með í ferðina sem verður eftir heima og eitthvað fer með sem þú hefur enga þörf fyrir hahaha er það ekki alltaf þannig?
Góða ferð og njótið vel
Ragnhildur Jónsdóttir, 24.6.2009 kl. 18:22
Ég ætla að fá þrjár stjúpur.....
Góða ferð og skemmtið ykkur vel
Hrönn Sigurðardóttir, 24.6.2009 kl. 18:23
Góða ferð og skemmtun.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.6.2009 kl. 20:25
Góða ferð og góða skemmtun. Njótið frísins
, 24.6.2009 kl. 21:44
Yndislega ævintýraferð ásthildur mín....góða ferð.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.6.2009 kl. 23:14
Góða ferð og hafið það sem allra best. Hvenær komið þið til baka? Ég stefni á að koma í heimsókn þegar fer að líða á sumarið, þess vegna vil ég endilega vita hvenær þið komið til baka.
Jóhann Elíasson, 25.6.2009 kl. 00:23
Góða ferð kæra Ásthildur, ég hlakka til að fylgjast með ferðinni þinni hér á blogginu.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 25.6.2009 kl. 09:55
Góða ferð og farðu varlega!
Gaman verður að sjá myndir úr ferðinni.
Hlédís, 25.6.2009 kl. 10:38
Það eiga allir rétt á sumarfríi og þú átt það svo sannarlega skilið mín kæra. Við jin bíðum vonandi pollróleg eftir því að þú komir heim og ferð með okkur í frí. Þín verður sárt saknað og myndanna þinna en við fyrirgefum að þú farir í frí.
Góða ferð og skemmtun mín kæra og þið bæði.
Knús í ferða kúluna
Kidda (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 11:21
Mæli með regnhlíf, ásamt vatns- og vindheldum jakka. Þá eru meiri líkur á góðu veðri, samkvæmt hjátrúnni minni.
Laufey B Waage, 25.6.2009 kl. 12:06
Góða ferð mín kæra. Njótið lífsins hjónakornin.
Laufey B Waage, 25.6.2009 kl. 12:07
Spennandi hjá ykkur að fara í svona óvissuferð. Þetta verður vonandi skemmtilegt ævintýri
Ég veit að þið takið með það sem er nauðsynlegast á svona ferðalagi; ferðagleðin. Njótið vel elskurnar 
Mér sýnist bara stefna í að það verði Ísafjarðarbloggvinahittingur í Kúlu síðla sumars
Er sjálf búin að áætla ferð vestur, en set hana ekki á dagskrá nema vita af Vestfjarðardrottningunni á heimaslóðum 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 25.6.2009 kl. 12:22
Góða ferð þetta verður spennandi hjá ykkur
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.6.2009 kl. 13:49
Goda ferd og goda skemmtun thettad er bara aevintyri hja ykkur.Hlakka til ad sja myndirnar.
Ásta Björk Solis, 25.6.2009 kl. 18:30
Góða ferð og góða skemmtun. Þetta hljómar þannig að þetta verði rosalega skemmtilegt ferðalag.
Helga Magnúsdóttir, 25.6.2009 kl. 19:03
Takk öll þið eruð yndæl.
Ég kem heim þann 24 júlí og verð heima til 13. ágúst, en þá fer ég í vikudvöl í Fljótavík á Hornströndum ásamt fjöldskyldunni minni, börnum og barnabörnum.
Mikið væri gaman að sjá ykkur sem flest í sumar elskurnar.
ég viðurkenni alveg að ég er orðin dauðþreytt á allri vinnunni og þrái að komast í frí aðeins, bara við tvö og njóta okkar. Okkur finnst báðum gaman að ferðast svona frjáls, ekki í hópferðum, þar sem allt er njörvað niður. Svona kynnist maður betur landi og þjóð, getur stoppað þar sem manni líkar vel og flýtt sér þaðan sem er leiðinlegt. Það er gaman að kynnast ólíkum þjóðarbrotum og upplifa manneskjur frá ólíkum menningarheimum. Með kærleikan að vopni er okkur allir vegir færir, því allstaðar er gott fólk og heiðarlegt. Frá hjarta til hjarta er mottó, með slatta af varkárni og eftirtekt það er einmitt það sem gildir.
En þið fáið söguna og myndir mín kæru.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2009 kl. 19:28
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.6.2009 kl. 22:20
Ásthildur stækkar og stækkar og mér finnst hún alltaf vera að líkjast Sólinni minni meira og meira! Góða ferð hjón og njótið lífsins
Hjördís P (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 22:22
Óska ykkur góðrar ferðar og njótið vel.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.6.2009 kl. 23:13
Knús Steinunn mín.
Hjördís já hún stækkar og stækkar þessi stelpa. Og að mörgu leyti er hún að líkjast stóru systur meira og meira.
Takk Ásdís mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2009 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.