Börn og fjöll.

Það rigndi af og til í dag, og svo var sól á milli.  Þetta er auðvitað ekta gróðrarveður og mikið var ég ánægð með regnið, það þarf að vökva sumarblómin sem verið er að setja niður.

IMG_9691

Allt hreint og ferskt.

IMG_9682

Tilbúin í leikskólann.

IMG_9683

Hérna eru skórnir þínir Hanna Sól. 

IMG_9686

Hér eru rúsínur notaðar í stað sykurs.

IMG_9688

Úlli Búlli bí fær knús.

IMG_9695

Og afi segir börnunum lygasögu.  Hann á það til LoL

IMG_9696

Það sést á svipnum á þeim stóru, Hanna Sól samt á báðum áttum, en sjáið svipinn á stóra stráknum okkar LoL

IMG_9699

Ásthildur pússlar, það finnst henni skemmtilegast af öllu.

IMG_9701

Næst skemmtilegast er að sulla.

IMG_9703

Svo er gott að borða líka.

IMG_9706

Hanna Sól er meira fyrir bókalestur.

IMG_9710

Og afi kom í heimsókn óvænt í dag, þeir komu saman hann og Júlli minn, þeir höfðu fengið þennan líka fína kola, og Júlli ætlaði að elda fyrir pabba.  Það var svo ákveðið að Júlli eldaði kolan hér í kúlunni og við borðuðum öll saman. Það var aldeilis óvænt veisla.

IMG_9718

Svo var litið við hjá skógarálfinum, þar sem hann á heima.

IMG_9720

Hanna Sól sýndi slönguna ógurlegu.

IMG_9721

Sem hún hefur tamið hehehe...

En það er alltaf sama tímaleysið hér á þessum bænum.  Ég bið þess að þið njótið kvöldsins og lífsins alls.  Knús á ykkur öll. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í kúlunni er hver dagur ævintýri og ef fólk VILL að það verði gaman hjá því VERÐUR gaman.  Góða nótt.

Jóhann Elíasson, 22.6.2009 kl. 22:27

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já góða nótt Jóhann minn og mikið rétt, þetta er alltaf og ævinlega spurnin um hugarfar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.6.2009 kl. 22:37

3 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 22:50

4 identicon

Börnin eiga gott að eiga afa og ömmu sem segja sögur, líka lygasögur ef þær eru nógu krassandi. Það er svo gaman að hlusta á sögurnar og alltaf situr eitthvað eftir sem nýtist síðar.

Dísa (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 08:28

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2009 kl. 14:48

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 23.6.2009 kl. 21:59

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Afi skemmtilegur að segja lygasögur  gaman að sjá svipbrigðin á börnunum. Ég mundi nú ekki vilja mæta þessari slöngu sem hún Hanna Sól hefur tamið svo vel  Knús í Kúlu

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 24.6.2009 kl. 09:18

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús og takk elskurnar.  Einmitt Sigrún mín, þessi slanga er ógurleg alveg  Ég held að hún verði með í jólasögu barnanna sem þau fá í jólagjöf frá ömmu næstu jól.  Það verður ævintýri sem verður ekki síður spennandi en Ævintýri Loðfílanna.  Þá mun amma týnast og krakkarnir þurfa að taka á öllu sínu til að bjarga henni.  En meira verður ekki gefið upp. 

Knús á þig elsku Katla mín.

Knús Jenný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2009 kl. 15:03

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Dísa já Elli er frægur meðal krakkana fyrir svona "skemmtisögur" sem hann spinnur upp. 

Knús Ragna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2009 kl. 15:13

10 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Vá þú ert ótrúlega skemmtileg amma. Spennandi ævintýrasögur

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 25.6.2009 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 2022938

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband