18.6.2009 | 16:37
When I´m sixtie five.
Elli minn á 65 ára afmæli í dag. Hann ætlar að bjóða El Salvadorsku vinum okkar í mat. Við höfum reyndar alltaf gert það frá upphafi á 17. júní þegar Isobel á afmæli.
Ég ætla að grilla lambakjöt og snöggsteikja hrefnukjöt. Það er á við besta nautakjöt að mínu mati. Það verður fróðlegt að vita hvernig fólkinu mínu smakkast það.
Afi fékk kórónu á höfuðið í morgun Hanna Sól lánaði honum sína.
Svo fékk hann risastóra bók í afmælisgjöf.
Ásthildur þurfti að hjálpa honum að bera.
Ásthildur vill svo byrja á að lesa bókina.
En afi er líka spenntur að skoða hana.
Innilega til hamingju með afmælið elsku Elli minn.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022939
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilega til hamingju með bóndann og megi guð og gæfan vera með ykkur. Ég væri sko til í að koma í hrefnuna til þín. Ég var með Amerískan kunningja minn í mat um helgina og léttgrillaði þá hrefnu, hann sagðist aldrei hafa fengið betra kjöt svo ætlaði ég að hafa grillaða hrefnu aftur í gær þá var hún uppseld á höfuðborgarsvæðinu og flestir sem ég talaði við áttu ekki von á henni aftur fyrr en eftir helgi. Ég er alveg kjaftbit því "öfgahvalverndarsinnar" segja að það borði þetta enginn.
Jóhann Elíasson, 18.6.2009 kl. 17:01
Til hamingju með karlinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2009 kl. 17:06
Innilega til hamingju með bóndann þinn
Ásdís Sigurðardóttir, 18.6.2009 kl. 17:10
Takk takk elskurnar.
Jóhann! Hrefnan er virkilega gómsæt snöggsteikt eða grilluð með heilmiklum steiktum lauk og rabbabarasultu nammi namm. Það þarf bara að kenna öfgasinnunum að éta hrefnuna og finna hve góður matur þetta er og heilbrigður. Ekki er fitunni fyrir að fara á þeirri skepnu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2009 kl. 17:19
Til hamingju með ektamakann. Þetta er svakalega sætur karl sem þú átt.
Helga Magnúsdóttir, 18.6.2009 kl. 17:24
Innilegar hamingjuóskir með karlinn
njótið hrefnunnar vel 
Ragnhildur Jónsdóttir, 18.6.2009 kl. 19:30
Til hamingju með bóndann. Hann lítur alveg ljómandi vel út, strákurinn þinn, sextíu og fimm!
Megið þið hafa það sem allra best, hjónakornin.
Kær kveðja
Auður M.
Auður M (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 19:47
Skilaðu kærri afmæliskveðju til Ella frá mér og kossi
, og til hamingju með hann. Njótið matarins og gestanna. 
Dísa (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 19:49
Til hamingju með daginn bæði tvö

Hrönn Sigurðardóttir, 18.6.2009 kl. 20:37
Til hamingju með hann ella... viltu knúsa hann pínu frá mér ?
Elín Helgadóttir, 18.6.2009 kl. 21:57
Gratjú með myndarmanninn..
Steingrímur Helgason, 18.6.2009 kl. 22:36
Til hamingju með hann Ella. Sendu honum afmælisknús frá mér
Ég vona að þið hafið notið ykkar vel


Sigrún Þorbjörnsdóttir, 18.6.2009 kl. 23:58
Til hamingju með bóndann Ásthildur mín
Sigrún Jónsdóttir, 19.6.2009 kl. 00:48
Til hamingju bæði tvö með daginn í gær
Knús í afmæliskúluna
Kidda (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 09:40
Til hamingju með hann Ella þinn
Reffilegur og flottur karl sem þú átt
Sendi góða kveðju í kúluna 
, 19.6.2009 kl. 10:10
Til hamingju með Ella þinn elsku Ásthildur mín og eigið góðan dag saman
Kveðjur frá okkur
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2009 kl. 11:43
Til hamingju með bóndann 'Asthildur mín. Kv til ykkar frá Noreg.
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 19.6.2009 kl. 17:29
Sæl og blessuð Ásthildur mín.
Síðbúnar afmæliskveðjur frá Vopnafirði þar sem snjóaði í fjöll í dag og í gær, brrrrrrrrrrrrrrrrr
Flottar myndir eins og venjulega hjá þér mín kæra.
Guð veri með ykkur
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.6.2009 kl. 20:02
Takk mín kæru fyrir góðar kveðjur til karlsins míns. Ég hef komið þeim til skila, og hann sendir knús á móti eins og hans er von og vísa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2009 kl. 21:27
Munur að fá kórónu. Þó hún sé að láni. En hrefnukjötsgrillingarnar mínar í fyrra urðu til þess að ég get ekki hugsað mér aftur. Segir lýsisbragð eitthvað? Átti að vera gæðabiti........ jukk.
Ævar Rafn Kjartansson, 19.6.2009 kl. 22:27
Ævar minn þú setur kjötið í mjólkurlög um tíma áður en þú grillar eða steikir, það tekur lýsisbragðið af.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.6.2009 kl. 00:44
Ég hef gert þetta. Dugar ekki þrátt fyrir sólarhring í mjólk. Man samt eftir að hafa gert það sama við hnýsukjöt sem var sælgæti. En hrefnukjöt hefur ekki verið að gera sig hingað til.
Ævar Rafn Kjartansson, 20.6.2009 kl. 01:04
Ókey misjafn smekkur eða hantering minn kæri. Það má bara steikja kjötið í þrjár mínútur á hvorri hlið og svo er hún góð með miklum lauk og rabbabarasultu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.6.2009 kl. 01:12
Ásthildur ég set hrefnukjötið ALDREIí mjólk en hinsvegar marinera ég það í kryddaðri ólívuolíu í c.a 4- 5 tíma, það gefur mjög gott bragð þegar ég grilla það er það í ÞUNNUM sneiðum og aðeins grillað í hálfa mínútu á hvorri hlið. Þetta er alveg SÆLGÆTI.
Jóhann Elíasson, 20.6.2009 kl. 08:05
Ég get nú sagt þér frú Cesil, að hrefnukjötið hefur frá barnæsku verið einn minn allramesti uppáhaldsmatur!
Magnús Geir Guðmundsson, 20.6.2009 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.