17.6.2009 | 21:07
Til hamingju með 17. júní.
Til hamingju með daginn Íslendingar. Þetta er þjóðhátíðardagurinn okkar og líka afmælisdagur tveggja vinkvenna minna hennar Birgit frá Þýskalandi og Isobel frá El Salvador. Til hamingju með daginn báðar tvær
En þessi dagur var bjartur og fagur, að vísu blés dálítið köldum vindi inn á milli, en svo braust sólin fram og það varð virkilega heitt og notalegt.
Himnagalleríið opið.
Lítil skotta komin á stjá.
Þessi listasmiðja er ókeypis fyrir alla sem nenna að lyfta augum til himins.
Broshýr náungi sennilega af tröllakyni.
Jamm himininn er endalaus uppspretta fegurðar.
Það er líka tjörnin mín.
Hér er litli garðyrkumaðurinn.
Og þetta unga fólk bankaði uppá, er hér á námskeiði um fiskveiði. Þau eru frá Kýpur, Finnlandi og Ísrael.
tjörnin blífur alltaf.
Og galleríið.
Nikurrósirnar blómstra.
en það er komin 17 júní og allir fara og gleðjast saman... eða flestir. Ég get ímyndað mér að útrásarliðið hafi ekki vogað sér að láta sjá sig neinstaðar á þessum degi. Og ég get ekki sagt að ég vorkenni þeim, en get vorkennt börnunum þeirra og barnabörnunum, því ekki eiga þau neina sök hér á. En hafa samt þurft að vera heima.
Og það var náttúrulega kandyfloss.... eða þannig.
Fjallkonan okkar á sínum stað. Reyndar hefði sennilega verið nær að hún klæddist fangabúningi miðað við aðstæður Með fangakúlu og röndóttri skyrtu og buxum. En þetta á sennilega betur við. Það er auðveldara bara að renna þessu öllu bak við hurð og undir teppi, en að nota þennan dag til að andskotast í stjórnvöldum og útrásarliði. Ég tel samt að við hefðum átt að storka þeim með því að hafa enginn hátíðarhöld heldur alsherjar baráttufundi um allt land og krefjast þess að þeir fari að huga að þjóðinni en ekki bara bönkum og peningapúkum. Það er ljóst að almenningur er að fá upp í kok.
Elvar Logi flottur eins og alltaf.
Og örugglega Morrinn. Krakkar úr vinnuskóla sem eru valdir til að vera í leikhópi sem skemmtir ísfiringum og ferðalöngum sumarlangt með allskonar uppákomum og dansi.
Komnar heim Hanna Sól með þessa líka flottu blöðru.
Blóm, barn og vatn óaðskiljanlegir hlutir.
ég skal mála allan heimin elsku mamma.
Og hér var bjalla á ferð, hún vakti gífurlegan áhuga Ásthildar, sem reyndar endaði með því að drepa hana úr ást. Ætlaði að klappa henni.
Og litla Evíta Cesil leit við svona aðeins.
Það er margt hægt að bralla þegar maður er bara tveggja ára og heimurinn risastór.
Þessi litil stubbur vildi ekki brosa fyrir ömmu, hann var greinilega svangur og vildi sitt og engar refjar.
Og hér er komin kisa.
Sjáðu kisu Evíta Cesil?
Auðvitað þarf að grilla á svona góðum degi.
Hanna Sól og blaðran góða af Aríel, hún fór svo í rúmið með Hönnu Sól, ég breiddi yfir þær báðar áðan. Amma hún fer ekkert ef þú breiðir ofan á hana.
Þetta eru einu Ásthildar Cesil sem til eru í heiminum í dag Sko!!!
Borra mati... mín vill mat sinn og engar refjar.
Jamm það er stífað úr hnefa lambakjötið.
Og hér eru tvær kisur önnur á afa og ömmu í næsta húsi.
Mallakútur alveg fullur...
Og þá er að blása í blöðru.
Eða þannig sko!!!
Latex eða Aríel... skiptir ekki máli, nema að maður sé útrásarvíkingur.
En eigið gott kvöld framundar mín kæru.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2022941
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk elskan fyrir endalausar góðar myndir sem ylja manni um hjartaræturnar.
Kærleik til ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.6.2009 kl. 22:16
Litla skottan er að verða svo fullorðinsleg
Hrönn Sigurðardóttir, 17.6.2009 kl. 23:14
Takk fyrir mig, yndislegt að koma hér við. Knús í kúluhús
Sigrún Jónsdóttir, 17.6.2009 kl. 23:39
Takk fyrir enn & aftur.
Steingrímur Helgason, 18.6.2009 kl. 00:01
Takk takk góða kona - notaleg heimsókn til þín að venju.
, 18.6.2009 kl. 01:26
Takk fyrir að fá að taka þátt í deginum með ykkur.

Dísa (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 07:36
Þið eruð svo yndæl öll saman.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2009 kl. 08:29
Æðisleg myndin af frænkunum í grasinu, einstaklega krúttleg
Ég held ég hafi séð í fyrsta sinn mun á Ásthildi og Eydísi, Eydís mundi ekki klappa bjöllu, allavega ekki miðað við hvað hún er hrædd við flugur. Þórdís mundi aftur á móti gera það og hún svaf með höfrungablöðruna sína undir sænginni sinni 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 18.6.2009 kl. 08:55
Yndislegt að vanda takk fyrir mig
Ásdís Sigurðardóttir, 18.6.2009 kl. 13:49
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2009 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.