15.6.2009 | 21:45
Skemmtiferðaskip, karlakór og leikur.
Vona að þið haldið ekki að ég sé dauð eða eitthvað hehehe.... ég er bara gjörsamlega búin á kvöldin þegar ég kem heim. Þetta verður svona fram í næstu viku. Ég er líka búin að lofa mér að halda fyrirlestur á Kærleiksdögum á Núpi á næstu helgi um plönturnar íslensku sem flestir kalla illgresi en eru hinar mestu gæða plöntur og góðar fyrir líkamann.
En ég á mín móment svona inn á milli.
Kvöldið er fagurt. Þar sem svo margir brottfluttir ísfirðingar heimsækja mig, eftir því sem ég heyri, þá verða þeir að upplifa kvöldkyrrðina og kvöldsólina.
Rétt eins og fallegu dagsbirtuna og sólina sem skín núna endalaust hjá okkur.
Vissuð þið að lítil börn svona fimm ára geta fengið líkþorn? Það datt mér aldrei í hug, fyrr en Hanna Sólin mín fékk slíkt, þau afi eru með sitt hvort, og eru með meðal sem þau bera á sig og svo þarf að raspa og raspa. Og litla skottið fylgist auðvitað með af athygli.
Hún er líka til í að hjálpa afa að slá.
Þau eru ansi mörg skemmtiferðaskipin sem heimsækja okkur þessa dagana. Þetta siglir með ameríkana, sem eyða meira en bretar og þjóðverjar Eru skemmtilegir og þakklátir, það eru reyndar flestir. Og rúturnar fara fram hjá húsinu mínu og stoppa smástund meðan allir fara út í glugga og skoða, þá er eins gott að vera ekki fáklæddur með rauðvínsglas eða bjór fyrir utan.
Perlan mín enn og aftur.
Júlli minn búin að stilla upp fiskunum sínum á torginu. Þetta er sko fiskmarkaður.
Flottir ekki satt?
Þessi er spes fyrir Laufey mína. Þetta eru börnin hennar, og vel við hæfi að mynda þau einmitt hér, því Laufey á sinn þátt í að Júlli minn uppgötvaðist sem listamaður Laufey mikið er hún Berglind lík þér, þetta fallega bros og innileiki sem er svo gott að finna.
'Þetta er sérísfirsk hönnun, söluhús á hjólum, sem er rennt þangað sem fjörið er. fallegt líka.
Við fáum stundum svona frið og stund milli stríða, þá er notalegt að fara upp á lóð og slaka á. Picnic. Og allt sem skiptir máli þarf að vera með náttúrulega
Hanna Sólin í ömmuskógi með köngul.
Hmm gott að setjast.
Og enn og aftur þarf að raspa. Sú stutta nýtur þess að láta afa stússast kring um sig.
Skipin sum hver eru ótrúlega stór í þessu umhverfi, húsin eins og kubbar í samanburði.
Himnagalleríið auðvitað opið, það er alltaf opið, bara mismundandi áhugaverðar sýningar.
en svo má náttúrulega búa til eitthvað allt annað úr listaverkinu, eins og þetta til dæmis.
Farið í heimsókn til frænda, afi og amma ætluðu að skemmta sér svolítið með karlakórnum Erni, það var konsert og síðan grillað saman. Hér kom karlakór í heimsókn frá Akranesi minnir mig eða Borgarnesi.
Já það þarf að tékka á ýmsu áður en maður stígur inn í bíl.
Og þarna siglir einhver út ofurlítill duggann heheheheh.
Matta mín og töffarinn Símon Dagur.
en það var grillað. Andrés, Bjarni Jóhanns, Þorsteinn yfirlæknir og Helga í botni eru drifskrúfur miklar, ásamt öllum hinum.
Hér er kórstjórinn Beata Jo, í góðum félagsskap.
Gestirnir tóku auðvitað lagið.
Sigga Lúlla þú ert bara flottust.
Er þetta ekki Íja, spurði snaggaralegur maður. Jú sagði ég. Ég er Dóri frá Þorvaldsstöðum sagði hann þá. Og mikið rétt, ég passaði þennan dreng þegar hann var bara tveggja ára. Var í kaupavinnu þar og gætti hans meðan þau fóru vestur að Keldum. Við tvö gistum aftur á móti í Fljótstungu og ég óð með krílið yfir ána til að fara og mjólka beljurnar, var raunar myrkfælinn því það var tekið að dimma nóttinn og ég þurfti að kveikja á luktum til að sjá beljurnar. Þá þótti mér betra að hafa litla skottið með mér. en svona er lífið ekki satt?
ég á dálítið í þessari stelpu líka, þetta er prakkarinn Dagný Þrastardóttir, og ég og mamma hennar eru long time vinir. Hér er hún að taka í nefið, allt í gamni að sjálfsögðu
Að öllum öðrum ólöstuðum held ég að þessi fimm séu helstu drifkraftar karlakórsins Ernis. Þó eru þar aðrir sem láta sitt ekki eftir liggja. við höfum átt góðar stundir saman og farið saman nokkrar utanlandsferðir m.a. til Færeyja, Póllands og Ungverjalands. Þeir hafa svo líka ferðast innanlands, og þetta er skemmtilegur hópur.
Og auðvitað söng karlakórinn Ernir til heiðurs gestum sínum, veifa túttum vilta Rósa
Perlan okkar Guðrún Jónsdóttir óperusöngkona og fyrst og frems sólargeisli og manneskja.
er ég ætti að dæma hvor þeirra væri meiri háðfugl og prakkari veit ég ekki hvorn ég veldi. Mugipapa og Stefán eru mestu háðfuglar og brandarakarlar.
Og við eigum líka kóng. þessi heitir Kristján Tíundi og er konungur karlakórsins. Hann ber nafn með rentu, þar sem hann er tíundi sonur.
Feðgar. Veit ekki hvorum líður betur með að liggja svona saman. En notalegt er það.
en hjá Inga frænda er ævintýraheimur, og þar er trampolín.
Og það er rosalega gaman.
Notið í botn.
Þetta eru ef til vill álfar hehehehe...
Svo er hægt að róla.
Já Ingi frændi er spes.
En nú er þetta komið nóg. Innilega takk fyrir innlitið og fyrirgefið hvað ég er fjarlæg þessa dagana. Það er bara svo fjandi mikið að gera hjá mér. En knús á ykkur öll og takk fyrir mig.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þér er sannarlega fyrirgefið Ásthildur mín
Bara hreint yndislegar myndir og lífið fagurt þarna hjá ykkur fyrir vestan 
, 15.6.2009 kl. 22:22
Yndislegt að skoða lífið hjá þér á alla kanta er allataf þarna fyrir vestan í huganum
KV. Erla Svanbergsd.
Erla Svanbergs (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 00:09
Takk Dagný mín.
Erla mín mikið er gaman að heyra frá þér. Er ekki komin tími til að skreppa í heimsókn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2009 kl. 09:28
Dásamlegt enn og aftur.Takk fyrir þetta kærleikskona.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 10:03
Yndislegar myndir og þið hafið sumarið. Hér rignir og blæs. Dæs.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2009 kl. 11:44
Ásdís Sigurðardóttir, 16.6.2009 kl. 12:01
Góðan daginn
Rakst óvænt inn á þessa síðu, og varð mjög hissa og glöð. Ég þekki þig reyndar ekki (eða svotil ekkert) Ásthildur, en litlu gullmolana þína kannast ég vel við. Þarna eru á ferð litlu sætu frænkur mínar og sérstakar vinkonur sonar míns. Ég og Bjarki erum systkina börn, og alin upp sitthvorum megin við götuna góðu á Hellu. Mikið ósköp þykir mér gaman að sjá þessar myndir af systrunum þar sem ég sé þær nú sjaldan, síðast held ég um páskana þegar þær komu og buðu syni mínum með sér í sund :)
Mun örugglega kíkja oftar inn á þessa síðu í framtíðinni, ekki skemmir svo að sjá líka mynd af kollega mínum (Berglindi Hálfdánar) svona í kaupbætir ;)
kveðja á Ísó
frá Grétu Rún og Oddi Inga
Gréta Rún Árnadóttir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 14:24
Yndislegt, ljúft, fallegt og skemmtilegt...Takk fyrir mig
Sigrún Jónsdóttir, 16.6.2009 kl. 15:26
Góðar myndir eins og alltaf. Kórferðin hefur örugglega verið meiriháttar, ýmsir þar sem gaman var að sjá. Og líka gaman að sjá kveðju frá Erlu
Dísa (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 16:32
Alltaf er jafngaman að koma hérna við
Knús í gleðikúluna
Kidda (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 19:48
Knús á móti Kidda mín.
Dísa mín já það var virkilega gaman að sjá kveðjuna frá Erlu.
Takk Sigrún mín.
Virkilega gaman að heyra Gréta mín. Og takk fyrir að láta vita af þér með þessari ljúfu kveðju. Þú færð örugglega að hitta dömurnar fljótlega eða um mánaðarmótin, því þá fer ég utan og mamma þeirra kemur heim. Þá verða fagnaðarfundir hjá litlu fjölskyldunni.
Knús Ásdís mín.
Veistu Jenný mín að ég vil óska þess að það rigni, svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af blómunum sem við erum að setja niður. Það er allt orðið svo þurrt.
Takk innilega Ragna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2009 kl. 23:23
Takk elsku Ía mín fyrir fallegu myndina af stóru börnunum mínum. - Og enn frekar; takk fyrir fallega myndatextann.
Júlli er frábær listamaður og yndisleg manneskja með einstaklega góða nærveru.
Laufey B Waage, 20.6.2009 kl. 21:56
Knús Laufey mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.6.2009 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.