Listaháskóli unga fólksins og ýmislegt.

Það er sól og bæði í gær og í dag er bærinn fullur af túristum, þar sem hingað kom stórt skip í gær með farþega upp á nær 2000 farþega.  Þetta voru bretar, maður sá þá í Samkaupum að skoða osta og annan íslenskan varnað, meira að segja sá ég konu með niðursneidda melónu í plasti.  Og ég hugsaði nú er allt svo ódýrt á Íslandi. 

Í dag er svo annað skip fullt af ameríkönum, og þeir versla enná meira.

IMG_9341

Þetta er mynd frá því í gær, það létti til upp úr hádegi og hlýnaði verulega.  Það er ennþá gott og hlýtt veður.

IMG_9345

Það var síðasti dagur hjá Úlfi í listaháskóla unga fólksins, og þau héldu konsert utan við skólann, með hljóðfærum sem þau höfðu sjálf gert úr ýmsum hlutum.

Námskeiðið samanstóð af eftirfarandi:

Látbragð og leikhústrúður.

Myndasögugerð

Orð eru sprengjur og setningar sverð

Stafræn ljósmyndun

Tónlistasköpun. 

Námskeiðið stóð í viku og hafði drengurinn mjög gaman af þessu.

IMG_9351

Þau spiluðu frumsamið lag og það var mjög skemmtilegt.  og vel spilað á öll þessi skemmtilegu hljóðfæri.

IMG_9353

Foreldrunum var svo boðið á sýningu.  Það voru stoltir foreldrar sem gengu um og skoðuðu það sem börnin höfðu gert þessa vikuna.

IMG_9355

Marsibil kenndi myndasögugerð.

Ágúst Atlason kenndi þeim að vinna ljósmyndir í tölvutæku formi og þær voru sýndar á skjá, þar voru margar mjög skemmtilegar listrænar myndir eftir krakkana.

IMG_9358

Hápukturinn var svo auðvitað afhending skírteinis og gjöf frá skólanum.  Þau fengu bókina Tvískinna eftir Davíð A. Stefánsson sem kenndi þeim notkun málsins.  Orð eru sprengjur, setningar sverð.

IMG_9359

Þessar skottur höfðu samt meiri áhuga fyrif svölunum og hvernig hægt var að horfa niður gegnum gólfið á þeim.

IMG_9364

Þau voru stolt og ánægð að taka við viðurkenningum.

IMG_9365

Hér tekur Sóley Ebba við sinni viðurkenningu.

IMG_9368

Og Úlfurinn.

IMG_9372

Hér er svo hópmynd af þeim. Til hamingju krakkar mínir.

IMG_9375

En afi og skotturnar fengu sér ís í góða veðrinu.

Skemmtiferðaskipið liggur við höfnina eins og risahús.

IMG_9342

Sést betur hér.

IMG_9340

eigið góðan dag elskurnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með börnin og takk fyrir myndirnar, það er alltaf jafn kært að skoða þær.
Kærleik til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2009 kl. 17:34

2 identicon

Skemmtilegar myndir eins og vanalega hjá þér. Það hlýtur að hafa verið gaman hjá krökkunum að fá innsýn í svona margar listgreinar. Ég átti að skila kveðju til Hönnu Sólar frá Aldísi Lóu sem hefur verið þrjár annir í ballet og sagði að dansinn hennar væri rosalega flottur  og að hún ætti sko að fá sýningu. Henni leist vel á að sjá  jafnöldru með sama áhugamál.

Ég er öll að skríða saman og hressast

Dísa (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 20:50

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2009 kl. 21:33

4 Smámynd:

Gaman hjá krökkunum og sniðugt námskeið. Kveðjur til ykkar

, 13.6.2009 kl. 22:04

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Yndislegar myndir!  En dásamlegt að sjá einbeitinguna hjá börnunum þegar þau eru að spila.  Mikið held ég að þetta hafi verið gaman.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.6.2009 kl. 22:40

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Ásthildur mín.

Gaman af myndunum þínum. Til hamingju með Úlfinn þinn.

Gaman að sjá stelpurnar með blómakransana. Skotturnar þínar sennilega undrandi að sjá út um svona glugga.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.6.2009 kl. 00:00

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Vá hvað hefur verið gaman á þessu námskeiði!  Svo er nú alveg yndislegt að hafa svona fallegt veður með

Ragnhildur Jónsdóttir, 14.6.2009 kl. 17:56

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hamingjuóskir og gleðikveðjur til ykkar allra

Ásdís Sigurðardóttir, 15.6.2009 kl. 13:21

9 identicon

Mikið hefði nú verið gaman ef það hefðu verið einhver námskeið í boði þegar við vorum að alast upp hálf öfunda krakka í dag sem komast á alls konar námskeið á sumrin.

Knús í sælukúluna

Kidda (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 16:24

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segðu Kidda mín, við höfðum bara náttúruna og allt sem þar var að vinna.  Unnum svo úr því á okkar eigin hátt ekki satt.  Knús á ykkur öll og takk fyrir innlitið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2009 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2022942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband