11.6.2009 | 17:10
Dans Ófelíu, sjómennska og daglegt veður.
Dagarnir æða áfram bókstaflega.
Veðrið er ágætt, en mætti vera hlýrra.
Það er sama dagskipunin hér á bænum, vakna borða fara í skólann vinna og koma heim fá sér í gogginn, svo í sturtu og lesa og syngja smá og svo sofa aftur.
Það þarf stundum að flýta sér smá á morgnana, en það er allt í lagi, eins og Hanna Sól myndi segja.
Og Hanna Sól hefur eignast alvöru vinkonu sem býr í næst næsta húsi. Þær eru glaðar saman og heimsækja hvor aðra. Hanna Sól getur meira að segja farið alveg sjálf og bankað upp á hjá henni Snæfríði vinkonu sinni. En hér er verið að horfa á barnaefnið í sjónvarpinu.
Og það er komið kvöld. Sólin rétt nær að senda sína síðustu geisla inn á flugvöll áður en hún fer að sofa.
Hér kemur dans Ófelíu.
Hanna Sól í aðalhlutverkinu.
Ég held að hún verði góður dansari þessi stúlka.
Ófelía hvílir sig undir átökin framundan.
Og svo listrænt Adjö!
Á sjó.
En Hafskip siglir um höfin blá fullhlaðið gámum.
Og svei mér þá ef það er ekki nýtt þorskastríð í uppsiglingu.
Bátarnir eru allavega að fiska vel.
Og sjómenn fagna.
Þeirra er framtíðin í hinu Nýja Íslandi frelsisins.
enda vinna menn hörðum höndum við að koma silfri hafsins í land og til vinnslu til að kaupa gjaldeyririnn sem við þörfnumst svo mjög. Þannig og eingöngu þannig snýst gæfan okkur í hag, að nýta það sem við höfum, en ekki hlaupa eins og hérar undir pilsfald Evrópudrottingarfólkins og drottnaranna.
Íslands stolta þjóð á betra skilið.
Reyndar eru þessar myndir teknar við pollinn á Flateyri, við Einars bryggju, sem væntanlega heitir eftir kempunni góðu Einari Oddi. En þessi skemmtilegu skip eru smíðuð af ýmsum aðiljum hér fyrir vestan, og eru allt listasmíð. Og ég verð að segja algjörlega frábær hugmynd, við erum nefnilega svo frjó í hugsun og sjálfbjarga, búandi hér á orkusvæðinu Vestfjörðum.
Það breytir þó ekki því sem ég sagði áðan um dugnað sjómannanna okkar og björgina sem þeir munu veita okkur.
Eigið góðan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2022942
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eigðu líka góðan dag, Ásthildur mín. Annars virðast allir dagar frábærir í kúlunni.
Helga Magnúsdóttir, 11.6.2009 kl. 17:48
Flottar tátur & flottir bátar...
Þú viðheldur í okkur zumum Lángwerzdferðíngnum...
Steingrímur Helgason, 11.6.2009 kl. 20:22
Takk Helga mín, já hér ríkir yfirleitt mikil gleði og friður.
Veistu Steingrímur minn, að svei mér þá, þá er það nú einmitt markmiðið hjá mér. Að láta ykkur ekki gleyma Vestfjörðum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2009 kl. 20:37
Hver gerir þessi flottu skipsmódel? Þarna sá ég ekki betur en "Gyllir" væri og svei mér þá þarna voru allir gilsar og stög til staðar, þessi módel eru listasmíð.
Jóhann Elíasson, 11.6.2009 kl. 20:48
Meiriháttar dans
, og bátarnir og skipin eru flott, líta mjög raunverulega út.
Dísa (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 20:50
Ófelía er fim og falleg. Bátarnir eru hrein listasmíð. Knús vestur
Ásdís Sigurðardóttir, 11.6.2009 kl. 21:09
Flottir bátar! Rosalega flottar ömmustelpur með vinkonu! Og flottasta Ófelía sem ég hef séð á mynd! Já, hún verður sko einhverntíma góður dansari þessi fallega bjarta stúlka.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.6.2009 kl. 00:41
Yndislegar stelpur


Hjördís Pétursdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 09:39
Vestfirðir gleymast nú tæpast og örugglega ekki meðan þú ungmeyjan heldur uppi merki þeirra!
En talandi um hafsins hetjur, sem sækja björg í bú. menn eru víst ekki beint glaðir þarna hjá þér vegna Sjómannadagsins, engin aldin kempa heiðruð í þetta sinn! Varla er þó skortur á slíkum orðin í sjávarplássinu góða, nema allir séu fallnir frá eða nú þegar komnir í heiðursflokkinn?
Magnús Geir Guðmundsson, 12.6.2009 kl. 09:45
Varð á að hugsa, var hún í þyrlu við fyrstu myndina af skipunum
Knús í ömmukúlu
Kidda (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 10:35
Flott Ófelía :) Svona björt og falleg.
Hrönn Sigurðardóttir, 12.6.2009 kl. 11:07
snilld... þessi bátar !
Elín Helgadóttir, 12.6.2009 kl. 15:21
Þær eru nú frábærar þessar snúllur í kúlunni og ægifögur hún Ófelía
Þessir bátar eru alger snilld - sýndust sko alveg vera í alvörunni
Þakka fyrir góða færslu sem endranær og sendi knús í kúluhús 
, 12.6.2009 kl. 21:40
Hanna Sól er greinilega með dansgenin í lagi. Æðisleg dansmær
Skipin eru flott! Knús á þig elskuleg 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.6.2009 kl. 23:14
Jóhann ég held að það séu ýmsir sem smíða, en mestan þáttinn á Úlfar Önundarson á Flateyri, ég veit að Grétar félagi minn Arnbergsson Grétar á gröfunni smíðaði a.m.k. einn af þessum bátum. Gaman væri að fá upp fleiri nöfn.
Já Dísa mín þeir eru stórskemmtilegir bátarnir. Ég hitti einmitt fólk í gær sem hafði lesið bloggið og var að fara að skoða þá
Knús á þig líka Ásdís mín.
Lilja mín mikið er gaman að heyra þetta, þú hefur örugglega séð þær margar Ófelíurnar á þínum glæsilega ferli.
Takk Hjördís mín.
Magnús ég hafði ekki tekið eftir því, en við eigum nóg af hafsins hetjum til að heiðra. Fyrrnefndur Grétar Arnbergsson var reyndar heiðraður, þó hann væri ekki að flíka því við vinnufélaga sína
Hehe Kidda mín, já gettu hvort ég gæti setið í þyrlu eins og ekkert væri og tekið myndir

Takk Hrönn mín
Þeir eru flottir Elín mín.
Knús til baka Dagný mín.
Knús á þig líka elsku Sigrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2009 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.