7.6.2009 | 10:48
Til hamingju með daginn sjómenn og fjölskyldur!
Já til hamingju með þennan dag sem er tileinkaður ykkur hetjum hafsins sem sækja björg í bú. Þó lífið sé orðið bærilegra um borð í dag en það var fyrir nokkrum árum, þá eru ennþá nokkrar kempur sem ennþá eru á sjó og muna vel þá tíð.
En í gær var farið í siglingu hér á Ísafirði eins og svo mörgum öðrum stöðum.
Og bæjarbúar þyrpast niður á höfn til að fá að fara með.
Kunnugleg andlit úr kúlunni líka. Og auðvitað fóru afi og krakkarnir héðan líka.
Og það var haldið um borð í Júlíus Geirmundsson.
Vinkona mín Þórunn Matthíasdóttir tók myndirnar um borð, hún fór nefnilega með í siglingu.
Þarna var margt að skoða, furðufiskar sem þau hafa aldrei séð.
Hér er svo siglt út fjörðinn með fjölda af bæði ungum og eldri bæjarbúum.
En meðan á siglingunni stóð dansaði Evíta Cesil á eldhúsgólfinu heima hjá sér. Ég fór nefnilega til að hitta skírnarbarnið, en hann var þá sofandi. En pabbi hans ætlar að senda mér myndir af athöfninni.
Hér er svo Rauðhetta litla.
En dagurinn var líka notalegur í kúlunni.
Púslað og dundað.
Mátaðir skór og sona
Allir að dunda eitthvað og gera saman.
Give me five!
Flott.
Þegar vinir koma í heimsókn, þá fara þeir bara í sama farveginn og heimilisfólkið
Brandur er ekki í vandræðum með að fá sér að drekka.
En svo var gróðursetningartíminn.
Hér er lagt af stað upp á lóð að segja niður kartöflur og grænmeti.
Öll fjölskyldan er með.
Og þröstur þrastar fylgist vel með.
Hér er Hanna Sól búin að velja sér jarðaberjaplöntu en hún elskar jarðaber.
Hér eru settar niður kartöflur. Allir hjálpast að.
Svo er að velja grænmetið. Úlfur er þar aðalmaðurinn, því hann kann þetta allt.
Ásthildur er aftur á móti meira fyrir blómin.
Svo er að gróðursetja grænmetið.
Rabbabarinn er auðvitað orðin stór og fínn.
Júlli minn tók þessa mynd af krökkunum.
Þessa tók afi.
Og þessa. Dansandi krakkar bera við himin.
En Ásthildur gerir allt vel sem hún gerir, og gerir það af ástríðu.
Í góðra vina hópi. Guðjón Arnar og Þórunn hafa verið að fara um Vestfirði og vesturland með Gullkistuna blaðið okkar og heimsækja okkar fólk um landið. Það var virkilega vel heppnuð ferð og þau voru ánægð. Addi lítur líka vel út hvíldur og afslappaður.
Svo eldaði Úlfur þessa líka fínu mexócósku súpu, sem allir átu með bestu lyst.
Ekki var síðra að einmitt þegar við lukum við að borða, klíngdi í ísbílnum, og það var hægt að splæsa á sig ís.
Þórunn tók svo þessa mynd af okkur Hönnu Sól. Takk fyrir komuna Þórunn mín, það var virkilega gaman að hafa þig hér hjá okkur þó stoppið væri stutt.
Þessi hefði auðvitað átt að koma fyrst, því er er búin að hitta svo marga sem segja mér að þeir kíki hér við til að sjá veðrið og fjöllinn. Auðvitað eru hér brottfluttir ísfirðingar, þeir fá allir mínar bestu kveðjur og svo þið öll mín elskuleg sem komið hér reglulega og dveljið smátíma. Knús á ykkur öll og eigið góðan sjómannadag.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022943
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegan sjómannadag. Þetta var alltaf svo stór dagur þegar ég var lítil. Mér finnst þetta skemmtileg hefð sem er að myndast að fara með fólk í siglingu og lofa ekki síst börnunum að sjá hvernig er á sjó og að skoða fiskana og þau dýr sem veiðast. Mér fannst nú líka gaman að sjá hann Adda okkar hressan og kátan og að veðrið hefur verið yndislegt hjá ykkur í gær eins og okkur.

Dísa (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 11:13
Til hamingju með báða dagana, skírnardaginn og sjómannadaginn.
Knús í kúlu
Kidda (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 12:21
Takk fyrir þennan flotta skammt
og knús í Kúluhús
Sigrún Jónsdóttir, 7.6.2009 kl. 13:05
OOOOO enn einn flottur myndapistill
Þú ert sko snillingur í að fylla fólk gleði og bjartsýni
Bestu kveðjur vestur á Sjómannadaginn 
, 7.6.2009 kl. 13:25
Takk fyrir yndislegar myndir og til hamingju með daginn......:=)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.6.2009 kl. 16:13
Já, sömuleiðis til hamingju með daginn, Ásthildur Ísafjarðarsnót og mikli myndsmiður!
Hnýtti annars saman þessum hendingum í tilefni dagsins.
Hýddir af hafsins vendi,
hugrekki skortir þá eigi.
Kveðju Sjómönnum sendi,
á sólríkum hátíðisdegi!
Einkar hlýr og fagur hérna dagurinn norðan heiða.
Magnús Geir Guðmundsson, 7.6.2009 kl. 17:26
Gleðilegan sjómannadag og flottar myndir af venju.
Kristín Katla Árnadóttir, 7.6.2009 kl. 17:55
Gleðióskir á hátíðisdegi, þessi dagur var alltaf mikill hátíðisdagur á mínu bernskuheimili.
Til hamingju með skírnarbarnið, skemmtilegar myndir af stóru systir dansa, það er svo mikill karakter í dansinum, eins og hún sé að dansa Flemencodans.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.6.2009 kl. 23:54
Lilja mín hún heitir nú ekki Evíta fyrir ekki neitt

Knús til þín Katla mín.
Magnús alltaf flottur í vísnagerðinni og ljóðunum.
Knús á þig líka Linda mín
Gleður mig Dagný mín, ef ég get gefið eitthvað gott af mér
Knús á þig líka Sigrún mín.
Takk Kidda mín og knús á þig.
Veðrið var með besta móti yfir helgina og er ennþá. Það má samt hlýna meira Dísa mín. Já mér fannst bara létt yfir Adda. Þetta hefur verið erfiður tími sem nú er að baki í bili allavega. Verið að hnýta lausa enda og svoleiðis. En leiðindin eru sem betur fer að baki.
Ég hef víst ekki neinn tíma aflögu nú frekar en endranær á þessum tíma, svo ég segi bara knús á ykkur öll og eigið góðan dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2009 kl. 08:57
Sæl og blessuð Ásthildur mín
Nóg að gera hjá þér núna þegar þið eruð að útvega Ísfirðingum falleg sumarblóm og fleira.
Alltaf gaman af myndunum hjá þér og stelpurnar eru miklir orkuboltar. alltaf að finna uppá einhverju til að gera og það hlýtur að þurfa mikla orku til að fylgja þeim eftir.
Guð veri með ykkur öllum stóra fjölskylda.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.6.2009 kl. 10:11
Takk Rósa mín já það er alltaf nóg að gera og stundum eins og núna hræðilega mikið að gera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2009 kl. 12:27
Meira lúxuslífið sem börnin eiga í kúlunni. Það virðist aldrei dauður tími í eitt augnablik. Má ég ekki bara senda Úllann til þín?
Helga Magnúsdóttir, 8.6.2009 kl. 20:29
Sendu hann bara Helga mín. Hér er nóg pláss fyrir alla.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2009 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.