Nokkrar kúlumyndir.

Samviska mín er sótsvört í dag.  Að vísu afrekaði ég heilmikið vinnulega séð, en á móti missti ég af skírn næst yngsta barnsins míns hans Símons Dags.  Son frumburðar míns.  En ég ætla að fara á morgun og hitta hann og taka myndir jafnvel fá að klæða hann í skírnarfötin og taka myndir.  Það er bara svona, ég er ekki bara að neglekta ykkur mín kæru, heldur líka þá sem mér þykir vænst um, börnin mín og barnabörnin, og þá er spurningin er maður ekki bara að fara að taka hlutina í réttu ljósi. Alla vega er ég ósátt við sjálfa mig að mæta ekki á þeirri stundu, ekki hans vegna, heldur foreldranna, sem að væntu mín við þessa athöfn.  En sem betur fer þá er fjölskyldan mín umburðarlynd í meira lagi.  Og ég er þakkláta fyrir það.  Elsku Matta og Ingi þór innilega til hamingju með skírnina.  Og það munu koma myndir á morgun af litla Símoni Degi, sem ég er þess nokkur megnug, og vonandi tekst mér að fá foreldrana til að klæða hann í skírnarkjólinn, sem ég veit að er rosalega flottur, og fá að taka myndir til að setja hér inn.  Heart Og svo megið þið bara skamma mig af öllum lífs og sálarkröftum, því ég á það skilið.  Það er samt ekki af því að ég elski þetta barn ekki út af lífinu, eða foreldrana. Því það geri ég svo sannarlega.Blush

IMG_8940

Þessi er fyrir fjallafólkið mitt sem kíkir hér við daglega til að skoða fjöllin og veðrið.  Ég er sífellt að hitta fleiri og fleiri sem það gera, og ég er þakklát fyrir að geta gefið ykkur þetta að þið getið séð fjöllin okkar og veðrið, það er það minnsta sem hægt er að gera fyrir brottflutta ísfirðingaHeart 

IMG_8942

Amma Hanna Sól tók afmér.....

IMG_8944

Hvað tók hún af þér?  Orm W00t

IMG_8943

Jamm hér er ormurinn, ég tók bara einn!!!

IMG_8945

Þessi stelpa er bara svo flott, hvernig sem á hana er litið Heart

IMG_8953

Týpisk kúlusamvera um kvöldmatarleytið.

IMG_8956

Og það er púslað.

IMG_8957

Smá blues svona í tilefni kvöldsins.

IMG_8959

Hér er lifra segir Hanna Sól, ókey þið sjáið hana ekki, því hún er samlit Koresíu, en þar lifði hún, þangað til við tókum eftir henni, og Ásthildur Cesil fékk hana frá afa.  En málið er að Ásthildur Cesil, étur flugur og lirfur og önnur slík dýr og segir að þau séu góð.  LoL Litla systir mín Halldóra þegar hún var á aldri við Ásthildi sat í glugganum hjá ömmu og veiddi flugur sér til matar, ég get svarið það hún veiddi stórar maðkaflugur og át með góðri lyst.  Halldóra mín ef þú lest þetta, hehehehhe þá er það bara þannig, þú ert örugglega búin að gleyma þessu, en svona var það bara. LoL 

IMG_8967

Þetta er svona skrípó við vorum svolítið að ærslast.

IMG_8970

Svona smádjók.

IMG_8965

Það er nefnilega gaman að fíflast. LoL

IMG_8973

Eða þannigLoL

IMG_8978

Svo ákváðum við Hanna Sól að setja fléttur í hárið.

IMG_8980

Hún fékk fléttur og ég fékk nudd á bakið, hún er snillingur að nudda bakið á ömmu, og reyndar er Úlfur það líka. 

Og ég segi bara góða nótt og sofið rótt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegt að fylgjast með hjá ykkur, augljóst hvað sérstaklega systurnar gefa lit í tilveruna. Það er sagt að flufurnar og lirfurnar séu fullar af eggjahvítuefnum og bráðhollar þó ekki séu þær geðslegar.

En ég get vel skilið að þú sért leið að hafa misst af skírninni hans Símonar Dags, helst vill maður geta fylgst með öllum merkisatburðum hjá þeim litlu, en stundir dagsins eru oft átakanlega fáar. Vona að þú fáir að bæta þér upp með því að svindla fáeinum myndum.

Dísa (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 10:28

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Skemmtilegir leikir hjá stelpunum. Ánamaðkar eru hinir fínustu félagar bæði fyrir börn og gróðurræktendur. Við Emblan mín "þekkjum" nokkra hérna í garðinum.

Alltaf fjör hjá ykkur í litríku og líflegu kúlunni. Og falleg eru fjöllin sem umvefja ykkur fegurð og mikilfengleik

Ragnhildur Jónsdóttir, 6.6.2009 kl. 10:44

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 6.6.2009 kl. 13:14

4 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 13:16

5 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Kærar kv til þín ljúfasta.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 6.6.2009 kl. 17:35

6 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 6.6.2009 kl. 19:47

7 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

kúluknús

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 6.6.2009 kl. 20:43

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 7.6.2009 kl. 09:22

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kærar þakkir allar. 

Ánamaðkar eru bestu vinir ræktandans Ragnhildur mín.

Dísa ég veit að þetta er hollt, og getur bjargað mannslífum í eyðimörkum að geta étið lirfur og flugur  En samt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2009 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2022944

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband