5.6.2009 | 09:14
Áhugaverð tillaga frá Lilju Guðrúnu og pistill Sverris Jakobssonar, skyldulesning okkar sem eigum að bera allann pakkann.
Lilja Guðrún bloggvinkona mín ritar pistil á bloggið sitt og er með áhugaverða hugmynd um að allir þiggi sömu laun meðan við erum að ná okkur út úr kreppunni. Sjá hér; http://lillagud.blog.is/blog/lillagud/entry/889789/#comment2445340. Ýmsir hafa talið þetta vera hið mesta feigðarflan að hugsa svona og tala um að það gangi aldrei upp að allir hafi sömu laun.
Ég er því ósammála. Ég hef alltaf talið að laun skipti minnstu máli í sambandi við vinnuna. Það sem skiptir mestu máli að mínu mati er að manni líði vel í vinnunni, og að maður hafi nóg til að lifa sínu lífi og sjá fyrir fjölskyldunni. Það skiptir líka máli að starfið vekji áhuga manns og það sé gaman að vinna. Þannig hef ég til dæmis hagað mínu vinnulífi. Ég er að vinna að uppgræðslu gróðurs, og núna eftir nær 30 ára starf, get ég gengið um og glaðst yfir trjálundum og gróðri hér og þar og veit að það voru hendurnar mínar sem stungu þessu niður, sumu rótarlausu öðru sem smáplöntum, og líka sumt sem ég fékk íbúana í lið með mér að gróðursetja, eins og limgerðið neðan Sætúns, þar sem við fengum greni úr skóginum og allir íbúarnir lögðust á eitt að koma trjánum niður. Þetta er orðin hin fínasta hljóðmön fyrir íbúana gegn SKutulsfjarðarbrautinni sem er aðal vegurinn inn í bæinn.
En hvað með það. Allof margir telja að menn fái besta starfskraftinn með því að borga nógu vel fyrir. Ég tel og þá reikna ég út frá sjálfri mér og mörgum sem ég hef haft í vinnu, að það sé alls ekki það sem skipti máli, heldur afstaða einstaklingsins til vinnunnar og sjálfs sín. Þegar þú hefur gaman af vinnunni og líkar vel við atvinnurekandann, ertu miklu tilbúnari að leggja ýmislegt á þig aukalega til að allt gangi upp. Þá skiptir ekki máli krónufjöldinn í umslaginu. Þetta þurfa menn að hafa í huga og ryfja upp. Því það er búið að segja fólk svo oft að góð laun skapi góðan starfskraft. Að fólk er farið að taka því eins og sjálfsögðum hlut. Það er hins vegar al rangt, eins og menn geta séð ef þeir skoða útrásarvíkingana og ofurlaunakálfana sem hafa dúkkað upp allstaðar í þjóðfélaginu og eru svo sannarlega ekki verðir launanna.
Þess vegna vil ég líka benda á bloggið hennar Hönnu Láru í dag, þar sem hún birtir grein eftir Sverrir Jakobsson sem heitir Kreppan og endurmat. Svo sannarlega skulum við líta til baka og skoða málin frá öðru sjónarhorni en við höfum hingað til látið mata okkur á. http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/890365/#comment2445339
Núna er tíminn til að fara til baka til upphafsins, til að gera ekki sömu mistökin aftur. Og við eigum ekki bara að hlusta á það sem að okkur er rétt. Heldur verðum við að fara að láta í okkur heyra og gera okkar til að breyta því ástandi sem ríkir. Við almenningur í landinu erum ekki bara þátttakendur í samfélaginu heldur fórnarlömbin sem eiga að axla mestu ábyrgðirnar fyrir því sem við höfum aldrei verið spurð að, né gefið samþykki okkar til.
Það er komið nóg. Þeir sem hafa breiðu bökin og mesta peningana eiga að reiða fram sinn hluta, og þar eru bankar og fjármálastofnanir ríkisins og aðrir ekki undanskilinn. Og hana nú.
Eigið góðan dag.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2022945
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heyr,heyr. Báðar greinarnar eins og talað út frá mínu hjarta.
Knús í blómakúluna
Kidda (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 14:33
Sammála þér, það skiptir mig meiru máli að líða vel og þykja gaman í vinnunni en launin. Ég á mjög góða vinnufélaga sem hafa verið að fagna mér í vinnunni þessa viku eftir veikindi og það þykir mér mjög vænt um. Það sést svosem ekki mikið eftir mína vinnu því tölurnar frá í fyrra eru að mestu gleymdar, en ég hitti gamla vinnufélaga í dag þegar haldið var uppá 25 ára afmæli vinnustaðarins og hlýjan þar og fögnuður yfir að hittast var yndisleg.
Dísa (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 16:56
Knús á móti Kidda mín.
Dísa mín vonandi ertu orðin góð aftur af veikindunum. Það er eitt betra en góðir vinnufélagar, og það eru raunverulegir lífsvinir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2009 kl. 17:46
Þarna er ég sammála þér. Fólk á að sjáfsögðu rétt á raunhæfum launum en það er mín reynsla að lökustu vinnukraftarnir gera yfirleitt meiri kröfur um hærri laun en þeir sem hæfari eru. Segir það manni ekki eitthvað.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 6.6.2009 kl. 00:41
Já einmitt, ég hef nefnilega reynslu af því, þeir sem eru latir og standa ekki undir kröfum, hafa að mínu mati passað vel upp á sitt, og notað allar leiðir til að passa upp á sitt. Þó ég sé alls ekki á móti því að fólk gæti stöðu sinnar, þá virðist oft vera þannig að þeir sem síst skyldi eru einmitt þeir sem taka sína tvo daga í mánuði í veikindaleyfi, gæta vel að öllum sínum réttindum og eru með allt í smásjá. ´Þó ég sé mikill jafnréttissinni og vill í raun og veru verkafólki allt það besta, þá verð ég að segja að ég set allar yglur út, þegar ég verð vör við svona einstaklinga, sem hugsa bara um klukkuna og sín réttindi og skyldur án tillits til hver er ætlast til af þeim. Og þetta er fólkið sem setur blett á alla hina sem vilja vinna og standa sit en það er mín skoðum eftir ára tuga reynslu af fólki í vinnu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2009 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.