3.6.2009 | 23:56
Nokkrar myndir.
Ég er bókstaflega á haus þessa dagana. Get svo svarið það. En svo hægist um þegar líða tekur á júní. Núna þarf ég eiginlega að gera allt í einu og vera allstaðar. En svona er lífið.
Ég er sár vegna Júlla míns, pabbi hans þurfti að fjarlægja hluti sem hann átti upp á lóð, þegar við opnuðum garðplöntustöðina. Hann fór með þetta niður að Ásel steypustöðinn. Og þar hafa óprúttnir aðilar eyðilagt og skemmt mikið fyrir honum. Einnig hafa horfið fiskar frá honum. Hann er að vonum sár og eyðilagður. Strákgreyið, sem er að reyna að bjarga sér bæði upp úr fyrra lífi og svo fjárhagslega.
Hér er eitt blómið hans mölbrotið og búið að rjóða rauðri málningu yfir steinana.
Hellur sem hann keypti til að smíða plattfiska úr, hér með rauðri málningu og margir brotnir.
Það hefur þurft virkilega ákveðni til að brjóta sporðinn af þessum fiski. Hvað gengur fólki til að gera svona lagað?
Hann saknar líka nokkurra stórra fiska, ég á einhversstaðar myndir hef bara ekki tíma til að setja þær inn núna. Það væri ágætt ef einhver veit hver hefur verið hér að verki, eða jafnvel tekið eitthvað af verkunum hans.
en að heldur glaðlegi hlutum, hér er enn ein drottningin Koresia heitir hún. Í dag bjargaði ég líka litlum þrastarunga frá Brandi. Og lét hann í hendurnar á Hjörvari, dreng sem vinnur hjá mér upp í garðplöntustöð hann tók að sér einn unga um daginn og sá er orðin aldeilis pattaralegur, vona að þessi nái sér, hann var dálítið særður eftir kattarfjandann.
En hér koma ferðalangarnir heim aftur, hressar og kátar.
Jamm það er notalegt að vera komin heim.
Alltaf sami dugnaður í Hönnu Sól. Hér er hún að renna til borðinu, því þau eru að fara að borða skyr.
Í kvöld sagði hún við afa sinn, að hún yrði að drekka vatn til að líkaminn þornaði ekki upp, og það ætti ekki að drekka kalt vatn og ekki heit, og millistigið þar væri volgt vatn.
Hún var líka dálítið einmana, sagði hún við afa, svo hann varð að leggjast hjá henni smástund, amma var að reyna að svæfa hitt litla dýrið, sem var aldeilis ekkert á því að fara að sofa. Hún söng og söng, m.a. þrír litlir apar sitja upp í tré, þeir eru að stríða krókódíl, þú nærð ekki mér, þá kom hann herra krókódíll svo hægt og rólega og AMM..... Svo byrjaði hún að syngja Ó pabbi gef mér rós í hárið á mér, því tveir litlir strákar eru skotnir í mér. ég hélt að ég yrði ekki eldri.
En það var sumsé við að borða skyr.
En ég skrapp líka aðeins út í gærkveldi, við hittumst nokkur skólasystkin, og fermingar. Lára Oddsdóttir sem býr fyrir austan og Elínóra sem býr í Borgarnesi voru staddar í bænum, svo okkur datt í hug að hittast og spjalla. Það var gaman að rifja upp ýmislegt skemmtilegt frá skólaárunum. Þessar eru reyndar settar inn fyrir hana Dísu mína.
Já við hlógum mikið og spjölluðum. Þau voru reyndar í kaffi og vatni en moi fékk mér rauðvín.
Held svei mér þá að ég hafi kippt aðeins, því ég var svo þreytt. en við verðum alltaf einhvern veginn nánari eftir því sem tíminn líður. Við vorum rosalega ósamstæður hópur í skólanum, en með hverjum hitting verðum við meiri vinir og meiri væntumþykja, það er notalegt.
En ég sá myndasýningu þarna á Edinborg. Ágúst Atlason er með ljósmyndasýningu, myndir þrykktar á striga sýndist mér. Þetta eru gífurlega flottar myndir, hann er snillingur.
Datt í hug að setja hér inn tvær myndir eftir hann til að sýna ykkur. Þeir sem vilja sjá fleiri verða að skoða þær niður í Edinborg.
Þetta er reyndar gamalkunnugt myndefni ekki satt!! Hvet fólk til að fara og skoða.
En í dag var stóri dagurinn hjá Ásthildi Cesil, hún var að fara í fyrsta sinn á Sólborg, og amma fór með.
Það þarf náttúrulega að máta töskuna og svona.
Hér eru þær komnar í leikskólann. Amma fékk leyfi til að taka nokkrar myndir af þeim til að sýna.
Hér er allt nýtt fyrir manni, og sú stutta dálítið varfærin.
Hún fékk að púsla hún elskar púsluspil. Hér er verið að leggja lokahönd á hehehe..
Í útiverunni kom stóra systir strax til aðstoðar.
Hún er svo hjálpleg við litlu systur sína
Það er nú munur að eiga slíka stóru systur.
Svo má auðvitað hafa gaman af þessu líka.
Leika leika leika.
Þetta er bara skemmtilegur leikskóli.
Svona er inngangurinn, það er til að fá smá ævintýrablæ á allt þegar þau koma inn, þau koma inn í ævintýraveröld. Mér finnst það mjög skemmtileg hugsun.
ein algjörlega búin eftir heimkomuna úr aðlögun.
Svo eru nokkrar myndir sem pabbi þeirra tók í Þórsmörk. Læt nokkrar fljóta með.
Hanna Sól er vön hestum, og sú litla var orðin ansi kræf svona í lokin.
Það er gaman að klappa hestunum.
Og vera á baki.
En ég segi bara góða nótt elskurnar, og vona að þið hafið þolinmæði með mér, ég lofa að vera miklu duglegri að kíkja við hjá ykkur, þegar þessari törn líkur. Góða nótt og sofið rótt. megi allir góðir vættir vaka með ykkur öllum og vernda.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2022948
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ, hvað þær njóta þess að vera komnar heim. - Heima er jú alltaf best!
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.6.2009 kl. 00:09
Þetta er alveg ótrúlegt, hvað gengur fólki eiginlega til að skemma og fara illa með eigur annarra? Maður verður bara reiður við að lesa svona lagað og að þetta geti átt sér stað á "litlum" stað þar sem allir þekkja alla eða í það minnsta allir þekkja einhver deili á öllum er enn alvarlegra, en þetta er bara mín skoðun.
Jóhann Elíasson, 4.6.2009 kl. 08:09
Góðar myndir af stelpunum, ó mamma gef mér rós í hárið á mér minnir mig á Klöru, hún söng það svo oft
. Það var mjög gaman að sjá myndina af ykkur vinum mínum á kaffihúsinu, vildi að ég hefði getað verið með, það er svo langt síðan ég hef séð Láru og Nóru
. Myndirnar af sýningunni í Edinborg eru líka skemmtilega kunnuglegar.
En mér finnst skelfing að fólk leggi á sig vinnu til að skemma fyrir öðrum og eyðileggja. Hef aldrei getað skilið hvað fólk fær út úr því. Svona fólki hlýtur að líða illa að hafa þessa þörf fyrir að skemma annarra verk. Vona svo sannarlega að hlutirnir finnist, skemmdarvargarnir geta allavega skilið þá eftir þar sem þeir finnast ef þeir ekki þora að láta vita af sér. Það er svo sárt að vera búinn að vinna eitthvað eins og Júlli og það er svo skemmt.
Dísa (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 08:51
Skemmdarfýsnin hjá sumum er með ólíkindum.Takk fyrir fallegar myndir Ásthildur mín og knús í daginn
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 08:52
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2009 kl. 11:26
Já heima er best.....knús og ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.6.2009 kl. 12:20
Sumt fólk er bara ekki í lagi, vonandi gefst Júlli ekki upp þó svo að svona ruddaskapur setji strik í reikninginn. Fiskarnir hans eru nefnilega æðislegir.
Knús í blómakúluna
Kidda (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 15:55
Góðar myndir af stelpunum
Hrönn Sigurðardóttir, 4.6.2009 kl. 18:25
Gott að koma hér við
Sigrún Jónsdóttir, 5.6.2009 kl. 01:01
Takk öll fyrir að líta við. Það er satt að skemmdarfýsn er eitthvað sem maður skilur ekki. En svona er þetta hjá sumum.
Það var gaman að hittast og rabba Dísa mín, þú hefðir sómt þér vel með okkur.
Knús á ykkur öll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2009 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.