1.6.2009 | 09:41
Daglegt kúlulíf.
Það er gott veður núna upp á hvern dag. Ég á kafi í að vinna í garðinum og upp á garðplöntustöðinni. Það er gott að róta í moldinni, bara ef bakið á mér væri ekki orðið svona ónýtt og hnén erfið. Kemst tæplega niður á hækjur mér. En svona er þetta bara.
En fólkið mitt kíkti við í gær.
Úlfur setur plástur á afa. Hann fékk líkþorn undir tábergið og það er ekki notalegt.
Og Sigurjón reynir að brjóta spýtu eins og stóri bróðir.
Skal takast hehehe...
Úlfurinn tálgar...
Símon litli Dagur og fjölskyldan kom í heimsókn.
Það var voða notalegt.
Evíta Cesil voða stollt með litla bróður sinn.
En það er líka gott að vera hjá afa.
Og ömmu líka.
Og þeim stutta þykir ekkert amarlegt að kúra á brjóstunum á ömmu sín.
En svo þurfti hann náttúrulega að fá sér að drekka.
Og Evítu fannst komin tími á að gefa hinum smá kaffisopa Hún er svo mikil búkona í sér.
En góða veðrið býður mín þarna úti. eigið góðan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.5.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 2023139
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan dag Ásthildur mín mikið er alltaf gott að koma til þín
Takk fyrir þessar fínu myndir.
Kristín Katla Árnadóttir, 1.6.2009 kl. 09:53
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 10:11
Gott að fá að koma svona í heimsókn til þín og sjá allt yndislega fólkið þitt og góða veðrið. Mundu bara að passa þig, annars gerir það enginn

Dísa (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 10:28
Skemmtilegar og einlægar myndir
Það er ekki gott þegar skrokkurinn fær verki. Er ekki góður nuddari á Ísafirði? Knús og farðu vel með þig 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 1.6.2009 kl. 11:15
Alveg hreint yndislegar myndir, af dásamlegri ömmu og hennar fjölskyldu.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.6.2009 kl. 13:38
Yndislegt
Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2009 kl. 15:03
Hrönn Sigurðardóttir, 1.6.2009 kl. 16:37
Þið eruð allar frábærar. Ég hef örugglega gert eitthvað gott í mínu lífi að eiga slíkt fólk að eins og ykkur og fjölskylduna mína. Og ég er þakklát fyrir það.
Sigrún mín, jú ég held að það séu jafnvel nokkrir góðir nuddarar hér, ég bara gef mér ekki tíma...... ennþá... svona er það bara.
En ég íhuga á skrokkinn á mér og reyni að senda ljós og kæreika inn á veiku svæðin. Ég held að það virki, vegna þess að í raun og veru miðað við allt ætti ég að vera í hjólastól.
Vil líka gera allt til að lenda ekki í hormónasprautunum hans Þorsteins yfirlæknis 
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2009 kl. 17:04
Sæl og blessuð Ásthildur mín
Gaman af myndunum. Fallegt nýja barnabarnið og auðvita er það ánægt í fanginu hjá ömmu. Þar er mjúkt og notalegt. Bróðir minn sagði þetta um börnin sín þegar þau væru í fanginu hjá mér að þeim líkaði greinilega að vera í fanginu hjá mér vegna þess að þar var mjúkt. Einn að gera grín að ég var og er frjálslega vaxin.
Mikið er tómlegt að það vantar Skotturnar á myndirnar.
Þegar ég er að skríða í garðinum þá set ég belti utan um mjóhrygginn og þá gengur þetta. Get ekki verið án beltisins. Ég fékk beltið í verslun sem fyrirtækið Össur á og rekur. Man bara alls ekki hvað búðin heitir.
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.6.2009 kl. 22:47
Elsku besta þið eruð bara yndisleg og rík eruð þið að eiga þetta barnalán ljúfust mín. Takk fyrir ævilega góðar myndir.
Kveðjur vestur frá okkur á Húsavík
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.6.2009 kl. 17:20
Úlfur ber sig fagmannlega að. Sennilega læknisefni! Afinn nýtur þess að fá aðhlynningu sem von er.
Gaman að sjá myndirnar þínar sem ég lít á oft í viku. Þetta er því innlitskvitt með kærri kveðju.
Auður M (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.