30.5.2009 | 12:16
Ýmislegt......... Eigið góðan dag.
Elskuleg mín þið verðir eiginlega að afsaka mig hve ég hef lítið verið við, en það er brjálaður tími hjá mér. Ég er að opna garðplöntustöðina, þar að auki með þessa sjö flottu stráka í vinnu fyrir bæinn, og þarf að koma þeim af stað í vinnu. Þeir hafa verið aldeilis flottir og duglegir þó þeir séu bara sextán og sautján. Ég er allavega rosalega ánægð með þá alla.
En ég ætla að setja inn nokkrar myndir, og þarf svo að fara aftur út að vinna. En ég lofa að heimsækja ykkur og hafa samband fljótlega. Þið eruð frábær öll sem eitt.
Þessi er spes fyrir Hrönn.
Garðurinn minn skartar sínum fegurstu vorblómum í dag. Þarna eru prímúlur og animónur.
Fyllta Hepatícan mín, sem ég var lengi að finna. Skógarblámi.
Gula geitabjallan.
Lyklarnir eru fallegir og flestir snemmblómstrandi og gefa lit í garðinn snemma vors. Taka við af krókusunum og páskaliljunum og öllum litlu laukunum sem gefa okkur lit á vorin.
En það er allt að verða klárt fyrir sölu.
Grænmeti og krydd í röðum. Það er mikil ásókn í krydd og grænmeti í ár.
Hér eru plöntur á ölllum stigum, frá græðlingum upp í fullskapaðar plöntur tilbúnar í sölu.
Maður gefur sér samt smátíma til að fara í himnagallerískoðun.
ég held að Ísland sé einstakt í himnagalleríi vegna hreinleikans.
Litlu skotturnar mínar eru farnar í heimsókn til pabba síns og fjölskyldu. Þau ætluðu í Þórsmerkurferð, svo þær eiga aldeilis ævintýri í vændum.
Beðið eftir að komast út á flugvöll, þær eru spenntar og alvarlegar.
Og svo er komið að því, loksins farið inn á flugvöll.
Flugkappar, Matthildur tengdadóttir mín kom með, til að hjálpa mér að finna einhvern til að bera ábyrgð á Ásthildi, hún er of ung til að senda hana eina.
Hér erum við komnar inn á flugvöll.
En það voru fleiri, Ólöf Dagmar var að fara suður í leikhús til að sjá Söngvaseið.
Beðið eftir flugvélinni.
Ú hvað amma saknar þeirra.
Matta tók þessar tvær myndir, ég kann ekkert að taka myndir sagði hún. Allt í lagi sagði ég, myndavélin sér alveg um gæðin hehehehe...
Þessi ungi maður tók svo ábyrgð á stelpunum, það var gott.
ég held við nánari skoðun að Lóa sé einhver óreiðupési. Hún hvarf um daginn í tvo heila daga, án þess að gefa skýringu á framferði sínu. Annað hvort var hún að fara á veiðar, vegna þess að sennilega er netið hennar ekki vel staðsett við gluggan, því það eru ekki margar flugur sem eiga leið um eldhúsgluggann minn, (hún hefði mátt skoða það í upphafi) eða hún var bara að dandalast út og suður. Allavega kom hún svo aftur, en vefurinn er eitthvað brenglaður ég er næstum viss um að hún hefur verið drukkinn þegar hun óf hann. Ég hef allavega séð betur gerða vefi en þennan.
Í gær rigndi heil ósköp en svo kom sólin fram annað slagið. Furðulegt veður.
Pernilla ennþá falleg.
Sópurinn flottu líka
Úlfur tók að sér að grilla í gær. Reyndar útbjó ég steikina og kryddaði. Ég var með rifjastein sem ég setti paprikkuost inní. Það var mjög gott.
Við enduðum svo daginn með að fara á íþróttasýningu. Knattspyrnufélagið Hörður er 90 ára á þessu sumri. Það voru tvö íþróttafélög hér Hörður og Vestri, ég held að þau séu bæði starfandi ennþá, vestri er meira í sundíþróttum, en Hörður þróaðist út í aðrar íþróttir eins og júdó, glímu Tai Kwon Do handbolta og fleira.
Þetta var bara hin besta skemmtun.
Strákarnir í Tai Kwon Do æfðu sjálfir upp sýningu, þar sem þjálfarinn var farinn suður. Þeir gerðu fína hluti þarna alveg sjálfir.
Þetta er eins og með strákana mína í vinnunni, treystu ungviðinu til að gera hlutina, og þeir standa undir því. traust skiptir miklu máli. Og þau eru bæði klár og meðvituð ef við leyfum þeim að vera það.
Flott sýning strákar mínir.
Þeir voru eldri júdódrengirnir.
Úbbs jafnvægið er gulls ígildi.
Þær eru góðar sjálfsvarnaríþróttir þessar asísku bardagaaðferðir.
Talandi um jafnvægi
Þeir voru ekki háir í loftinu yngstu keppendurnir í Þrastarglímunni, sem fór fram þarna í gærkvöldi.
Og þessar stelpur eru íslandsmeistarar númer eitt og tvö í glímu kvenna, ekkert minna en það, enda voru þær þrælliðugar. Reyndar var þriðja stúlkan þarna með, en allar tróna þær á toppnum.
En alltaf þarf einhver að vinna.
aðalljósmyndari bæjarins Halldór Sveinbjarnarson hér að sýna einum ungum liðsmanni myndir.
En ég verð að þjóta upp á lóð, það er margt sem þarf að gera, ég lofa að vera duglegri við að heimsækja ykkur um leið og þessi törn er búin.
Eigið góðan dag. Hér er sól og gott veður, og því líklegt að margir kíki við. reyndar er ég frekar óhress með fyrirtæki sem heitir Valitor og er á vegum Landsbankans. Ég pantaði hjá þeim gemsaposa fyrir tíu dögum, bæði með tölvupósti og hringdi líka, þeir sögðu mér að allt væri í lagi og þeir myndu senda þetta strax. Þegar ekkert bólaði á henni á föstudaginn, hringdi ég aftur og spurðist fyrir. Jú sagði maðurinn hún var send í gær, ég fór svo niður á pósthús og spurðist fyrir, nei ekkert slíkt var þar. Þær flettu svo upp fyrir mig bókuninni, og hvað með það, þeir höfðu þá farið með hana í póstinn EFTIR símtalið við mig á föstudeginum, svo ég fæ hana ekki fyrr en næsta þriðjudag. Ég er ekki hress með svona þjónustu. Og að ljúga að manni í ofanálag er ekki til fyrirmyndar. Svo þið starfsfólk Valitor þið ættuð að skammast ykkar. Það er ótrúlega mikil vinna að þurfa að fylla út visanótu með öllum tölum og upplýsingum, miðað við að renna kortinu gegnum posavél. Mér finnst reyndar að í stað þess að ljúga svona, hefðuð þið átt að viðurkenna mistökin og bjóða mér einhverja dúsu í staðinn. En ég segi bara skammist þið ykkar fyrir lélega þjónustu.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.5.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 2023139
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stór skammtur í dag, takk kærlega fyrir mig
Veit þú átt eftir að sakna stelpnanna en reyndu samt að hvíla þig ef þú getur
Sigrún Jónsdóttir, 30.5.2009 kl. 12:27
Gaman að sjá hvað allt blómstrar hjá þér og blómin þín eru virkilega falleg. Þetta er mikið ævintýri fyrir litlu stelpurnar í kúlunni og ég efast ekki um að þær skemmti sér vel, ég skil það vel að þú saknir þeirra mikið en það verður bara enn betra þegar þær koma aftur.
Alveg er þetta dæmigert fyrir þessi "stærri" "þjónustufyrirtæki" eins og Valitor, ég lenti í leiðindamáli með Íslandsbanka vegna skuldabréfs sem ég var búinn að greiða upp, vegna "klúðurs" í bankanum komst þetta ekki til skila svo ég var rukkaður um gjalddaga af skuldabréfinu,ég hélt að þetta myndi verða leiðrétt og gerði ekkert í þessu en annað kom á daginn ég fór að fá ítrekanir og loks lögfræðihótanir þá sá ég að málið var orðið alvarlegt og fór að vinna í þessu, þá hafði eitthvert möppudýrið í bankanum ekki skráð það að þetta skuldabréf var uppgert og það stóð ekki á harkalegum aðgerðum hjá bankanum vegna þessa en þeim datt ekki í hug að biðjast afsökunar á mistökunum heldur jaðraði við að ég mætti dónaskap og ruddaframkomu á meðan allt þetta ferli var í gangi.
Jóhann Elíasson, 30.5.2009 kl. 12:41
Mikið myndi mig langa að koma vestur til þín að hjálpa til á gróðurstöðinni
Stelpurnar munu hafa gaman af því að fara inn í Þórsmörk. Pernellan er æðisleg, á örugglega efir að fá upplýsingar þegar nær dregur mínum garðskála sem má segja að sé myndunum þínum að kenna
Knús í gróðurkúluna og gangi fyrsta helgin mjög vel
Kidda (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 12:58
Sæl Ásthildur.
"Himnagallery" það finnst mér töff nafn hjá þér og það er svo nærri lagi, þegar maður lítur til himins. Já, nóg að gera og fullt af strákum sem eru fullir af orku við það að létta þér störfin.
Það er alltaf gaman að sinna hinni ekta náttúru sem er svo full af fegurð. þú ert gæfusöm með starfið þitt !. Gangi vel hjá ykkur öllum
Kveðja
á alla línuna.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 13:09
jesús minn hvað þetta barn er fallegt! Þú veist hvar hann er ef hann hverfur
Hrönn Sigurðardóttir, 30.5.2009 kl. 13:38
Elín Helgadóttir, 30.5.2009 kl. 16:40
Takk fyrir skemmtilega myndasýningu og kær kveðja til ykkar
Ásdís Sigurðardóttir, 30.5.2009 kl. 20:31
Takk fyrir ágæta innsýn í mannlífið fyrir vestan.
Sigurður Þórðarson, 30.5.2009 kl. 23:12
Endalaus gleði og fegurð fylgir myndunum þínum.....þú er yndisleg með mikla og fallega fegurð elsku vinkona mín...knús í þína fagra ljúfu kúlu.....:)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.5.2009 kl. 23:18
Alltaf svo gaman að skoða blómin þín
Flottar myndir af íþróttagörpum. Mér finnst alveg einstakt, að geta bara farið með börnin út á flugvöll og finna þar einhvern til að bera ábyrgð á þeim í fluginu. Þetta væri hvergi hægt að gera nema á Íslandi (ja nema kannski Færeyjum)
Gangi þér vel með plöntusöluna. Orkuknús til þín

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 31.5.2009 kl. 03:23
Takk. Hann Sigurjón Dagur (heitir hann það ekki krúttlegi rauðhausinn á efstu myndinni?) ætti að finnast í mörgum eintökum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.5.2009 kl. 15:11
AEdislegar myndir ad vana hja ther,eg er lika i gardyrkjunni en se fram ad ad ega tharf ad staekka gardinn naesta vor
Ásta Björk Solis, 31.5.2009 kl. 16:01
Takk öll, ég lofa að fara hringin á morgun, í dag er ég algjörlega orkulaus. Knús á ykkur öll
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.5.2009 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.