Komnar heim.... og áfram skal halda.

Jæja þá vorum við útskrifaðar i morgunn ömmgurnar.  Sú stutta vaknaði á sínum tíma kl. 7 í morgun og bað um brauð með osti.  Svo horfði hún á sjónvarp og púslaði saman tveimur púslum, á stofugangi voru læknarnir svo ánægðir með hana að við fengum að fara heim. 

IMG_8646

En það er dálítið spennandi að gerast fyrir utan eldhúsgluggann hjá okkur, þessi kónguló hefur ofið sinn vef beint þar fyrir utan og við getum fylgst með henni á sínum ferli. 

IMG_8647

Líf Lóu Kóngulóar hehehehe....

IMG_8648

Hér eru þessi tvö með blóm og rjóma.

IMG_8649

En litla skottið var bara lasinn. Heart

IMG_8652

Hún var samt orðin bara ansi hress á sunnudagskvöldið.

IMG_8653

Svo afi fór með hana á leikskólann á mánudagsmorguninn.

IMG_8656

Brandi finnst mjög notalegt að láta Hönnu Sól dúlla við sig á morgnana.

IMG_8675

En svo hringdu þær frá leikskólanum og sögðu að þeim litist ekkert á Ásthildi litlu svo ég fór með hana á sjúkrahúsið, og læknirinn sagði að það væri best að leggja hana inn og fylgjast með henni.

IMG_8673

Á Sjúkrahúsinu á Ísafirði eru allir algjörlega frábærir, þau voru svo góð við okkur, og það var notalegt að dvelja þarna.  Og það var vel passað upp á að Ásthildur drykki og reyndi allavega að borða. 

IMG_8671

Matta og Ingi komu í heimsókn og Matta hafði hugsun á að kaupa orkudrykk, sem ég gaf henni í pela.  Og hún hresstist ótrúlega fljótt.

IMG_8672

Hér er mín farin að pússla.

IMG_8677

Svo var hægt að horfa á sjónvarpið.

IMG_8680

Og afi kom í heimsókn líka.

IMG_8681

Hér er heimilislegt og notalegt, blóm á borðum og fallega útsaumuð listaverk á veggjum.

IMG_8683

en mín vildi bara fara á leikskólann sinn.  Og hún var heppinn, þau voru einmitt að undirbúa ferð í sveitina til að skoða lömbin.

IMG_8684

Fóstrurnar á kafi að undirbúa gönguferðina, því bóndabærinn er jú í göngufæri við leikskólann, eða upp í Hraun til Hjálmars bónda.

IMG_8685

Og hin börnin fögnuðu litlu skottunni minni.

Þetta ævintýri endaði vel.  Og veðrið er gott.  Nú þarf ég að drífa mig út að gera eitthvað af viti.  En mikið er ég glöð yfir að allt fór vel.  Og innilega takk fyrir okkur starfsfólk sjúkrahússins á Ísafirði.  Þið eruð frábær öll sem eitt. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

æj.. hvað hún var glöð að sjá afa sinn

Hrönn Sigurðardóttir, 27.5.2009 kl. 13:25

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Svo falleg og yndisleg........mikil Ömmu og Afa stelpa.....:)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.5.2009 kl. 14:44

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Æ skotta litla, ég fæ bara tárin í augun. En gott að allt fór vel  Brandur er heppinn að hafa svona snyrtidömu til að dúlla við sig  Það er flott að fylgjast með kóngulónum, en mér finnst bara spennandi að sjá þessar hlussur utandyra.. Bataknús í Kúlu

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 27.5.2009 kl. 15:36

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að allt fór vel. Kærleikskveðja til ykkar

Ásdís Sigurðardóttir, 27.5.2009 kl. 19:02

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gott að heyra að litla stúlkan er orðin hressari þessar pestir geta verið ansi leiðinlegar.  Flottar myndir af Lóu könguló, þær eru þvílíkt flottir arkitektar og byggingameistarar. Gaman að fylgjast með þeim .... í gegnum gluggann

Ragnhildur Jónsdóttir, 27.5.2009 kl. 19:03

6 Smámynd: Elín Helgadóttir

  Það er munur að hafa alla þessa SJÚKRALIÐA, hjúkrunarfræðinga og lækna að þvælast um sjúkrahúsin og hjálpa fólki í leiðinni......

Elín Helgadóttir, 27.5.2009 kl. 23:43

7 Smámynd: Ragnheiður

Myndin af henni hjá afa sínum er dásemd..gott að hún hresstist hratt.

Ragnheiður , 27.5.2009 kl. 23:56

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyrðu, hvaða hlussu kafloðna könguló er þetta eiginega?

Ásthildur: Ertu farin að flytja þær inn frá Perú eða eitthvað?

Garg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2009 kl. 01:18

9 identicon

Gott að heyra að þið hafið verið útskrifaðar af sjúkrahúsinu. Köngulær eru í lagi fyrir utan óopnanlega glugga.

Knús í kúluna

ps. mannst að passa upp á blómin mín og selja þau ekki

Kidda (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 10:58

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Er þetta þá einhver flensupest í litlu nöfnu þinni Ásthildur? Vonandi er þetta þá búið núna.  Ófrýnileg þessi könguló, en jafnframt forvitnilegt að hafa þær aðstæður að geta fylgst svona náið með lífi hennar.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.5.2009 kl. 14:04

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hvernig gastu gert mér það að setja inn myndir af þessari ógeðslegu kóngulóarhlussu? Munaði engu að ég ræki upp öskur og stykki upp frá tölvunni. Það hefði að öllum líkindum orðið erfitt að útskýra það fyrir vinnufélögunum.

Helga Magnúsdóttir, 28.5.2009 kl. 16:21

12 Smámynd:

Æ litla skottið. Gott að henni er batnað. Og gott að spítalareynslan var svona góð. En kóngulóin fannst mér ekki falleg   

, 28.5.2009 kl. 22:20

13 Smámynd: Karl Tómasson

Yndislegar myndir að vanda kæra Ásthildur. Myndin af skottunni með afa er einstaklega falleg og hugljúf.

Mikið er gott að allt gekk vel.

Bestu kveðjur úr Mosó mín kæra frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 29.5.2009 kl. 18:13

14 identicon

Við Ásthildur höfum þá átt það sameiginlegt að liggja á sjúkrahúsi í vikunni. Ég hef sömu sögu að segja, starfsfólk Landspítalans er líka einvala fólk. En mín niðurstaða eftir 4 sólarhringa dvöl var að kransæðarnar mínar eru í fínu lagi . Mér finnst kóngulóin allt í lagi utan við gluggann og vefurinn hennar er listaverk. Gott að litla nafna þín er orðin hress og heppin var hún að hafa ömmu með sér og fá afa og þau hin í heimsókn.

Dísa (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 21:03

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að fá góðar fréttir Dísa mín. 

Takk Kalli min.

Hehehe Helga mín, hún er voða flott hún Lóa.

Já Lilja mín, þetta er návígi, sem betur fer eins og Dísa segir, fyrir utan gluggan..

Lofa því Kidda mín.

Ef þessi Kónguló er frá Perú Jenný mín, þá hefur hún komið sér hingað alveg sjálf hehehe.

Takk Ragnheiður mín.

Segðu Elín mín.

Jamm Ragnhildur mín einmitt í gegnum gluggann.

Knús til þín líka Ásdís mín.

Takk og knús Sigrún mín.

Takk elsku Linda mín, þú ert ljós.

Já Hrönn mín afastelpa, afa og ömmustelpa þessi litla trítla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2009 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 2023139

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband