25.5.2009 | 20:16
Nú eru jólin.... eða þannig.
Barninu batnað, net og sjónvarp komið í lag. Mikið er netið og sjónvarpið annars miklir tímaþjófar!!!
Meðan þetta allt lá niðri, átti ég góðan tíma fyrir sjálfa mig og manninn minn og alla hehehehe...... En það er með netið eins og annað, þegar maður hefur einusinni komist á bragðið er erfitt að fara til baka í gamla farið. Lesa bækur, leggja kapal, ráða krossgátur, eða ennþá aftar, stoppa í sokka, baka kökur, sauma föt á börnin, jafnvel upp úr öðrum fötum, sauma sængur- og koddaver, svo ég tali ekki um jólafötin... eða lengar aftur, þegar ég keypti mér sníðablöðin og saumaði kjólana mína sjálf, eða tískufötin sem maður fór í á böllinn. Þetta á að vera ball, en ekki böllur
Ég held að svona eftir á hafi ég aldrei fallið alveg inn í hópinn, enda dreymdi mig oft sem ungling að ég stóð í biðröð, nema á komst aldrei inn í biðröðina heldur stóð alltaf fyrir utan hana, langaði inn en komst ekki. Svoleiðis var nú það. Samt var ég ánægður unglingur, lék mér með Hildu, Klöru og Dísu vinkonum upp í hlíð eða öðrum börnum í nágrenninu í allskona leikjum. Skorti aldrei neitt.
En svo má ég til með að koma með nokkrar myndir.
Þessi var tekinn eina nóttina um miðnæturbil, sjá má litadýrðina, þegar sólin litar skýin.
Og sumir voða duglegir að bjarga sér, með að smyrja brauðið sitt sjálfir
Skógarprinsessan, sem vill helst hvergi vera annarstaðar en innan um gróðurinn.
Eða dugnaðarforkurinn sem aldrei fellur verk úr hendi
En Júlli minn kom með þetta líka fína hvaðhöfuð sem minn elskulegi ákvað að setja á áberandi stað í lóðinni.
Engin smásmíð þar á ferð og börnin fylgjast grannt með.
En hann hafði líka komið með skíði af hval fyrir nokkrum árum og nú skyldi hann líka gerður sýnilegri.
Þetta er nú eiginlega orðið hvalasafn
Börnin njóta sín í kúlunni.
Og þau fengu að kaupa sér sykurpúða, ætluðu að nota tækifærið þegar var grillað síðast, en það þarf nefnilega meira bál heheheh... svo kvöldið eftir fengu þau leyfi til að fara með Júlla mínum upp í Bárulund sem er svæði sem við systkinin höfum til gróðursetningar til minningar um móður okkar, og kveikja smábál og grilla. Þess vegna er litla dýrið svona golsótt.
Þau eru orðin hálfgerð útileguhross, ekkert bannað nema að fara niður á götu
Þið kannist orðið við þetta veðurfar á Ísafirði.
En svo veiktist litla skottið, og varð mikið veik, ég hringdi í doktor og hann kannaðist strax við þetta og sagði mér að það væri að ganga, og tæki minnsta kosti tvo sólarhringa. Og jamm.... nú þegar tvær andvökunætur með tilheyrandi syfju og þreytu, en mér er ekki vorkunn heldur þessu litla blómi sem stóð sig þvílíkt frábærlega.
Þessi skotta samt í góðum málum.
Álfar og börn heyra vel saman.
Líka börn og blóm og börn blóm og vatn.
Stundum þarf plástur, sérstaklega ef litla systir er veik og fær of mikla athygli, þá þarf að grípa til ýmissa ráðstafana
Þá er gott að til sé nóg af prinessuplástrum.
Og litadýrðin er söm við sig.
Og svo var það skírnin. Ekki þessi litli gaur. Hann kom bara til að fylgjast með.
Það var nefnilega prinsessan sem var skírð síðasta laugardag.
En maður fylgist nú með... til að vita hvort þetta sé örugglega óhætt!!
Jú ætli þetta sé nú ekki alveg allt í lagi. Sérlega þegar presturinn er afi manns.
Og Júlíana mín svo stolt systir að halda á þeirri litlu undir skírn.
Falleg einföld athöfn, þar sem ættingjar og vinir sungu sálmin eina um blessað barn.
Jamm þetta verður í lagi, allt í lagi að snúa sér að öðru.
Stolta fjölskyldan mín
Ekki margar nýju ára stelpur sem fá þann trúnað að fá að halda litlu systur undir skírn. En svona eru Tinna og Skafti, perlur
Og stolt langamma sem fékk loksins nafnið sitt endurnýjað. Ef þið skoðið augun í henni, þá getið þið séð stolt en fyrst og fremst hve hrærð hún er þessi yndislega manneskja og litla skottið á eftir að bera nafnið hennar áfram, ég veit hve hamingjusamt það er.
Hér eru svo yndislegu tengdadæturnar mínar og nýjustu barnabörnin, ég er svo stolt og ánægð með þau öll sömul, hvert og eitt, blóðtengt eða ekki. Það bara skiptir ekki máli. En að heyra þau kalla amma með trúnaði barnsins og trausti þess að þau vita að ég elska þau öll. Það er málið.
en við litla fjölskyldan í kúlunni, ákváðum að hafa pizzukvöld.
Og þar sem við höfum jafn ólíkan smekk og Sævar Karl, þá fékk hver sína pizzu, eða þannig, Úlfur og afi hafa sama smekk á pizzum.
Og hver og einn fékk að gera sína pizzu sjálfur, nema Úlfur gerði eina fyrir sig og afa.
Og það var skreytt og unnið.
Hanna Sól gerði sína alveg sjálf.
Og svo auðvitað Úlfur.
Lögð lokahönd á verkið.
Þið fáið ekki svona pizzur hjá Dominós.
Og ekki einusinni í Hamraborg þau þeir séu náttúrulega flottastir fyrir utan kúluna
En knús á ykkur öll og þið eruð orðin partur af mínu lífi, þannig er það bara. Knús á ykkur öll.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.5.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 2023139
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þetta
Óðinn Gestsson, afi skírnardömunnar var fallegasta ungabarn, sem ég hafði nokkurn tíma augum litið, hann var undurfagur og ég sé að afkomendur hans kippa í kynið
Sigrún Jónsdóttir, 25.5.2009 kl. 20:56
Gleðileg jól !!
Elín Helgadóttir, 25.5.2009 kl. 20:58
Takk fyrir yndislegar myndir og er svo skemmtilegt hvernig þú skrifar undir hverja mynd það vær mann til að brosa.
En knús á þig elskan þú ert líka bartur af mínu lífi líka.
Kristín Katla Árnadóttir, 25.5.2009 kl. 21:04
Til hamingju með öll þessi fallegu ömmubörn, og myndarskapurinn í börnunum við pizzubaksturinn, sköpunargleðin allsráðandi, ég er sko handviss um að enginn pizzustaður kemst í hálfkvisti við ykkar pizzur, þær eru svo girnilegar. - Gott að heyra að nöfnunni þinni er batnað, og þá "batnar" stóru systir vonandi líka, og getur tekið af sér plásturinn.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.5.2009 kl. 21:47
Skemmtileg lesning og yndislegar myndir, takk fyrir mig og hamingjuóskir til ykkar allra.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.5.2009 kl. 21:50
Frábærar myndir. Þetta blogg þitt á örugglega eftir að lifa lengi afkomendum þínum og öðrum til endalausrar gleði.
Helga Magnúsdóttir, 25.5.2009 kl. 21:57
Ég sé að þér þykir Júlíana bera aldurinn vel, því hún er alveg 12 ára, og alveg gamlasta barnabarnið, en mikil ábyrgð engu að síður því ekki nóg með að fá að halda á systir sinni undir skírn þá var hún skírnarvottur ásam Veru frænku :)
Tinna (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 22:19
Yndislegt að lesa og skoða. Hjartanlegar hamingjuóskir með litlu prinsessuna og öll yndislegu barnabörnin þín
Og pizzurnar ... mmm mann langar bara í
Ragnhildur Jónsdóttir, 25.5.2009 kl. 23:09
Klikkar ekki, að leza fyrzt öll mæðubloggin & koma svo í notalega hlýjuna í þínu blogghorni Ást. Cecil.
Gerir meira en að núllstilla, maður fær líka trú á mannkindinni aftur.
Takk.
Steingrímur Helgason, 25.5.2009 kl. 23:16
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2009 kl. 07:53
Til hamingju með þá nýskírðu og öll hin, það eru forréttindi að eiga svona yndislega fjölskyldu.
Hlakka til að sjá beinin þín í sumar, mér finnast alltaf hvalbein svo flott.
.
Hvað varðar að standa utan við, ég hef stundum spáð í þetta og held að ómeðvitað höfum við viljað vera við og halda okkar. Ekki held ég það hafi skemmt okkur, trúi að flestum þyki við bara bestu skinn


Dísa (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 08:09
J'a ætli það ekki bara Dísa mín. Og auðvitað kemurðu að skoða beinin mín.
Knús Jenný mín.
Takk fyrir þessi orð Steingrímur minn.
Takk fyrir góðar óskir Ragnhildur mín
Tinna ég er orðin alveg ga ga. Elsku Júlíana mín fyrirgefðu, ég veit auðvitað mjög vel að þú varðs 12 ára þann 9. febrúar s.l. Gleymdi mér bara aðeins. En mikið var ég stolt af þér.
Og Tinna mín, ertu nokkuð búin að gleyma Alejöndru, hún er 13 ára.
Takk Helga mín
Takk Ásdís mín.
Já einmitt Lilja mín, stundum þarf maður að láta vita af sér, til dæmis ef litla systir fær óvenjumikla eftirtekt
Takk fyrir hlý orð. 
Knús Katla mín.
Og gleðilega hvítasunnu Elín mín.
Sigrún!!! ertu að segja mér að þú sért eldri en Óðinn???? Ég trúi þér ekki, bara einfaldlega.

Þið eruð ótrúlega góð við mig öll sömul. Ég tek þessa jákvæðni með mér út í moldina og gróðurset hana og fæ örugglega ríkulega uppskeru.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2009 kl. 09:14
Yndisleg myndin af Júlíönu þar sem hún heldur litlunni undir skírn. Þær geisla báðar
Hrönn Sigurðardóttir, 26.5.2009 kl. 10:01
Ásthildur....nokkrum árum
....allavega nægilega mörgum árum til að muna að mér fannst hann undurfagurt barn
...ég er 52 módel!
Sigrún Jónsdóttir, 26.5.2009 kl. 10:53
Æðisleg myndin af Júlíönu með litlu sys :) Það er nú ekki langt síðan að hann Elli hélt á Júlíönu þarna á sama stað undir skírn, en hún er ægilega stolt af litlu systur og bíður nú bara eftir 3 systurinni sem kemur eftir 7 vikur :)
Guðný Kristín Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 11:45
Maður fengi nú aldrei svona flottar pizzur á pizzastað! Gaman að leyfa börnunum að spreyta sig í matargerð. Gott að litli grallarinn er komin með heilsu, hún er eins og sótari á myndinni, haha, skemmtileg mynd og hún alltaf sama búkonan að brasa
Hanna Sól verður örugglega blómadrottning eins og amma
og auðvitað verður maður að fá smá extra athygli líka þegar litla systir er veik. Litli Ingason er svo flottur og mannalegur að fylgjast með öllu. Til hamingju með skírnina á litlu, en ég sá ekki nafnið, hvað heitir daman?
Ég eignaðist bróður (loksins!) þegar ég var 9 ára og fékk að halda á honum undir skírn. Mér fannst það mjög merkilegt og við höfum alla tíð verið mjög nátengd
Knús á ykkur, þið eruð flott 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.5.2009 kl. 14:33
Maður skilur nú alveg elsku Íja mín að það slái nú stundum út í fyrir manni hvað þá eftir 2 andvökunætur !!
nei ég er sko alls ekki búin að gleyma Ale Jöndru, hún er elst af þeim, þess vegna sagði ég líka gamlasta :):)
Þau eru yndisleg öll þessar elskur :)
Tinna (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 15:24
Ég verð víst að segja að við Ásthildarnar munum dvelja á Sjúkrahúsinu í nótt. Hún var orðin svo máttfarin í morgun að ég fór með hana til læknis, og hann vildi leggja hana inn yfir nóttina. Ég vona bara að þetta sé allt í góðu lagi með hana blessaða mína. En hún er búin að vera fimm daga svona fyrst með uppköst og svo niðurgang. Amma verður bara að láta sig hafa það að vera þarna með henni. Er bara heima að undirbúa mig, afi situr með hana niðurfrá á meðan. En ég skal segja ykkur betur frá á morgun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2009 kl. 17:01
Gaman að heyra Guðný mín, það er mikil fjölgun í fjölskyldunni.
Knús á ykkur öll, og ég kíki betur á á morgun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2009 kl. 17:02
Ja hérna Ásthildur mín, maður tárast nú bara yfir þessum myndum og til hamingju með þau öll, falleg og yndisleg eru þau og gaman að sjá þarna þá sem maður þekkir eins og Skafta og Tinnu með börnin.
Það er svo rétt hjá þér með litlu raddirnar sem kalla amma og afi þau vita að við elskum þau og að þau geta treyst okkur.
Þú ert yndisleg ljúfust.
Faðmalag til þín og þinna
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.5.2009 kl. 22:11
Knús og englaljóskveðjur til ykkar á sjúkrahúsinu elsku Ásthildur. Vonum að þetta lagist fljótt og vel.
Ragnhildur Jónsdóttir, 27.5.2009 kl. 10:55
Þakka sýnt!
Hlédís, 27.5.2009 kl. 11:36
Takk elskurnar mínar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2009 kl. 12:07
Til hamingju með nýskírðu ömmustelpuna.
Laufey B Waage, 27.5.2009 kl. 12:24
Takk Laufey mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2009 kl. 12:25
Þú ert einstök Amma elsku Ásthildur mín og Afi yndislegur...þið eruð rík að eiga þennan frábæra barnahóp,þessi hópur er svo einstaklega fallegur og svo ljúfur og þau eru rík að eiga ykkur að,ég skal lofa þér því að ekki eru allar Ömmur eða Afar með svona góða lund og þolinmæði....:)
Og elsku litla skottið mitt Ásthildur litla,láttu þér nú batna,þú ert algjör Gullmoli ástin mín og svo einstök ljúfa....:)
Og þú elsku Hanna Sól Prinsessa mín svo falleg og ljúf og þú ert alltaf svo fín og flott og kjólarnir svo flottir.....:)
Og Úlfur svo ljúfur og rólegur og duglegur að hjálpa elsku Ömmu og Afa......:)
Þið eruð frábær og svo meiriháttar yndisleg og það er svo ljúft og gott að fá að fylgjast með ykkur...knús í ykkar fallega Hjartarkúluhús........:)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.5.2009 kl. 15:05
Ásthildur mín vona að nafna þín jafni sig fljótt á þessari slæmu pest.
Ljós og kærleik til ykkar.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.5.2009 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.