Netleysi og veikindi.

Ég hef ekki verið mikið við undanfarna daga.  Netið datt út hjá mér á miðvikudaginn, routerinn fékk á sig rafmagnshnykk og bilaði við það.  Þar með datt líka út sjónvarpið, þetta er bagalegt því það er svo, að sjónvarpið er besta barnapían á morgnana áður en stelpurnar fara á leikskólann og á helgarmorgnum.

En verra er þó fyrir mig persónulega að missa tölvuna, því ég get ekki verið í sambandi við ykkur mín ágætu.

Vonandi kemst þetta samt í lag fljótlega, það eru líka margar góðar myndir óbirtar.  Ég var í skírn á laugardaginn, þar sem var verið að skíra minnstu prinsessuna hún hefur nú formlega fengið nafnið Sólveig Hulda, svo falleg og fíngerð. 

En minnsta skottið á mínu heimili Ásthildur Cesil hefur verið veik, hún byrjaði að gubba á föstudagsmorgun áður en hún fór á leikskólann, og síðan hefur hún verið viðþolslaus, með uppköst og niðurgang, og engu komið niður, það kemur allt upp eða niður jafnharðan.  Samt hefur hún verið þolinmóð þetta litla skinn, mókað að mestu, en það hefur auðvitað ekki mátt víkja frá henni, svo það hefur verið álag á heimilið og sérstaklega ömmu sín.  Heart

En hún var hress í morgun og fór í leikskólann.  Hanna Sól er aftur á mótin hin hressasta og Úlfurinn líka. 

Núna er vorrigning hér á vesturkjálkanum, og þá fer allt af stað að laufgast, liggur við að maður sjái trén laufgast.  En það er erfitt að vinna úti í svona bleytu. 

Ég hef stundum verið að hlusta á K.K á rás 1 á morgnana, það er rosalega notalegur þáttur og rólyndislegur.  K.K. er líka einstaklega ljúfur útvarpsmaður og góður kynnir á þeim lögum sem hann spilar.  Og ég hef uppgötvað svo ekki verður um villst  þvílíkt afrek RUV hefur sýnt hér áður og fyrr, þegar lítið var um stúdíó.  Á árunum 1940 - 50 og bæði fyrir og eftir reyndar voru hljóðritaðar íslenskar perlur sem annars hefðu orðið gleymskunni að bráð.  Perlur sem við njótum enn daginn í dag.  Það ber að þakka og minnast.  En það er oft svo að það góða sem maður gerir liggur í þögninni en það slæma er æpt á torgum.

Við eigum að snúa því við og gera einmitt eins og K.K.  Ræða um það jákvæða og góða, en minnka talið um það neikvæða.  Það á auðvitað ekki að þagga niður illvirki eða gleyma þjófnuðum og græðgi sem hafa komið okkur í þrot, né heldur ekki gleyma þeim sem ábyrgðina bera.

En ég held að heimurinn væri betri ef við gæfum okkur tíma til að minnast þess fallega og góða sem margir eru að gera.  Tala upp jákvæðnina og kærleikann sem vissulega býr allstaðar, bara mismikið uppi á yfirborðinu.  Með því getum við einmitt dregið bjartsýnina og fegurðina upp á yfirborðið.   Og þegar ég tala um fegurð, er ég ekki að tala um falleg fés eða kroppa, heldur fegurðina sem býr í öllu sem lifir og andar.  Þann neista kærleika sem býr allstaðar, en þarf ef til vill hvatningu til að koma betur í ljós og blómstra.  Þetta getum við gert hvert og eitt okkar, og þannig lagt okkar af mörkum til að gera lífið betra og bjartara. 

Við eigum að vera djarfleg í fasi og horfa á fólkið í kring um okkur, brosa og hrósa, þannig verðum við hvert og eitt að litlum ljósperlum sem smátt og smátt litum umhverfi okkar með ljósari og fegurri litum. 

Ég sé stundum fólk sem horfir niður í gólfið og forðast að líta í kring um sig.  Þá hugsa ég um hve bágt þessi manneskja hljóti að eiga að loka sitt lífsins ljós af.  Mig langar til að taka utan um slíkt fólk og segja því að það eigi sinn tilverurétt alveg eins og allir hinir.  Þunglyndi og erfiðleikar er eitthvað sem enginn ræður við, en ég held samt að það sé hægt að gera þeim sem eiga við slíkt, léttara um vik, með brosi og hrósi, með því að láta þeim finnast að þau skipti máli.  Því þannig er það bara við skiptum öll óendanlega miklu máli.

En sem sagt elskurnar ég vona að ég komist í netsamband í dag, svo ég geti sett inn myndir fyrir ykkur.  Ég vil líka þakka þeim sem hafa haft samband þeim mörgu reyndar sem hafa komið og sagt mér að þeir lesi og skoði bloggið mitt daglega.  Ég fyllist þakklæti og jákvæðni við að heyra svoleiðis, ég er nefnilega eins og við öll, þurfum á að halda að vera metinn af því sem við gerum vel.  Það kemur tífallt til baka til þeirra sem þannig gera, þannig hljómar lögmálið.

Knús á ykkur öll þangað til ég kemst inn næst. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

KK er með minn uppáhaldsþátt á morgnana. Spilar líka svo fjölbreytta flóru af lögum.

Þú ert frábær

Hrönn Sigurðardóttir, 25.5.2009 kl. 11:39

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ég er svo innilega sammála þér með jákvæðnina og brosin. Þau eru hreinlega næring og nauðsynleg öllu lífi.

Alltaf svo gott að lesa bloggin þín, vona að netið komist í lag hjá þér sem fyrst

Ragnhildur Jónsdóttir, 25.5.2009 kl. 11:45

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mínar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2009 kl. 11:52

4 Smámynd: Ragnheiður

knús til baka, ég les hverja færslu og finnst mér líða betur á eftir...eins og þetta með lífsins ljós sem þú skrifar í dag.

Fólk eins og þú dreifir í kringum sig ljósinu og við hin njótum

Takk fyrir mig

Ragnheiður , 25.5.2009 kl. 13:36

5 identicon

Hjartanlega sammála, það skiptir svo miklu máli að horfa meira á björtu hliðarnar, þær dökku fylgja alltaf líka en við getum stundum leitt þær hjá okkur. Ég fór í messu í gær hjá Ísfirðingum, Súðvíkingum og Seyðfirðingum, það var svo gaman að hitta allt fólkið, suma þekkti maður vel áður, en aðra minna, en nú voru allir svo glaðir að hittast og mikið um faðmlög og kossa og hlýjar kveðjur. Það voru þrír prestar, allir að vestan, Örn Bárður, Sveinbjörn og Hjörtur Hjartar og þeir skiptust á að þjóna til altaris. Svo var kaffi og kökur á eftir og þar var sko spjallað og gleðin skein úr hverju andliti. Ég var afskaplega glöð í hjarta þegar ég kom heim . Vona að litla skotta sé orðin góð, það er ekki gott að vera illt í maganum að maður tali ekki um marga daga.

Dísa (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 13:54

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Pistlarnir þínir eru svo "nærandi" fyrir sálina Ásthildur mín Knús í kærleikskúlu

Sigrún Jónsdóttir, 25.5.2009 kl. 14:30

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Gott að litla skottið er að hressast. Vona bara að þið hin sleppið við þetta.

Ég er svo sammála þér með fegurðina og kærleikann. Eitt lítið hrós fær maður margfalt til baka. Aldrei sleppa tækifæri til að hrósa. Bæði fjölskyldu, vinum og ókunnugum. Sjáið bara svipinn á afgreiðslumanneskjunni ef þið gefið henni/honum hrós. Fólk lifnar við og brosir  

Vonandi kemst netið fljótt í lag hjá þér. Alltaf gaman að sjá myndir úr Ævintýrakúlu  Og til hamingju með litlu fallegu ömmustelpuna. Það sést ættarsvipurinn á henni, ekki ólík ömmu sín. Knús

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 25.5.2009 kl. 19:10

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir mig mín kæru.  Sem betur fer kom símamaðurinn í dag og lagaði allt saman. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2009 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 2023139

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband