Ýmislegt, börnin í kúlunni, Tai Kwon Do og ýmislegt annað.

Ég er að hlusta á eldhúsdagsumræðurnar, meðan ég skoða myndir dagsins.  Og ég verð að segja að þau í Borgarahreyfingunni tala mannamál, og ég segi bara Guði sé lof fyrir að þau komust á þing, því þau þora bara að segja hlutina eins og þeir eru.  Þau eru mátulega naív til að segja bara hlutina eins og þeir eru.  Megi þau halda því áfram.  Þekkjandi Birgittu ágætlega gegnum hennar skrif og Katrínu Snæhólm gegnum Málefnin mörg ár, þá tel ég það nokkuð víst að þau muni halda sínu striki.

 En ég ætla að setja inn myndir af börnunum mínum og beltaprófi Úlfsins.

IMG_8358

Djús og rabbabari er ágætis blanda.

IMG_8361

Svo er líka bara ágætt með tannkremið, það er sko vel kryddað Tounge

IMG_8363

Regnskógurinn!!! Nei kúlan og mansjúríu runnabóndarósirnar!!!

IMG_8367

Og héðan í frá til haustsins borðum við allan mat í garðskálanum, grillaðan eða ekki.

IMG_8368

Stubbaknús Heart

IMG_8369

Stóra snúllan okkar Heart

IMG_8374

Já nú verður borðar frammi í garðskála til hausts, sumarsins notið í botn, og afi gamli verður auðvitað með okkur eins og alltaf.

IMG_8376

Skál bróðir skál!!

IMG_8378

Og svo eru börnin auðvitað máluð.  Eða þau máluðu sig sjálf.  Reyndar held ég að þessi barnamálning hafi byrjað hér á Seljalandsdag á Skíðaviku.

IMG_8382

Já hér er sól og snjórinn fer verulega hratt.

IMG_8384

Set þessa inn bara af því að hún er svo sannarlega á hreyfingu.

IMG_8386

Já nú fer tími barnanna í hönd, og heimsóknir þeirra í kúluna.

IMG_8390

Hér tókst afa að smella af mynd af ömmu og krúttinu alveg óvænt.

IMG_8391

Við erum búin að komast að því að Ásthildur Cesil kann að skrúfa tappa af flösku, í þessu tilfelli munnangurslyf hehehehehe.... sem lenti á röngum stað.

IMG_8394

Hér er Hanna Sól að teikna hús og mér sýnist það vera kúluhús... hvað annað.

IMG_8395

Og litla skottið sýnir þessu mikinn áhuga LoL

IMG_8399

Ég er ekki viss um að litla skepnan mín verði ánægð með ömmu sína þegar hún kemst á táningaaldurinn með allar þessar skondnu myndir af henni.  En hún er bara svo frábær karakter, og einstök manneskja. Heart

IMG_8401

svo tók afi þessar myndir LoL

IMG_8405

Jamm svo getur maður málað varirnar......

IMG_8407

Flotta stelpan mín.

IMG_8413

Og svo er það Tai Kwon Do beltaprófið sem hófst í dag, var frestað.  Hér er meistarinn mættur.

IMG_8416

Ungir áhugasamir nemendur tékka sig inn í beltaprófið.

IMG_8417

Stubburinn líka.

IMG_8428

Það var prófað í ýmsu, og svo var það spíkat, og þeir teygðu sig eins og þeir gátu hehehe... og svo sagði meistarinn brandara, og hélt þeim algjörlega í gíslingu lengi... svona rétt til að tékka á úthaldinu.  Allt með ráðum gert.  Þeir engdust sundur og saman, en héldu samt út.

IMG_8430

Svo voru armbeygjur.

IMG_8434

Hér eru þeir sem eru lengra komnir appelsínugulabeltið og gula beltið. 

IMG_8444

Og öllum tókst þeim að standa sig, eftir umræður og umvandanir meistarans, og nú taka þeir heiðursskjölin sín og beltin.

IMG_8445

Tai Kwon do er byggt á virðingu og jafnrétti, falleg hugsun og ég vona að þeir verði fleiri næsta vetur, því það er jafnvel svo að þessu verði hætt.  við skulum vona að svo verði ekki, en ég auglýsi hér með eftir manni sem getur tekið að sér að kenna þeim næsta vetur, því Hjalti sem hefur sinnt þessu og byggt upp hingað til er á förum i frekara nám.  Please ef þarna er einhver sem vill og kann og getur, að gefa sig fram. 

IMG_8447

Já svo sannarlega má þetta ekki detta uppfyrir.

IMG_8453

Hópurinn í heild með meistara sínum.

IMG_8454

Innilega til hamingju allir, og ég vil sjá miklu fleiri næsta haust, og þá vil ég sjá fleiri stúlkur, það voru nokkrar að æfa, en einhverra hluta vegna voru þær ekki þarna í dag. Og ég get sagt ykkur að þegar ég var á mótinu í Keflavík fyrir ári síðan, þá voru fullt af mömmum og pöbbum að æfa með börnunum, það er nefnilega málið, að gera þessa íþrótt að fjöldkyldu íþrótt, því hún er góð fyrir líkaman og sálina, og mömmur og jafnvel ömmur geta farið af stað og tekið þátt.  Hugsið um þetta og við skulum ekki láta þessa flottu íþrótt detta uppfyrir. 

En knús á ykkur, og ég hef verið að hlusta á eldhúsdagsræðurnar meðan ég skrifaði þetta og ég verð að segja það að málarekstur Borgarahreyfingarnar hugnaðist mér best.  En líka talsmáti Vinstri grænna.  Í guðsbænum Samfylkingin hættið þessu ESB blaðri, það er ykkur til mikillar minnkunnar, því það er svo sannarlega ekki það sem við þurfum núna. Heldur að standa saman öll sem eitt, það er ekki leiðin til Evrópu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Alltaf jafn gaman að skoða hér hjá þér

Sammála þér með málflutning borgarahreyfingar þingmanna, þau voru flott í umræðunum í kvöld.  Svo fannst mér Sigmundur Ernir vera með góða ræðu

Sigrún Jónsdóttir, 18.5.2009 kl. 22:22

2 Smámynd: Karl Tómasson

Elskulega Ásthildur, risastórt knús til þín fyrir allar fallegu færslurnar þínar og þá birtu sem í þeim er. Hún gefur án vafa meira til allra þeirra sem lesa og sjá meira en þig grunar.

Eigðu gleðilegt sumar mín kæra og allt þitt fólk.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm og fjölskyldu.

Karl Tómasson, 19.5.2009 kl. 00:13

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Sigrún mér fannst Sigmundur samt dálítið skáldlegur og ekki einlægur, það var eitthvað......  Sá hann fyrir mér að æfa sig fyrir framan spegilinn, dálítið spaugilegt

Innilega takk fyrir þessi hlýju orð í minn garð Kalli minn, þau ylja mér svo sannarlega.  Þúsund sinnum takk

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2009 kl. 09:37

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábærar myndir - litla skottið lærir einhvern tíma að þessar myndir eru álíka gullmoli og hún sjálf. Hanna Sól er alltaf jafn falleg og litli rauðhærði drengurinn er yndislegur.

Skilaðu hamingjuóskum til Úlfsins.

Hrönn Sigurðardóttir, 19.5.2009 kl. 11:42

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl og blessuð

Nóg af fallegum myndum hjá þér. Aldeilis líflegt í Kúlunni.

Sendi rauða rós með innleggi fyrir blómakonuna Ásthildi Cesel.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.5.2009 kl. 17:51

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessa fallegu rós Rósa mín. 

Takk Hrönn mín, ég vona að hún skilji það þegar hún kemst á þennan órólega aldur.  Úlfur sagði nefnilega við mig í haust.  Amma settir þú inn baðmyndir af okkur Júlíönu Lind og Danísl???? Það mátt þú ekki gera, mér verður strítt á þeim.  En Úlfur minn það voru myndir frá því þið vorum þriggja og fjögurra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2009 kl. 17:55

7 identicon

Já þeir eru flottir strákarnir, og stelpurnar litlu líka. Það er auðséð hvor er grallarinn og hvor daman. En Ásthildur er fín rauð, fjólublá eða bara eins og hún fæddist, trúað gæti ég samt að þú fáir síðar smááminningu fyrir að birta svona myndir, en þá verður svo langt um liðið að erfitt verður að fletta þeim upp svo þú getur misst minnið og sagt, nei ég man ekki hvort þessi kom á netinu. Alltaf gaman að sjá pabba þinn á mynd, ég veit ekki hvað eru mörg ár síðan ég hef séð hann sjálfan. Ætti að drífa mig og líta á hann um leið og "kellingarnar" mínar á Hlíf, hef gert það síðustu ár að húsvitja og heimsækja þær allar sama daginn.

Dísa (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 20:09

8 identicon

Þessar myndir þínar verða gull þegar fram í sækir. Þó svo að á vissum aldri gætu fyrirsæturnar verið ósáttar en þær alast upp við þetta. Efast um að nokkur amma eigi eins mikið af ömmubörnunum sínum. 

Knús í grillkúluna

Kidda (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 08:21

9 Smámynd: Hlédís

Þakka fyrir pistil og stórgóðar myndir

Hlédís, 20.5.2009 kl. 09:50

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mínar. 

Dísa mín endilega líttu við hjá Pabba, bættu honum á kerlingalistann þinn  Hann hefur gaman af að hitta fólk, ekki síst skemmtilegt fólk. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2009 kl. 10:23

11 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þvílíki yndislegheit!!!! Þær eru nú svo stórkostlegar systurnar, svo duglegar og sú stutta alveg einstök! Hún verður kjarnakona eins og amma hennar. Knús á þig mín kæra.

Sigurlaug B. Gröndal, 20.5.2009 kl. 11:12

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Maður verður betri manneskja af að skoða myndirnar af barnalífi kúlunnar.

Svei mér þá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2009 kl. 14:57

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mínar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2009 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2023147

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband