Svona hugleiðing um pólitík...

Ég er alltaf að pæla eitthvað.  Nú hef ég velt fyrir mér flokkunum og hvernig ég sé þá fyrir mér.

 

Tek það fram að þetta er eingöngu mínar pælingar miðað við það sem mér finnst hafa komið fram.

  

Samfylkingin.

 

Samfylkingin er svona 101 flokkur, ekki í góðu sambandi við landsbyggðina.  Og hann er svokallaður elítuflokkur.  Ég er ekki að dæma fólkið sem slíkt, en samt sem áður þá hefur þessi flokkur þróast í átt til Reykjavíkur og þess sem gerist þar og reyndar út í Evrópu. Flokkinn vantar jarðtengingu. Ég held að ef Margrét Frímanns og Rannveig Guðmundsdóttir hefðu verið í forsvar fyrir flokkinn, þá hefði hann verið meira jarðtengdur.  Þær komu úr grasótinni.. En með því að hleypa Ingibjörgu Sólrúnu í hæstu hæðir þar innanborðs var flokkurinn tekinn úr sambandi við alþýðu manna.  Össur er góður maður, en  hann er of fylgispakur við meirihlutan.  Hann er einfaldlega of góð persóna og manneskjulegur.  Með Árna Páli verður svo lokahnykkurinn lagður að 101 stöðunni, þá mun kvarnast úr flokknum verulega.  Því miður hefur Jóhanna valdið mér vonbrigðum, því hún hætti að hlusta á alþýðuna en fór að hlusta á fólkið sem stendur henni nær í pólitíkinni, eins og þetta Júróraus ber vitni um.

 

Vinstri græn.

Vinstri græn eru heiðarlegri í afstöðu sinni.  Þó ber flokkurinn vissulega afstöðu til öfgafeminista, sem fæla margan manninn frá því að styðja flokkinn.  Steingrímur er flottur og fínn maður, Ögmundur þó heilsteyptari.  En svo eru þarna konur eins og Sóley Tómasdóttir sem eru öfgarnar og fæla frá, þar var Kolbrún Halldórsdóttir líka.

Synd þegar fólk lendir í því feni að ofgera hlutina og þar með vinna á móti hugsjónum sínum.  Af þeim flokkum sem nú sitja á þingi treysti ég samt best Vinstri grænum til að halda utan um þau gildi sem ég vil leggja og voru stefna Frjálslynda flokksins.

 

Framsókn.

 

Framsóknarflokkurinn er spilltur og rotinn í gegn að mínu mati, enda stofnaður til að gera einmitt það, að vera lítill flokkur en hafa mikil völd miðað við stærð í skjóli oddaaðstöðu.  Spilling flokksins tók svo flugið þegar þeir náðu saman við Sjálfstæðisflokkinn, sem er jafnspilltur og þeir og úttekt á því sem þeir hafa gert síðastliðinn 20 ár mun koma fram í dagsljósið meira og meira, og jafnvel vekja undrun þeirra fylgismanna.  Hversu langt þeir voru tilbúnir til að ganga í að ljúga og svíkja landsmenn til að ná völdum og peningum. 

Og þó þeir hafi skiptu út forystunni, þá er það bara þannig að mínu mati var henni ekki skipt út, heldur laukarnir látnir taka við kyndlinum.  En bak við ráða sömu menn ennþá.

Þeir tveir bera ábyrgð á stöðu landsins i dag, og ótrúlegt að þeir skyldu ekki koma ver út úr kosningum, sýnir ræfilshátt þjóðarsálarinnar við að refsa þeim sem ekki standa sig.

 

 

Sjálfstæðisflokkur.

Sjálfstæðisflokkurinn er í raun og veru ekki stjórnmálaafl, heldur trúfélag.  Sértrúarflokkur sem hefur það eitt á stefnuskránni að halda völdum, og hygla sínu fólki.  Það er í raun og veru alveg stór furðulegt að alþýðufólk þessa lands þar með taldir öryrkjar skuli veita þessum aðiljum brautargengi í kosningum, því að það er morgunljóst að það hlutskipti lítilmagnans skiptir þá nákvæmlega engu máli.  Heldur er aðalatriðið að halda völdum til að geta haldið áfram að hygla auðjöfrunum sem borga í kosningasjóðina.  Því fyrr sem almenningur gerir sér grein fyrir þessu því betra.

Frjálslyndi flokkurinn.

Frjálslyndi flokkurinn kom fram til að breyta ákveðnum hlutum, fyrst og fremst óréttmætu kvótakerfi, en þeir tóku líka að lífeyrirréttindum og allskonar góðum málum sem brunnu á þjóðfélaginu.  Þeir voru hreinlega þaggaðir í hel af því að það eiga bara að vera ákveðnir fjórir flokkar innan kerfisins, og Frjálslyndi flokkurinn var ógn við það mat.  Þeim tókst samt sem áður að lifa í tíu ár, hinum meira og minna til ama og leiðinda.

 Lokst tókst þeim að hverfa af þingi, mest vegna innri deilna og ósættis, og óheiðarlegra manna sem komu inn í þeirra raðir mestmegnis til að breyta flokknum og gera hann að einhverju öðru.  Það er samt sem áður ekki útilokað að flokkurinn komist aftur upp úr lægðinni, sérstaklega af stjórnarflokkunum tekst ekki að koma skikki á fiskveiðistjórnunarkerfið, sem mikill meirihluti almennings er ósammála.

 

 

Borgarahreyfingin.

Borgarahreyfingin er nýtt afl, sem kemur ferskt inn og virðist ætla að ná því að breyta áherslum.  Vonandi allavega.  Þau koma inn með nýjar hugmyndir og nýja hugsun sem er gott mál.  Og viljan til að breyta þeim gamaldags fornaldar hugsunarhætti sem ríkt hefur á alþingi.  Málið er að ef Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hefðu verið enn við völd í dag, hefðu þau einfaldlega verið kveðin í kútinn og ekkert heyrst frá þem meir.  En sem betur fer, þá ber núverandi stjórn gæfa til þess að leyfa fólki að huga og vera til.  Ég held að einmitt þess vegna munu þeir ná því að breyta og vekja upp nýja hugsun á Alþingi.  Og það er svo sannarlega tímabært.

Það er alveg komin tími á að brjóta upp þetta fjórflokkakerfi og koma á nýrri hugsun og fyrirkomulagi við stjórnun.  Það væri best fyrir okkur alþýðu manna að sem flestir flokkar væru á þingi og sem flestar raddir heyrðust.  Og ekki síður að við, þú  og ég, þyrðum að refsa okkar mönnum, og hygla þeim sem standa sig betur. 

 

Lýðræðið er brothætt og það er alveg sama hversu gott fólk raðast þar í innstu koppa, vald spillir og ef menn endalaust komast upp með sjálfselsku og vinargreiða, þá bara gerist það sem við horfum upp á í dag.  Það er því ekki við hæfi að heimta refsingu fyrrverandi stjórnarmanna, heldur ber okkur að líta í eigin barm og skoða hvort við sjálf höfum ekki brugðist í þeirri skyldu okkar að veita aðhald og halda okkar fólki á tánum, við að gera rétt og vera okkar liðsmenn, en ekki veita þeim leyfi til að nota sér aðstöðu sína til að þyggja fé eða hvað sem það má annars kalla sjálfum sér til framdráttar við að halda völdum.  En einmitt þess vegna er Island rotið eins og gamall hákarl, og það verður meiri þrautin að vinda ofan af þeirri löngu vitleysu, áður en við getum sagt með stolti að við séum þjóð án spillingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Úf Úf,Ásthildur,margt gott í þessum pælingum hjá þér,og mjög margt satt,margir góðir puntar,þó ég sé ekki sammála þér í þeim öllum,þá er þetta mjög gott hjá þér,auðvita eigum við að gera svona úttektir og ræða málin frá hjartanu,eins og þú gerir,endilega komdu með fleiri pælingar,ég vill ekki að svo stöddu tjá mig um þennan frábæra úttektarmiða þinn á hvern stjórnmálaflokk,en þarna er margt satt. kær kveðja,konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 17.5.2009 kl. 22:09

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhannes minn þakka þér innlitið ertu þessi eini sanni með hláturinn þinn sem glumdi svo oft í eyrum í útvarpinu og létti manni geðið hér á árum áður.  En já það þarf að ræða pólitíkina út frá öðrum forsendum en áður, bara til að fá nýja fleti núna þegar allt er í upplausn og fólk veit ekki sitt rjúkandi ráð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2009 kl. 22:36

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

alveg sammála þér með 101 flokkinn, gjörsamlega ótengd út á landsbyggðina.

Gaman að pælingum þínum knús í kúlu

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 17.5.2009 kl. 23:08

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég þræti ekki við þig þarna, enda hópzálast ég frekar með þér í góðri greiníngu þezzari.

Synd hinz vegar hvernig flokkur okkar fór veg allrar veraldar, & í því berð þú sviða á skinni sem & við hinir.

Steingrímur Helgason, 18.5.2009 kl. 01:15

5 identicon

Ja, sko Íja mín gastu ræst út minn gamla félaga Jóa á Fóðurbílnum, nú hlær hann svo fjöllin taka undir.

Dísa (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 07:35

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Dísa mín hláturinn hans Jóa á fóðurbílnum er einstakur

Knús á móti Hulda mín.

Bara komin með nýja mynd og sona Steingrímur minn.  Flottur!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2023147

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband