17.5.2009 | 13:47
Karlakórar á ferð og lífið í kúlunni.
Já það er yndislegt veður hér núna dag eftir dag. Ég að hamast við að koma sölunni í lag, og laga til í skrúðgörðum bæjarins. Þar er af nógu að taka og dagurinn endist mér ekki alveg. Á einhver kvóta???
Svona leit nú samt morgunin út í gær, það var nánast eins og austfjarðarþokana hefði fært sig vestur.
En svo þynntist hún út og hvarf fyrir sólinni.
Og enn er sól.
ég er svona stór!!!!!
Og meðan litla skottið klöngrast upp á allt, situr sú stóra og föndrar.
Þetta má ekki!! amma verður reið ef þú skemmir blómin....
Og þetta er prakkarastríðnisbrosið sem maður fær úr þeirri deildinni Og það þýðir ekkert að æsa sig eða gera neitt annað en að draga athyglina eitthvað annað.
Og föndrið gengur vel, margar fallegar myndir sem hægt er að klippa út.
Og Brandur er búin að finna góðan stað til að leggja sig í hreina þvottinn af því að húsmóðirin hefur ekki gefið sér tíma til að brjóta hann saman og setja á sinn stað.
SKottið er þarna að moka.
Moka moka moka!!
Svona getur hún dundað sér lengi.
En í gær missti ég af Júrósvisjón því ég var að gera miklu skemmtilegra. Ég fór sem sagt á tónleika með tveimu karlakórum, þ.s. Karlakórnum Erni og Karlakór Eyjafjarðar. Þeir voru haldnir í kirkjunni og voru mjög góðir. Síðan fórum við með rútum að Núpi í Dýrafirði þar sem við snæddum kvöldverð öll saman, og það var mikið sungið.
Karlakórinn Ernir syngur lög eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni.
Stjórnandi, píanisti og nokkrir kórfélagar úr Karlakór Eyjafjarðar.
Eyjafjarðarkórinn ásamt stjórnanda, hún var skemmtileg og sagði brandara milli laga.
Síðan sungu þeir allir saman, það hljómaði vel, allar þessar fögru karlaraddir.
Eftir tónleikana var svo farið í tvær stórar rútur, áleiðis til Núps.
Það var gleði í mannskapnum.
þegar er farið á Núp er ekið gegnum göngin til Flateyrar, inn í þeim var gerður stór hellir, þar stoppa menn gjarnan og fá sér bjór og alla vega í gær tóku þeir lagið þarna inni, þar er þvílíkur hljómburður.
Lengst inn í fjallinu, erum við stödd.
Það þáðum við veitingar og ekki af verri endanum.
Lögreglan stóð á verði, vegna þess að því miður eru göngin bara einbreið á þessum kafla. En mér sýndist lögreglumaðurinn bara njóta þess að hlusta.
Og svo var tekið lagið.
Stjórnendurnir hér og allir sungu saman. Hljómurinn er rosalega flottur þarna inni.
Ég hélt mig auðvitað þar sem vínið var hehehe...
Þetta var rómó, kertaljós inn í berginu. Ég er viss um að hulduverurnar hafa skemmt sér líka yfir öllum þessum söng og hlátri.
Þessir tveir norðlendingar komu svo yfir til okkar í rútuna, og sungu af list.
Og við skemmtum okkur vel, það er ekki hægt að segja annað.
Komin á Núp, og í kaupfélagið Þar bókuðum við okkur í matinn og ég held að norðlengindarnir hafi gist þar.
Áhuginn leynir sér ekki, og auðvitað er það Júróvisjón sem dregur athyglina að sér.
Óhætt að segja að þar sé engin aldursgreining á ferðinni. En okkar fólk stóð sig vel og við urðum í öðru sæti eins og allir vita. Og ég segi bara til Hamingju Ísland. Og Heyja Norge, þeir sigruðu með yfirburðum.
Við héldum samt okkar striki og fengum okkur góðan kvöldverð og skemmtum okkur vel fram eftir kvöldi og nóttu.
Einn yndislegur svona að lokum. Símon litli Dagur svaf þegar amma heimsótti hann í morgun. En sonur minn og tengdadóttir pössuðu Ásthildi litlu og Úlfinn fyrir mig, en Hanna Sól var hjá Siggu mömmu Sigurjóns Dags.
En nú er ég á leiðinni út í garð að grufla svolítið í moldinni.
Eigið góðan dag, og munið að hamingjan felst í því sem maður á inn í sér, þ.e. ánægjuna og kærleikann sé það tvennt til staðar, þá bítur ekkert annað á mann. Knús á ykkur öll.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.5.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2023147
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús í kærleikskúlu Ásthildur mín og takk fyrir mig
Sigrún Jónsdóttir, 17.5.2009 kl. 14:14
Sæl Ásthildur.
Þetta hefur verið magnað kvöld hjá ykkur. Gaman að það skyldi takast svona vel upp.
Já,fekkst þér í staupinu, hehehehuheh !
Frábærar myndir af krökkunum
og það er ekki síður gaman hjá þeim !
Kveðja
til allra.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 14:21
Eins og alltaf frábærar myndir .....knús í hús.....
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.5.2009 kl. 16:20
Hehe Þói minn eitthvað lét ég inn fyryr mínar varir
En ekki mikið. Þetta er nefnilega eðal selskapur, skemmtilegt fólk, sem gaman er að vera innnum. Þá þarf maður að njóta félagsskaparins, og það gerir maður ekki ef maður er á skallanum, þá fer allt í þoku. Ég verð samt að viðurkenna að ég var farin að dotta undir það síðasta, en það var af þreytu og lúa eftir allt umstangið undanfarið. 
Takk fyrir innlitið Sigrún mín
Knús á móti Linda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2009 kl. 17:00
Nei, það dugar ekkert minna en tveir snarpir karlakórar til að toppa Evróvisíónið, þið hafi tilheyrt þessum fáu sem ekki sátu límdir við "Raulið í Rússíá" og mændu á mislíttklædda kroppana á skjánum!
Sumarkveðja vestur.
Magnús Geir Guðmundsson, 17.5.2009 kl. 19:24
Alveg skil ég að hafa frekar valið kórana, þegar ég hlustaði á Ernismenn í fyrra fannst mér það meira en þess virði að fara og hlusta. Ég hefði hiklaust skipt, sumt efni Eurovision vakti manni kjánahroll og kroppasýningar sumra fannst mér til þess eins að breiða yfir fátæklegt lag og innihald. Reyni að senda þér smáorku þó ég eigi ekki mikla. Ég sat hér úti á lóð fyrripartinn í gær að kroppa gras, mosa og fleira illgresi milli steinhellanna, en það var samt svolítið gaman að blanda geði stund við nágrannana og konan við hliðina á okkur bakaði pönnsur og kom með kaffi því hún hefur ekki heilsu ó moldvörpustörfin. Ég held samt að hun hafi verið vinsælust allra með sykraðar og rjómapönnsur.
Dísa (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 20:03
Nákvæmlega Magnús mínn þetta voru sko karlar í krapinu og ég naut þess að hlusta á þá.
Dísa mín alveg get ég ímyndað mér að pönnsukonan hafi vakið lukku, Hanna Sól sagði einmitt við mig í dag, komandi úr afmæli, amma ég ætla að hafa pönnsur í afmælinu mínu, og líka vöfflur
Pabbi fór líka nýlega í erfidrykkju og vildi fá pönnsur, en honum til mikillar mæðu þá voru engar pönnukökur á boðstólum. Þannig er vort daglega pönnukökulíf. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2009 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.