Bara eitt og annað sem ég er að hugsa.

Jamm það er margt sem ég er að hugsa í dag. 

Til dæmis um júróvisjón, ekki keppnina sjálfa heldur fólk sem á ekki orð til að lýsa þvílíkur hryllingur hún er og lágkúra.  Minnir mig dálítið á Dallas í den, þegar enginn horfði á slíka lágkúru en eigi að síður tæmdust götur og torg meðan Dallas var sýndur á skjánum.  Íslendingar eru svona þjóð sem er ofboðslega sjálfhverf og líka "vönd að virðingu sinni". Þ.e.a.s. horfir ekki á hvað sem er, getur alltaf fundið það versta út úr öllum sem skara framúr að einhverju leyti.  Og rakka alla niður sem eru að gera eitthvað sem reynir á.  Ég er ekki að segja að við séum vont fólk, en við erum bara svo stutt komin frá torfkofunum ennþá að það er með ólíkindum að við höldum að við séum rosa töff og flottust í heimi.  Málið að ég hef víða farið og víða dvalið, og ég hef hvergi séð svona fordóma eins og eru hér til eða frá.  Við erum smásálir sem höldum að okkar álit sé það sem skiptir máli.  Það hefur aldrei sést betur en einmitt núna þegar allir geta tjáð sig á skjáskinnunni eða bloggi og spjallrásum.  Þetta er svo sem í lagi, ef fólk gerir sér grein fyrir minnimáttarkenningunni sem skín út úr þessum skrifum svona almennt séð.  Og ég er ekkert að undanskilja mig, ég er hvorki betri eða verri en allir hinir.  við erum bara svona, og það gerir fólki örðugt að vera á toppnum, eða að einhverju leyti standa út úr meðalmennskunni.  Það er auðvitað fullt af fólki sem hefur komist út úr þessu, og þar á meðal margir í mínum bloggvinahópi. Auðvitað á maður ekki að tala svona en ég sé þetta samt.

Júróvisjón er dæmigert svona dæmi fyrir smáborgarana að láta ljósið sitt skína og lýsa yfir vanþóknun og fyrirlitningu á þessari keppni, samt sem áður er mikill fjöldi sem fylgist með og horfir á keppnina sennilega í laumi. 

Annar sem ég hef verið að spá í er nýja fólkið okkar í Borgarahreyfingunni.  Ég er alltaf hrifnari og hrifnari af þeim.  Ég held að þau muni ná því sem við náðum ekki í Frjálslynda flokknum að virkilega breyta hugsunarganginum.  Birgitta Jónsdóttir og þeir sem með henni standa eru gjörsamlega að vekja athygli á smásmygli íslenginga og breyta hugsuninni.  Ég er rosalega ánægð með það og vona að þau haldi áfram á þeirri braut sem þau hafa markað.  Þau koma inn með ferskan andblæ eins og þau töluðu um, og það er ekkert annað hægt að gera í stöðunni en að samþykkja það hjá þeim sem eru orðin svo samdauna stjórnmálum undanfarin mörg ár.  þau eru einmitt að sýna okkur hvað alþingi er forpokað og lokað.  Áfram þið unga frjóa fólk, þið fyllið mig bjartsýni, og líka ríkisstjórnin svona burt frá þessu endalausa tilgangslausa tuði Samfylkingarinnar um að ganga í Evrópusambandið, sem mér finnst hallærislegast af öllu, og ykkur til minnkunnar sorrý bara.

 

En ókey að þessum tveimur áhugamálum mínum forgengnum þá eru nokkrar myndir.

IMG_8182

Veðrið í gær var yndislegt svo sólríkt og hlýtt.

IMG_8183

Afi og litla skrýmslið að koma heim frá leikskólanum.

IMG_8185

Á svona dögum vilja börnin fara í balabað.

IMG_8188

Þá er sett volgt vatn í bala og þau busla eins og ég veit ekki hvað.

Þetta hefur verið svona alla tíð frá byrjun.

IMG_8191

Gaman gaman.

IMG_8195

Og börnin í rólegheitum.

IMG_8199

Svo er gott að fá sér harðfisk.

IMG_8207

Hanna Sól að leggja Sigurjóni lífsreglurnar.

IMG_8210

En í svona góðu veðri er ekki bara hægt að vera inni, heldur þarf að skoða fossinn og helst vaða í honum LoL

IMG_8214

Það þarf auðvitað dót í balann sko!!!

IMG_8226

Úhú einhver tók mynd beint upp í sólina... gruna Úlfinn.

IMG_8228

Fossinn er náttúrlega spennandi.

IMG_8236

Já Lífið í kúlunni er bara svona friðsælt og notalegt.

IMG_8244

Hér fær Sigurjón rósabað að hætti Rósu Ingólfs hehehehe.....

IMG_8247

Hin nýja Solla stirða heheheh.

IMG_8249

Úlfur á tónleikum í gær, afi tók myndirnar.

IMG_8250

Og minn þeytir trommurnar.

IMG_8257

Gamla brýnir upp á lóð að vinna að því að gera klárt fyrir opnun.

IMG_8258

Drengur með fiskistöng... þessi er listræn held ég.

IMG_8261

Svo er gott að fá afaskyr og slaka aðeins á.

IMG_8263

Í dag kom svo þessi dalalæða, með ákveðnu kulda.  Þó var hlýtt og notalegt.  En þessi er enginn aufúsugestur hér get ég sagt ykkur.

IMG_8264

Held að hún sé óskilgetið afkvæmi hita og kulda.

En ég verð að biðja ykkur afsökunar á því hve fjarlæg ég er þessa daga, því ég er í kappi við tímann og sumarið.  Þarf að gera allt í gær, en þið eruð í mínum huga og þið gefið mér svo mikið, þið eruð eins og jörðin og gróðurinn yndisleg.  Þetta er allt samtvinnað, mannshugurinn og náttúran, eitt af sama meiði og hvert styður annað.  Með fallegri hugsun sendum við kærleika út í andrúmsloftið, og þar er fullt af verum sem móttaka kærleikann og nota hann, og svo kemur hann aftur til baka til okkar tífalt meiri en við sendum út.  Þannig virkar lögmálið. 

Svo ég segi bara megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda.  Munið að kærleikurinn er það æðsta á þessari jörð og óeigingjarnasta sem til er, og það sem er mest gefandi.  Það er það sem við þurfum á að halda öll sem eitt.  Knús. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góðar pælingar hér að vanda og yndislegar myndir. Takk fyrir mig og kær kveðja vestur 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2009 kl. 22:57

2 identicon

Fattaði það!! Þetta eru ekki alvöru stelpur heldur dulbúnar hafmeyjar, þess vegna sækja þær svona í vatnið. En Sollan er flott, ekki mjög kvenleg en liturinn klæðir. Góða helgi moldvarpan mín og láttu fara vel um þig í hlýjunni

Dísa (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 23:09

3 Smámynd: Hlédís

Dýrðardagur!

Hlédís, 15.5.2009 kl. 23:45

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð orkubolti

Hörku pistill í byrjun  Sammála þér með svo margt þar.

Myndirnar skemmtilegar. Það er mikið um að vera í kringum þig.

Ég var að hugsa um barnið hennar Ásthildar Cesel yngri. hún var nú ekki að passa það nógu vel í baðinu, hehe.

Hvenær hefur þú tíma til að hvíla þig? MUNDU: Farðu vel með þig.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.5.2009 kl. 01:38

5 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Þú og þinir 'Asthildur mín eruð svo yndisleg. Takk fyrir færsluna og myndirnar. Góða helgi. Kv Sirry.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 16.5.2009 kl. 12:52

6 Smámynd:

Góður pistill og réttsýnn. Yndislegar myndir af kúlulífinu - ég held að engum börnum gæti liðið betur en þessum yndislegu barnabörnum sem dvelja þarna hjá ykkur. Væntumþykjan og ástúðin skín svo í gegn um myndirnar. Manni getur ekki annað en hitnað að innan og fyllst gleði og ást til lífsins við að skoða síðuna þína Ásthildur mín.

, 16.5.2009 kl. 15:17

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þú ert réttsýn kona og ert alltaf dugleg að miðla þínu. Takk fyrir það. Ég horfi nú alltaf á Eurovision og skammast mín ekkert fyrir það  Jóhanna var glæsileg í kvöld og frábært hjá henni að ná öðru sætinu.

Myndin af rósabaðinu er yndisleg. Alltaf svo mikil notalegheit hjá ykkur. Solla stirða er flott, bið að heilsa "henni".

Gangi þér vel með gróðurvinnuna og Stubbinum óska ég alls hins besta fyrir morgundaginn

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 17.5.2009 kl. 00:31

8 Smámynd: Laufey B Waage

Já við erum oft svo fyndin í andstöðuþrjóskuröskuninni. - Þegar við viljum ekki viðurkenna að við njótum lágkúrunnar. Sjálf hafði ég - í alvöru - engan áhuga á júróvision fyrr en nýlega.

Ég er líka ánægð með að fá rödd Borgarahreyfingarinnar inn á þing.

Laufey B Waage, 17.5.2009 kl. 11:22

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar mínar.  Það yljar mér að lesa hlýju orðin ykkar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2009 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2023147

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband