Smá mömmó- og fyrir alla hina líka mína elskulegu bloggvini.

Við vorum þrjár skotturnar í kvöld, afi var að spila á tónleikum og ÚLfur á Tai Kwon Dó, það er beltapróf á sunnudaginn vel að merkja, en hann er rosalega áhugasamur og mætir í alla tíma.

Við fórum allar þrjár í ömmuholu og ég las um prinsessur, svo lögðumst við niður og það tók þær ekki langan tíma að sofna, enda eru þær svo mikið að bralla úti núna, að þær eru alveg búnar upp úr sjö.

IMG_8152

En í gær var enskur tetími hjá mínum, þau bjuggu til ávaxtate með hunangi, það finnst þeim rosalega gott, en í gær, var það enskt te og spjall.  Við skulum sitja eins og hefðarfólk og tjatta um gamlar frænkur og frændur sagði Úlfur.  Og auðvitað voru þau öll til hehehe.

IMG_8154

Reyndar var te litlu skottunnar of heitt og hún helti því auðvitað niður.  En það varð samt ekki til að hætta í teboðinu, og þarna er Úlfur að tékka á hinum börnunum hvort teið sé of heitt. Heart

IMG_8155

Eins og sjá má er hláka og hlýtt, þetta var í gær.  Það var hvasst en voða hlýtt.

IMG_8156

Og Júlli minn kom með flugdreka, og það var spennandi.

IMG_8159

Það á að koma honum á loft og allir hjálpast að.

IMG_8161

Ásthildur er skelfingu lostinn við þennan karl, sem dansar og talar.  Þarna er hún að troða honum bak við sófann meðan hann er ekki virkur, svona ef ske kynni að hann færi að hreyfa sig og láta illa LoL

IMG_8162

Amma má ég fara með þetta blóm á leikskólann í dag, það er nefnilega blómadagur, sagði Sólin mín í morgun. 

IMG_8163

Þá er að klára að klæða sig til að fara í leikskóla, en það er gaman.  Í leikskóla er gaman þar leika allir saman syngur hún, og líka Bakkaskjól Bakkaskjól það er skólinn minn, leika út og inni, svo skil ég ekki alveg restina LoL en ég þekki lagið, hún syngur nefnilega alveg hárrétt, allir krakkar og feilar ekki nótu.

IMG_8165

Svona var veðrið í morgun og þið sjáið að mikið hefur tekið upp af snjó.

IMG_8166

Og lækurinn baular niður hlíðina og flæðir yfir bakka sína börnunum til mikillar ánægju.

IMG_8168

Það svona læðist að mér stundum hvort þau séu ekki betur sett hér úti í náttúrunni frekar en á áttundu hæð í fjölbýli í Vín, þó fólk sé duglegt að fara með börnin út á leikvöll, sem er auðvitað steriliseraður og manngerður.  Þá er þetta náttúrlegt og villt.

IMG_8170

Og svo sannarlega njóta þau sín.

IMG_8171

Það er margt hægt að bralla og skoða og bara vera til.

IMG_8172

ég man alveg að ég elskaði vatn þegar ég var lítil, og ég veit að þegar maður er að vökva í bænum á sumardögum þá eru strax komnir krakkar til að leika sér í vatninu.  Það er bara þannig börn og vatn eru síamstvíburar, enda eyðum við níu mánuðum í að svamla í vatni ekki satt!!!

IMG_8173

Hanna Sól og ömmu sinnar blómahaf.

IMG_8177

Tími grillsins er upprunnin í kúlunni og við gerum mikið að því að grilla.  Og það gerðum við í kvöld, og hér er litla skottið að heimta að amma skeri kjötið.  Hún er mikil kjötæta, meðan stóra systir er öll í jógurtinu og grænmetinu.  Svona geta tvær systur af sama foreldri verið gjörsamlega ólíkar. Heart

En eigið góðar stundir i kvöld elskurnar.  Og munið að vera glöð.  Það sem þér viljið ekki að aðrir gjöri ykkur, það skuluð þið eigi þeim gjöra, eða þannig stendur einhversstaðar.  við skulum muna að alltaf skal hafa aðgát í nærveru sálar, sérstaklega þarf þetta að hafa í huga við litlar saklausar sálir sem horfa björtum vonaraugum út í stóra heiminn. Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þau eru alltaf svo skemmtileg og lífleg þessi yndislegu börn þín. Gaman að sjá þau í te-tíma  Ég held að krökkum líði örugglega betur í náttúrunni og frelsinu heldur en í háhýsi í stórborg. En auðvitað líður líka börnum í stórborg vel, bara öðruvísi aðstæður. Aðalmálið er að það sé einhver sem hugsar vel um þau og veiti þeim ást og hlýju. Og það fá krílin nóg af hjá ömmu og afa  Vonandi gengur Úlfinum vel í beltaprófinu  Knús í Kúlu

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 13.5.2009 kl. 21:48

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 13.5.2009 kl. 22:15

3 identicon

Vorið hefur komið til ykkar með látum líka. Elliðaárnar eru á litinn eins og kakó og busla fram með miklum látum. Flott að sjá krakkana í ekta teboði, mér er stundum boðið í þykjustuteboð, því hún er of ung til að vera með heitt vatn og þykir jurta og kryddteið hennar ömmu vont. En það er oft beðið um kakó og mikinn rjóma fyrst, viðbót þegar helmingurinn hefur verið drukkinn og svo smá meiri þegar allt kakóið er búið og hann svo borðaður meið skeiðinni. Ég elska rjóma segir hún svo

Dísa (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 23:32

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Dásamlegar myndir, teboðið yndislegt, hvað hann er umhyggjusamur hann Úlfur að tékka svona vel á hitanum á teinu.  Mikið ertu rík Ásthildur með öll þessi fallegu ömmubörn, og þau rík að eiga þig og afa að.  Sá er duglegur strax að fara í beltapróf, það er spennandi að heyra hvernig hefur gengið. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.5.2009 kl. 00:17

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Gleymdi að segja hvað litla prinssessan Hanna Sól tekur sig vel út, það er góð hugmynd að lofa henni að fara í ballett, dans eða fimleika, hún er svo mikil prinssessa,  og sund er lika mjög gott, eins held ég að hún nafna þín geti orðið sunddrottning, hún er svo kröftug.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.5.2009 kl. 00:24

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Skemmtilegar myndir og greinilega mjög gaman hjá börnunum. Jú stelpunum er betur borgið að vera á Ísafirði en úti í Vín.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.5.2009 kl. 00:49

7 identicon

Þið Elli eruð svo rík, af eignum sem aldrei verður hægt að taka af ykkur

Gott að sjá að snjórinn sé að hverfa á Ísafirði

Knús í grillkúluna

Kidda (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 10:06

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er allt að lifna hjá þér.  Yndislegar myndir.  Mig langar í heimsókn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2009 kl. 13:48

9 Smámynd:

Takk fyrir þetta Ásthildur mín. Jú það er börnum (og reyndar fullorðnum líka) hollast að vera sem mest úti í náttúrunni.

, 14.5.2009 kl. 21:10

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll.  Já Dagný mín víst er hollast að vera úti í náttúrunni.  Og ég bý svo vel að vera bæði út úr en samt steinsnar frá bænum. 

Þú ert alltaf velkomin mín elskulega Jenný.

Takk Kidda mín, já við eigum okkur fjársjóði sem aldrei verða frá okkur teknir.

Takk Rósa mín.

Takk Lilja mín, já Úlfurinn stendur sig rosalega vel að hjálpa mér með telpurnar.  Hann svæfir þær líka stundum, þegar hann veit að amma er þreytt eða pirruð. 

Mér fannst gaman að þessu uppátæki þeirra með teboðið.  Við setjumst gjarnan niður amma afi og Úlfur á kvöldin ef við þurfum að ræða málin og fáum okkur ávaxtate með hunangi. 

Ég er ákveðin í að sækja um í balletnámi næsta haust ef þær verða ennþá hjá mér þá.  Þá ætla ég að setja þær báðar á sundnámskeið. 

Knús Hrönn mín.

Takk Sigrún mín.  Já beltaprófið er á sunnudaginn kemur.  Hann var að spila á trommur í gær á tónleikum hjá Tónlistaskólanum.  Ég komst ekki en afi sagði að hann hefði staðið sig mjög vel.  Hann er duglegur og hefur lítið fyrir að læra á trommurnar, það er eins og innbyggt í hann.  Hann er líka mjög ástundunarsamur í Tai Kwon Do.  

Knús á ykkur öll.

Ég er svo mikið að vinna þessa dagana, vegna þess að vorið að að hlaupa undan mér, það er svo margt sem þarf að gera áður en gróðurinn er allur kominn á skrið.  Þá get ég slakað aðeins á.  Vona bara að bakið haldi, Verð að gæta mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2009 kl. 08:35

11 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Alltaf gaman að sjá vorið og lífið hjá þér Ásthildur. Það er ekkert sem keppir við Náttúruna sem leiksvæði, það er bæði hollast og skemmtilegast

Ragnhildur Jónsdóttir, 15.5.2009 kl. 11:03

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt að lesa kæra cesil !! og skoða !!

ljós til ykkar allra

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.5.2009 kl. 13:10

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mínar fyrir hlý orð og hugsanir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2023147

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband