12.5.2009 | 17:36
Pælingar og Júróvisjón í kvöld.
Jæja þá er undankeppnin í Júró í kvöld, fyrra kvöldið. Ég vil óska Jóhönnu Guðrúnu velfarnaðar í kvöld, stúlkan er hæfileikarík og flott, ég er viss um að hún skilar okkur áfram í aðalkeppnina, ef ekki þá er það bara þannig, hún mun gera sitt besta, meira er ekki hægt að fara fram á.
En í gær ákváðum við að hafa pizzu í matinn. Og við hjálpuðumst öll að. Úlfur gerði eina fyrir sig og afa, með skinku og pepperoni, ég gerði eina fyrir mig og fleiri sem vildu með túnfiski, og Hanna Sól gerði eina fyrir sig og Ásthildi með bara osti, skinku og grænmeti.
Amma þurfti samt að gera botnana, því það er of erfitt fyrir litlar manneskjur.
Búið að setja ofan á og komið í ofninn.
Úlfur að ljúka við sína pizzu.
Afi og Ásthildur huga að blómum og gróðri. Þessi er stórglæsileg manchuriarósin mín, kínversk runnabóndarós, þvílík fegurð.
Páskarósin mín hér í blóma úti.
Rauður veggjahnoðri alltaf fallegur, þó snemmt sé.
Svo eru pizzurnar klárar og sest að snæðingi.
Okkar eigin eru náttúrulega bestar, því þá er hægt að hrúga ofan á nákvæmlega það sem maður vill.
Júlli minn kom með þetta flotta hvalbein um daginn. Það er rosalega þungt og stórt en flott.
Himnagalleríið opið í dag, og svo sannarlega flott.
Rigning og rok í dag, en nú hefur hægt og hljóðnað, og það er bjart og gott veður.
En ég er að fara að steikja ýsu, þessa sem maður fær af frystitogurunum, tilreidda til matreiðslu. Og svo Júróvisjón mín kæru. Ég hef ekki fylgst með eins og áður, vegna anna, en ætla svo sannarlega að njóta þess að setjast fyrir framan sjónvarpið og horfa á keppnina. Elskuleg mín megi allar góðar vættir vaka með ykkur og vernda. Munið að brosa og horfa á fólk. Það er erfitt að finna að fólk horfir annað hvort í gegnum mann, eða lítur undan. Augun eru spegill sálarinnar, og þeir sem líta undan eða geta ekki horft á mann, eru manneskjur sem líður illa og geta ekki gefið af sér. Þess vegna er raunveruleg þörf á að láta einmitt það fólk fá bros eða knús, og láta vita að þau eru þess virði að elska. Stundum þurfum við að hugsa út yfir ramman.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.5.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2023147
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ásthildur.
Ég ætla að standa við bakið á Guðrúnu Jóhönnu. Njótið kvöldsins.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 17:44
Takk kæra fyrir skemmtilega myndasyrpu og hugleiðinguna þinar. Við þurfum að vera flínk að brosa og tala hlýtt til fólksins í kringum okkur.. Það er eins og það hafi týnst í amstri nútímans þetta mannlega og að segja við hvort annað. ".Mér þykir svo vænt um þig."
'Eg sé að ég verð að fara til 'Isafjarðar einhverntíman, hef aldrei komið þangað.
Heia líka á 'Island í kvöld. 'A morgun er það Norsk- russiski Alexander sem keppir fyrir noregs hönd og það verður spennandi að sjá hvernig honum vegnar. Enn bara um að gera að hafa gaman af.
Kv Sirrý
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 12.5.2009 kl. 18:28
Elsku ljúfa mín,þessi fallegu englarnir þínr eru dásamlegir og svo falleg,myndirnar gleðja og gefur okkur fallegt bros.....knús á ykkur elskuleg......og njótið kvöldsins.......þín vinkona Linda Linnet
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.5.2009 kl. 19:22
Það er svo gaman að hafa börnin með í að útbúa matinn. Þau eru svo stolt af því sem þau gera, alltaf ánægjulegar samverustundir
Alveg hárrétt hjá þér, augun eru spegill sálarinnar, og við verðum aldrei of dugleg að minna hvort annað á væntumþykjuna. Knús á þig elskuleg mín
Jóhanna stóð sig vel í kvöld, nú er bara að sjá hvort hún fari ekki í aðalkeppnina.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.5.2009 kl. 20:37
Yndislegt að vanda takk fyrir mig og Jóhanna var lang flottust.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2009 kl. 21:01
Cesil mín svo sönn
Hrönn Sigurðardóttir, 12.5.2009 kl. 22:11
Sæl og blessuð
Flott hjá ykkur öllum táningunum að hafa pitsur í matinn. Jóhanna Guðrún var glæsileg og kjóllinn klæddi hana flott og ekki sveik söngurinn og öll sviðssetning og framkoma.
Íslenskar konur eru fallegar.
Flottar myndir eins og venjulega og ég vona að dóttir þín hafi hringt og hringt til að gefa okkur atkvæði.
Guð veri með ykkur
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.5.2009 kl. 22:34
Við vorum flottust.... og Svíþjóð og Malta og Finnland.
Elín Helgadóttir, 12.5.2009 kl. 23:58
Takk fyrir að fá að fylgjast með, það er alltaf svo gaman þegar allir fá að vera með í pizzubakstrinum og setja sitt uppáhald ofaná. Við gerðum þetta alltaf þegar krakkarnir voru heima. Ekki skemma svo blómin og hvalbeinið er alveg toppurinn. Svo toppaði Jóhanna kvöldið og af því svo mikið var búið að tala um kjólinn, ég segi bara Guði sé lof fyrir að hún var í kjól, en ekki bikiní eða strimlum. Hún var svo glæsileg og söng svo vel og það skipti öllu. Góðar kveðjur í Kúlu.

Dísa (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 08:11
Takk öll fyrir hlý orð.
Já Dísa mín Jóhanna Guðrún stóð sig frábærlega vel, ég var einmitt að hugsa að hún var eins og lygn fjörður eftir allt gargið á undan henni. Mörg lögin voru mjög léleg og illa sungin. Gaman fyrir hana og öllur öll að hún skyldi komast áfram.
Það er virkilega skemmtilegt að gera eitthvað svona saman, ég man hvað mér þótti alltaf gaman að fá að skreyta piparkökurnar með ömmu, ég man að ég fékk að gera risastóra stráka og stelpur og það var litadýrð sem var sett þar ofan á, ég held samt að oftar en ekki hafi þessi brauðbörn ekki verið etinn einhverra hluta vegna.
En sennilega var það aldrei meiningin hjá ömmu, þó hún segði ekki neitt og hefði bara gaman af minni barnslegu gleði.
Þetta með kjólinn hennar Jóhönnu Guðrúnar þá er ég algjörlega sammála þér, ég bjóst við að hún væri í einhverjum druslum eftir því hvernig fólk talaði.
Sammála Elín, við Úlfur gáfum Svíjum okkar atkvæði.
Hún hefur örugglega hringt mörgum sinnum þessi elska. Knús á þig Rósa mín
Takk Hrönn mín.
Einmitt sama hér Ásdís mín langflottust.
Knús til baka Sígrún mín elskuleg. Já við getum verið stoltir íslendingar, af okkar frábæru Jóhönnu Guðrúnu. Knús á þig
Takk elsku Linda mín. Innilega knús til þín líka.
Sirrý mín það væri gaman ef þú kæmir til Ísafjarðar, þú ert alltaf velkomin. Já það hefur gleymst í dagsinn önn og græðgi að vera manneskja, og þora að segja ég elska þig eða mér þykir vænt um þig. Hvað þú ert falleg, eða hvað þetta klæðir þig vel. Hrós er allof sjaldgæft í dag, og svo eru þeir sem ekki kunna að taka hrósinu, verða þögulir, eða taka því jafnvel sem hæðni. Dapurlegt er það. Það eiga nefnilega allir eitthvað fallegt sem hægt er að hrósa fyrir ef að er gáð.
Þói minn ég naut kvöldsins, var að vísu aðeins farið að bíta í varirnar af æsingi þegar eitt spjald var eftir og okkar kona ekki kominn inn. En svo kom það bara Jibbý!!!
Amma hvað myndir þú gera ef við vinnum? spurði stubburinn. Ég myndi bara verða glöð. Já en myndum við ekki fara og vera viðststödd? Nei ég held ekki Úlfur minn, það eru svo margir sem vilja vera þar og við sjáum mikið betur bara hér heima. 
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2009 kl. 08:57
Þú er nú svo yndisleg og góð og rétt sýn Áshildur mín
Já það var gaman að horfa á jóhönnu Guðrúnu í gær.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.5.2009 kl. 18:53
Takk elskulega Katla mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2009 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.