Sól - regn - rok allt á sama stað hvar annarsstaðar en á Ísafirði, þar sem hlutirnir gerast.

Það var rigning rok og sólskin í dag allt í einum og sama pottinum hér á Ísafirði.

IMG_8128

Vor í lofti.

IMG_8129

Svona leit hann út í morgun.

IMG_8111

Hanna Sól fór í spíkat, og sú stutta vildi ekki vera eftirbátur LoLHeart

IMG_8112

Takið eftir svipnum, hún er svo hreykinn.  Svo er hún farin að klæða sig alveg sjálf og segir amma é e dulleg.  Svo grenjar hún hátt þegar henni tekst ekki að klæða sig í einhverja flík og það má alls ekki hjálpa til...LoL Þessi litli skapangi. 

IMG_8113

Tvær sætar saman, ég fékk nefnilega heimsókn elskuleg bloggvinkona mín Halla kom í heimsókn og Hanna Sól elskar konur sem nenna að dúlla við hana, hér er á ferðinni naglasnyrting.

IMG_8116

Halló Kisa mín.

IMG_8117

Jafnvel kisur vilja vera fínar, allavega þessi kisa.

IMG_8118

Við höfðum margt að spjalla og ekki sakaði smá rauðvínstár svona með snakkinu.

IMG_8120

Og Halla heillaði stepurnar báðar upp úr skónum. Heart

IMG_8121

Maður kann nú líka að mála sig......

IMG_8125

Þeir eru töffarar og flottir saman; Úlfur, Þórarinn og Tai Kwon Dó kennarinn þeirra Hjalti.  Þeir tveir tóku viðtal við kennarann fyrir blað sem á að gefa út vegna 60 ára afmælis  Íþróttafélagsins Harðar.  Ég var að skrifa niður hluta af viðtalinu, það var afar skynsamlega spurt af þessum ungu blaðamönnum.

IMG_8126

Jóhann minn, Brandur er aldrei langt undan hér á þessu heimili.

IMG_8127

Veit raunar ekki hvor þeirra nýtur sín betur kötturinn eða húsbóndinn hehehehe..

En þetta var nú skammturinn í dag.  Ég segi bara Guð blessi ykkur og njótið ykkar vel í dag.  Munið að brosa og vera góð hvort við annað.  það skiptir máli og ef til vill meira máli fyrir suma en þið gerið ykkur grein fyrir.  Eitt lítið bros getur gert alveg heilmikið fyrir manninn sem þið hittið á götunni, skiptir ekki máli hvort þið þekkið hann eða ekki.  Þar gengur sál sem þarf að vita að hann er sál á meðal sála, ljós á meðal ljósa og vera meðal vera.  Knús á ykkur öll. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir félagar virðast allavega báðir mjög afslappaðir. En dúllurnar eru óneitanlega miklu sætari og leggja sig líka fram við að vera það. En þetta með rigninguna og rokið, ég er viss um að einhversstaðar í heiminum er meiri þörf fyrir allt þetta vatn sem fossað hefur hér niður (næstum þvers) í dag. Þetta með brosið er hárrétt, þú getur ekki annað en brosað til baka þegar þú mætir brosi  og ég hitti enn í dag fólk sem segir mér að það muni enn brosin mín þegar ég vann á gamla sjúkrahúsinu og það eru 46 ár síðan.

Dísa (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 21:57

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er alltaf gaman að sjá Brand þakka þér kærlega fyrir og ekki var nokkur efi hjá mér að hann lifir eins eins og kóngur.  Svei mér þá ég held að mér sé bara farið að þykja vænt um hann.  Ég ætla að reyna að koma vestur í sumar og vonandi sé ég hann þá og vonandi verður þú með einhverja FISKA eftir Júlla til að sýna mér.  Hafið það sem allra best í kúlunni og góða nótt.

Jóhann Elíasson, 11.5.2009 kl. 22:33

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábærar myndir eins og venjulega

Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2009 kl. 23:12

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Dásamlegar myndir eins og alltaf, æfir hún Hanna Sól fimleika eða eitthvað álíka, hún þetta ung að fara í spíkat. Sú er aldeilis liðug, eins og maður sá reyndar um daginn þegar hún stóð á blátánum í prinssessuskónum sínum og í prinssessukjólnum.  - Og sú stutta vill auðvitað gera eins og stóra systir. Nema hvað! Flottar ömmustelpur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.5.2009 kl. 23:56

5 Smámynd: Hlédís

"Get sjál-ll!" er oft ein fyrsta setningin

Takk fyrir fallegar myndir og góða stemmningu! 

Hlédís, 12.5.2009 kl. 00:26

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín ljúfust mín og takk fyrir myndirnar, gaman að þeim að vanda
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.5.2009 kl. 08:09

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Dísa mín ég gleymdi afmælisdeginum þínum.   Ég var að uppgötva það í gær.  Innilega til hamingju með öll árin og takk fyrir hvert og eitt þeirra og þann tíma sem við höfum deild í okkar lífi.  Mér þykir rosalega vænt um þig.

Og Dísa mín enginn furða að fólfk minnist enn brossins þíns, því það hefur alltaf verið eitt af þínum eðal, og skki síður glaðlegur hláturinn sem alltaf er stutt í elskulega vinkona mín.

Ég skal sjá til þess að þú fáir að skoða fiskana hans Júlla Jóhann minn, og Brandur biður að heilsa.  Hann segir ekki mikið en mér sýndist ég sjá bros á fésinu á honum, þegar ég sagði að hann ætti aðdáanda. 

Takk Hrönn mín.

Veistu Lilja mín það er eitthvað svo fínlegt við hana Hönnu Sól.  Hún er mjúk hlý og yndislegt barn.  Og hana langar rosalega til að æfa ballett.  Ef hún verður hjá mér næsta vetur, fer hún örugglega í ballett.  Og sund. 

Kannast við þetta Hlédís mín  Geða sjálv segir þessi litla skotta oft. 

Takk elsku Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2009 kl. 08:40

8 identicon

Sæl Ásthildur.

Engidalurinn og eiginlega allt í Skutulsfirði heillar, hvort er fólk og eða búfé, eða bara Brandur ! 

Takk fyrir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 10:16

9 identicon

Takk Íja mín, sömuleiðis , ég ákvað að skoða hvort ég væri nokkuð að verða gömul og fór á afmælisdaginn ásamt "litlu" systkinum mínum í 3. tíma göngu í hrauninu sunnan við Hafnarfjörð og svo í leikhús um kvöldið að sjá Fúlar á móti. Hvort tveggja var mjög skemmtilegt, en á sunnudagsmorgun þegar ég vaknaði leið mér eins og ég væri áttræð, ég liðkaðist svo við að ganga minn venjulega hring í Elliðaárdalnum og yngdist aftur. Svo ég held þú þurfir ekkert að kvíða haustinu.

Dísa (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 11:06

10 Smámynd: Ragnheiður

Fínar myndir Ásthildur mín.

Ég las færsluna þína um frænku þína og þrátt fyrir að hún væri óvenjuleg þá las ég virðingu og væntumþykju í gegnum textann þinn. Viðbrögð þessa frænda þíns sem þú talar um hér að neðan finnst mér öfgakennd og leiðinleg.

Kær kveðja inn í fallegan dag á fallegum vestfjörðum

Ragnheiður , 12.5.2009 kl. 11:19

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha Dísa mín ég er nú ekki eins dugleg og þú að ganga.  En þú hefur reynsluna   Ætla bara að sleppa þessu þriggjatíma eitthvað og að vakna áttræð  

Takk Þói minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2009 kl. 11:20

12 identicon

Allt getur skeð í veðrinu á Ísafirði vona að rigningin skoli burt öllum snjónum.

Knús í vorkúluna

Kidda (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 12:02

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm hún er komin langleiðina með að skola burt snjónum úr byggð allavega.  Knús á þig líka Kidda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2009 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2023147

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband