Ísland - Thailand og margt annað.

Ég fékk góða heimsókn í dag í garðplöntustöðina mína. 

IMG_8033

en fyrst þetta eins og þeir segja í spaugstofunni.  Sú litla búin í baði og bíður eftir kvöldmatnum.

IMG_8034

Þetta er ekki kryddlegið hjarta, heldur steinhjarta frá syni mínum.  Flott ekki satt?

IMG_8035

Veðrið í gær.

IMG_8036

Veðrið í morgun.  Það var sól, en þegar á daginn leið fór að rigna dálítið.

IMG_8037

Fallegt veður á Ísafirði. 

En ég sagði að ég hefði fengið góða heimsókn seinnipartinn upp í gróðrarstöðina mína.  Reyndar kom fólk frá Táknafirði sem vildi kaupa grænmeti og krydd, þau áttu erindi hingað og vildu nota ferðina.  Sem betur fer gat ég orðið við því.

En svo eru thailenskar konur hér að læra íslensku, og líka bara um íslenska menningu og hvernig við erum og gerum.  Elskulegar konur sem ætla að setjast hér að og eiga heima, og þá skiptir svo miklu máli að við getum talað sama tungumál.

IMG_8039

Þær fá að heimsækja einhverja staði yfir kennslutímann og skólastjórinn sagði að það hefði verið eindregin ósk frá þeim um að koma til mín í gróðurinn.  Svo sem auðvitað með þessi sólarblóm.

IMG_8040

Það var virkilega gaman að fá þessar frábæru konur allar í heimsókn.

IMG_8042

Smá vor í kroppinn á okkar Ísakalda landi.

IMG_8044

En þær eru allar búsettar hér og ætla að eyða ævi sinni sem íslendingar, og okkur er svo sannarlega fengur að þessum yndælu góðu manneskjum. 

IMG_8038

Reyndar eru þær flestar góðir viðskiptavinir gegnum árin hjá mér. 

IMG_8047

Hér í forgrunni er skólastjórinn þeirra hún Sigurborg og svo okkar prímadonna númer eitt Guðrún Jónsdóttir.  Ég spurði hana hvort hún kenndi þeim gegnum söng.  Já svaraði hún, meðal annars þá syngjum við.  Það er til að æfa hljóðin okkar.  við notum allskonar óhefðbundnar aðferðir sagði Sibba og hló.  Og okkur til mestu furðu eru þessar konur með mjög breitt svið í hæfileikum, þegar farið er að grafast fyrir feril þeirra.  Dansarar, skreytingameistara, og bara mjög hæfileikaríkar konur allar saman.  Enda er okkur mikill fengur í að fá svona innspýtingu í menninguna. 

En ég ætla að fara að slaka á eftir annasaman dag.  Eigið gott kvöld mín kæru og megi gæfan fylgja ykkur. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar konur og bæta örugglega ýmsu í flóru mannlífsins, líka flott baðdaman sem bíður þess að fá eitthvað á diskinn. En steinhjartað er allavega engin sneið til þín,því fáa þekki ég með stærra og mýkra hjarta en þig. En með börurnar, ég hef enga hugmynd um hvað þær voru þungar, en ekki var erfitt að bera þær með fiskunum tveim, enda var vinnutíminn ekki langur, smástund við að breiða fiskinn að morgni og svo aftur samantekt síðdegis. En ekki var leiðinlegra en svo að oft vorum við hálfu og heilu dagana að dunda á planinu. En af því þú sagðir að þig dreymdi stundum að þú værir þar, þá blandast örugglega sjóferðin fræga þar inní.

Dísa (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 22:10

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

´Dísa mín þessi sjóferð líður mér seint úr minni.  Nonni bróðir neitaði að fara um borð, og Vinni hótandi honum öllu illu ef hann kjaftaði frá.  Og Óðinn blessaður sem þurfti að fjúka útbyrðis og kunni ekki að synda, og var ekki sett prik upp í hettuna á úlpunni eða var það árin.  Svei mér þá, ég man að ég hljóp eftir botninum í land og að enginn skyldi drukkna var hreinlega kraftaverk.  Ætli draumfarirnar eigi ekki rætur sínar að rekja einmitt þangað í sjóferðina okkar krakkanna

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2009 kl. 22:45

3 Smámynd:

 

, 7.5.2009 kl. 00:30

4 identicon

Jú það var örugglega kraftaverk að allir komust heim og varð ekki meint af. Pétur rak okkur eins og kindur upp Shellbrekkuna í gaddfreðnum fötunum. Ég man ég var pökkuð ofaní rúm með heitt kakó til að fá yl í mig. Hvílíkir vitleysingar, um hávetur, en okkur langaði heldur ekki að endurtaka þetta.

Dísa (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 08:05

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ónei!!!  Aumingja Óðinn hlýtur samt að hafa verið kaldastur þar sem hann varð að yfirgefa bátinn og svamla góða stund í sjónum áður en okkur tókst loksins að komast í land. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2009 kl. 09:51

6 identicon

Sé að sumarið er að koma í gróðrastöðinni, það mun koma hvernig sem viðrar.

Þetta hefur verið svaðilför sem aldrei mun gleymast hjá ykkur.

Knús í blómakúluna

Kidda (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2022302

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband