5.5.2009 | 12:05
Smáhugleiðing og Vínarvor.
Svona smáhugleiðing á vormorgni.
Ég er að reyna að skilja þennan seinagang sem er í stjórnvöldum að gera þær ráðstafanir sem duga og það núna strax. Þau hafa eytt ótæpilegum tíma í að rífast um ESB aðild, mest sýnist mér til að friða kjósendur sína. Þrautlenda svo með því sem lá í augum uppi að leggja það í hendur alþingis. Það lá ljóst fyrir frá byrjun fyrir alla, að þau myndu aldrei koma sér saman um tafarlausa umsókn um ESB. Ég fagna reyndar þessari niðurstöðu, því hvaða seinkun sem kemur á þessu gerræðislegu tilburðum Samfylkingarinnar kemur okkur til góða. Evrópusambandið sýnist mér vera að leysast upp í læðing. Og þar er sama atvinnuleysið og erfiðleikarnir eins og hér. Þeir eru bara yfirleitt fjölmennari og hrun tekur þess vegna lengri tíma. Enda tiltaka þeir alltaf auðlindir okkar sem sérstaka ástæðu til þess að við förum inn. Ætli það sé nú af góðmennsku einni saman. Ó nei. ESBtrúarliðið gerir grín að okkur sem ekki viljum inn. Segja að við séum hrædd og forpokuð. En ætli það sé ekki öfugt, að það séu Evrópusinnarnir sem eru hræddir og forpolaðir að halda að ESB sé sérstök þrautarlending og allt bjargist bara við það að komast þangað inn. Þó margar viðvörunarraddir hafi heyrst, þá ómar endalaust með dyggri aðstoð svokallaðra fréttamanna og þáttastjóra á fjölmiðlum allt sem er gott við ESB. Rætt helst við forkólfa sem endilega vilja þangað inn.
Ég vil ekki sækja um aðild, ég vil að við höldum okkar auðlindum og fetum okkur út úr þessu feni með ráðdeild og sparnaði. Og auðvitað aðgerðum ríkisstjórnar til að aðstoða almenning og fyrirtæki.
Hér á blogginu eru hnífarnir á lofti, sérstaklega eru sjálfstæðismenn pirraðir og fjandast út í stjórnarviðræður VG og Samfylkingar. Finna þeim allt til foráttu og tala endalaust um að vinstristjórnir hafi aldrei gefist vel. Ég er satt að segja orðin dauðleið á þessari endalausu vinstri dellu í Sjálfstæðismönnum. Eru þeir alveg búnir að steingleyma hverjir og hverra stefna kom okkur í þessa ógöngur. Og halda þeir virkilega að við séum svona fljót að gleyma að það sé nóg að bylja bara nógu hátt og nógu oft svo við förum að trúa því að þeir einir geti bjargað Íslandi.
Nei þið ættuð að einbeita ykkur að því að fara í naflaskoðun og endurskoða ykkar gildi og stefnu. Það er nefnilega ekki rétt að fólkið hafi bara brugðist en ekki stefnan.
Þolinmæði Framsóknar er líka á þrotum. En þeir komu þessu nú á koppinn, en hafa misst frumkvæðið. Og vilja nú vera með. En ónei, við munum allof vel spillinguna og hyglunina sem þeir stunda. Það er líka bara kattarþvottur þetta með endurnýjunina í flokknum, það veit næstum hver maður.
Þá er það Borgarahreyfingin. Ég óttast það að þau verði fyrir mestu vonbrigðunum. Full af bjartsýni bæði þingflokkurinn sem slíkur og fólkið sem kaus hana. Ég vil þeim allt það besta, en mikið held ég að þau eigi eftir að finna að það eru allar leiðir notaðar til að þagga niður í svona framboðum. Þ.e.a.s. ef þau reyna að koma einhverjum siðabótum á. Losa um fjórflokkakerfið og samtrygginguna. Ég er ekki að segja að forystumenn hinna flokkana sé slæmt fólk, en þau hafa þessa samtryggingu og vilja ekki breyta miklu.
Þá er hætt við að fylgismennirnir verði mestu dómararnir og reiðir fólkinu sem það kaus til að breyta, og í stað þess að reiðast fjórflokknum láti reiðina bitna á sínu fólki. Svona erum við einfaldlega hvað sem veldur.
Ég veit að Vinstri græn og Samfylkingin eru í afar erfiðum málum. Og það er alveg sama hvað þau gera, þau munu alltaf vera harðlega gagnrýnd, ef ekki fyrir að gera of mikið, þá að gera of lítið. Stundum held ég að við íslendingar séum samsafn af eintrjáningum sem reyna ekki einu sinni að skilja hlutina. Bara kýla á sína sannfæringu og óskapast yfir öðrum. Kóngar allir hreint.
Ég verð nú að viðurkenna að ég treysti Vinstri grænum betur til að halda sig á jörðinni en Samfylkingunni. Mér finnst stundum eins og Samfylkingin sé samsafn af ólíku fólki sem hefur ekki skýra stefnu heldur lætur ráðast af vinsældum hverju sinni. Og þar innanbúðar er þessi svokallaða elíta sem þekkir ekki landsbyggðina og þarfir hennar. Samanber Ingibjörg Sólrún.
Mér sýnist líka að þolinmæði fólks sé á þrotum. Undir óþolinmæðina spila svo andstæðingar stjórnarinnar og slá bumbur. Þau slá líka feilnótur stundum, sem herða þennan bumbuslátt, eins og frasinn um að þau hafi nægan tíma. Eða að þau séu að ná árangri. Það sér enginn ennþá neinn árangur því miður. Fólk rambar á barmi örvæntingar og það versta sem til er fyrir fólk í þannig aðstöðu er að fá engar upplýsingar og vita ekki neitt hvað bíður handan hornsins.
Málið er líka að fyrir utan einstaka trúfélaga í samfylkingunni sem eru líkt og sjálfstæðismenn í trúfélagi en ekki stjórnmálaflokki, þá er öðru vísi fólk í þessum flokkum en Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Fólk sem sættir sig ekki við hvað sem er. Og jafnvel getur bæði andmælt og skammað sína forystu. Þar liggur sennilega mesti munurinn á þessum flokkum.
En þetta er nú bara svona hugleiðing. Vonandi kemst þetta allt í réttan farveg og fólk fær leiðréttingu og framtíðarsýn. Annars er hætt við að sú efnahagsbylting sem boðuð var í Kastljósinu verði að veruleika. Sú bylting verður ekki saklaus búsáhaldabylting því miður. Hún verður bylting þeirra sem eru örvinlaðir og sjá enga útleið. Ég vona að stjórnvöld reyni ekki svo á þanþol fólks að slíkt gerist.
En ég vil hætta þessu svartnættisrausi og ætla að sýna ykkur nokkrar fallegar myndir frá Vínarborg sem dóttir mín sendi mér.
Þetta gæti verið Brandur en þessi kisa er í Austurrík.
Dóttlan mín blessunin í skólanum sínum að hjúkra dýrum.
þessi huppulega kýr kann vel að meta unga læknanemann.
Svínaflensa hvað. Þetta er ungviði vorsins. Um að gera að koma sér á spena sem fyrst.
Lítil kríli.
Giska á að þetta sé Buddleia eða fiðrildarunni, falleg er hún og ilmurinn eftir því.
Trölli og Goldie ösla alsæl í Dóná.
Skólalóðin hjá Báru minni. Við eigum þennan tíma eftir, erum aðeins á eftir.
Ég var inn í banka í gær og þar sem ég stóð rak ég augun í orðið Gjaldkeri. Og ég fór að hugsa, hvaðan ætli menn hafi tekið þetta orðskrýpi upp? Gjaldkeri, sá sem tekur care of money? Ég get ekki séð neitt samhengi þarna, sá líka orðið féhirðir. Ætli það sé ekki líkara því sem gerist í bönkum allavega.
En þetta er nú bara svona sem var í kollinum á mér í morgun. Eigið góða dag elskurnar og líði ykkur sem allra best.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 2022302
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtilegar myndir. Góðar hugleiðingar hjá þér mín kæra. Kveðja vestur
Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2009 kl. 14:05
Er svo sammála þér, það er ekki endalaust hægt að draga okkur þjóðina á asneyrum áfram. Þessar ESB umræður mega bíða, ég er ekki tilbúin að kaupa það að með inngöngu leysist öll okkar mál og við munum lifa í vellystingum upp úr því.
Sé að dýrin og gróðurinn eru jafnfalleg eins og hérna
Knús í kærleikskúluna
Kidda (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 16:22
Mjög góðar hugleiðingar hjá þér Ásthildur mín. Takk fyrir sumarhlýjar myndir frá Austurríki
Sigrún Jónsdóttir, 5.5.2009 kl. 16:38
Vá... Bára er cool.
Elín Helgadóttir, 5.5.2009 kl. 17:20
þakka góðan pistil, kæra Ásthildur!
Gjaldkeri - merkilegt orð! - skýringin trúlegast rétt hjá þér.
Hlédís, 5.5.2009 kl. 21:05
Flottar myndir frá Austurríki. Verð að viðurkenna að þrátt fyrir að hafa starfað sem gjaldkerií mörg ár og fulltrúi í nokkur önnur hef ég aldrei velt fyrir mér þýðingu orðanna, en skelfing eru þau bæði ljót á prenti. Gjaldkerann höfum við líklega tekið að láni eins og margt annað ekki fallegt. En ekki þar fyrir, nú er ég bókari og færi ekkert til bókar í upphaflegri merkingu þess orðs. Mörg orð hafa litla þýðingu núna og hljóma órökrétt ef við pælum í þeim. T.d. saltfiskveiðar og ísfiskveiðar, þegar við vorum litlar veiddum við ferska fiska og þá var veitt í salt og við hjálpuðum við að breiða fiskinn á reitana. Nú eru kynslóðir sem ekki vita hvað þetta þýðir. Við erum ekki að verða gamlar???
Dísa (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 21:47
Þakka þér fyrir góðan pistil Ásthildur ! Ég get svo sannarlega tekið heilshugar undir allt sem þú segir, nema að mér finnst að við eigum að fara strax í, að undirbúa aðildarviðræður sem fyrst, því þetta er langt ferli sem verður ekki leyst á einu misseri eða tveim.
Ég vona svo sannarlega að Borgarahreyfingunni takist að mjaka ætlunarverki sínu áleiðis, s.s. að fá samþykkt stjórnlagaþing, sem þá mun gera þær breytingar á Stjórnarskránni sem þarf til að tryggja það, að auðlindir Íslands verði í eigu þjóðarinnar um framtíð alla. Ég vona líka að þeim takist að koma á persónukjöri, og helst einmenningskjördæmi.
En ég held að það sé undir okkur landsmönnum komið, að sýna Alþingi það aðhald, sem er bráðauðsynlegt, en hefur sárlega vantað meðal þjóðarinnar síðustu tvo áratugina eða svo.
Við þurfum að endurvekja áhuga þjóðarinnar á lýðræði, og til þess að efla þann áhuga, þá þurfum við að stofna nýtt Lýðveldi.
Þessvegna eru svona pistlar einsog þínir, með þessum heilsteyptu hugleiðingum, nauðsynlegir til að fá fólk til að tala saman, rökræða, spökulera, velta málum fyrir sér fram og til baka, skoða málin frá öllum mögulegum, og ómögulegum hliðum, þannig fáum við fram skoðanaskipti, sem eru lífnauðsyn fyrir lýðræðið og framtíð landsins.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.5.2009 kl. 01:31
Frábær pistill. Það er ljós í hjartanu á þér Ásthildur.
Myndirnar frábærar offkors.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2009 kl. 01:35
Takk öll sömul.
Knús Jenný mín.
Lilja mín þakka þér fyrir. Ég er sammála þér í því að við þurfum að sýna alþingi aðhald, og endurvekja lýðræðishugmyndir þjóðarinnar. Þær hafa svo sannarlega dofnað síðastliðinn 2o ár eða svo. Það gerist alltaf þegar troðið er á rétti fólks það gefst upp. En það má ekki gerast, og nú þarf að grípa til vopna, orð eru jú okkar sterkasta vopn.
Hehe Dísa mín ég sá allt í einu hve þetta orð Gjaldkeri er í raun og veru fáránlegt. Og víst lifum við á öðrum tímum núna. Manstu þegar við vorum á reitunum hjá Ella pung og Hét hann ekki Jóhann bróðir hans þessi feiti með skeggið. Ég man sumt og annað ekki, þú ert hafsjór af allskonar fróðleik og manst allt svo miklu betur. Svo var hjallurinn fyrir innan, þar sem Jens réði ríkjum, með harðfiski sem stundum var stolist í. Mig dreymir oft að ég er þarna niðurfrá að leika mér. Stundum fer ég út í sjóinn í draumnum. Stundum er ég að fikra mig eftir girðingunni hjá olíutönkunum sem voru utan við reitina. Eða rangla í skúrinni sem var þarna nú eða kamrinum sem stóð beint út í sjóinn. Skemmtileg tilvitnun í Saltfiskveiðarnar og ísfiskveiðarnar. Knús.
Já Hlédís mín, merkilega meiningslaust orð Gjaldkeri, eins og fagurkeri eða sælkeri.
Amm Elín mín Bára er sko Kúl.
Takk Sigrún mín.
Eins og Lilja segir Kidda mín, þá þurfum við að fara að rísa upp á lappirnar og láta í okkur heyra meira og betur ef okkur mislíkar.
Takk Ásdís mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2009 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.