Veður - vor- og börn í kúlunni.

Jæja þá er komin tími á nýjar myndir.  Ég hef satt að segja verið rosalega upptekiin við plönturnar mínar, ég er að dreyfplanta og litlu stýrin vaxa og vaxa og ættu að vera komnar í sína potta, ég hef ekki getað ráðið nema eina manneskju út af ástandinu, svo ég verð að standa í þessu að miklu leyti sjálf.  Svona er nú lífið. 

En vorið er komið á fullt í kúlunni.

IMG_7556

Kamelíufrúin mín skartar sínum fallegu eldrauðu blómum.

IMG_7568

Kirsuberin opinn upp á gátt.

IMG_7569

Hvítasunnuliljurnar farnar að blómstra.

IMG_7570

Japanski dverghlynurinn allur að opna sig.

IMG_7571

Og Zakúrakirsuberin á svipuðum tíma og í Vín.

IMG_7563

Veðrið er líka fallegt og milt.

IMG_7564

Reyndar ekki mikil sól en samt bjart í augun.

IMG_7565

Jafnvel ævintýraleg.

IMG_7559

Börnin glöð og kát.

IMG_7561

Afi ertu ekki að koma !!!

IMG_7567

Og svo dundar maður sér í garðskálanum.

IMG_7572

Þar þarf margt að ræða og sulla líka.

IMG_7574

Hér er samt aðalsullukollan hún er stórtækust í sulleríinu.  Tounge

IMG_7576

Allt undir kontról.

IMG_7577

Já þetta er besti tíminn í garðskálanum.

IMG_7584

Amma ég ætla að leika maur.

IMG_7586

En það er stutt í snjóinn.

IMG_7587

Þá er gott að vera með hanska LoL Þegar maður þarf að ná sér í snjó.

IMG_7589

Svona gerir maður.

IMG_7592

Hér er Hanna Sól.

IMG_7593

Og svo er gaman að mála.

IMG_7594

Svo þarf að bæta smá vatni í snjóinn.

IMG_7595

krakkafelumynd.

IMG_7596

Svo fengu þau að fara með Júlla í fjöruferð.

IMG_7598

Hér er hann að klæða þær fyrir ferðina.  Það er gaman að fara með honum og safna steinum sem svo verða að listaverkum. 

En eigið góðan dag elskurnar mínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Börnin, blómin, landið

Takk, Ásthildur!

Hlédís, 19.4.2009 kl. 10:36

2 identicon

Þetta er vorið og framtíðin.

Dísa (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 10:43

3 identicon

Framtíð Íslands,kærleikur,ást,gróðurilmur.Takk.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 11:20

4 identicon

Sat hér og horfði öfundaraugum á plönturnar í garðskálanum mig dreymir um að eiga svona garðskála. Kannski í ellinni. Gangi þér vel með vinnuna sem bíður, væri alveg til í koma vestur og hjálpa þér ef vinnan mín væri búin.

Knús í gróðurkúluna

Kidda (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 12:01

5 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Já, vorið er svo sannarlega komið í kúlunni hjá þér, Ásthildur mín. Mikið er gaman að sjá krakkana og allt lífið í kúlunni þinni og kærleikann og gleðina. Alveg yndislegt! Það verður einhver fjársjóðurinn sem þau finna í fjörunni með Júlla.

Knús og kveðjur í kúluna. Silla

Sigurlaug B. Gröndal, 19.4.2009 kl. 12:39

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæjj Ásthildur mín.Nú er langt síðan ég hef kíkt inn  É er svo mikið á Facebook að bloggið fær ekki tíma

Mikið eru systurnar að verða líkar  Gaman að sjá hvað allt dafnar vel í kúlunni þinni.Gangi þér vel með plönturnar  

Solla Guðjóns, 19.4.2009 kl. 13:04

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegt að vanda.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2009 kl. 14:00

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús á þig elskulegust

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.4.2009 kl. 19:24

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er aldeilis blóma- og barnahaf í kúlunni þinni hlýlegu.

Það hýtur að vera notalegt að láta líða úr sér í kúlunni (kúlulega) í þessu líka fallega umhverfi. 

Bestu kveðjur í kotið þitt.

Sigurður Þórðarson, 19.4.2009 kl. 19:40

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ferlega ráðskonurassaleg hún litla Ásthildur

Hrönn Sigurðardóttir, 19.4.2009 kl. 22:55

11 Smámynd: Ragnheiður

tek undir með Hrönn, það er ákveðnisbragur á brasi þeirra stuttu.

Notalegt að sjá að vorið kemur með skilum fyrir vestan

Ragnheiður , 20.4.2009 kl. 00:40

12 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Haha, Ásthildur kann að bjarga sér! Hún er algjör skotta  Falleg blómin þín og blómabörnin. Kúlan er náttla bara algjör snilld. Frábært að geta lengt svona vorið. Vonandi nærðu að klára allt saman. Þetta er eitt af mörgum dæmum um hvernig ástandið fer með okkur. Knús á þig elskuleg.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.4.2009 kl. 07:34

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigrún mín, já vonandi tekst mér að pota blómunum niður í tæka tíð.  Svona er þetta bara, og ég er orðin leið á kreppunni, talinu um hana og fyrst og fremst óvissunni sem hún skapar. 

Hehe Raghneiður mín hún er svo kotroskinn þessi litla dama, og það eru enginn vettlingatök þegar hún tekur sig til

Hahaha Hrönn þetta er ágætis orð ráðskonurassaleg

Já Takk Siggi minn, ég get sagt þér að það er mikil afslöppun í þessu umhverfi, sem gefur mér aukaþrek stundum. 

Knús á móti Linda mín

Takk Jenný mín

Hæ Solla mín, já þessi snjáldurskinna, ég hef ekki komist upp á lag með að nota hana ennþá, hef reyndar ekki tíma til þess að sinna henni, geri þar samt örugglega síðar.  Hef komist í nánd við ættingja sem ég hef ekki heyrt í lengi.

Takk Sigurlaug mín, já þau hafa mikið gaman af að fara fjöruferð með Júlla, ævintýrin gerast þar svo sannarlega.

Það hefði verið fínt að fá þig til mín Kidda mín,  svo sannarlega.  Knús á þig elskuleg mín. 

Hehehe já Halla mín, þetta er allt til staðar  Hlakka til að sjá þig.

Knús Ragna mín

Já Dísa mín elskuleg, þetta er sko framtíðin.

Knús Hlédís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2009 kl. 08:50

14 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Dásamleg færsla hjá þér eins og venjulega Ásthildur. Vorfílingurinn hjá þér! á öllum sviðum! takk fyrir mig

Ragnhildur Jónsdóttir, 20.4.2009 kl. 20:57

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig Raghildur mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband