Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

Nákvæmlega er þetta mín sannfæring líka. Loksins sýna þeir sitt rétta eðli og hvar baráttan liggur.  Við vorum allmörg sem vissum þetta fyrir, en nú hljóta jafnvel sauðtryggir sjálfstæðismenn, þ.e. hinn almenni maður ekki þeir sem eru í klíkunni og borga í kosningasjóðina, að opna augun og ákveða að gefa þessum flokki frí í næstu kosningum.  Þeir þurfa ekki að segja sig úr flokknum, aðeins að refsa sínum mönnum svo þeir sjái svart á hvítu að þetta er ekki það sem almenningur í landinu vill.  Og að þeir voru ekki að BJARGA stjórnarskránni, heldur að traðka á þjóðinni. 

Þetta með að skaffa sjálfum sér neitunarvald er í hæsta máta hlægilegt.  Og sýnir að þeir eru ennþá í huganum við stjórnvölin.  Skútan hátt upp í fjöru eftir þeirra siglingu, og þeir í veruleikafirringu um að þeir einir geti bjargað áhöfninni og skipinu af strandstað. 

Nei má ég þá biðja um að þjóðin mín gefi þeim langt frí, meðan gott fólk í Sjálfstæðisflokknum setur forvígismenn sína í gagngjöra endurhæfingu.  Og kennir þeim virðingu, réttlæti og heiðarleika. 

Að lokum svo flottur Jónas!

17.04.2009
Áhrifalaus smáflokkur
Sjálfstæðisflokknum tókst að reka erindi kvótagreifa á Alþingi, af því að mikill þingmannafjöldi flokksins endurspeglar fortíðina. Eftir kosningar verður þetta áhrifalaus smáflokkur. Um áratugi hefur Flokkurinn notað atkvæði fátæklinga og fábjána til að þjóna ýmsum sérhagsmunum. Nú hefur fylgið hrunið af honum í fyrsta skiptið. Fólk hefur séð gegnum hann og síðan farið út að æla. Þess vegna fær hann lítið fylgi í kosningunum. Þess vegna verða breytingar á stjórnarskrá samþykktar á nýju þingi. Þar á meðal fær eignaréttur á auðlindum hafsins að renna frá kvótagreifum til þjóðarinnar.


mbl.is Ofbeldi og skemmdarverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Er þetta nú ivænlegt nnlegg til hreinskiptra skoðanaskipta hjá honum Jónasi?  Að kalla kjósendur fátæka og fábjáni finnst mér nú segja ansi margt um Jónas sjálfan en ekkert um kjósendur.  Ég vil ekki trúa því Ásthildur að þú takir undir slík fúkyrði, sjálf í flokki og  hefur þurft að þola ýmiss háðsyrði fyrir.  Ekki ert þú fátæk né fábjáni ....og hvers vegna þá allir hinir??

Katrín, 17.4.2009 kl. 13:06

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Langaði bara að segja þér að mér fannst fulltrúi Frjálslyndra, Ásta Hafberg flottasti frambjóðandinn í umræðum RÚV á borgarafundi NA í gærkvöldi...

Sigrún Jónsdóttir, 17.4.2009 kl. 15:37

3 identicon

Þjóðin vill breytingar. Sjálfstæðisflokkurinn vill óbreitt ástand. Það er ljóst að í stjórmálunum takast á tvenn öfl, það er Sjálfstæðisflokkurinn gegn þjóðinni.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 18:54

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Hver er þessi Jónas sem virðist ekki allt í lagi í toppstykkinu? Margur heldur mig sig.  

Ég tek nú undir með Katrínu um að innleggið frá Jónasi er nú einum og að kalla kjósendur Sjálfstæðisflokksins fátæka og fábjána.

Ég vil meina að það sé kominn tími til að gefa Sjálfstæðismönnum frí.

Flottar myndir í færslunum hér fyrir neðan. Stelpurnar komnar og fjörið byrjað á ný.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.4.2009 kl. 21:30

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jónas er með þetta.  Þú líka.

Sannleikurinn er óþægilegur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.4.2009 kl. 00:40

6 Smámynd: Katrín

Þú ert aldeilis ágæt Jenný sitjandi á þínum háa söðli tilbúin til að dæma lifendur og dauða sem ekki hafa skoðanir sem falla að þínum og kalla þá fábjána og fátæklinga.  Það er svo aftur spurning um hvernig maður skilgreinir fábjána og fátæklinga.  Þið Jónas skilgreinið þá sem stuðningsmenn og kjósendur Sjálfstæðisflokksins,  aðrir segja fábjána þá sem ekki nýta vit sitt til vitræna skoðunarskkipta og fátækt sem vöntun á virðingu og skilningi á skoðunum annarra.   Það hafa margir fallið harkalega niður af þeim háa söðli sem þeir hinir sömu  hafa talið sig geta setið, svo mun væntanlega fara fyrir þér og Jónasi. Góða ferð

Katrín, 18.4.2009 kl. 12:46

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Katrín mín það segir reyndar ansi margt um kjósendur sem veita flokki brautargengi sem hefur keyrt þjóðarskútuna í þrot, sem hefur marg sýnt núna undanfarið sérstaklega hve einlæglega þeir reka erinda örfárra auðvaldssinna og hvernig þeir hafa hagað sér síðastlíðin 18 ár.  Það þarf ansi takmarkaða sýn á umhverfi sitt til að halda áfram að setja X við Déið.  Það er ekki mér að kenna eða Jónasi eða Jenný.  Ef fólk er ekki meðvitaðra um umhverfi sitt en þetta, þá kalla ég það kjána eða vanvita.  Það stíðir gegn allri skynsemi að mínu mati. 

Eins og Jenný segir sannleikurinn er óþægilegur og stundum óbærilegur þegar fólk þarf að verja rangan málstað.  Ég er reyndar steinhætt að botna í þér mín elskuleg.  Finnst þú hafa snúist næstum heilarn hring undanfarið, og að mínu mati án nokkurar ástæðu.  En mér þykir jafn vænt um þig sem manneskju fyrir það.

Takk fyrir þetta Sigrún mín.  Mér fannst Ásta Hafberg komas mjög vel frá þessu á fundinum.  Ég er viss um að það hefur ekki verið mjög þægilegt fyrir hana og hún dauðstressuð.  En hún var yfirveguð og komst vel frá sínu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2009 kl. 15:24

8 Smámynd: Katrín

Elsku hjartans Ásthildur mín ég hef enga hringi farið hvorki heilan né hálfan.  Ég einfaldlega stend með þeirri skoðun minni að það eigi ekki að niðurlægja fólk með þvi kalla það hálvita fyrir það eitt að kjósa aðra flokka en mér er þókanlegt.  Maður getur verið undrandi og hissa á vali fólks en að fara niður á það plan að kalla kjósendur fátæklinga, fávita eða vanvita er nokkuð sem ég tel að allir ættu að forðast mín kæra vilji þeir verða teknir alvarlega í umræðunni.  En kannski það sé ekkert keppikefli lengur á þeim tíma sem slúðrið úr eldhúsinu og baknagið sem þar er oft að finna er orðið uppspretta frétta fjölmiðla og Gróur á Leiti orðnar helstu álitsgjafar þjóðarninnar á öllu mögulegum og ómögulegum málum.  Gangi ykkur svo vel í baráttunni og ég tek udnir með Sigrúnu að fulltrúi Frjálslynda kom vel út úr þeim annars lélga framboðsfundi sem sýndur var frá Akureyri á dögunum.

Katrín, 18.4.2009 kl. 16:00

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur :0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.4.2009 kl. 20:41

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 19.4.2009 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband