Aldrei fór ég suđur.

Aldrei fór ég suđur var vel heppnađ í alla stađi eins og ţeirra umsjónarmanna var von og vísa.  Steinsnar frá mér fengu ţeir stóra skemmu í ţetta skipti, en ţađ heyrđist ekki múkk heim til mín, ţó hávađinn vćri mikill.  Mikil traffik var ađ stađnum, en ţađ truflađi mig ekki neitt.  Ţessi nú orđiđ árvissa hátiđ er hreint til fyrirmyndar og gefur Skíđavikunni punkt yfir iiđ.  hafi ţeir ţökk fyrir. IMG_7429

Hátíđ ungra og gamalla, hér er fólk á öllum aldri ađ hlusta á allskonar músikk.

IMG_7430

Villi Valli lćtur sig ekki vanta, Matta bloggvinkona Helga og Gummi okkar ađalmúsikant í yngri kantinum... eđa segjum svona miđ, ţú ert nú ungur ennţá Gummi minn, en ekki sama smábarniđ og fékk ađ taka lagiđ hjá mér á jólaböllunum forđum, ţegar ţú varst bara 6 ára.

IMG_7435

Ţessir verđa einhverntímann góđir.  En ţarna spila Ţröstur og Ţúfutittlingarnir og ţađ var kántrífjör.

IMG_7436

Salurinn var fullur af fólki, allt rólegt og eins og sést á öllum aldri.

IMG_7438

Viđ misstum ţví miđur af stjórsveitinni, en hér eru Fjallabrćđur ađ gera sig klára á sviđiđ, ţ.e. hljómsveitin, ţeim fylgir síđan allstór karlakór.

IMG_7443

Ţeir eru flestir frá Flateyri og eru rosalega flottir.  Fóru eđa eru ađ fara til Fćreyja, til ađ votta ţeim virđingu sína vegna ţess hve Fćreyingjar stóđu vel viđ bakiđ á okkur í hruninu.  Flottir Flateyringar.

IMG_7448

Mikiđ stuđ í strákunum og mikiđ gaman.

IMG_7450

Evíta Cesil fékk ađ fara međ afa og ömmu á djammiđ. Heart

IMG_7454

Međ fullan sal af fólki og drynjandi karlakórsraddir Fjallabrćđra yfirgáfum viđ ţennan skemmtilega stađ, og hlökkum auđvitađ til nćstu hátíđar.

IMG_7456

Flottur og skemmtilegur söluturn, sérhannađur fyrir eigendurna.  Hér er frumkrafturinn á fullu.  Ég held ađ ţađ sé ekki bara fólkiđ, heldur líka orkan í fjöllunum og fjölskrúđiđ í náttúrunni sem blćs okkur í brjóst ţeim frumleika sem alltaf er hér hjá okkur.

IMG_7457

Ef til vill ekki bćjarins bestu, en héđan ţarf enginn ađ fara svangur. 

IMG_7458

Sumir koma ţá ađrir fara, hér er Elvar Logi leikari og flotti leikhúsmađur međ fjölskylduna ađ koma sér á tónleikana.  Og ţiđ sjáiđ í bakiđ á Evítu og afa ađ fara heim.

En ég segi bara njótiđ kvöldsins og restarinnar af páskunum. Heart Dagurinn í dag var reyndar óskaplega fallegur og sólríkur.  En ţćr myndir fáiđ ţiđ ađ sjá á morgun.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábćrt, vildi ađ ég hefđi veriđ fyrir Westan ţessa helgi

Sigrún Jónsdóttir, 12.4.2009 kl. 20:46

2 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

Hrönn Sigurđardóttir, 12.4.2009 kl. 23:50

3 Smámynd: Rósa Ađalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sćl og blessuđ

Evíta Cesil fékk ađ fara á djammiđ međ afa og ömmu. Hún hefur örugglega veriđ ánćgđ međ ađ eiga  afa og ömmu  út af fyrir sig áđur en hinar prinsessurnar koma aftur heim. Flottar myndir. Ég sá í fréttum litla húsiđ sem hćgt var ađ breyta í söluturn. Svaka flott. 

Set inn fallega mynd fyrir Evítu Cesil.

Gleđilega páskarest.

Vertu Guđi falin

Kćr kveđja/Rósa

Rósa Ađalsteinsdóttir, 13.4.2009 kl. 13:05

4 Smámynd: Guđrún Emilía Guđnadóttir

Takk elskuleg fyrir myndirnar segi eins og Sigrún vildi ađ ég hefđi veriđ fyrir vestan.

Kćrleik til ykkar
Milla.

Guđrún Emilía Guđnadóttir, 13.4.2009 kl. 13:29

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábćrt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2009 kl. 14:00

6 Smámynd: Róbert Tómasson

Til hamingju međ glćsilega hátíđ og takk fyrir myndirnar.

kveđja

Róbert Tómasson, 13.4.2009 kl. 17:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband