Gróður - gifting - singstar og bara hvað viljið þið fá að heyra?

Jamm ég sagði ykkur að þessi dagur yrði fullbókaður hjá mér.  Hér er brot af honum.

IMG_7359

Vinnan upp í gróðurhúsi er alltaf svo friðsæl og unaðsleg.

IMG_7362

Svo var komin tími til að opna skrifstofuna okkar í XF.

IMG_7363

Þar var fjölmennt þó ekki hafi verið neitt auglýst opnunin.  Það gefur gott start.

IMG_7370

Hér er fólk á öllum aldri Heart

IMG_7374

Þessar elskur eru framtíðin okkar.  Og þess vegna mikilvægt að vel takist til.

IMG_7379

Formaðurinn okkar undirbýr sig á að fara á hátíðina Aldrei fór ég suður.  Hann hefur gott pláss fyrir auglýsingar LoLHeart Enda kann hann sjálfur að taka á því.

IMG_7382

Margir góðir félagar komu í heimsókn.

IMG_7383

svo var það giftingin.  Auðvitað er flott að geta gefið svona einstaka tækifærisgjöf frá flottum listamanni.

IMG_7386

Athöfnin fór fram á íslensku og spænsku, því hér sameinuðust Ísland og El Salvador í annað sinn í minni fjölskyldu.

IMG_7392
þessi góði maður þýddi jafnóðum orð prestsins yfir á spænsku.

IMG_7398

Isobel og Ísaac Logi fylgdust með þegar pabbi og mamma giftu sig.  Nota bene, svona gengur þetta alls ekki fyrir sig í El Salvador.  Fólkið mitt þaðan hefur þurft að aðlaga sig íslenskri hefð eins og við bara gerum að gifta okkur eftir dúk og disk. 

IMG_7403

'Eg viðurkenni að ég klökkna alltaf við svona athafnir.  Séra Magnús er líka yndisleg manneskja, þó ég sé ekki kristin þá virði ég hann afskaplega mikils sem manneskju.  Brúðurin var í kjól frá ömmu sinni, þessi flotti kjóll var uppháhaldskjóll ömmu hennar í móðurætt. Er það ekki sætt?

IMG_7409

Elsku Rolando og Olga innilega til hamingju með giftinguna, og megi allir góðir vættir vaka yfir ykkur og vernda.

IMG_7414

Í dag sameinaðist þessi fjölskylda í eitt.  Ísland- El Salvador.  Megi þeim öllum vel farnast.

IMG_7415

Þetta hér nær er babusas uppáhaldsrétturinn minn frá El Salvador. Maiskökur flott kryddaðar með kjöti og grænmeti inní, og svo rosalega vel krydduðu hrásaladi með og rauðlauk  nammi namm.  Enda var þetta tekið fram yfir rosalega flottar hnallþórur íslenskar.

IMG_7417

En svona er veðrið, og þarna má sjá húsið þar sem Aldrei fór ég suður fer fram, þangað ætla ég á eftir. Þegar ég skrifa þetta er ég að fylgjast með í beinni útsengingu, og núna er Mammút að spila.

IMG_7419

En börnin koma í kúlu til ömmu og afa.  Hér er Evíta litla Cesil.

IMG_7420

Það er bara svo spennandi að koma í heimsókn.Heart

IMG_7422

Tjörnin sko!!! hehehehe...

IMG_7424

Stubburinn fékk singstar um daginn og það hefur verið svona dálítið hávaðasamt undanfarið, hér eru bræðurnir að syngja Abbalag.

IMG_7425

Þetta er náttúrulega hin besta skemmtun þannig sko....

IMG_7426

Svo fórum við á aldrei fór ég suður.... misstum rétt af stórsveitinni, en hlustuðum á frábæra Fjallabræður.  Ég er að hugsa að það skiptir ekki máli þó einhverjir fari.... það er einhvernveginn orkan hér í fjöllunum og umhverfinu sem ekki verður tekin frá okkur.  Það er bara þannig við verðum aldrei drepinn niður, því um leið og búið er að nappa einhvern burtu, koma þrír nýjir í ljós.  Þess vegna erum við.... og við erum flottust!!!

Ég ætla að koma með nokkrar myndir frá hátíðinni seinna, því nú ætla ég að fara að glápa á sjónvarpið, sleepless in Seattle  fyrst og svo Columbo uppáhaldið mitt.  Svo set ég sennilega inn myndir frá Aldrei fór ég Suður mín elskuleg.  Knús Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndislegt!  Takk fyrir mig

Sigrún Jónsdóttir, 11.4.2009 kl. 21:31

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Glæsilegur dagur og brúðurin var flott í kjól af ömmu sinni sem er virkilega fallegur. Nóg af barnabörnum þó svo að prinsessurnar hafi brugðið sér af bæ.

Gleðilega Páska.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.4.2009 kl. 02:26

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Alltaf mikið um að vera hjá þér Ásthildur mikið líf og mikið að gerast. Innilegar hamingjuóskir til brúðhjónanna

Gleðilega páska, nú er tími upprisu á margan hátt. Lífið vaknar í plöntum og pólitík, það birtir og við finnum vorið vaxa innra með okkur og í lífinu í kring. 

Nú birtir Ásthildur, nú birtir .....

Ragnhildur Jónsdóttir, 12.4.2009 kl. 10:28

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Til hamingju með þetta allt saman!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.4.2009 kl. 14:20

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, til lukku með þetta mín kæra.

En nú verður þú bara að fara að drífa í að endurvekja SOKKABANDIÐ fyrir næsta ár, þetta gengur náttlega ekki!

Munið svo koma fram á (fisk)netsokkum, auglýsið það vandlega áður og enn ein metaðsókn að "Aldrei fór ég suður" 2010 er gulltryggð!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.4.2009 kl. 21:34

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Magnús minn við vorum svo sem búnar að tala um að koma fram núna, en það var bara svo mikið að gera...  hugmyndin um netsokkana er góð

Takk Jóhanna mín

Já Ragnhildur mín víst er að það birtir jafnt og þétt núna.  Og allt springur út þessa dagana. 

Takk Rósa mín elskuleg

Knús Sigrún mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2009 kl. 10:34

8 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Já maður var farinn að sjá fyrir sér að Sokkabandið myndi mæta á svæðið.

En eitt...ertu með forræktaðar kryddjurtir til sölu hjá þér?

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 20.4.2009 kl. 17:52

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Steingrímur minn ég er með fullt af kryddjurtum í boði,bæði einrærar og fjlærara, svo það er bara að líta við. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband