11.4.2009 | 10:04
Vor í Vín, veður á Ísó og svoleiðis nokkuð.
Það er nóg að gera hjá mér í dag skal ég segja ykkur. En fyrst að veðrinu.
Þessi er tekin fyrir um það bil tíu mínútum. Það er logn og blíða. Ég er ennþá bálreið yfir magtuggunni frá verðurfræðingnum á miðvikudaginn um éljaveðrir og rokið sem aldrei kom. Þetta er nefnilega ekki í fyrsta og verður ekki í síðasta sinn sem menn reyna að koma því að að það sé vont veður á Ísafirði. Fyrir nokkrum árum að sumarlagi þegar ég var að fara í vinnuna fyrir kl. sjö um morgun, heyrði ég í útvarpinu að það yrði ekki flogið á Ísafjörð og Vestmannaeyjar vegna þoku. Ég stansaði og horfði upp í heiðskíran himininn og setti puttan út í loftið sem stóð svo kyrrt að það blakti ekki hár á höfði. Af því að ég er komin með alveg upp í kok á svona vinnubrögðum, þá hringdi ég í fréttamanninn sem þar var. Ég spurði hvað hann hefði fyrir sér í því að það væri ekki flogið á Ísafjörð vegna þoku. Nú ég hringdi á flugvöllunn, var svarið. Nú sagði ég, það er skrýtið hér er glampandi sól og logn. Getur þú þá staðfest að það verði flogið? spurði maðurinn. Nei sagði ég, ég er bara kerling út í bæ og get ekki staðfest neitt, en það get ég sagt þér að ef ekki verður flogið á Ísafjörð í dag, þá er það í sjálfu sér stórfrétt. En ég er nú orðin ansi þreytt á ykkar rangfærslum um veðrið. HVað heldurðu að ég sitji bara hér og drekki kaffi og segi eitthvað út í loftið, svaraði hann reiður....... já sagði ég einfaldlega, já ég held það bara. Þegar ég hringdi svo sjálf inn á flugvöll, þá var þar símsvarinn frá kvöldinu áður sem aflýsti flugi þann daginn vegna þoku í REYKJAVÍK.
En ég ákvað með sjálfri mér þegar ég byrjaði að blogga að senda myndir á hverjum degi til að sýna það svart á hvítu að veðrið er ekki svona vont hér, eins og fjölmiðlar hafa komið fólki til að halda. Og ég hef staðið við það oftast nær. Hér hafa birst myndir næstum daglega af veðrinu og fólk hefur svo sannarlega séð að hér er oftast dýrindisveður.
En nóg um það.
Hér er ennþá allt á fullu á Skíðaviku.
Stemning, gott veður og örugglega gott færi. Hér eru líka frábærar gönguleiðir upp á Seljalandsdal og niður í Tunguskógi. Hér er líka hægt að vera á skíðum langt fram eftir sumri upp á Botnsheiði og Breiðadalsheiði.
Hér verður svo aðalfjörið í dag. Aldrei fór ég suður, þeir byrjuðu reyndar í gær, og það var örtröð og bílar allstaðar. En ég heyri ekki mikið hingað inn. En aðalslagkrafturinn verður í dag og kvöld. Þetta húsnæði er nýbyggt af verktakafyrirtækinu KNH, þeir eru mikið í vegagerð og allskonar slíkri verktöku. Flott hjá þeim að bjóða Mugison og có að hafa hátíðina hér.
Greinilega hafa mínir fuglar verið þarna og komið heim til að ylja sér.
Frída hin sænska.
Vorið er komið í Vínarborg. Bára mín sendi mér þessar myndir þaðan.
Hér er hún í skólahverfinu.
Eins og sjá má er allt komið á fullt þar að blómstra.
Ungviðið hleypur um.
Hér er svo fallega stelpan mín stóra.
Ég ætla upp í gróðurhús að gera eitthvað gagn. Við ætlum svo að opna kosningaskrifstofuna kl. eitt í dag.
Okkar góða forystufólk hér í Norðvestrinu tilbúin í slaginn.
Svo fer ég í giftingu kl. þrjú, og svo ætlum við að kíkja á Aldrei fór ég suður hjónin. Stórsveitin á nefnilega að spila, með Íris Kramer sem stjórnanda og við viljum ekki missa af því. Svo er stutt að fara bara hér í næsta hús.
En eigið góðan dag elskurnar mínar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022152
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hljómar vel, góða skemmtun á hátíðinni.
Ísdrottningin, 11.4.2009 kl. 12:43
Það er alltaf jafn mikið fjör á Ísó um páska. Hvaða veðurvilla er á þeim hjá Veðurstofunni.
Yndislegar myndir, bæði frá ykkur og svo auðvitað dótturinni.
Gleðilega páska til þín og þinna kæra Ásthildur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.4.2009 kl. 18:08
Jenný þetta er auðvitað plott eins og í sjálfstæðisflokknum um að reyna að fá fólk til að fara eitthvað annað Nei segi bara sona. Það flögrar svo margt að manni þegar fólk gengur of langt í svona málum. Hver er ástæðan? Stór spurning.
Takk Ísdrottningin mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2009 kl. 19:43
, 11.4.2009 kl. 20:27
Ekki hef ég alla vega orðið vör við þoku hérna í Kópavoginum, til hamingju með að vera á Ísafirði um páskana.
Gleymdi að það yrði synt beint frá Aldrei fór ég suður
Knús í kúluna í góða veðrinu
Kidda (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.