9.4.2009 | 17:34
Gleðilega páska kæru bloggvinir.
Það er steinhljóð í kúlunni núna. Úlfur veit ekki hvernig hann á að vera, amma ég var stundum að kvarta yfir stelpunum en nú veit ég ekki hvað ég á að gera án þeirra sagði hann. Það er svo hljótt í húsinu.
Já þær fóru nefnilega óvænt til pabba síns þessar elskur, flugu suður í morgun. Við afi fórum með þær inn á flugvöll og ég fékk að leiða þær alla leið út í flugvélina og óla þær niður. Þær voru rosaglaðar að fá að fara til pabba síns.
En veðrið var rosalega gott. Ef þið hafið hlustað á veðurfregnirnar í gærkveldi í sjónvarpinu, þá endur tók veðurfréttamaðurinn bara þrisvar að það yrði vont veður á Vestfjörðum, vesta veðrið, það yrði éljaveður og rok á Vestfjörðum, um leið og hann sýndi sól og blíðu yfir allt landið. Annarsstaðar. Stundum dettur manni ýmislegt afskaplega neikvætt í hug, þetta kemur alltof oft fyrir, til að það geti verið bara tilviljun.
Þessi mynd var tekin hálf níu í morgun og þið sjáið auðvitað alla stórhríðina og rokið ekki satt? Nei hér hefur verið mikil flugumferð í allan dag, vegna þess að við erum að fá gesti í heimsókn á Skíðaviku og Aldrei fór ég suður.
Hanna Sól að fíflast við ömmu sína Hún fékk að gista hjá Sigurjóni í gær, og reyndar Úlfur líka, svo við vorum bara einar í kotinu við Ásthildarnar, því afi fór aðeins út á lífið.
Nú er enginn lítil sullukolla sem "sullar niður" eins og hún orðar það. Það er kúkalykt segir hún þegar það þarf að skipta á bleyjunni. Og svo syngur hún hástöfum allur matur á að fara.... eða Úlli Búlli bí, sem er barnagæla sem ég hef sett saman fyrir krakkana, nú eða bara Allir krakkar eru í skessuleik. Vá hvað amma saknar þeirra. Reyndar höfum við nýtt tímann vel í dag upp í gróðurhúsi við að skipta plöntum og gróðursetja.
Það var tilhlökkun í morgun að fara í ferðalag.
Þau fengu smásleikjó til að láta tímann líða fljótar.
Svo vorum við komin út á flugvöll.
Það vildi svo heppilega til að ein fóstran af Tjarnarborg gamla leikskólanum þeirra var einmitt að fara suður og ætlaði að sinna þeim á leiðinni. Besta mál að það var einmitt einhver sem þær þekktu.
Og amma fékk að fara með alla leið út í flugvélina og setja þær í sætin sín. Nú eru þær komnar í skjól hjá ömmu og afa á Hellu. Nú er um að gera að njóta fríisins
En ég óska ykkur öllum gleðilegra páska, og vona að þið hafið það öll sem best!!
Ég er á kafi í að safna saman pappírum vegna framboðsmála Frjálslyndaflokksins. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir hve mikil vinna liggur í því að fá alla pappíra bæði undirskriftir frambjóðenda og meðmælendalistana. Sérstaklega er þetta erfitt úti á landi þar sem langar vegalengdir eru og erfitt að komast milli staða. Hjá okkur eru sjö bændur í fraboði, og sumir búa afskekkt einn bóndinn alla leið á Ingjaldsandi, þangað er ekki fært nema á snjósleða eða á skíðum. Konan sú er ekki með fax eða netpóst svo það eru góð ráð dýr. Þetta mun samt allt saman heppnast, því hér er samstilltur hópur sem vinnur vel og örugglega. Fólk er líka jákvætt og bjartsýnt. Við ætlum svo að opna kosningaskrifstofuna okkar á laugardaginn. Við erum milli Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, svo við erum í góðum málum. Erum reyndar með gott samstarf við Vinstri græna, þar sem þessir þrír flokkar eru saman í framboði til bæjarstjórnar undir merkjum I-lista. Þannig að við höfum starfað mjög vel saman þetta tímabil. Samvinna er af hinu góða og gott fólk getur alltaf starfað saman og lagt hvort öðru lið.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilega páska kæra Ásthildur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2009 kl. 17:51
Njóttu þess að fá smá pásu Gleðilega páskahátíð
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.4.2009 kl. 18:32
Gleðilega Páska allir Kúlubúar....
Elín Helgadóttir, 9.4.2009 kl. 20:27
Óska þér og öðrum kúlubúum gleðilegra páska.
, 9.4.2009 kl. 21:39
Njóttu hvíldar og ég óska ykkur gleðilegra páska
Sigrún Jónsdóttir, 9.4.2009 kl. 22:37
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl og blessuð Ásthildur mín.
Gott að Úlfurinn er hjá þér og svo áttu fleiri falleg blóm í nágrenninu sem heimsækja ömmu oft.
Gleðilega Páska.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2009 kl. 23:15
Þakka þér kærlega fyrir og sömuleiðis vonandi hafið þið það gott í kúlunni yfir páskana.
Jóhann Elíasson, 9.4.2009 kl. 23:24
Takk fyrir gistinguna elsku vinkona alltaf gott að koma til ykkar í kúluhúsið svo yndislegur andi og gestrisni, Kistu Úlf frá mér stóran koss og litlu krúsidúllurnar þegar þær koma aftur heim. Ég veit að þú kemur til með að hafa nóg að gera um páskana í kosningabaráttunni, það höfum við hin í framboðinu líka en þetta eru spennandi páskar og bara allt á uppleið hjá okkur. Gleðilega páska elsku Ásthildur mín til ykkar í kúluhúsinu.
XF
Ragnheiður Ólafsdóttir, 9.4.2009 kl. 23:32
Takk öll
Rgnheiður ég er ótrúlega bjartsýn á okkar gengi og góða fólk. Það er líka gott að ræða við fólk. Enda eru um 40% svarendur sem ekki gefa sig upp. Við vitum alveg um þöggunina sem fólk verður fyrir, hótanirnar líka. Frétti síðast í gær af fréttamanni sem sagði "of mikið" eða talaði ekki rétt, að mati "aflanna helbláu" og fékk hótun, veistu á hvaða leið þú ert? Þetta er miklu algengara en fólk gerir sér grein fyrir, og þetta er það sem fFlokkurinn hefur stundað til að halda völdum sínum. Með dyggri aðstoð nytsamra sakleysingja, sem hafa glapist á allt fíneríið og svo gaman að vera með þeim stóra. En nú hyllir í að allt sé að molna undan þeim, það er vonandi rétt.
Takk sömuleiðis Jóhann minn.
Takk mín elskulega Rósa.
Geri það svo sannarlega Sigrún mín, hér er allt kyrrt og hljótt.
Gleðilega Páska Dagný mín.
Gleðilega Páska Elín mín.
Geri það Sigrún mín, og gleðilega Páska.
Gleðilega Páska Jenný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2009 kl. 09:31
Njóttu kyrrðarinnar mín kæra. Gleðilega páska.
Laufey B Waage, 10.4.2009 kl. 10:15
Gleðilega páska Elsku Ásthildur mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 10.4.2009 kl. 11:41
Held að amma og afi hafi gott af því að fá aðeins frí þó svo að það sé erfitt. Gangi flokknum þínum sem best.
Knús í páskakúluna
Kidda (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 11:41
Takk Laufey mín og sömuleiðis.
Sömuleiðis Katla mín.
Takk Kidda mín fyrir allt og gleðilega páska.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2009 kl. 12:01
Gangi þér vel og gleðilega páska.
Helga Þórðardóttir, 11.4.2009 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.