svona hitt og þetta með fallega litla fólkinu mínu.

Það er margt skemmtilegt að gerast í pólitíkinni, og skrýtið nokk þá er þátttaka almennings í þeirri tík algjörlega í lágmarki.  Annað hvort er fólk dofið af þem raunveruleika sem blasir við þeim, eða það er algjörlega búið að fá nóg af skrumi, óheiðarleika og innantómum loforðum frá frambjóðendum, sama gamla tuggann aftur og aftur. 

Við í Frjálslyndaflokknum hefðum svo sem ekki þurft að skrifa nýja bæklinga, þvi það sem við sögðum  og vöruðum við fyrir tveimur árum er það sama í fullu gildi enn i dag. Svona er þetta bara.

Það er líka fyndið hvernig Sjálfstæðismenn lenda endalaust í að þurfa að synda í skítnum sem þeir hafa sjálfir drullað upp, reyna að kenna einhverjum öðrum um og skilja svo ekkert í af hverju þeir hafa ekki hljómgrunn þjóðarinnar!!!.  Þeir eru nefnilega vanir því að þurfa ekkert að hafa fyrir velgengninni, sauðirnir hafa alltaf skilað sér vel af fjalli.  En þeim hefur heldur betur fækkað, og nú eru bara einstaka sauðir eftir sem trúa blint á almættið.  Allir hinir hafa snúið sér eitthvað annað í sinni leit að betra þjóðfélagi, loksins búnir að átta sig á því að það er líf eftir Sjálfstæðisflokkinn.  Og farið hefur fé betra, segir og skrifa.

En ég ætlaði að senda nokkrar myndir.

IMG_7292

Amma taktu mynd af mér og Brandi, sagði skottan mín í morgun.  þau eru bestu vinir og hann kemur alltaf upp til hennar að fá smástrjúk og aðdáun á morgnanna. Nautnadýr þessi köttur.

IMG_7294

Skrýmslið litla hræðir hann svo burt.... skil ekki hversvegna W00tLoL

IMG_7295

síðasti leikskóladagur fyrir Páska.

IMG_7296

Þannig er það bara, gleðin ein.

IMG_7297

Það var bara þrítekið í veðurfregnum sjónvarpsins hve versta veðrið yrði á Vestfjörðum yfir páskana, við skulum nú sjá til með það.... Haraldur Ólafsson eða hvað sá ágæti maður annars heitir, gat þess í upphafi veðurfrétta, um miðbik þeirra og svona í restina, svo það færi nú ekki fram hjá neinum að það yrði gott veður um allt land nema á vestfjörðum.  Ætli hann sé á prósendum einhversstaðar? segi nú bara svona.  En við skulum sjá til, hér skal ég senda út veðurfréttirnar daglega til að sjá hvort það verður svona hræðilegt veður eins og hann þurfti að þrítaka.

IMG_7301

en það var sundsýning hjá Hönnu Sól og félögum í gær.  Þar voru margri foreldrar ömmu og afar, þessi mynd er tekinn frekar snemma og ekki margir komnir.

IMG_7302

Vissuð þið að bringusundið sem við öll þessi eldri þruftum að læra número unó, er erfiðasta sundið.  Í dag læra þau það síðast.  Hver man ekki að þurfa að vera á hrollköldum laugarbakkanum heillengi til að læra hreyfingarnar?  Núna er þeim kennt allt hitt á undan, því bringusundið þarf rosalega samhæfingu líkamans.

IMG_7308

Hér eru framtíðar sunddrottningar og kóngar Ísafjarðar.

IMG_7310

Og þau stóðust prófið öll.

IMG_7313 

Fengu ekki bara aðdáun mömmu pabba afa og ömmu heldur líka viðurkenningu fyrir vel unnin störf.

IMG_7314

Þau eru okkar framtíð.

IMG_7315

Kúlan hefur verið full af yndislegum barnabörnum síðan páskafríið Heart

IMG_7316

Reyndar eru þessar elskur botnlausar enda von, þau eru að vaxa og þroskast.  Þeirra er framtíðin, og við eigum að hafa það í huga þegar við göngum að kjörborðinu þann 25 apríl.  Við eigum ekki að hugsa aðeins um okkar eigin hag eða að það sé svo gaman að vera með í flotta liðinu, þeim sem hafa alltaf ráðið og komið okkur á kaldan klaka.  Við eigum að hugsa um hvað verður um börnin og barnabörnin, hvar er þeirra hag best borgið.  Þó það sé rosagaman að vera með í Valhallartöffaraslag með flotta fólkinu, þá nær það ekkert lengra en að veita þeim brautargengi til áframhaldandi rústunar, einkavæðingar og klíkuskapar.  Hvað eruð þið að hugsa sem veitið þeim þetta vald, en eruð ekki í klíkunni?  Mér er það hulin ráðgáta og endilega ekki vera svekkt yfir því að við hin skulum hugsa svona.  Þið eruð hvort sem ykku líkar betur eða verr að viðhalda valdastrúktor sem að mínu mati er algjörlega ólíðandi, og mér þætti vænt um að þið útskýrður af hverju þið veljið einmitt það.  Ég bara skil það ekki.

En svo býð ég ykkur öllum góða nótt elskurnar.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Allt það sem þú gerir með þínu fallega fólki stendur upp úr hjá þér og þínum og mun alltaf gera mín kæra. Það veist þú allra manna best.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 9.4.2009 kl. 00:18

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Minn elskulegi Karl takk fyrir þessi hlýlegu orð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2009 kl. 01:04

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Gleðilega páska í kúluna til þín og þinna, þar verður líf og fjör að vanda hlakka til að fylgjast með

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 9.4.2009 kl. 08:41

4 identicon

Takk fyrir að leyfa okkur hinum að fylgjast með hjá ykkur. Flott hjá krökkunum í sundinu, allt næstum óbreytt í Sundhöllinni, líklega full þörf á nýrri og stærri. Krakkarnir ljúfir eins og oftast  og Brandur nýtur sín við strokurnar. Gleðilega páska öll saman. . Manstu þegar þú renndir þér sitjandi niður Múlann á skiðunum hans Nonna? . Ógleymanlegt þegar bílar hægðu á sér til að gá hvaða furðuverk þetta væri.

Dísa (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 10:57

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Mér finnst ekki og hefur aldrei fundist, neitt eftirsóknarvert að tilheyra Valhallarklíkunni eða þotuliðinu svokallaða.

Gulli og perlum að safna sér

Sumir endalaust reyna 

Vita ekki að vináttan er

Verðmætust eðalsteina

Duglegir krakkarnir í sundinu. Brandur útséður hvernig hann nær sér í klapp. Þeir kunna þetta best kettirnir  Ég er ekkert hissa á að krakkarnir þyrpist í Kúluna í páskafríinu, í kærleikskúluna til ömmu og afa  

Gleðilega páskahátíð til ykkar

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.4.2009 kl. 16:37

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigrún mín.   Flott vísa og sönn.  Nei það er ekki neitt spennandi við að tilheyra þessu Valhallarliði, segin nú ekki margt.

Dísa mín ég var búin að gleyma þessu með skíðin  Svona er maður alltaf eitthvað að fikta. 

Gleðilega páska til ykkar allra

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband