Borgarafundur á Ísafirði.

Var að horfa á borgarafundinn frá Ísafirði rétt núna áðan.  Spyrlarnir stóðu sig fantavel að mínu mati.  Og flestir frambjóðendur voru bara góðir.  Bestir voru reyndar Gunnar Sigurðsson, Sigurjón minn maður og svo Jón Bjarnason.   Vorkenndi reyndar dálítið þessum Ása frá Rifi sem reyndi allt hvað hann mátti að koma skilaboðunum til skila frá sjöllum, sem reyndar höfðu plantað sér á fremsta bekk eins og þeirra er siður, svona klappilið Halelúja sátu þar skælbrosandi í beinni, flott fólk reyndar en með vondan málstað.

IMG_7284

Veðrið er fallegt á Ísafirði eins og reyndar alltaf.

IMG_7285

Allt klárt hjá sjónvarpinu. Reyndar lentu þau í erfiðleikum því það þurfti afréttingu á bílnum ( eins gott að það var ekki hjá starfsfólkinu hehehe) svo mínir menn þurftu að bregðast við og rétta þá af, svo halli væri ekki á útsendingunni, nóg er nú samt LoL Bílstjórinn þurfti reyndar að leita okkar ásjár með að þrífa bílinn og fékk að þvo hann inn í áhaldahúsi og kom svo í kaffi og spjall.

IMG_7290

Hér eru svo mínir menn fyrir fundinn með flottustu málefnaskrána, og Guðjón Arnar las fyrir okkur upp úr loforðalistanum fyrir síðustu kosningar.  það hefði bara þurft að skipta um mynd, því allt hitt stóð hreint og klárt.  Við erum flottust í prinsippinu.

IMG_7286

Flokkurinn minn mun blómstra against all odds segi og skrifa. 

IMG_7287

Þetta er náttúrulega bara forsmekkurinn.  En ég get alveg lofað ykkur mín kæru að eins og ég er, þá stendur málefnaskrá Frjálslynda flokksins algjörlega á traustum grunni.  Og mínir menn hafa hvergi kvikað frá málefnasáttmálanum, af því er ég hreykin og vil að komi fram hér. Ef þið eruð í efasemdum um hvað skal kjósa og viljið ekki veita okkur atkvæði ykkar, langar mig til að biðja ykkur um að skoða Borgarahreyfinguna.  Þau hafa mjög svo sömu sjónarmið og við. Og eru í raun og veru framhald af okkar skoðunum.  Þess vegna vil ég biðja um að þið virkilega skoðið hvað þessir tveir flokkar hafi fram að færa svo svo Vinstri græn.  Mér finnst svolítið skorta á tiltrú á Samfylkinguna, þó mér þyki vænt um fullt af fólki þar.  Þá finnst mér eins og það sé ekki alveg hægt að treysta á þau, vegna þess að í prinsippinu eru þau dálítið laus í rásinni og hafi skoðanakannanir of mikið til hliðsjónar, en þar er líka frábært fólk innanborðs.  Nema ef til vill það frábæra fólk hefur ekki tögl og haldir..... eða þannig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hanna Birna Jóhannsdóttir

Okkar stefna stenst tímans tönn það er þó meira en hinir flokkarnir geta stælt sig af.

Hanna Birna Jóhannsdóttir, 6.4.2009 kl. 22:14

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mér fannst nú Gutti komast best frá þessu ásamt Gunnari.  Ég sá ekkert flott við Jón  Bjarnason og hefði viljað hafa Lilju Rafney í hans sæti....Svona getur maður nú verið, heyrir alltaf best í þeim, sem maður þekkir persónulega

Svo hefði ég viljað hafa stærri hluta útsendingarinnar með fyrirspurnum frá heimamönnum

Sigrún Jónsdóttir, 6.4.2009 kl. 23:23

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hanna Birna það er rétt Guðjón Arnar dró upp bæklinginn frá því fyrir tveimur árum og þar var allt sem við erum með í dag það hefði aðeins þurft að skipta um mynd.  Mikið verk eftir óunnið, sumt eru menn að taka undir núna eins og afnám verðtryggingar, en það var eitt af okkar kosningaloforðum þá, ekki var gert neitt í því þessi tvö ár af þeim sem ráða og vilja afnema hana núna.

Sigrún mér fannst Guðbjartur aftur á móti ekki alveg í stuði.  Lilja Rafney hefði sómt sér vel þarna í sætinu hans Jóns Bjarnasona.  Ég get alveg tekið undir það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2009 kl. 09:20

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 7.4.2009 kl. 10:02

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég verð nú að segja það að mér fannst Gutti (einsog Sigrún kallar hann) flottur, og langbestur. -    Mér finnst bara Sigurjón ekki spennandi þingmannsefni, hann er ekki málefnalegur,  og hefur enga útgeislun.  -  Ég er jafn lítið hrifin af Sigurjóni, eins og ég er mikið hrifin af Guðjóni Arnari. -

Annars fannst mé uppstilling sjónvarpsins á frambjóðendum, spyrlum  og fundarmönnum alveg fáránleg. Það sköpuðust engin tengsl milli sviðs og salar, sem er bagalegt á framboðsfundi þar sem frambjóðendur leggja allt undir, að þeir hafi ekki möguleika á að skapa tengsl, við fundarmenn og sjónvarpsáhorfendur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.4.2009 kl. 14:18

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

hver er Gutti?  Er það vatnsgreiddi framsóknarmaðurinn sem vildi endurskoða sjávarútveginn en engu breyta, hvort heldur í landbúnaði né sjávarútvegi?

Sigurður Þórðarson, 7.4.2009 kl. 20:02

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Gutti er Guðbjartur Hannesson forseti Alþingis og fyrsti maður á lista Samfylkingarinnar í kjördæminu hennar Ásthildar.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.4.2009 kl. 22:39

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk

Sigurður Þórðarson, 8.4.2009 kl. 00:14

9 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ásthildur mín, ertu ekki til í að lána okkur kallana þína til að rétta af þjóðarskútuna, hljóta að geta það eftir að hafa rétt af hallann á Rúv  

Mér finnst alveg frábært að flokkurinn standi fast á sínu og hviki hvergi frá upphaflegum málefnasamning. Ekki það að það megi ekki skipta um skoðun, heldur að mönnum sé ekki "mútað" til að skipta um skoðun..

Knús á þig yndislega Vestfjarðamær.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.4.2009 kl. 00:35

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigrún mín.  Málið er að við höfum aldrei farið á flakk með málefnin okkar.  Stjórnmálasáttmálinn hefur ómað í öllum málflutningi, nema örfárra sem nú hafa yfirgefið okkur ef til vill einmitt út af því. 

Lilja mín varstu eitthvað reið í gær  mín kæra .  AUðvitað máttu hafa þína skoðun á Sigurjóni, en ég get sagt þér að pilturinn sá hefur góða nærveru og er mjög þægilegur í umgengni.  Ég held líka að hann hafi góða útgeislun.   En sem betur fer höfum við ólika sýn á menn og málefni.  Sammála þér líka með formið á þessum umræðum og þó ég hrósaði spyrlum hér í upphafi, þá verð ég að segja að mér ofbauð hvernig kvenspyrillinn kom fram við Sigurjón í umræðum um sjávarútvegsmál, fór að rífast við hann um málefni sem hann þekkir eins og handarbakið á sér.  Hún varð þar sér til minnkunnar reyndar, að öðru leyti stóðu þau sig vel í erfiðu hlutverki.

Knús á þig Katla mín.

Siggi þetta er sennilega sá eini sanni Gutti.

Sögu vil ég segja stutta og svo framvegis  Nei annars þessi virkar rólegri en óknyttastrákurinn Gutti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2009 kl. 08:46

11 identicon

Get lofað þér upp á æru og trú að S, D eða B fá ekki exið mitt.

Knús í kærleiks og blómakúluna

Kidda (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 10:59

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe knús á þig Kidda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2009 kl. 12:22

13 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Mér fannst Sigurjón Þórðarson góður á þessum fundi og Frjálslyndi flokkurinn þarf ekki að prenta nýja stefnuskrá því sú gamla er í fullu gildi og það sem meira er að allt það sem flokkurinn spáði fyrir síðustu kosningar, hefur því miður rætast.  Ásbjörn Óttarsson var með sömu gömlu rulluna og mér fannst hann einna verstur af þeim sem þarna voru.  Hefur sennilega kjaftað af Einari K. Guðfinnssyni þingsætið.  Því nú njóta þeir ekki hins mikla persónufylgis Einars Odds heitins.  Sem átti fylgi langt út fyrir raðir Sjálfstæðisflokks.

Jakob Falur Kristinsson, 9.4.2009 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband