Myndir fyrir svefninn.

Yndislegt veður í dag hér á Ísafirði.  Við höfðum það gott.  Gátum farið smástund upp í gróðurhús að fjölga og vinna og svo var haldið í sund með ungviðið okkar.

IMG_7167

Þessi reyndar tekinn í gær.

IMG_7168

Og þessi.  Fékk sendingu frá mömmu sinni og ömmu.  Nú er verið að undirbúa karíokikeppni meðal kúlubarna LoL

IMG_7169

Sumir þurfa að gera allt í einu ....

IMG_7172

og pils geta flækst ótrúlega mikið fyrir.

IMG_7178

Veðrið í dag var unaðslegt.

IMG_7179

Segi og skrifa

IMG_7181

svo þurfti náttúrulega að máta sig við snjóinn.  Ef þið saknið Hönnu Sólar á þessum myndum, þá var hún í heimsókn hjá uppáhaldsfrænku sinni henni Tinnu gisti þar í nótt.

IMG_7183

Jamm það var farið í sund á Suðureyri.

IMG_7186

Hér er þessa helgi unglingalandsmót á skíðum.  Aldeilis flott veður sem þau fá.

IMG_7191

enda þó ekki sjáist fólkið, þá sést að bílarnir eru margir.  Enda er svæðið stórt.

IMG_7194

Yndislegur Súgandafjöður blasir við.

IMG_7196

Og sundlaugin á Suðureyri, flottust.

IMG_7197

Það er nefnilega ekki stærðin eða tækifærin sem skipta máli, heldur elskulegt starfsfólk og skemmtilegir gestir.  Og það eru einmitt svoleiðis hér.

IMG_7201

Það sem gildir núna hjá prakkaranum mínum er; Ég áedda og Hann tókedda af mér, og Ég meiddi sig.... Hún er farin að tala þvílíkt þetta litla skott.

IMG_7206

Súgfirðingar ætla greinilega að vera fittastir á vestfjörðum í vor....

IMG_7209

Og blómin halda áfram að poppa upp hvert af öðru hér í kúlunni.

IMG_7210

Og svo auðvitað fjölæringarnir mínir

IMG_7217

Þessi er á matseðlinum hjá Hrönn LoL

IMG_7218

Jamm það gerist ýmislegt skemmtilegt í kúlu.

IMG_7219

Ásthildur mín ekki gera þetta!!!

IMG_7221

EKKI GERA ÞETTA!!!

IMG_7222

ÁSTHILDUR!!!  VILTU AÐ AMMA VERÐI REIÐ LoLDevil Hún er ekki kölluð skrýmslið fyrir ekki neitt þessi stúlka, en hún hefur sjálfstæðan vilja og þvílíkt stríðnisskap, mér er sagt af kunnugum að faðir hennar hafi verið og sé svona reyndar ennþá LoL Þetta leynist svo líka í ættinni hennar ömmu sinnar svo ekki er von á góðu. 

En þetta er svona undir nóttina elskurnar mínar. Góða nótt Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Vá, ég flyt þangað þegar ég flyt aftur heim :)

Ásgeir Rúnar Helgason, 4.4.2009 kl. 23:24

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Yndislega fallegar myndirnar þínar alltaf Ásthildur. Og dásamlega litla skrýmslakrúttið þitt gefur manni alltaf bros í hjartað

Ragnhildur Jónsdóttir, 5.4.2009 kl. 00:03

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir mig kæra Ásthildur

Sigrún Jónsdóttir, 5.4.2009 kl. 00:10

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Flottar myndir og alltaf er jafn gaman að koma á síðuna þína en ég er farinn að sakna Brands, það er langt síðan það hefur komið mynd af honum.

Jóhann Elíasson, 5.4.2009 kl. 10:15

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegar myndir.

Tvær spurningar:

1. Hvað kostar svona singstardæmi?

2. Ég er með smá reit í garðinum og mig langar til að setja niður krydd, salat og svoleiðis.  Má ég hringja í þig og fá ráðleggingar þegar að því kemur?

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2009 kl. 11:41

6 identicon

Dásamlegt eins og alltaf.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 11:44

7 identicon

Flottur dagur hjá ykkur, veðrið yndislegt að sjá og allta gaman að fara í sund með ungviðið. Ekki að furða þótt nafna þín sé svolítið ákveðin ef þetta er í báðum ættum. Mig rámar í stúlku sem alltaf vildi helst gera hlutina eftir sínu höfði. En ég þekki líka þaðan að þetta lagast aðeins með aldrinum þegar maður getur metið hvað er hægt að komast upp með.. Get vel ímyndað mér að Úlfur verði góður í singstar eins og flestu sem hann ætlar.

Dísa (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 13:00

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll Vertu velkominn Ásgeir minn.

Ég skal setja inn mynd af honum Brandi Jóhann minn í næsta skipti tók af honum mynd áðan.  Jenný mín ég veit ekki hvað það kostar en ég get fundið út úr því með því að hafa samband við hina ömmuna.  Já þér er velkomið að hringja í mig og fá upplýsingar.

Velkomin hingað inn Ragna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2009 kl. 13:03

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir fallegar myndir Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.4.2009 kl. 14:49

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús Katla mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2009 kl. 15:06

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Flottar myndir að vanda. Ásthildur yngri er flott og auðvita má nú aðeins æsa ömmu en ekki hvað?

Farðu vel með þig

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.4.2009 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband